Morgunblaðið - 05.06.1983, Page 23

Morgunblaðið - 05.06.1983, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983 23 anna og mögnuðust þær sögur mjög eftir því sem á leið. Frá Meðallandi bárust þær fregnir, að mergð vatnaskrímsla hefði sést í Feðgakvísl og hjá Steinsmýri sást fjöldi eldhnatta liggja á jörðinni. Menn heyrðu undarleg hljóð í jörðu niðri og klukknahljóm í lofti auk ýmissa dularfullra tákna og stórmerkja. Lömb og kálfar áttu að hafa fæðst með vanskapnað og að sögn var eitt lambið á Hunkubökkum á Síðu með arnarklær í stað klaufa. Sumir þóttust hafa séð eldroða á lofti og aðrir höfðu orðið varir við svonefndar pestarflugur, gular og svartar, og ókennilega orma og skordýr, sem virtust vera á æðis- gengnum flótta. Kynlegast af öllu var þó blóðregnið, sem átti að hafa fallið víða þar eystra um vorið. Að auki er þess getið að margir hafi haft þungar draumfarir og borist vitranir í svefni um það, er síðar kom á daginn. Dregur til tíðinda Fyrstu daga júnímánaðar, árið 1783, varð vart við snarpa jarð- skjálftakippi á Síðumannaafrétti, og virtust þeir færast smám sam- an í aukana. Svo gekk hvíta- sunnuhátíðin í garð og ber heim- ildum saman um að veður hafi verið óvenjufagurt þann morgun, 8. júní. Um dagmálabil sást dökk- ur mökkur stíga upp að baki byggðarfjalla norðan Síðu og breiddist mökkurinn á skömmum tíma yfir byggðarlagið og austur um Fljótshverfi. Þessu fylgdi öskufall mikið og þéttum, dökk- gráum sandi rigndi yfir svo spor- rækt varð á jörðinni og dimmt í húsum inni. Fólk varð að vonum felmtri slegið og fénaður þjappaði sér saman, en er leið á daginn birti aftur vegna vinda er blésu af hafi úr landsuðri. Fólki varð þá fyrst fyrir að leita til kirkju og hlýða á messugjörð og fylltust kirkjur í byggðarlaginu sem var harla óvenjulegt á þessum tíma ef marka má heimildir. Reyndar mun kirkjusókn hafa verið svo dræm þennan vetur að messufall varð níu sunnudaga í röð á Klaustri, svo dæmi sé nefnt. Nú virtist hins vegar sem fólk hefði vaknað upp af andvaraleysinu og þennan hvítasunnudag snerust flimtingar fólks um aðvaranir guðs upp í iðrun og heita bæn um að refsivendi almættisins yrði frá þeim bægt. Um nóttina varð fólki ekki svefnsamt vegna jarðhræringa og daginn eftir óx mökkurinn um all- an helming. Þá um kvöldið gerði steypiregn, sem mettað var svo sterkum og eitruðum brennisteini og ólyfjan, að njólablöð brunnu sundur og fólk fékk óþolandi sviða í augu og hörund og margir urðu ringlaðir af svima. Hélt þessu áfram á þriðjudeginum og tók þá Skaftá að þverra óðum, svo að ná- lega mátti ganga yfir hana þurr- um fótum, og var hún þó áður sjö- tíu faðma breið á ferjustaðnum. Á miðvikudaginn, hinn 12. júní, braust eldflóðið fram úr Skaft- árgljúfri og fyllti vötn og byggðir logandi hraunleðju. Þá gerði fjúk af austri og lagðist yfir jörðina þykkt vikurlag með harðri skel svo haga tók af. Hélt svo fram næstu vikurnar. f þessum fyrstu umbrotum tók af að mestu átta jarðir, þrjátíu skemmdust og lögðust fimmtán þeirra í auðn, en sjötíu búendur í grennd við eldinn flúðu á brott. Þessu fylgdu þrumur og vábrestir, en sandi og brennisteini rigndi, svo að grasið varð banvænt af brennisteinsólyfjan. Mökkurinn yfir gosstöðvunum á Síðumanna- afrétti var nú orðinn svo mikill, að hann sást víða um land og þá sjaldan að sá til sólar, var hún á að líta sem rauðglóandi vígahnött- ur, tunglið var rautt sem blóð, og sama lit tók jörðin á sig, ef á hana bar nokkra birtu. Var sem öll náttúran hefði brugðið eðli sínu, grös sölnuðu, fuglar lágu dauðir hópum saman og silungar flutu dauðir í kílum og pyttum. Og mitt í þessari formyrkvun tortímingar- innar eigruðu umkomulausar og örvita mannssálir og háðu ójafna baráttu sína við ógnir og dauða. Móðan mikla Eldarnir áttu upptök sín í svonefndum Lakagígum, sem ná yfir 36 km samfellt svæði á afrétt- inum norðan Síðuhéraðs. Um þessar eldstöðvar segir dr. Sigurð- ur Þórarinsson í grein í nýút- komnu