Morgunblaðið - 01.06.1983, Page 33

Morgunblaðið - 01.06.1983, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983 33 Reiöarslag fyrir alla poppunnendur: Ekkert Skonrokk sýnt fyrr en í nóvember! — forráöamenn Steina hf. og Fálkans mjög óhressir Skonrokk, líkast til einn allra vinsœlasti þátturinn í sjónvarpinu, hefur verið tekið af dagskrá sjónvarpsins í sumar og veröur reyndar ekki sýnt á ný fyrr en í nóvember þegar vetrardagskráin tekur viö aö nýju. Býsna hljótt hefur farið um hvarf þessa dagskrárliðar og e.t.v. eru unglingar landsins og allir aðrir, sem á þennan þátt horfa ekki ennþá búnir að átta sig á því að hann hefur horfiö af dagskránni og er ekki væntanlegur í bráð. Járnsíöan reyndi nokkrum sinn- um í síðustu viku að ná tali af Hin- riki Bjarnasyni, yfirmanni lista- og skemmtideildar sjónvarpsins, til þess að inna hann eftir því hvers vegna þátturinn væri tekinn af dagskrá, en það tókst ekki. Fjársvelti Eftir þeim heimildum að dæma, sem Járnsíðan hefur aflaö sér, flokkast Skonrokk undir innlenda dagskrárgerð og hún leggst niður allt fram á haust. Skýringin er sögð vera fjársvelti, sem engin ástæða er til aö draga í efa, enda hefur sjónvarpið ekki haft úr of miklu að moða á undanförnum árum. Efniö í Skonrokks-þættina kemur nær eingöngu frá Fálkanum og Stein- um hf. og er selt sjónvarpinu á kostnaðarveröi eftir því sem næst verður komist. Forráðamenn Steina hf. og Fálkans eru að vonum ekkert yfir sig hrifnir af þeirri ákvörðun að taka Skonrokk af dagskránni. Reiði þeirra beinist einkum og sér í lagi að þeirri staðreynd, að hvor- ugur aðilinn fékk að vita af þessu með neinum fyrirvara. Báðir sitja því uppi meö fjölda laga, sem þeir hafa keypt til landsins meö endur- sölu til sjónvarpsins í huga. Járn- síðan ræddi viö Halldór Inga Andr- ésson hjá Fálkanum og Steinar Berg ísleifsson hjá Steinum hf. vegna þessa. Ónýtt efni „Ég held það séu liðin 2 ár frá því ég og Steinar Berg vorum kall- aðir á fund Tage Ammendrup vegna Skonrokks," sagði Halldór Ingi. „Þar var farið fram á þaö viö okkur, að við ættum alltaf nægt efni á lager. i beinu framhaldi af því gerðumst við áskrifendur að svonefndri SOS-þjónustu hjá Phonograph. Það þýðir aö við fáum alltaf 1—2 lög á myndbönd- um send í viku hverri. Áskrift þessi greiðist í eitt ár í senn, fyrirfram, þannig að helmingur þessa árs er okkur ónýtur. Þó Skonrokk detti út af dag- skránni er það í raun ekkert óskaplegt tap fyrir okkur. Nú fyrst stöndum við jafnfætis Steinum hf. að þessu leytinu. Hvorugur aðilinn kemst að meö sitt efni. Fálkinn hefur yfirleitt ekki átt nema 2—3 lög í Skonrokks-þáttunum á móti 5—7 lögum frá Steinum. Samt höfum við um langt skeið haft nægt myndefni á lager. Það er persónuleg skoðun mín, að tónlist frá Fálkanum hafi ekki verið gert eins hátt undir höfði og ástæða hefur verið til, ef mið er tekið af vinsældum hennar erlendis." Á meðal efnis, sem Fálkinn er nú með og verður ekki sýnt má nefna Dire Straits, Mark Knopfler, Van Morrison, Kenny Rogers og Sheenu Easton, Soft Cell, Gerry Rafferty, Cliff Richard, Nazareth, Billy Squire, Rolling Stones, Dex- y’s Midnight Runners og Malcolm McLaren, auk efnis, sem er á leiö- inni til landsins. Bókstafstrú þessa ákvaröanatöku vera for- kastanlega, ekki hvað síst í Ijósi þess, að fyrirtæki hans sæti uppi með fjölda góðra laga, sem kost- uðu það stórfé. Þetta væri allt efni, sem væri hér með ónýtt. „Það hefði kannski ekki sakað, að viö hefðum verið látnir vita með einhverjum fyrirvara svo við vær- um ekki aö kaupa þetta efni til landsins dýrum dómum. Eins hefði alveg mátt nota það efni, sem til er áður en þaö verður ónýtt, en það viröist ekki áhugi á slíku. Reglur viröast vera reglur hjá þessu fyrir- tæki og eftir þeim er farið, hvort sem þær koma fáránlega út, eins og í þessu tilviki, eða ekki. Ég get ekki