Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ1983 fá leyfi til að sigla til Islands til að selja þar varning fyrir þorsk, en var neitað um það eftir miklar umræður um slík viðskipti. Eftir 1750 fer aftur að lifna yfir þorsk- veiðunum. 1751 fara 12 fiskiskip frá Dunkirk á miðin við ísland, Nýfundnaland og Hjaltlandseyjar, en íslandsaflinn er mestur, svo þeir halda áfram að senda þangað duggur næstu árin, sem koma hlaðnar heim. Niels Horrebo segir í riti sínu 1751 að Frakkar, Eng- lendingar og Hollendingar sendi árlega 3—400 skip til íslands, og getur þess að fslenskir fálkar séu gefnir Frakkakonungum, sem þyki slíkar gjafir góðar. í lok sjö ára stríðsins hafa tekist samningar milli stjórnarinnar í París og dönsku stjórnarinnar um að hún leyfi Ffökkum að senda skip til veiða á íslandsmiðum. Þá verða tímamót í fiskveiðum Dun- kirkbúa, sem standa með blóma 1763—92. Þeir sigla mikið á Ný- fundnalandsmið og á íslandsmið fara frá 6 og upp í 65—70 skútur á ári. Veiðin er nokkuð misjöfn, ef litið er á aflatölur. Þetta frá 80 þúsund tonnum á árinu 1763 og Franskir Flandrarar eltu þorsk á Islandsmið í 300 ár eftir Elínu Pálmadóttur Frönsk skip hafa stundað fisk- veiðar við ísland í mörg hundruð ár og hafa verið tímaskipti að þessu. Stundum hafa þau verið við Island í tugatali, ef ekki hundraða, einkum á seinni hluta 19. aldar, segir dr. Alexander Jóhannesson í bók sinni um menningarsamband Frakka og íslendinga. En frönsku sjómennirnir á íslandsmiðum voru um árabil álíka margir á vertíð og þeir Islendingar sem nú stunda sjóinn hér eða 4.000—5.000 tals- ins. Þetta var stór skútufloti og auðvitað margar ritaðar sagnir á íslenzku af samskiptum þeirra við landsmenn. En þegar undirritaður blaðamaður Mbl. tók fyrir fáum árum að viða að sér og skrifa greinar í blaðið um þessa frönsku sjómenn og heimkynni þeirra, kom í Ijós að nær ekkert hafði verið skrifað og birt á íslensku um þeirra hlið á þessari merkilegu sögu beggja þjóðanna, sem nú hef- ur svolítið verið bætt úr með þýddri bók íslandssjómannsins Tonton Yves. Tilviljun réði því að þessar heimildir mínar og frásagn- ir voru allar sóttar á Bretagne- skaga og beindust að íslandssjó- mönnunum þaðan — enda stór þáttur í íslandssiglingunum. En brátt varð Ijóst að með þessu mundi skekkjast nokkuð í hugum íslendinga myndin af þorskveiði- sögu Frakka við ísland. Þarna höfðu ekki bara verið Bretónar á ferð, sem m.a. sést á því að íslend- ingar tala alltaf um að þessir sjó- menn hafi talað frönsku, en á þeim tíma töluðu flestir sjómennirnir í Bretagne bretónsku, sem er keltn- eskt mál. Aðeins skipstjóri og stýr- imaður, sem urðu að færa bækur á frönsku, töluðu það mál. Raunar liggur Ijóst fyrir að frönsku sjó- mennirnir komu víðar að af norð- urströnd Frakklands. Auk þess sem þeir komu vestast af Bretagne voru þeir líka frá austurhöfnunum á norðurströndinni. (Á milli liggur Normandí-hérað). Voru Dunkirk- búar þar fyrstir til að veiða á fs- landsmiðum og lengi drýgstir, en úr þeirra sjósókn I þorskinn á ís- landsmiðum dró líka