Morgunblaðið - 05.06.1983, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983
Engiandsferð
á sérlega góðu verði
og í góðum félagsskap
Einnar viku ferð 15.júní á vegum Heimdallar, SUS.
Farið með ms Eddu á miðvikudagskvöldi og í tvo og
hálfan sólarhring njóta menn lífsins í þessari lúxus-
ferju.
Samlcvæmislifid er fjölskrúðugt um borð.
Fólk fer út að borða á misdýra staði eftir ástæðum
hverju sinni, það kemur við á pub, á börum, í reyksal
eða danssal, þar sem hljómsveit skipsins leikur. Fólk
fer í diskótek, spilaviti eða á næturklúbb rétt eftir þvi
hvað stemmningin býður því hverju sinni.
Að morgni er ráðlegt að hyggja að heilsunni og fara í
sund og sauna. Aðgangur að hvoru tveggja er ókeypis
íýrir þátttakendur í ferðinni.
Af öðrum þægindum má nefna fríhöfn, verslanir, kvik-
myndasal, banka- og símaþjónustu. Þá er einnig læknir
um borð.
Böm njóta líka lifsins um borð. Dvöl með foreldrum
á sjó er mikil upplifun og svo er sérstakt leikherbergi
um borð. Einnig er afgirt útivistarsvæði tengt leik-
herberginu. íslensk fóstra annast börnin. Þessi þjón-
usta er endurgjaldslaus og stendur til reiðu kl. 11-16
og 18-24 dag hvern.
Komið til Newcastle laugardaginn 18. júní kl. 10.
Hópurinn fer með rútubílum til Imperial Hotel við
Jesmond Road.
Imperial hótelið er þriggja störnu hótel. Hverju
herbergi fylgir baðherbergi, litsjónvarp (4 rásir), sími
og útvarp auk sjálfvirkrar kaffikönnu.
í hótelinu eru sundlaug, sauna og heilsuræktarstöð
með ljósabekkjiun.
Eldon Square Center verslunarmiðstöðin í Newcastle
er ein hin stærsta í Evrópu. Verslanirnar þar og í
miðborginni yfirleitt verða opnar til kl. 18, laugardag-
inn 18. júní.
Dvölin í Newcastle.
Skammt frá Imperial hótelinu er Jesmond Dean
skemmtigarðurinn, mjög stór og fallegur. Um hann er
unun að ganga.
Great Northern Run maraþonkeppnin hefst í miðborg
Newcastle þann 18. Búist er við 20000 þátttakendum
svo mikið verður um að vera.
Mörg leikhús eru í Newcastle. Laugardaginn 18. júní eru
t.d. tvær sýningar á „Danny la Rue’s Dazzling Road-
show“ í Theatre Royal.
Fjöldi kvikmyndahúsa er í Newcastle og nýjustu mynd-
FARSKIP ir jafnan áboðstólum. Einnig eru þar góðir golfvellir í
nágrenninu.
Enska pöbba þarf vart að minna á og í Newcastle er
fjöldi diskóteka og næturklúbba.
Á mánudagsmorgni flytja rútubílar þátttakendur til
skips þar sem aftur hefst ánægjuleg dvöl í hálfan þriðja
sólarhring. Til Reykjavíkur er komið að kvöldi miðviku-
dagsins 22. júní.
Fararstjóri verður Árui Johnsen.
Pantanir í þessa sérstæðu og sérlega ódýru ferð þurfa
að berast nú fljótlega.
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu. Heimdallar í síma
82900 og hjá Farskipi hf. í síma 25166.
m Heimdallur, SUS.
* spurt ogsvarað
Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS
HAFLIOI Jónsaon, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, helur tekió aó sér aó svara
spurningum lesenda Morgunblaðsins um garóyrkju. Lesendur geta lagt spurn-
ingar fyrir Haflióa jafnt um ræktun matjurta sem trjérækt og blómarækt. Tekió er
é móti spurningum lesenda é ritstjórn Morgunblaósins í síma 10100 milli kl. 11 og
12 árdegis, mánudaga til föstudaga. Hafliði Jónsson er landsþekktur garóyrkju-
frömuóur og hefur haft yfirumsjón meó öllum ræktunarmélum borgarinnar i nær
þrjé ératugi.
Garðaúðun
Starfsbróðir minn á Akureyri
hringdi til mín einn morgun í
síðustu viku og spurði mig hver
ósköp gengju á hér í Reykjavík i
sambandi við skordýraplágu á
trjám og runnum. „Við þekkjum
ekki neitt slíkt vandamál hér á
Akureyri", sagði hann. „Hér á
sér ekki stað nein úðunarherferð
og þótt örlítið verði vart við
maðk í trjám og blaðlús á runn-
um, þá talar enginn um slíkt hér
og engum kemur til hugar að
nefna plágu."
Og nú er það spurningin hvort
„óværa" sé í raun og veru meiri í
gróðri hér syðra en þar fyrir
norðan? Það væri tilefni til að
gera könnun á slíku og hefur eitt
og annað verið rannsakað af
náttúrufræðingum sem sýnist
óverðugra rannsóknarefni.
Allt fram til 1950 var það ekki
algengt, að hér í Reykjavík væri
mikið fengist um, þótt örlítið
bæri á fiðrildalirfum eða blaðlús
á trjám og runnum en þó var
nokkuð um það á árunum
1940—1950 að framkvæmd væri
vetrarúðun til að tortíma eggj-
um skordýra. Ýmis vandkvæði
fylgdu þessari úðun að vetrinum.
