Morgunblaðið - 01.06.1983, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983
N
III. Safnhaugur
Inga Valdimarsdóttir á Eskifírði,
spyr:
Hvernig á maður að bera sig
við það, að nýta allt sem til
fellur úr garðinum s.s. lauf og
annað?
Svar: Um gerð og vinnu við
safnhaug er hægt og reyndar
þörf að skrifa langt mál, ef allt á
að komast til skila sem þörf væri
á. Best er að koma upp grind eða
kassa, sem hægt er að safna í
úrgangi. Hyggilegast væri fyrir
Ingu að afla sér greinar sem
Ólafur B. Guðmundsson skrifaði
um þetta efni í Garðyrkjuritið.
IV. Hænsnaskítur
Gunnhildur Gunnarsdóttir,
Hringbraut 98, spyr:
Hvernig er hænsnaskítur sem
áburður í gamlan garð í Vest-
urbænum og hvernig á að
meðhöndla hann? Er ef til vill
betra að nota tilbúinn áburð?
Svar: Ef um skán af gólfum
hænsnahúsa er að ræða, þá fylg-
ir áburðinum eitt og annað sem
óæskilegt er að fá í garðinn, að
minnsta kosti í beðin. Pallaskít-
urinn er mun hreinni, ef um
hann er lengur að ræða í
hænsnabúum. Annars vísa ég til
svara hér að framan um lífræn-
an áburð.
V. Elfting
Hafnfírðingur spyr:
Hvernig er best að losna við
elftingu úr blómabeðum?
Svar. Ef ekkert er fyrir í beð-
inu þá væri hyggilegast að moka
upp úr því ca. 30 sm, setja þar
sandlag og kalk, breiða síðan yf-
ir plastdúk og moka síðan mold-
inni ofan í aftur en blanda sam-
an við hana áburðarkalki og
sandi. Elfting er öruggasta vitn-
eskja sem við höfum um of súran
jarðveg og með því að rætur elft-
ingarinnar standa oftast mjög
djúpt, er erfitt að uppræta hana.
VI. Lótusblóm?
Hróðný Bogadóttir, Kambaseli
21, spyr:
Hvernig á að meðhöndla, gróð-
ursetja og vökva lótusblóma-
fræ sem er spírað?
Svar: Það væri gaman að fá
nánari upplýsingar um það lót-
usfræ sem hér er um að ræða. Ég
á erfitt með að trúa, að hér geti
verið um annað að tala en plöntu
þá sem hefur gengið undir nafn-
inu Maríuskór, sem er einær jurt
og einfalt að fást við. Algengast
er að sá til hennar beint út í
gróðurbeð snemma á vorin. Er af
ertublómaætt með rauðlit blóm.
Hentar best til uppfyllingar f
steinhæðir.
II. Brekkuvíðir
Daníel Þorleifsson, Stigahlíð 83,
spyr:
1. Ég er með 1 'k metra háan
brekkuvíði. Hvenær á að
klippa og hve mikið og borgar
það sig, verður hann fallegur
aftur?
2. Hvernig á að klippa agúsu,
sem komin er til ára sinna?
Svar við spurningu 1: Úr því
sem komið er hygg ég best sé að
fresta skerðingu á þessu vori —
þó væri allt í lagi að framkvæma
skurðaðgerðina nú þegar, en það
yrði ekki eins áberandi gagnvart
nágrönnunum ef aðgerðin færi
fram fyrir laufgun á næsta vori.
Óhætt er að klippa víðinn niður í
10—15 sm frá jörð og það verða
ekki mörg sumur þar til hann er
orðinn jafn fallegur eða jafnvel
fegurri en hann er nú.
Svar við spurningu 2: Trúlega
hefur eitthvað ruglast með
skráningu á nafni plöntunnar
sem um er spurt. Ég get ekki
áttað mig á því, hvað við er átt.