séö hverju þetta breytir fyrir sjónvarpið. Þeir fá vart ódýrara sjónvarpsefni og kostnaö- urinn við gerð þessara þátta er í algeru lágmarki. Sjónvarpið þarf aö kaupa efni erlendis frá ef þaö á að koma í stað Skonrokks. Það verður ekkert ódýrara en það efni, sem sýnt er í Skonrokki. Auk þess eru allar líkur á að upp komi þætt- ir, sem eru 2ja—3ja ára gamlir og enginn hefur áhuga á aö sjá. Dæmin hafa sýnt það. Mér finnst þá miklu betra að sýna splunku- nýtt efni, sem nýtur mikilla vin- sælda fyrir sömu greiðslu, jafnvel þótt þaö flokkist undir innlenda dagskrárgerð." Nöfn vinnings- hafanna í Journey- getrauninni Töluverð þátttaka var í getraun- inni um Journey, sem efnt var til á Járnsíðunni í byrjun mánaðar. Inn- send svör voru þó öllu færri, en vonast hafði verið til, ekki síst í Ijósi verðlaunanna, sem í boði voru. Hvað um það, flest svaranna voru rétt og reyndist því nauösynlegt að draga úr réttum lausnum. Upp komu nöfn þeirra, sem hér fara á eftir, og mega þeir eiga von á að fá úr sent i pósti á næstunni. 1) Jenný Magnúsdóttir, Hraða- stöðum IV, Mosfellsdal, 270 Varmá. 2) Hannes Axel Jónsson, Kjalarlandi 18, Reykjavík. 3) Ragnar Ólafur Ragnarsson og Emil Breki Hregg- viðsson, Skipasundi 84, Reykjavík, 4) Gestur Már Sigurðsson. Kveld- úlfsgötu 14, 310 Borgarnesi. 5) Árni Hafliöason, Mýrum 8, 450 Patreks- firði. Járnsíðan þakkar öllum þeim, sem sendu inn svör við getrauninni og kannski veröur hægt að bjóöa lesendum siðunnar upp á einhverja sambærilega getraun siðar á árinu. Steinar Berg ísleifsson sagöi Hvernig menn en notfæra sér — Pétur Stefánsson í Big Nós Bandinu lætur gamminn geisa „Big Nós Bandið er faktískt dálítið gömul hljómsveit. Hún var stofnuð upp úr gamla Kleppsmýrarbandinu, sem „djammaði“ næt- ur jafnt sem daga. En svo fór auövitað, að maður þreyttist á þessu eilífa „djammi" og fór aö hugsa til þess aö setja tónlistina niöur í fastmótaöra form. fyrirlíta konur, þær um leið Ég fékk þá Sigga litla og Halldór Bragason með mér. Við fórum að taka strax upp þegar viö komumst í 4-rása segulband og þar má eig- inlega segja, að hugmyndin að því aö gefa út plötu hafi fæöst," sagöi Pétur Stefánsson, myndlistarmað- ur og rokkari í Big Nós Bandinu, þegar Járnsíðan hitti hann aö máli á Mokka um daginn. Tilefnið var að fræðast ögn um plötu Big Nós Bandsins, sem er væntanleg nú á næstunni. Ber hún nafnið Tvöfalt siðgæði. Á plötunni eru alls 14 lög og koma ýmsir þekktir hljómlistarmenn þar viö sögu. Má t.d. nefna Sigurö Karls- son, Björgvin Gíslason, Tryggva Hiibner og Pétur Hjaltested, auk þess Ellu Magg, Aðalheiði úr Lolu, Adda Jóns og Dóra Braga og Stefán frá Möörudal, sem syngur tónstigann sinn. Big Nós Bandiö er rótt eins árs gamalt. Átti ársafmæli í mars. Þaö hefur tiltölulega lítiö haft sig í frammi á opinberum vettvangi, utan tveggja tónleika í Hlöðunni í Óðali. Sveitin tróð einnig upp á Melarokki. Áfall „Melarokkiö var dálítiö áfall fyrir aðstandendur hljómsveitarinnar. Krítíkin var ansi hörð. Þaö er erfitt að leika í roki og kulda um hábjart- an dag, þar sem nokkrir pönkspóar húka undir vegg til aö varna blöö- rubólgu og hin yndislega „occult"- stemmning rokksins í rauöum og bláum Ijósum hefur ekki náö að skjóta rótum. Allt er grátt og vit- rænt. Fljótlega eftir þá tónleika varð Ijóst, aö eitthvaö varö að gera. Ég leit alltaf á hljómsveitina frekar sem opinn hóp en fastmótaða hljóm- sveit. Með það að leiöarljósi var mjög auðvelt aö gera breytingar. Sjálfur hef ég dálítið kynnst hefö- bundnu hljómsveitarlífi, sem rótari hjá hljómsveitinni Friðryk. Af feng- inni reynslu vildi óg ekki koma ná- lægt slíku." — Hvenær hófust upptökur á Tvöföldu siðgæöi? „Upptökur hófust í nóvember. Ég hóaði þá í mannskapinn í stúdíó og kenndi strákunum lögin." — Er þetta breytt tónlist frá því sem Big Nós Bandiö var að gera áður? „Þetta