Hún varð að framkvæmast í
þurru, kyrru og frostlausu veðri
en sjaldnast fer það saman hér í
höfuðborginni eða að veður af
slíku tagi haldist í heilan dag að
vetri til. Þá kom einnig til, að
greni og annar sígrænn gróður
varð sffellt algengari í ræktun
en tjöruefnið sem notað var til
úðunar mátti ekki falla á græn-
an gróður, þar sem hann sviðn-
aði undan tjöruleginum. Á þess-
um árum fjölgaði mjög einkabíl-
um í borginni og þeir máttu ekki
standa nærri þar sem úðað var,
þar sem í ljós kom að lakkhúð á
þeim leystist upp ef tjörulögur-
inn úðaðist yfir þá. Einnig vildi
það stundum til að úði barst
óvart á gluggarúður og gat það
reynst seinlegt verk að fá rúð-
urnar hreinar á ný og lausar við
tjörubrákina.
Vafalaust gleymist okkur, sem
unnum oft dag eftir dag við úðun
með tjörulegi á þessum árum,
seint sú vinna og eflaust fengj-
ust fáir í dag til að taka upp þau
vinnubrögð sem þá varð að sætta
sig við. Mér er til efs að verri
vinnu sé hægt að hugsa sér en
þá, að úða með tjörulegi, jafnvel
þótt mögulegt sé að verja húð og
öndunarfæri fyrir bruna með
grimu fyrir vitum og plastklæði
til að verja klæðnað fyrir því að
gegnblotna við úðunina. Það var
því að vonum, að þessi vetrarúð-
un var lögð niður. Það voru ekki
margir menn sem vildu vinna að
henni á sínum tíma og sjálfsagt
fengjust fáir í dag, sem vildu
gefa sig að því, að vinna við úðun
með tjörulegi eða öðrum álfka
efnum, marga daga f röð. En
staðreynd var það, að eftir að
umrædd vetrarúðun var lögð
niður með öllu þá jókst verulega
ásókn skordýra í allan gróður, en
samtímis varð almenn vakning
fyrir því að prýða umhverfið
með trjám og blómgróðri og
fólki var sárt um hvert laufblað
sem hvarf í belg gráðugra
maðka. Það fylgdist hins vegar
að, að með vaxandi garðræktar-
áhuga fjölgaði ekki aðeins skor-
kvikindum heldur einnig garð-
yrkjumenntuðum mönnum, sem
fengu verulega atvinnumögu-
leika við það verkefni að tortfma
skordýrunum sem öllum garð-
eigendum voru til ama. Sannað-
ist það sem oftar að eins dauði er
annars brauð, þótt lengst af hafi
verið eðlilegra að heimfæra
þann vísdóm uppá þorskinn í
hafinu og sjómannastéttina,
fremur en skordýrin og garð-
yrkjumennina, enda hefur það
komið í ljós, að því er öfugt farið
með skordýrin og fiskinn í haf-
inu, að þau virðast verða þeim
mun fleiri ár frá ári, sem meira
er af þeim lógað í herferðum
með eiturdælingu, sumar eftir
sumar. Og þessi, að því er virð-
ist, vonlausa barátta er nú kom-
in á það hættuiega stig, að hún
er farin að ógna tilveru okkar
allra sem byggjum þessa borg.
Það er því orðið tímabært að
staldra við og hugleiða málið.
Spyrja hvað muni gerast ef við
látum af þessu „kjarnorkustríði"
gegn skordýrunum, sem sækja
sér lífsnæringu í garðagróðurinn
okkar.
Hvað vitum við um skordýrin,
sem við þolum svo illa að við
viljum leggja okkar eigin lífsör-
yggi í hættu ef við fáum því
áorkað að tortfma fáeinum þess-
ara hvimleiðu kvikinda, er
spinna glitrandi þræði og éta göt
á fallegu laufblöðin á trjánum í
garðinum okkar? Líf þeirra hef-
ur sinn tilgang ekki siður en allt
annað líf á þessari jörð. Fugl-
arnir, sem við viljum svo gjarn-
an heyra syngja í trjánum, hafa
lirfurnar til að næra ungana
sína með. Og við skulum hugsa
um það hvað skeður, þegar eitr-
aðir ormar fara niður um kok
hreiðurbarnanna. Iðrakvalir
þeirra verða þúsundfaldar á
móti klóm katta og ránfugla. Við
sem mest höfum staðið fyrir
þessu ógnvekjandi stríði með
eitri gegn skordýrum vitum það,
að tilgangslaust er að hefja það
stríð fyrr en allt er orðið iðandi í
trjánum og við eigum einnig að
vita, að lirfa sem lifnað hefur úr
eggi, rennur sitt æviskeið á 10 til
15 dögum og hverfur þá til púpu-
skeiðsins sem varir til haustsins,
þegar fiðrildið birtist og er
okkur mörgum gleðilegur
sumarauki og fulgunum veru-
legur næringarforði, áður en
þeir hefja flugið til heitu land-
anna. Að öllu þessu skulum við
leiða hugann, áður en við hefjum
tortímingarstriðið næstu daga.
Stefnum að því að draga úr eit-
urherferðinni, sprautum vatni ef
okkur ofbýður bitvargurinn í
trjánum, það veitir okkur fróun
og skolar ávallt niður nokkrum