Morgunblaðið - 05.06.1983, Síða 44

Morgunblaðið - 05.06.1983, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983 Þing Landssambands vörubifreiðastjóra 15. ÞING Landssambands vörubif- reiðastjóra var haldið í Reykjavík dagana 7. og 8. maí 1983. Formaður sambandsins Herluf Clausen, setti þingið með ávarpi og minntist lát- inna félaga og þá sérstaklega Val- geirs Guðjónssonar, Daufá í Nkaga- firði. Við setningu þingsins flutti for- seti Alþýðusambandsins Ásmundur Stefánsson ávarp. hingið sátu 29 fulltrúar frá 24 sambandsfélögum. Þingið gerði margar samþykktir varðandi hagsmunamál stéttar- innar. M.a. samþykkti þingið eft- irfarandi um umferðar- og trygg- ingamál: „15. þing Landssambands vöru- bifreiðastjóra leggur ríka áherslu á eftirfarandi: 1. Verulega aukningu á fé til vegaviðhalds og nýbygginga. 2. Áframhald á lagningu bundis slitlags á þjóðvegi landsins næsta áratug. 3. Aukið samstarf opinberra aðila og félagasamtaka í því skyni að efla umferðaröryggi og umferð- armenningu. 4. Þrátt fyrir ósk um aukið fjár- framlag til vegagerðar, fer þingið fram á það við ríkisvaldið að það stilli álögum á atvinnutækin í hóf. 5. Að sambandsstjórn komi því til leiðar að bílstjórar verði ávallt tryggðir við vinnu sína. 6. Að sambandsstjórn kanni möguleika á að bjóða út trygg- ingar á vörubílum allra félaga sinna." f lok þingsins var kosið í stjórn og trúnaðarmannaráð. Formaður sambandsins var endurkjörinn Herluf Clausen, Reykjavík og meðstjórnendur voru kjörnir: Björn Pálsson, Egilsstöðum, Guð- laugur Tómasson, Keflavík, Guð- mundur Helgason, Sauðárkróki, Sigurður Ingimarsson, Reykjavík, Þorsteinn Jónsson, Árnessýslu og Ævar Þórðarson, Akranesi. I varastjórn voru kjörnir: Ásgeir Sigurðsson, Reykjavík, Pétur Jónsson, Akureyri, Jón Sigur- grímsson, Árnessýslu og Magnús Guðjónsson, Vestmannaeyjum. Nemendur íslenska barnaskólans f London. rn H II P 1 l n\ /a\ Staflanlegi stóllinn sem sló í gegn íslenskir húsgagnaframleiöendur og hönnuðir hafa líklega aldrei náö jafn merkum árangri sem Stálhúsgagnagerð Steinars með Stacco stólnum. Þessi glæsilega íslenska framleiðsla hefur náð miklum vinsældum í öllum helstu nágrannalöndum okkar, svo og i Bandaríkjunum, Japan, Nýja Sjálandi og víðar. Allt frá því Stacco var fyrst kynntur á Skandinavísku húsgagnasýningunni í Kaupmannahöfn 1981 hefur hróður hans farið vaxandi, gagnrýnendur hafa farið um hann lofsamlegum orðum og virt húsgagnatímarit um allan heim'hafa gert honum góð skil. Séreiginleikar Stacco stólsins eru fjölmargir og afar þýðingarmiklir: • Hann staflast hreint frábæriega; 40 stólar mynda stafla sem er rúmur metri á hæð! • Hann er sterkbyggður úr massívu gæðastáli, sbr. styrkleika- prófun dönsku tæknistofnunarinnar. • Honum fylgja aukahlutir s.s. skrifplata sem fest er á án fyrirhafnar, armar, tengingar á hliðar og vagnar. • Hann er einkar þægilegur, styður vel við bakið og ber gæðastimpil Möbelfakta. Hvassaleitisskóli fékk 150 Stacco stóla hjá Stálhúsgagnagerð Steinars fyrir h.u.b. einu ári. Stólarnir eru notaðir í samkomu- og íþróttasal, „fjölnýtisal". Þeim er staflað á þar til gerða vagna og geymdir þannig. Þeir hafa reynst vel, því get ég gefið þeim góð meðmæli. Virðingarfyllst, Kristján Sigtryggsson skólastjóri. Kynntu þér yfirburði Stacco stólsins. Hann er varanleg lausn fyrir skólann, félagsheimilið, fundarsalinn, mötuneytið, samkomusalinn og fyrirtækið. Æskulýðsráð Reykjavíkur hefur á undanförnum árum notast mjög mikið við Stacco stóla frá Stálhúsgagna- gerð Steinars h/f. Æskulýðsráð var einn fyrsti kaupandinn að verulegu magni af Stacco stólum og hafa stólarnir verið notaðir í félagsmiðstöðvum og samkomusölum við ágæta reynslu. Auðveldlega er hægt að mæla með Stacco stólum fyrir samkomuhús og félagsheimili. Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Arkitekt: Pétur B. Lúthersson % STÁLHÚSGAGNAGERO STEINARS HF. SKEIFUNNt 6, SlMAR: 35110,39555.33590 Islenskur barnaskóli og bókasafn í London UNDANFARIN fjögur ár hefur starfað í London barnaskóli fyrir ís- lensk börn og hafa að jafnaði 10—12 sótt skólann í vetur. Núverandi kennari við skólann er Ingibjörg Ásgeirsdóttir en skólinn, sem er lið- ur í starfsemi íslendingafélagsins í London, hefur aðsetur á heimili tveggja nemenda. Markmið skólans er að leggja rækt við íslenskukunnáttu nem- enda og er í tengslum við skólann barnabókasafn sem stofnað var í minningu eins af fyrstu nemend- um hans, Einars Vésteins Val- garðssonar. Safnið er ekki stórt en til bókakaupa er notaður hluti styrks sem Menntamálaráðuneyt- ið veitir skólanum svo og framlög foreldra. Framlög til safnsins eru vel þegin og ef einhver sæi sér fært að sjá af nokkrum bókum má senda þær til Bókasafns íslenska barnaskólans í London, c/o Guð- rún Sveinbjarnardóttir, 26 Pat- shull Road, London NW5. (Fréttatilkynning.) Menntaskólinn í Reykjavík: Fleiri stóðust próf en í fyrra 2,6% hlutu ágætiseinkunn á stúdentsprófi MENNTASKÓLANUM í Reykjavík var slitið í Háskólabíói fimmtudag- inn 26. maí, og voru þá brautskráðir frá skólanum 182 stúdentar, 181 innan og 1 utan skóla. 865 nemendur hófu nám í skólan- um á sl. hausti. Nemendum fskkaði nokkuð eftir því sem leið á vetur og gengu 825 nemendur alls undir próf í vor. Kennt var í 39 bekkjardeild- um, 29 árdegis og 10 síðdegis. 10 bekkjardeildir rúmuðust í gamla húsinu, en öðrum var kennt í Fjósi, Casa Nova, Þrúðvangi við Laufásveg og í Miðbæjarskólanum við Frí- kirkjuveg. Svo sem verið hefur rúman ára- tug, voru prófin tekin í tvennu lagi, í desember eftir fyrra misseri og í apríl/ maí eftir síðara miss- eri. Hjá neðri bekkingum gilda þessi tvennu próf jafnt, en hjá stúdentsefnum eru desemberpróf- in aðeins til ábendingar. Þykir ástæða til að benda á þetta, því að enn gætir misskilnings varðandi þetta atriði hjá þeim, sem á sínum tíma vöndust því að gildandi próf væru aðeins tekin á vorin. Úrslit prófa í 3., 4. og 5. bekk urðu þau, að af 680 nemendum, sem innritaðir voru í þessa bekki, fóru 643 í vorpróf og stóðust alls 593, allmargir eftir endurtekningu prófa. Miðað við árið á undan stóðust þó fleiri athugasemda- laust, færri féllu, en endurtekn- ingar prófa voru svo til jafnmarg- ar. Stúdentspróf hófust 18. apríl og lauk 24. maí. Til stúdentsprófs voru innritaðir 184, en tveir hættu. Einkunnaskipting í stú- dentspróf varð: Ágætiseinkunn (9—10) hlutu 2,6%, I. einkunn (7,25-8,99) hlutu 37,9%, II. ein- kunn (6,00—7,24) hlutu 45,1% og III. einkunn (5,00—5,99) hlutu 14,3%. Hæstu einkunnir á stúdents- prófi hlutu Gylfi Zoega, 9,68, Ing- ólfur Johannessen, 9,56, Kolbeinn Guðmundsson, 9,49, Ólafur Mar Jósefsson, 9,14 og Logi Gunnars- son, 9,00. Við skólaslit voru veitt margvís- leg verðlaun fyrir góðan árangur í námi og félagsstarfi, sem of langt væri upp að telja. Við skólaslit voru viðstaddir margir af afmælisstúdentum skól- ans og færðu þeir skólanum marg- ar góðar gjafir, sem rektor þakk- aði, en ekki síður hlýhug þeirra og velvild. (FréUatilkynning frá MR) 19. starfsári Tækniskóla Islands lokið 19 STARFSÁRI Tækniskóla íslands lauk 28. maí sl. Voru nemendur í ár 435 þar með taldir nemendur á Ak- ureyri og ísafirði. Á næsta ári á skólinn 20 ára starfsafmæli og er stefnt að því að þá verði lokið áætlun um framtíð- arverkefni hans, en um það mál sér starfshópur undir forystu Hannesar J. Valdimarssonar, verkfræðings og formanns skóla- nefndar. Á liðnum vetri bárust skólanum um 1.200 bækur að gjöf frá Iðntæknistofnun og þrefaldað- ist þar með bókakostur bókasafns skólans. Fer inn á lang flest heimili landsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.