Morgunblaðið - 01.06.1983, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.06.1983, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983 Marel Þorsteins- son — Minningarorð Húsavík: Aðalfundur Norræna áhugaleikhússráðs- ins hefst í dag Kynslóðir koma og kynslóðir fara það er lífsins gangur. í dag er kvaddur hinstu kveðju Marel Þor- steinsson, verkamaður, sem lést hér í borg 20 maí síðastliðinn eftir langvarandi heilsubrest og sjúkra- húsvist síðustu árin. Hann var faeddur 1. ágúst 1911 i Holtsmúla í Landsveit i Rangárvallasýslu og komin af alþýðufólki. Ungur mað- ur gerðist hann bóndi i ölversholti i Holtahreppi í Rangárvallasýslu á þeirri tíð er sveitabúskapur var að mörgu leyti erfiðari og frumstæð- ari en síðar varð. Árið 1939, hinn 7. október, kvæntist Marel Mar- gréti Ágústu Snælaugsdóttur frá Arskógsströnd i Eyjafjarðarsýslu, fædd 29. júli árið 1921. Þau bjuggu i ölversholti til ársins 1947 að þau fiytja suður til Reykjavíkur og setjast þar að. Marel og Margrét Ágústa eiga einn son, Þorstein, rithöfund, sem er fæddur árið 1941. Það má nærri geta þvílikt áfall það varð Marel Þorsteins- syni, ungum manni, að Margrét Agústa átti við langvarandi heilsuleysi að stríða og eftir að þau koma suður tii Reykjavikur dvaldi hún á sjúkrahúsum síðustu æviár sín og andaðist árið 1958 aðeins þrjátíu og sjö ára að aldri. Kynni mín af Marel Þorsteins- syni hófust fyrir um það bil tutt- ugu árum. Við Þorsteinn, sonur hans, störfuðum saman nokkur ár i Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg og urðum brátt góðir félagar og vinir. Ég fór að venja komur mín- ar á heimilið að Mánagötu 6 i frí- stundum frá vinnu. Marel hélt heimili með syni sínum og tengda- dóttur, Hólmfríði Geirdal, og snemma fórum við Marel að spjalla saman um lífið og tilver- una. í minningu frá þeim árum er hann í huga mínum tengdur góðri viðkynningu. Hann var þá er ég kynntist honum fyrst kominn á sextugsaldur og kom mér þannig fyrir sjónir að hann hefði átt starfsama ævi, unnið við margs- konar erfiðisvinnu frá unglingsár- um. Hann var víðlesinn og fróður um marga hluti þó lítil væri menntunin eins og títt er um margan alþýðumanninn. í gleði þeirra daga þegar Þor- steinn og Hólmfríður höfðu stofn- að til heimilis var Marel oft hrók- ur alls fagnaðar á góðri stundu. Hann bauð mér í nefið sem ég oftast þáði, síðan teygði hann sig eftir bók úr bókasafni sínu, las þá oft úr íslendingasögunum eða úr bók eftir meistara Þórberg, valinn kafla, og er liða tók á kvöldið sett- ist hann við orgelið sitt og lék kunnan sálm eða þekkt selskaps- lag og við Þorsteinn sungum oft hraustlega þegar stemmningin var í hámarki. Marel Þorsteinsson hafði yndi af góðri tónlist og lék árum saman á orgel Marteins- tungukirkju í Rangárvallasýslu og eftir að hann fluttist suður til Reykjavíkur söng hann f nokkur ár með Kirkjukór öháða safnað- arins. Marel starfaði lengst af hér í Reykjavík við almenna verka- mannavinnu og hin síðari ár vann hann hjá Reykjavíkurhöfn. Hann gekk til alirar vinnu af samvisku- semi og trúnaði. Hann varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að fá að fylgj- ast með uppvexti og þroska barna- barna sinna, Margrétar Guðrúnar, Árna Freys og Marels, og þau veittu honum mikla gleði og upp- örvun í erfiðum veikindum hans. Marel Þorsteinsson var af þeirri kynslóð íslendinga sem vann hörðum höndum til að tryggja af- komu sína. Sem ungur drengur kynnist hann sveitastörfum og gerðist síðar bóndi. Það voru að flestu leyti aðrir tímar en þeir er við nú lifum og tilheyra næstum annarri öld, breytingarnar eru miklar og hafa að mörgu leyti reynst afdrifaríkar fyrir land og þjóð. Ekki er það ólíklegt að við- brigðin hafi verið mikil þegar Marel tekur sig upp sem ungur maður flyst úr sveitinni fyrir austan og sest að hér í þéttbýlinu fyrir sunnan. Hann háði sína lífsbaráttu að mörgu leyti við erf- iðar aðstæður en margt varð til að létta þann róður. Með Marel og syni hans, Þorsteini, var alla tíð mikil og góð vinátta, og Þorsteinn reyndist honum góður sonur. Með þeim feðgum var mikill kærleikur alla tíð. Nú, þegar Marel Þorsteinsson er horfinn af sjónarsviðinu þá kveð- ur góður maður sem öllum þótti vænt um sem kynntust honum af einhverju ráði. Hans nánustu, vini mínum Þorsteini, Hólmfríði, Margréti Guðrúnu, Árna Frey og Marel sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu Marels Þorsteinssonar. Ólafur Ormsson. DAGANA 1.