Morgunblaðið - 05.06.1983, Page 27

Morgunblaðið - 05.06.1983, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983 27 Gunnar Haukur Ingimundarson Séra ólafur Jóhannsson „Enn um heilagan anda“ Það var komið að skilnaðar- stund Jesú og lærisveina hans og hann bjó þá undir viðskilnaðinn með því að gefa þeim fyrirheit: „Þér munuð öðlast kraft, er heil- agur andi kemur yfir yður.“ Hann vissi, að ekki var vanþðrf á sterku fyrirheiti á þeirri stundu, því margt mundi bíða lærisvein- anna í því mikla hlutverki, sem hann hafði falið þeim, þ.e. að breiða hans ríki út um allan heiminn. Jesús hafði áður sagt við lærisveinana: „Vertu ekki hrædd litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknast að gefa yður ríkið.“ En eftir upprisu Jesú og himnaför voru lærisveinarnir hræddir og ráðalausir. Samt héldu þeir hópinn og tvístruðust ekki. Þeir biðu saman eftir fyrir- heitinu, þeirri gjöf sem Jesús hafði heitið þeim. Svo kom hvítasunnan. Þá kom heilagur andi yfir lærisveinana með slíkum krafti, að þeir gjör- breyttust. Síðan fóru þeir af stað út í heiminn, bornir uppi af fyrirheitinu og reyndu þann kraft sem Jesús hafði heitið þeim. Það duldist engum, sem fylgd- ist með starfi þeirra, hvílíkur kraftur bjó með lærisveinunum. Og áhrifin urðu stórmikil, þrátt fyrir ofsóknir, pyndingar og líf- lát. Alltaf fluttu þeir vitnisburð- inn um hinn upprisna Drottin með miklum sannfæringarkrafti og djörfung. Áheyrendurnir létu sannfær- ast um nálægð Jesú. Þeir vökn- uðu til meðvitundar, tóku trú og voru skírðir þúsundum saman. Þetta var verk heilags anda og mesta vakning allra tíma. Ná- kvæmlega það sama gerist enn í dag. Heilagur andi vekur menn til lifandi trúar á hinn upprisna Jesúm Krist, Guðs son. Gunnar H. Ingim. Barnahornið Nú þegar sumar- ið er komið og skól- arnir eru búnir för- um við öll að gera okkur ýmislegt til skemmtunar, sem við getum ekki gert á veturna. Dragðu nú strik á milli punktanna eftir tölunum og þá sérðu hvað þessi strákur á myndinni hefur sér til skemmtunar í góða veðrinu. Sumir af lærisveinum Jesú höfðu það að at- vinnu, sem strákur- inn er að leika sér við. En þegar Jesús kallaði þá gaf hann þeim nýtt verk, sem samt var skylt þessu. Hvað var það? í mörgum sunnudagaskólum er sunginn söngur um það, syngdu hann, ef þú kannt. Hann er svona: Ég mun gera yður að mannaveiðurum, mannaveiðurum, mannaveiðurum. Ég mun gera yður að mannaveiðurum, ef þér fylgið mér. Peningar 1. sunnudagur eftir trinitatis Lúk. 12.13—21 Guðspjallið í dag er um ríka bóndann, sem ætlaði að rífa hlöður sínar og byggja aðrar stærri yfir korn sitt og auðæfi. En Guð sagði við hann: „Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þin af þér heimtuð, og hver fær þá það, sem þú hefur aflað?