er ekki svo mjög breytt tónlist stefnulega séö, en þó allur annar hlutur í eðli sínu. Þaö eru mörg ný lög á plötunni og tónlistin hefur þróast töluvert." — Hver er útgefandi aö þessari plötu? „Galleri Austurstræti 8, gefur hana út." Áhætta? — Þú ert ekkert ragur við að fara út í plötuútgáfu á þessum síö- ustu og verstu tímum. Er þetta ekki viss áhætta? „Hvaða áhætta er viö að gefa út plötu? Ég sé hana ekki. Þetta er kannski fyrst og fremst spurning um áræöi. Hjá mór ríkir sú hugsun ein aö koma þessu þokkalega frá mér." — Er einhver sérstakur boð- skapur á ferö á þessari plötu? „Ja, það má til sanns vegar færa, að hið tvöfalda slögæöi sé undir- tónninn á þessari plötu, t.d. í lagi eins og Fullnægðu mér. Þar er þetta tvöfalda siögæði til umræöu. Hvernig menn notfæra sér konur, en fyrirlíta þær þó um leiö." — Er þetta þín fyrsta reynsla innan múra hljóðversins? „Já, fyrir sjálfan mig, en ég var búinn að vera með Friðryk í stúdíói þegar þeir gáfu út sína plötu og þekkti því aöeins til. Mér finnst Pétur og úlfurinn? Nei, ekki alveg. Myndlistarmaöurinn og rokkarinn heldur hér é gifsafsteypu af sjálfum sér. Morgunblaðið/ Lárus Karl stúdíó vera mjög skemmtilegt „apparat" og var ákveðinn í að láta ekki fínpússa hlutina allt of mikiö. Þannig er margt á plötunni hjá Big Nós Bandinu, sem verið hefði öðru vísi ef ég heföi ekki ráöiö þessu einn. Viö tókum þetta að mestu leyti upp „live", en „yfirdubbuðum" sumt eftir á." — Hver var það, sem stýrði upptökunni? „Þaö var hann Pétur Hjaltested. Hans fyrsta verkefni á þessu sviði. Hann fitlaði við takkana af mikilli lagni." — Ætlið þið að fylgja þessari plötu eftir með hefðbundnum hætti? „Hvað er hefðbundinn háttur? Er það eitthvaö skylt bragarhætti? Ég ætla a.m.k. ekki að taka fyrstu nál- arrispuna, sbr. fyrstu skóflustung- una. Platan verður aö auglýsa sig að mestu leyti upp sjálf. Hún er gerð eftir bestu sannfæringu ís- lendinga árið 1983 og ég vil ekki gefa út neinar yfirlýsingar um að hún sé í ætt við Sgt. Peppers eða Dark Side of the Moon, en ég fer ekki út í neitt auglýsingaflóð í blöð- unum." Afsprengi lífsstíls — Hvað finnst þér um íslenska rokkiö í dag? „Sjáöu til, rokkiö var fyrst og fremst afsprengi ákveðins lífsstíls. Þaö kom upphaflega aðallega neð- an frá í þjóöfélagsstiganum, en mannskapurinn hefur með árunum blandast mjög. Nú er þetta úr öllum stigum þjóófélagsins. Rokkiö er aggressíi tónlist og á ekki upptök sín t.d. hjá pólitíkusum sem eru yf- irleitt vandir aö virðingu sinni. Ann- ars sýnist mér, aö pönkiö hafi étiö kommúnismann og nýbylgjan sömuleiðis „performansana". Lík- legt er aö myndlistarmenn eigi eftir að gæða sér töluvert meira á rokk- inu og gera þá tónlist aö búdd- ískum diskófræðum í nýklassískum stíl. Þaö gefur augaleið, aö um leiö og staðirnir, Borgin í þessu tilliti, loka, þá er fótunum kippt undan rokklífinu í borginni. Þetta er í rauninni „míta". Ég undrast t.d. alltaf hversu lengi Bubbi Morthens tollir í þessu og hef samúö með hæfileikamönnum eins og Gunnari Þóröarsyni, sem um langt skeið hefur gersamlega misst marks. Hann hefur ekki verið aö gera neitt af viti frá því á Trúbrotsárunum." — Ertu sáttur viö þessa nýju plötu Big Nós Bandsins? „Já, það held ég. Hún var tekin upp í rólegheitunum og hljóö- blöndun tók töluverðan tíma. Ég lít á afkvæmiö með lítillæti og er til- tölulega ánægöur og umfram allt ánægöur með þaö fólk, sem ég fékk til liðs við mig. Maöur lærir af svona stúdióvinnu, næsta plata yrði örugglega ekki eins. Ég hef ekki hugmynd um til hvaða hóps þessi plata kann aö höföa. Liklega þó ekki til þess hóps, sem segir: „Sí.sí, sísar, rúsí," segir Pétur og brosir. „Hugsa þó, að trommuleik- urum þyki hún ekki versta platan, sem þeir hafa heyrt, þá ekki heldur gítargæðingum. — SSv.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.