hefti tímaritsins „Storð" m.a.: „Vart getur storfenglegri gígaröð á gjörvallri jarðkringl- unni en Lakagíga. Þeir sæma vissulega vel því stórgosi, sem myndaði þá. Þessi gígaröð er um 25 km að lengd og samanstendur af tveim aðalröðum, svipaðrar lengdar, með nær sömu stefnu, frá norðaustri til suðvesturs." Talið er líklegt að tvo fyrstu daga gossins hafi opnast nær öll gossprungan suðvestur af Laka og barst gjóskan aðallega til norð- vesturs fyrstu dagana, þótt spor- rækt yrði á Síðu og í Fljótshlíð strax í upphafi, eins og áður er getið. Hraunflóðið breiddist fyrst yfir afréttarlandið, en tók síðan á rás niður í byggðina með hinum ferlegasta undirgangi og hamför- um. Þessi heljarganga eldflóðsins ofan frá afréttinum hófst 12. júní og næstu vikurnar flæddi það yfir láglendi Meðallands, Sfðu og Landbrots og fylgdi að miklu leyti farvegum Skaftár, Melkvíslar og Landár. Aðalkvíslar eldflóðsins voru tvær og rann hin vestari þeirra niður eftir Skaftárgljúfri, fyllti það regingímald á skömmum tíma, og flaut svo út yfir alla barma og breiddi úr sér fram yfir láglendið og allt til Meðallands. Vesturhraunið stöðvaðist end- anlega „eldmessudaginn" 20. júlí og verður nánar vikið að þeim at- burði hér á eftir. Þá mun gos- sprungan norðaustur af Laka hafa opnast og rann hraun frá þeirri sprungu aðallega til austurs og síðan suður eftir farvegi Hverf- isfljóts og herjaði landið milli Síðu og Fljótshverfis. Hraun- rennslið á þessum slóðum stóð allt fram í nóvemberlok, en eftir það fór gosið minnkandi og varð elds síðast vart í Lakagígum 7. febrúar 1784. Sú móða sem lá yfir landinu sumarið 1783, og hörmungar þess- ar draga nafn sitt af, vakti mikinn óhug meðal fólks. Og móðan mikla lét ekki staðar numið við strendur landsins heldur barst hún til meg- inlands Evrópu og breiddist þaðan austur yfir álfuna. Heimildir greina frá því að hennar hafi orðið vart við landamæri Rússaveldis og Kína og í byrjun júlí í austurfylkj- um Bandaríkjanna fór hennar að gæta seinni hluta ágústmánaðar og hafði hún þá farið nær hring- ferð kringum jörðina. Olli móða þessi miklum umræðum meðal vísindamanna víða um heim, en veturinn á eftir varð einn sá harð- asti í manna minnum í Evrópu og kenndu margir móðunni um. Þeirra á meðal var vísindamaður- inn og rithöfundurinn Benjamín Franklín, en orsök móðunnar taldi hann vera „sá feikna mikli reykur, sem þetta sumar streymdi upp úr Heklu á íslandi". Hér á Franklín að sjálfsögðu við Lakagiga og er þetta hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem Hekla gamla geldur ill- ræmdrar frægðar sinnar. Það er ekki á neins manns færi að lýsa eða gera sér fullkomlega grein fyrir því stórkostlega og ægifagra sjónarspili, sem náttúr- an setti á svið í Lakagigum árið 1783 enda höfðu þálifandi íslend- ingar um annað að hugsa en feg- urðarmat, eða vísindalega úttekt á Skaftáreldum er þeir færðu þessar náttúruhamfarir í annála. Það er hins vegar eðlilegt að jarðfræð- ingum verði þessir atburðir hug- leiknir út frá sjónarhóli vísind- anna enda er hér um að ræða stærsta hraunframburð sem runn- ið hefur í einu gosi á jörðinni frá því sögur hófust. Eldmessan Á heiðarbrún ofan við Kirkju- bæjarklaustur hefur hópur flótta- fólks, óttaslegið og umkomulaust, Ieitað sér náttstaðar. Þetta er um miðjan júlí og upplausnin í aust- urhéruðunum í algleymingi enda hafa eldgjárnar að fjallabaki sótt í sig veðrið og hvert hraunflóðið á fætur öðru veltur niður um byggð- ina. Örvilnað fólk af þeim bæjum, sem orðið hafa hraunflóðinu að bráð, stendur uppi nálega snautt og reynir að bjarga sér á hrakn- ingi milli bæja. Skelfingu manna og dýra í þessum hamförum yerð- ur ekki með orðum lýst og fólkið hefur ekki sofið óttalausan dúr vikum saman. Skepnurnar hlaupa saman í hnappa í högunum og taka á rás með kveini, hver eftir sínum rómi og kvíaær eru allar komnar út í buskann, enda enga SJÁ BLS. 26.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.