“ Svo fer-þeim er safna sér fé, en eru ekki rík hjá Guði. Þessi aldagömlu orð eru eins og töluð um efnishyggju og lífsgæðakapphlaupið víðfræga á okkar dögum. En sleppum samt hugleiðingum um það hvernig Jón og Gunna sólunda fé sínu í sófa og sólarlandaferðir. Hugleiðum okkar eigið hjarta- lag. Keppum við óhóflega eftir fjármunum? Látum við menn- ingu okkar fyrir eftirsókn eftir fjármunum og trúrækni okkar fyrir sífellt úður? Erum við hamingjusöm í störfum okkar og þökkum Guði þau eða erum við að kafna í streitu, sem við ráðum ekki við? Erum við rík hjá Guði? Við teljum að spurningar um fjármál og frítíma geti stund- um orðið flóknar. Þeir koma tlmar í lífi flestra okkar að við verðum að leggja hart að okkur, sætta okkur við streitu og meiri vinnu en okkur þykir gott. Þeir koma tímar að við kunnum ekki að skipuleggja tíma okkar, kunnum ekki að eiga frí, þótt við gætum, og nota það til hollustu fyrir sálir okkar og eflingu trúar okkar. En við megum biðja Guð að leysa úr vanda^pkkar, kenna okkur að allt hefur sinn tíma og það er tilgangslaust að safna okkur fé en vera ekki rík hjá Guði. Hugleiðum hvað það eiginlega er að vera rík hjá Guði og biðjum um þá miklu gjöf að eiga auðæfi okkar i trúnni á hann. Biblíulestur vikuna 5.—11. júní Sunnud. 5. júní: Matt. 8:23—27. a) í neyð sinni leita lœrisveinamir til Jesú, v.25. b) Hvers vegna kallar Jesús lœrisveinana trúlitla? c) íhugadu áhrjf krafiaverksins á þá, sem sáu það gerask Minud. 6. júní: /. Mós. 26:1—31. a) V.2—5 og 24: Fyrirheiti Guðs til Abrahams nœr nú til ísaks. b) V.12—14: Hin ytri velmegun var talin merki um blessun Drottins. 2.Þriðjud. 7. júnv I. Mós. 27:1—29. a) Mikilvcegi blessunarinnar var meira en við getum ímynd- að okkur. Þess vegna var margt tilvinnandi að hljóta hana. b) thugaðu hvaða áhrifslœgð Rebekku og Jakobs hefur á sög- una. Miðrikud. S. júní: I. Mós. 27:30—45. a) Blessunin er nánast eins og hlutur, sem gengur frá manni til manns og er því ekki til skiptanna. b) Svik Jakobs vaída hatri hjá Esaú. Lcerum af atburðarás- inni! Fimmtud. 9. júní: 1. Mós. 28:10—22. a) V.,13—15: Fyrirheit Drottins nœr nú til Jakobs. Drottinn breytist ekki kynslóð eftir kynslóð. b) V.18—22: Jakob gengur Drottni á hönd sem þjónn — bless- unin naer tilgangi sínum. Föstud. 10. júní: 1. Mós. 29:1—35. a Leikið er á svikarann! Er það refsing Guðs? Hvað getum rið lœrt af þessari frásögn? b? V.Sl—35: Drottinn lítur til hinnar fyrirlitnu og miskunnar. Laueard. U.júní: 1. Mós. 30:1—24. a) íhugaðu þá mannlegu togstreitu, sem frásagan um bam- cignimar lýsir. b) V.23—24: Drottinn lítur til Rebekku. Höfundur lifsins er í þessum versum áiitinn gefa bðm og hindra bameignir. Þcer eru blessun hans. Auglýtingar &r hÞnmat tf. Flug VIÐ ERUM: Alþjóðleg Ferðaskrifstofa. VIÐ BJÓÐUM ÞÉR: Alhliða farseðla- þjónustu, erlendis og innanlands. Draumaferð með rútu um héruð Þýska 2ja og 3ja vikna ferðir til Þýskalands Siglt meö M/S Eddu til Bremerhaven og sfðan ekið með fs- lenskum langferöabflum um fegurstu héruö og borgir Þýskalands. Ejolbreytt og áhyggjulaus ferð. Brottför 15. júní - örfá sæti laus í þessa ferð. Mallorca paradísin & bíll þar sem þér hentar... Við útvegum þér flug og bíl til allra helstu 22ja daga sólarferð til perlu Miðjarðar- \ borga heims. Til daemis: Luxemborgar, hafsins, Mallorca. Brottför 15. júní og \ Frankfurt, Parísar, Osló, Kaup- 6. júlí. Örfá sæti laus. Góðar fbúðir og \ mannahafnar, London, Stokk- hótel, m.a. hótel Jardin del Sol, nýtt og \ hólmso.fl. Þú bara hringir viö i glæsilegt hótel á Santa Ponsa-ströndinni \ könnum málið strax fyrir þig j AÐSETUR OKKAR ER: Kirkjustræti 8, SÍMAR: 19296 & 26660 FERDA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.