Morgunblaðið - 05.06.1983, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 05.06.1983, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983 ÚTSÖLUSTADIR: Liturinn Síðumula 15, R., sími 84533. Málrnur hf., Reykjavikurvegi 50, Hafn., simi 50230. Smidsbúö Garöabæ, sími 44300. Börkur, Vestmannaeyjum, sími 1569. Byggingaþjónustan, Bolungarvik, sími 7351. KEA Akureyri, simi 21400. SKiRt N DAVlDSrKl l l lR BRJÓSTAGJÖF OG BARNAMATUR Brjóstagjöf o g barnamatur eftir Siqrúmt Dauíðsdóttir. 'i»,f T&r |urm F M- bokjr,™ n1' Ílíu-r y lút snr ”5. V°T jI á á> Almenna bókaf élagið Austurstræti 18 — sími 19707 Skemmuvegi 36, Kópavogi — Sími 73055. Ljósmynd/Eiríkur. Sigurður Haralz. „Ég var aldrei neitt á sjó, ekki nema í 21 ár.“ Reykjavík: „Fæstir sigla í fullu tré ferðina lífs á enda“ — litið inn hjá Sigurði Haralz á Hrafnistu „llér eru tvær í boði og hvorug þeirra er góð. Ég læt þig ekki fá betri vísur en þetta. Fór ég yfir farinn veg furóaði mest að líta að alltaf var það aðeins ég sem úti var lengst að skíta. Þetta er vel birtingarhæft. Mað- ur verður að vera prakkari fram á síðustu stundu. Vera glettinn án þess að vera nokkur ruddi. Hér kemur hin vísan: Sumir vilja sækja í hlé sumir vilja lenda. Fæstir sigla í fullu tré ferðina lífs á enda.“ Við erum í heimsókn hjá Sigurði Haralz á Hrafnistu, fyrrum sjó- manni og höfundi margra bóka eins og Lassarónar, Emigrantar og fleiri. „Ég hef aldrei verið hag- mæltur maður," sagði hann, „en einu sinni orti ég hálfgerða höfuð- lausn. Það var þegar ég var á Goða- fossi að eitt sinn þegar við stopp- uðum í Kaupmannahöfn, nennti ég ekki að vinna þann daginn og ég vissi að 1. stýrimaður hafði klagað mig fyrir skipstjóranum, Einari Stefánssyni. Um kvöldið fór ég á Lorry-skemmtistaðinn á Friðriksbergi og settist við eitt borðið þar, en verið var að sýna kabarett, og pantaði mér ákavíti. Ég bauð að setjast við borðið mitt þeim Jóni Kaldal og Sigurði Skag- feld og báðum við um meira áka- víti á borðið. Og sem við vorum að staupa okkur þarna kemur skip- stjórinn, Einar Stefánsson, og gengur alveg við borðið hjá mér og ísland vort ættarland Eftir Asgeir Jakobsson Reykjavík Skáld eru allra manna vitlaus- ust, eins og kunnugt er, þess vegna eru þau skáld, og hvert einasta skáld hefur ort að minnsta kesti eitt kvæði, en flest mörg, um sína yndislegu ættarjörð, óskaland drauma sinna, öllum löndum betri. Sjómaðurinn hefur stundum haft gilda ástæðu til að yrkja á annan veg um vort land, sem vissulega hefur marga kosti, en mætti vera oftar „yndisiegt", hvað sem skáld- in segja. Frá því hefur víða verið sagt, að veturinn 1700, þann 8. marz, urðu mestir skipsskaðar ís- landssögunnar, „þá fórust 20 skip á Suðurnesjum með 130 manns, á Seltjarnarnesi 12 og á þeim 50 manns og 2 konur (hann hefði ekki stutt kvennalistinn þessi annálsritari), 3 áttæringar í Grindavík með nærri 30 manns, einn í Garði með 8 mönnum, 4 fórust á Álptanesi, eitt skip í Vestmannaeyjum með 9 mönnum og eitt á Akranesi, ennfremur brotnuðu þrjú skip í Grindavík og sjö kringum Jökul og á Breiðafjarðareyjum. Allt gerðist þetta á lítilli stundu í vestan éli, sem snögglega kom úr blíðalogni... “

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.