Rétt er því fyrir Daníel að
hringja aftur og gera gleggri
grein fyrir spurningunni. Er hér
um stofujurt eða garðtré eða
runna að ræða? Ég kannast alls
ekki við þetta nafn á nokkurri
plöntu.
að áhrifin geta kannski fyrst
farið að segja til sín árið eftir
eða síðar. Það er þó hyggilegt að
reikna með lífrænum áburði sem
langtíma forða og bera hann þar
af leiðandi á þriðja eða fimmta
hvert ár en nota kemískan áburð
árlega sem aðal vaxtarnæringu
fyrir gróðurinn.
Svar við spurningu 2: Allt sem
af jörðu er komið, verður aftur
að mold og næringu nýs lífs í
fyllingu síns tíma en til þess
þarf trénið að breytast í duft eða
ösku.
spurt og svarad
Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS
HAFLIÐI Jónsson, garöyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur tekiö aö sér aö svara
spurningum lesenda Morgunblaösins um garðyrkju. Lesendur geta lagt spurn-
ingar fyrir Hafliða jafnt um ræktun matjurta sem trjárækt og blómarækt. Tekiö er
á móti spurningum lesenda á ritstjórn Morgunblaðsins í síma 10100 milli kl. 11 og
12 árdegis, mánudaga til föstudaga. Hafliði Jónsson er landsþekktur garðyrkju-
frömuöur og hefur haft yfirumsjón meö öllum ræktunarmálum borgarinnar í nær
þrjá áratugi.
Skólagarðar
Þessa dagana eru Skólagarðar
Reykjavíkur að hefja sumarstarf
sitt en þeir eru á fjórum stöðum
í borginni og ef að líkum lætur,
munu um 1.000 börn vera að
störfum við ræktun í görðunum
á þessu sumri.
Skólagarðarnir hafa verið
starfræktir í 36 ár að þessu
sumri meðtöldu og hafa þeir
fyrir löngu sannað ágæti sitt.
Þótt undarlegt kunni að sýnast,
þá hefur starfsemi skólagarð-
anna aldrei verið mikið mál hjá
pólitíkusum í gegnum tíðina og
vafalaust hafa fáir borgar-
fulltrúar gert sér verulegt far
um að kynnast rekstri garðanna,
enda aldrei verið orðað að skipa
nefndir eða ráð til að stýra þess-
ari starfsemi og sjálfsagt á það
sinn þátt í því, að aldrei hafa
orðið veruleg hávaðamál út af
því, þegar garðarnir hafa orðið
að flytjast frá einum stað til
annars vegna skipulagsbreyt-
inga, og aldrei hefur þessari
starfsemi í reynd, verið ætlaður
framtíðarsamastaður í skipulagi
á höfuðborgarsvæðinu og þannig
er nú komið, að börn sem búa í
gömlu Reykjavík, það er að segja
fyrir vestan Kringlumýrarbraut,
verða að sækja langa leið til
Skólagarðasvæða ef þau eiga að
njóta þeirrar starfsemi sem þar
fer fram.
Skólagarðana sækja börn á
aldrinum 9 til 12 ára og þátt-
tökugjald er nú í ár 100 kr. Er
gjaldið hugsað sem greiðsla fyrir
kostnaði við frækaup, plöntur og
útsæði, sem þarf í hvern ræktun-
arreit. Hvert barn fær sinn af-
markaða 25 m2 gróðurreit og
ræktar í honum algengustu teg-
undir grænmetis og sumarblóm-
jurta. Mjög mikilvægt er að
ræktunarlandið sé sem best
verður á kosið, þar sem á miklu
ríður að börnin verði ekki von-
svikin með árangurinn af sínu
ræktunarstarfi og jafn mikil-
vægt er að forráðamenn barn-
anna kunni að meta og nýta til
matar uppskeruna, þegar börnin
koma heim með hana úr görðun-
um.
Reynslan hefur sýnt, að börn-
unum er það nauðsynlegt að
komast í kynni við þá staðreynd,
að það kostar peninga að rækta
landið. Þeim er líka hollt að
kynnast því, að það skiptir miklu
máli hvernig landið er þar sem
ræktunin fer fram. En þýðing-
armest af öllu er þó, að þau finni
það að grænmetið sem þau
leggja á borð með sér, fyrir eigin
tilverknað, sé vel þegið þegar
heim er komið. Mjór er mikils
vísir og ef allt er með felldu, geta
þau börn sem fá sína fyrstu við-
kynningu af moldinni í Skóla-
görðunum búið að þeim kynnum
allt sitt líf.
