Morgunblaðið - 05.06.1983, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983 45
Áfram hélt
hann að mála
Eftir Pétur Sigurðsson alþingismann, Reykjavík
Ragnar Agústsson skipstjóri hjá
Eimskip er gamansamur og mikill
húmoristi. Við lukum farmanna-
prófi saman frá Stýrimannaskólan-
um vorið 1951. Þegar ég hóf störf
hjá þessu félagi 1952 var það á
Goðafossi, og þar var Ragnar sem
afleysingastýrimaður, en ég var
bátsmaður.
Við höfðum átt margar
skemmtilegar stundir saman í
skóla og svo varð einnig á Goða-
fossi. Líklega hafa sumar tiltekt-
ir okkar þótt grallaralegar, en í
flestum tilfellum var um mein-
laust og græskulaust gaman að
ræða.
Bátsmaður stjórnaði vinnu
háseta, en í þá daga voru þeir
allt að tíu að tölu með timbur-
manni og messagutt. Þeir voru
margir fyrirferðarmiklir, sér-
staklega við land, en aöeins
harðduglegir menn ílentust i
þessu starfi þá. Landganga að
kvöldi hafði óneitanlega oft
áhrif á afköst daginn eftir. Jón
hét háseti, sem fékk með öðrum
það verkefni að mála utanborðs
af stigapalli. Hann hékk í tveim
köðlum sem flestir voru á þilfari
og þaðan þurfti að láta pallinn
síga eftir því sem málningar-
vinnu miðaði í átt að sjólínu.
Málningarfata stóð á pallinum
milli háseta, hékk þar í snúru og
þurfti að láta hana síga á eftir
lækkun pallsins. Sá ég um það
ásamt vakthafandi stýrimanni
ef háseti var ekki til staðar.
Að mati okkar Ragnars bar
Jón um of með sér þreytu næt-
urlífsins. Héldum við því fram
við félaga hans af sigpallinum að
Jón svæfi þar, en pensilstrokur
hans væru ósjálfráðar, fram-
kvæmdar í svefni. Þetta var áður
en málningarrúllurnar komu til
sögunnar. Það verður úr að
ákveðið er að sanna kenningu
okkar um „svefnfarir" Jóns og
það gerðum við á eftirfarandi
hátt.
Við litum út fyrir og þar sat
Jón og málaði með sínum hægu
— mjög hægu reglubundnu
strokum — vinstri hægri, upp
niður. Við losuðum festingarnar
og létum pallinn síga hægt og
rólega niður en fylgdumst með
Jóni.
Áfram hélt hann að mála og
„dýfa í“ málningardolluna, þótt
hún væri nú langt fyrir ofan höf-
uð hans, hangandi í öryggislín-
unni.
Neðar var haldið með Jón,
fætur snertu sjó og allt að því
vatnaði yfir pallinn sem Jón sat
á og „málaði". En þótt við teld-
um á þessu stigi sýnt að kenning
okkar væri sönnuð sögðum við
frá því eftirá, að eftir hefði verið
að finna út í hve djúpum „trans"
hann væri, því hefði verið ákveð- -
ið að láta Jón síga áfram. Og
báðir höfum við Ragnar „hér-
umbil getað svarið það“, að það
var ekki fyrr en háttbundin
strokukreyfing hægri handar
fyllti munn og nef Jóns af sjó —
að hann vaknaði.
Þroun afvopnunarmála
Sýning í Menningarstofnun Bandaríkjanna
NÚ ER að Ijúka undirbúningi sýn-
ingarinnar „Long search for peace“
í sýningarsal Menningarstofnunar
Bandaríkjanna að Neshaga 16. Sýn-
ingin, sem gerð er af upplýsingaþjón-
ustu Bandaríkjanna rekur þróun af-
vopnunarstefnu stórveldanna frá
1940 til 1982.
Er tilgangurinn að sýna sem
flestar hliðar á þeim málum með
ljósmyndum, línuritum og vopna-
líkönum.
„Long search for peace" var
fyrst sett upp í tengslum við af-
vopnunarþing Sameinuðu Þjóð-
anna síðasta sumar en hefur verið
sýnd víðsvegar um heim. Sýningin
hefst klukkan 15.30 mánudaginn
16. júní og verður opnuð af próf-
essor Richard Thornton sem kom
hingað til lands sem ráðgjafi við
uppsetningu hennar.
Ný bílasala í Kópavogi
Ný bílasala í eigu Péturs M. Birgissonar hefur verið opnuð f Kópavogi.
Nefnist hún „Bíllinn" og er til húsa á Smiðjuvegi 22. Pétur er á myndinni
ásamt Harry T. Hilsman, sölumanni.
T
Nýja línan
frá HAFA
nú einnig fáanleg í hvítu
Nýtísku HAFA baöinnréttingar f baöherbergiö
yöar.
Mjög fjölbreytt úrval. Afgreiöum samdægurs.
Einnig nýkomnar sauna-huröir.
VALD. POULSEK'
SUÐURLANDSBRAUT 10
sfmi 86499
NC plast
bakrennur
norsk gæóavara
NC plast-þakrennur eru sérhannaðar fyrir breytilegt
veðurlar og standa því auðveldlega aí sér harða
íslenska vetur.
Sérlega létt og einföld uppsetning gerir þér kleift að
ganga frd rennunum sjdlíur dn mikillar fyrirhafnar.
NC plast-þakrennur eru skynsöm fjárfesting
GLERBORG HF
DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIROI - SÍMI 53333