—5. júní verður haldin á Húsavík árleg ráðstefna og aðal- fundur Norræna áhugaleikhúsráðs- ins (NAR). Aðild að NAR eiga öll sambönd áhugaleikfélaga á Norð- urlöndum. Þetta er í annað sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi, en hún er haldin til skiptis á Norðurlöndunum. Efni ráðstefnunnar I þetta sinn er „Norrænn menningararf- ur, sem örvun í nútímaleikhúsi". Sameiginlegur menningararfur Norðurlandaþjóðanna, þ.e. nor- ræn goðafræði, liggur til grund- vallar og möguleikarnir á að nýta hana og umbreyta í leik- rænt form. Fyrirlesarar verða Henning Nielssen frá Danmörku, Böðvar Guðmundsson og Hjálm- ar Árnason. Þátttakendur verða um 50 á ráðstefnunni, þar af 15 íslendingar. ísland hefur tekið þátt í þessu norræna.samstarfi frá 1970 og hefur það komið okkar áhuga- leikhúsi til góða á margvíslegan hátt. Menntun og þjálfun í öllum greinum leikhússins er eitt af að- almarkmiðum NAR. Árlega er haldið eitt eða fleiri námskeið á þess vegum, þar sem ferðir og uppihald er þátttakendum að mestu að kostnaðarlausu. Auk þess eru haldin fjölmörg nám- skeið á hverju sumri á vegum leikfélagasambandanna í hverju landi fyrir sig, þar sem allur kostnaður er í lágmarki. Fjöldi íslendinga fer árlega utan á þessi námskeið. Nú í sumar verður haldin önn- ur leiklistarhátíð NAR. Verður hún í Ósló. Þangað fer Leikfélag Hornafjarðar með Skáld-Rósu Birgis Sigurðssonar í leikstjórn Jóns Sigurbjörnssonar. Fyrir tveimur árum fór Leikfélag Sauðárkróks til Ábo á fyrstu leiklistarhátíð NAR og sýndi þar Týndu teskeiðina eftir Kjartan Ragnarsson. Auk leiklistarhátið- anna er leikfélögum reglulega boðið að koma og leika gestaleiki á hinum Norðurlöndunum og hafa mörg islensk leikfélög farið utan, en einnig verið sótt heim. T.d. er von á dönskum og finnsk- um leikflokkum hingað i sumar. Má segja að á þessum vettvangi taki hinn almenni borgari á Norðurlöndum virkan þátt í norrænu samstarfi og gefast tækifæri til að kynnast grann- þjóðunum í návígi, því í þessum leikferðum býr fólk á heimilum gestgjafanna. Á undan ráðstefnunni á Húsa- vík verður haldinn sérstakur fundur þar sem menntunarmál áhugaleikara verða í brennidepli. Hér á landi er mikill áhugi á hvers konar námskeiðum hjá leikfélögunum, en nú eiga 81 fé- lag aðild að Bandalagi íslenskra leikfélaga. Formaður Bandalags- ins, Einar Njálsson, er varafor- maður Norræna áhugaleikhús- ráðsins. (FrétUtilkynning.) atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Atvinnurekendur Hjá atvinnumiölun námsmanna eru skráöir nemendur úr öllum framhaldsskólum lands- ins. Fjölhæfir starfskraftar á öllum aldri. Atvinnumiðlun námsmanna, Stúdentaheimilinu v/Hringbraut, sími 15959. Opið frá 9—17. Kennarar Kennara vantar viö Hafnarskóla Höfn í Hornafirði. Æskilegar kennslugreinar eru: Almenn kennsla í 0.—5. bekk. Smíðakennsla í 0.—9. bekk. Tónmenntakennsla. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í símum 97-8148 og 97-8142. BORGARSPÍTALINN LAUSAR STÖDUR Ritari Takiö eftir Aö gefnu tilefni eru félagsmenn neöan- greindra félaga sem hyggjast sækja um vinnu hjá íslenska álfélaginu h.f. bent á aö hafa samband við sitt stéttarfélag. Verkamannafélagið Hlíf, Verkakvennafélagið Framtíöin, Félag bifvéiavirkja, Félag blikksmiða, Félag járniðnaöarmanna, Rafiðnaðarsamband íslands, Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar, Félag byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði, Félag matreiðslumanna. Smurbrauðsdama Vön smurbrauðsdama óskast strax. Aðeins dagvinna. Upplýsingar í dag og næstu daga í Matstofu Miðfells sf. sími 84939. Plötusmiðir Óskum eftir aö ráöa plötusmiöi eöa rafsuöu- menn. Uppl. hjá verkstjóra í síma 20680. Óskum eftir aö ráöa ritara til framtíöarstarfa í afgreiðslu rannsóknadeildar sem fyrst. Uppl. um starfið veitir Brynjólfur Jónsson í síma 81200—368 milli kl. 13 og 15. Reykjavík, 31. maí 1983, BORGARSPÍTALINN 0 81 200 Landssmiðjan. Viljum ráða smiði og mann á byggingarkrana, mikil vinna. Upplýsingar í síma 54524 og 52248 eftir kl. 7. Röst hf. #>Hurai m , 1 [,—H , ^1^71,1, 1 1—I-JJJIILJ nl Vant starfsfólk óskast viö framleiöslustörf í sumar. Upplýsingar hjá veitingjastjóra frá kl. 8—17.00. Kennarar athugið Kennara vantar aö Húnavallarskóla næsta haust. Almenn kennsla: Enska, myndmennt í Vá—2 stööur. Gott og ódýrt húsnæöi til staöar Nánari uppl. gefur Eggert J. Levy skólastjóri, símar 95-4313 eöa 95-4370. vantar á 200 lesta útlegubát frá Grindavík. Símar 92-8086 og 92-8364. Hótelstörf Starfskraftur óskast í gestamóttöku til afleys- inga. Tungumálakunnátta t.d. enska, þýzka og Noröurlandamál æskilegt. Einnig óskum viö eftir starfskrafti til ræstinga á herbergi o.fl. Uppl. á staönum í dag frá kl. 5—7. City Hótel, Ránargötu 4A.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.