En Skólagarðarnir bjóða upp á
fleira en ræktun moldarinnar.
Meðan niðursetningarstörfin
standa yfir, er áhersla lögð á þau
að sjálfsögðu og verður þá að
skammta börnunum þann tíma
sem þau geta dvalist í görðunum,
því annars væri ekki hægt að
sinna þeim jafn vel og þörf er á.
En eftir það á þeim að vera
frjálst að dveljast þann tíma í
görðunum sem þau sjálf kjósa.
Þó eru þau aldrei þvinguð til að
vera þar lengur en tvo til fjóra
tíma á dag. Þau eru skráð þegar
þau koma og fara frá görðunum
og mikilvægt er að forföll séu
tilkynnt, svo að hægt sé að vökva
gróðurbeðin þeirra eða sinna
reitnum þeirra ef þau fara í
ferðalög með sínum nánustu í
einn eða fleiri daga. Börn hafa
ekki síður en fullorðnir þörf
fyrir hvíld og tilbreytingu frá
daglegu amstri, þess vegna er
reynt að skapa tilbreytingu í
Skólagörðunum með leikjum á
nálægum grasvelli eða með
gönguferðum um næsta ná-
grenni og þær gönguferðir eiga
að miða að því að kenna börnun-
um að þekkja nöfn fjallanna sem
við þeim blasa, nöfn fugla sem
framhjá fljúga og grösin sem
vaxa á jörðinni sem þau ganga á.
Hvað heita eyjarnar úti fyrir
ströndinni og vita þau nöfn og
tilgang helstu bygginga í borg-
inni? Hvers vegna þjóðþing og
ríkisstjórn? Hvað heitir forseti
íslands, hvar býr hann og hvaða
gildi hefur það fyrir okkur að
hafa þjóðhöfðingja? Hvers
vegna er borgarstjórn og hvers
vegna verðum við öll að ganga
vel um landið okkar, borgina
okkar og vera tillitsöm hvert við
annað? Allt eru þetta gagnleg
umræðuefni við börn sem eru að
hefja gönguna út í samfélagið.
Hér hefur aðeins verið stiklað
á stóru varðandi þá starfsemi
sem fram fer í Skólagörðunum
og áreiðanlega er mörgum ekki
ljóst sú merkilega starfsemi sem
þar fer fram, enda aldrei átt sér
stað mikil umfjöllun um Skóla-
garðana, þar sem þeim hefur í
raun aldrei verið markaður póli-
tískur bás í tilverunni og til-
kostnaður við tilvist þeirra aldr-
ei miðaður við óhóflegar kröfur
um glæsibúnað og strangt eftir-
lit heilbrigðisyfirvalda. Vinnu-
skúrar af lágmarksstærð með
handlaug og einu salerni hafa
orðið að nægja í hverju garð-
svæði, þótt þar sé stór hópurinn
sem daglega dvelur. Það er einn-
ig lærdómsríkt að búa við frum-
stæð kjör og sýna nægjusemi.
I. Þaraáburður og fleira
Magnús Guðmundsson, Mána-
braut 1, spyr:
1. Hvernig er að nota þaraáburð
eða beina- og fiskimjöl í stað-
inn eða með húsdýraáburði
við skrúðgarða- og trjárækt-
un og hve mikið á að nota?
2. Er ekki möglegt að nýta af-
klippur af trjám sem áburð?
Svar við spuringu 1: Það er
sameiginlegt með þangmjöli og
fiskimjöli, að það þarf að berast
snemma á að vorinu (helst í
febr.—mars) ef það á að koma að
verulegum notum að sumrinu,
þar sem það þarf, á sama hátt og
annar lífrænn áburður, að rotna
í jarðveginum til að koma að
fullum notum fyrir gróðurinn.
Erfitt er að segja til um það
magn sem nota á af þangmjöli
eða fiskimjöli. Það fer eftir jarð-
veginum. Hafa ber einnig í huga