Morgunblaðið - 05.06.1983, Síða 20

Morgunblaðið - 05.06.1983, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983 Plastgróðurhús frá Plastprent hf: Ódýr, sterk og . auoveld i uppsetningu Vorið 1982 hóf Plast- prent framleiðsluá plastgróðurhúsum sem voru prófuð hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavík- uríFossvogi. Þessi gróðurhús hafa reynst Plastprent hf. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 85600 mismunandi stærðum, allt frá4,8m2uppí39 m2 og jafnvel enn stærri. Þau henta því vel hvort sem er fyrir garðyrkju- menn.bændureða garðeigendur. frábærlega vel íalla staði. Húsin eru ódýr, sterk og það er bæði auðvelt og fljótlegt að setja þau upp. Plastgróðurhúsin eru fáanleg í mörgum Flugleiðin Fækka ferðum milli Akur- eyrar og Kaup- mannahafnar FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að fljúga beint áaetlunarflug milli Akur- eyrar og Kaupmannahafnar einu sinni í mánuði í sumar. Fyrsta ferðin verður 16. júní og síðan verður flogið 7. júlí og 4. ágúst. Ef markaðsað- stæður breytast til batnaðar er möguleiki á að fjölga ferðum, segir í frétt frá Flugleiðum. Ennfremur seg- in Á sínum tíma var ákveðið að gera tilraun til að halda uppi beinu áætlunarflugi milli þessara staða vikulega í sumar. Síðan þá hefur orðið samdráttur á mörgum sviðum hérlendis vegna þeirra efnahagsörðugleika sem öllum eru kunnir. Staðfestar farpantanir í Kaupmannahafnarflug frá Akur- eyri í sumar eru ekki það margar að grundvöllur sé fyrir vikulegum ferðum. Þá bætir það ekki úr skák, að fram til þessa hefur sumarið í Danmörku verið kalt og votviðra- samt og hefur það greinilega dreg- ið úr áhuga Dana á íslandsferðum sem og öðrum ferðum þeirra um norðlægar slóðir. Flugleiðir vilja hins vegar ekki falla alfarið frá því að reyna beint áætlunarflug milli Akureyrar og Kaupmanna- hafnar og því hafa þessar þrjár ferðir verið ákveðnar. Farþegum sem eiga pantað far á þessari flugleið aðra daga en 16. júni, 7. júlí og 4. ágúst, gefst kost- ur á að færa sig yfir á þá daga. Þeir sem vilja halda óbreyttum brottfarardögum munu fara um Keflavíkurflugvöll, en fá flugfar til Reykjavíkur kvöldið fyrir brottför og gistingu þar eina nótt á kostnað Flugleiða. Við heim- komu fá þeir flugfar samdægurs norður. í beinu ferðunum þremur verður tollfrjáls varningur til sölu um borð í flugvélinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.