fyrr en Bret- ónanna. Þeirra saga og nágranna- bæjanna er því nokkuð frábrugðin og skip og útbúnaður nokkuð ann- ar, a.m.k. framan af. Forvitinn blaðamaður gat ekki skilið málið þannig eftir í hálf- sagðri sögu og e.t.v. skekktri mynd. Úr því þurfti að bæta. Varla var að búast við að ókunnur ferða- maður myndi jafn auðveldlega finna rainjar um íslandssiglingar á þessum slóðum eins og í Paimpol á Bretagne, þar sem franska Fland- ern, næst Belgíu, hefur farið illa í styrjöldum. Dunkirk-borg sjálf, stærsta hafnarborgin á þeim slóð- um, var jöfnuð 80% við jörðu í síð- ustu heimsstyrjöld. En ég var svo heppin að komast f gegn um Má Elísson, fyrrv. fiskimálastjóra, í samband við Paul Adams, fram- kvæmdastjóra landbúnaðar- og fiskveiðideildar OECD, er lánaði mér línurit er hann hafði gert með hagfræðilegum fyrirlestri um þorskveiðar Dunkirk-búa á 19. öld fyrir nokkrum árum til flutnings á sögulegri vísindaráðstefnu í Búka- rest. Og hann útvegaði mér svo aðgang við sjómannaskjalasafnið „Service Historique de la Marin“, sem er til húsa í Drottningarálm- unni í hinu mikla virki Vincenne- kastala í austurborg Parísar. Þar sat svo blaðamaðurinn nokkra morgna í sumarleyfinu sínu 1982 við að grúska í gömlum bókum um þorskveiðar Frakka á íslandsmið- um alla síðustu öld og fram á þessa. Þama er mikið af heimild- um að finna, þótt aðeins væri kraflað í þær í þessum áfanga. En safnverðinum M. Labarre varð að orði, þegar hann hafði sótt umbeðnar bækur: — Vitið þér, Madame, að þér eruð að biðja um sömu bækurnar og forseti yðar fékk hér fyrir 10 árum! Líklega hefur enginn haft áhuga á þeim eða verið skráður fyrir útláni á þeim síðan. Þetta var að sjálfsögðu ófullkomin könnun. Svo að í ár, þegar franska utanríkisráðuneytið bauð umræddum blaðamanni til efnissöfnunar í Frakklandi í eina viku, var tækifærið til að biðja um að fá að skreppa til Dunkirk eða litla bæjarins Gravelines þar skammt frá til að leita upplýsinga um þorskveiðar sjómanna f franska Flandern á íslandsmiðum, og varð það úr. Úr þessum heimild- um er þessi grein og 1—2 aðrar sem fylgja í kjölfarið. En í upphafi þótti ástæða í þetta sinn til að rekja nokkuð upphaf og gang þess- ara þorskveiða Frakka á íslands- miðum frá upphafi og tekið mið af Dunkirk-unum. í næstu grein verð- ur svo sagt frá tilhögun, búnaði, aðbúð sjómanna o.fl. Og loks í þriðju frá heimsókninni til Gravel- ines. I hugum okkar íslendinga eru Flandarar mest Hollendingar. En í raun nær Flandern við Norðursjó yfir Holland, Belgíu og inn í Frakkland, en landamæri Frakk- lands og Belgíu voru um aldir sí- felldum breytingum háð, eftir því hvernig stríðin gerðust á þeim slóðum. Hafnarborgin Dunkirk er í franska Flandern og fiskibærinn Gravelines, sem líka hafði stórt hlutverk í Islandsveiðunum, er við vestustu mörkin á því svæði sem kallast Flandern. Dunkirk var lengi stærsti fiski- bærinn á þessum slóðum og hafa síldveiðar líklega orðið kveikjan að því. Þorskveiðar eru fyrst nefndar 1386, er skip veiddu þorsk við England. Segir sagan að Bask- ar hafi kennt Flöndurum að veiða þorsk. Síðan ekkert í heila öld. En á 16. öld eru sjómenn frá Dunkirk farnir að veiða síld og þorsk á Ermarsundi. Fyrstu skipin virðast hafa gert út til þorskveiða við ís- land og Grænland 1614—17, eftir að hvalveiðimenn norður í höfum fundu þar auðug fiskimið. I ævi- sögu Jóns Indíafara er sagt frá því að 1627 hafi komið tvö ensk skip til íslands „til að taka franska hér við land, eður hvar annars staðar á sjónum hvar þá hittu". Þeir fundu franskt hvalskip við Látra- bjarg og tóku. Hafði Domingo skipstjóri passa upp á vasann frá Kristjáni 4. Danakonungi um að hann mætti veiða við ísland. Þess má geta að á 17. öld var Dunkirk vígi sjóræningja, sem sagt varð að hefðu tekið 3.000 skip og 30 þús- und fanga. Árið 1681 fékk íslandsfar verð- laun frá Lúðvíki 14. Sólkonungur- inn vissi að harðgerðustu sjómenn hins konunglega flota voru fyrrum fiskimenn af skútunum í norður- höfum og studdi hann því þorsk- veiðarnar. Konungar vildu fá þjálfaða harðgerða sjómenn. Auk þess sem neytendur þess tíma fengu eggjahvíturíka fæðu ódýr- ast í fiski, sem var kallaður fæða fátæka mannsins. Árið 1696 fara 12 skip til þorskveiða við ísland frá Dunkirk, árið 1700 eru þau sex talsins og 1701 halda 12 skip af stað á Islandsmið. En svo bindur spænska erfðastríðið enda á þær siglingar í bili. Útgerðarmenn í Dunkirk neyddust til að hætta veiðum vegna samkeppni við Hol- lendinga skv. samningi sem Loð- vík 14. gerði 1699 í Ryswick. Þorskveiðarnar héldu áfram á 18. öld með seglskútum, sem allan fyrri hluta aldarinnar komu heim hlaðnar afla. Höfðu Frakkar þá verið sakaðir um brot á milli- ríkjasamningum. Einkum mun þó styrjöld við Englendinga hafa dregið úr útgerðamönnum kjark- inn, því 1744 fóru engin skip á miðin í nokkur ár. Fyrirtækið Dominique Morel reyndi 1750 að upp í 1.117,700 tonn árið 1792. Meðalveiði á skip er sögð 266 tonn og verðið fyrir tonnið 105 frankar. Á árinu 1766 fara til dæmis á ís- landsmið 45 stórar skútur (dogres, sem voru líklega um 100 tonn) og 29 það sem þeir kalla korvettur og á þeim 867 menn, venjulega 12 manna áhöfn á skipi. Konungur veitir afla- skipum verðlaun Áhugi virðist orðinn mikill á þessum veiðum við ísland á æðri stöðum í Frakklandi. Árið 1767 er sent til Islands franskt herskip undir forustu Kerguelendee de Tremarec, sem birti rit um för sína. Og 4 árum síðar eða 1771 er sent þangað annað franskt skip undir forustu Verdun de la Crenne, er birti stórt rit um ferða- lög sín í Evrópu undir nafninu: „Ferðir á skipum konungs á árun- um 1771—1772 til ýmissa Evrópu- landa“. Nú eru Frakkar farnir að vanda meira til þessarar neysluvöru. Út- gerðarmenn koma upp sérstökum söltunarstöðvum, til að vinna saltfiskinn þegar hann kemur af miðunum, fyrir markaðinn inni í landi. En söltun til geymslu á fiski hafa þeir þekkt frá 12. öld. Fiskur- inn, sem ætlaður er nýlendunum, er sendur til Bordeaux til þurk- unnar (200 tonn) og strangar regl- Fran.skir fiskimenn gera að golþorski á bryggju á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.