Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 íbúar í Valencia brenna 350 milíjónum peseta á einni viku Valencia er sannkallað blómahaf meðan hátíðahöldin standa yfir. Frá Helgu Jónsdóttur, frétU- riUra Mbl. í Burgos, Spáni. Vikuna 12.—19. mars er öll Val- encia fánum prýdd. íbúarnir labba um Ijósum prýddar og fagurlega skreyttar götur og stræti. Fánar flökta á svölum og í gluggum hús- anna. Götusalar skreyta vagna sína með rauðum og gulum borð- um og merkjum. Andrúmsloftið ber vott um aö eitthvað merkilegt sé í vændum. Hinn 12. mars hefst vika de Fallas í Valencia, vika bálanna þar sem leifar af vetrinum eru brenndar til kaldra kola. I sjö daga brenna Valenciabúar á göt- um sínum meira en 350 milljónir peseta, sem þeir hafa sparað á einu ári til þess að eyða þeim í hvellsprengjur, blys, flugelda og kyndla og yfir 600 minnisvarða úr pappa til þess eins að láta eldinn gleypa allt nóttina 19. mars, á degi heilags Jósefs. Þessi hátíð, ein af allra sér- kennilegustum á Spáni (Spánn er land hátíðanna), er ein alls- herjar veisla bála og púðurkerl- inga. Bálkestirnir eiga sögu sína að rekja langt aftur í tímann, allt til aldamótanna 1500. Tré- smiðir í borginni brenndu þegar vorið nálgaðist einskis nýta af- ganga, trébúta, ónýtar spýtur og óteljandi kíló af spóni, sem safn- aðist saman á verkstæðum þeirra. Bálkestirnir urðu brátt mikilfenglegri. „Las Fallas" eru risavaxin lista- verk úr pappa og tré. Verkin eru unnin með mikilli nákvæmni af myndhöggvurum, listmálurum og trésmiðum. í dag eru ekki lengur brenndar ónýtar spýtur og spónn heldur raunveruleg listaverk gerð úr pappa og tré. Að smíði þeirra standa myndhöggvarar, listmál- arar og trésmiðir. Kostnaður sumra listaverkanna er yfir 9 milljónir peseta. „Las Fallas“ Þegar Valenciabúar eru spurð- ir hvort þeir sjái ekki eftir þess- um listaverkum og peningunum, sem fara í gerð þeirra í eldinn, svara þeir: „Nei, ekki aldeilis. Til þess eru þau gerð. Til þess að verða brennd." Listaverkunum er komið fyrir á götum, strætum og torgum borgarinnar. „Las Fallas" eru eins og áður segir listaverk unnin með ótrú- legri nákvæmni og fullkomnun. Gífurleg áhersla er lögð á hvert smáatriði. Þessi miklu verk eru yfirleitt ein risastór aðalper- sóna. Við fætur hennar eru minni persónur með skopleg andlit klæddar mjög skrautleg- um búningum. Persónurnar eru oft grín á fyrirmenni í þjóðfélag- inu. Meiri athygli vekur stærð einnar „falla" en það sem hún táknar. Sum verkanna ná upp að húsþökum í gamla hverfi borg- arinnar. Þau fylla götuhorn og torg með sínum afkáralega gildl- eika. Árið 1963 var komið fyrir á Pais Valencia-torgi einni „falla" sem var nefnd Trójuhesturinn. Um var að ræða risastórt líkn- eski í hestsmynd úr pappa og í maga hestsins var veitingastað- ur!! Til þess eru þau! Slíkt þrekvirki sem ein „falla" tekur a.m.k. eitt ár í fram- kvæmd. Það að koma einu verki Á miðnætti á degi heilags Jósefs er kveikt í um 600 „fallas“; öll Valencia brennur. fyrir á sínum stað 15. mars hvers árs þarfnast aðstoðar heillar hersveitar af kranabíl- um. Hvílíkt strit og erfiði og vonir eru settar í verk sem eru til sýnis í aðeins 4 daga og síðan brennd á báli! En enginn í Val- encia sér eftir þeim. Til þess er leikurinn gerður, að brenna þau 19. mars á degi heilags Jósefs. Ekki verða öll verkin eldinum að bráð því eitt þeirra er varðveitt á Fallero-safninu (það verk er flest atkvæði fær frá almenn- ingi). Ógleymanleg nótt 19. mars er dagurinn sem allir Valenciabúar bíða eftir með mikilli óþreyju. í dögun þennan Fyrir utan hin nýopnuðu fyrirtæki f Njarðvík, frá vinstri: Jóhannes Hleiðar Snorraron, Gísli Blöndal fulltrúi framkvstj. Hagkaups, Sigurður Pálmason framkv.stj. Hagkaups, Tómas Tómasson og ólafur Eggertsson deildarstjóri hjá Skeljungi. Þrjú fyrirtæki opna í Njarðvfk Allt á einum stað, Hagkaup, Tomma- hamborgarar og Skeljungur ÞRJÚ KYRIKTÆKI hafa opnað að Fitjum í Njarðvík. Hagkaup opnar stórmarkað, Skeljungur hf. bensínstöð og Tomma-hamborgarar opna veit- ingastað og söluturn. Hugmynd að þessu kom upp fyrir um ári og hófust fram- kvæmdir í september síðastliðnum á 10.000 fermetra lóð. Tomma- hamborgarar komu hinsvegar ekki inn í myndina fyrr en fyrir mánuði og hefur verið unnið dag og nótt í þrjár vikur við að innrétta staðinn. Hagkaup er í um 1200 fermetra húsnæði á einum gólffleti og við verslunina eru 150 malbikuð bíla- stæði. Boðið verður upp á sama úr- val í matvöru og í versluninni í Reykjavík, auk þess sem þarna verður barna-, dömu- og herra- fatnaður, skófatnaður, leikföng, búsáhöld, ritföng og margt fleira á boðstólum. Nýjar vörur eru fluttar í búðina daglega frá Reykjavík, og eru þær á sama verði og í búð Hagkaups í Skeifunni. Mjög rúmgott og bjart er í þessari nýju verslun, og í mat- vörudeildinni er sú nýjung tekin upp að í svokölluðu grænmetis- horni geta viðskiptavinir sjálfir valið sér grænmeti og vigtað. Hjá Hagkaup í Njarðvík starfa um 35 manns og er verslunarstjóri Gylfi Ármannsson. Verslunin er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 10—19, föstudaga 10—20 og laug- ardaga 10-16. Bensínstöð Skeljungs er við hlið Hagkaups og er húsið 202 fermetr- ar að flatarmáli. Skeljungur mun auk sölu á bens- íni, dieselolíu og steinolíu hafa á boðstólum allar þjónustuvörur fyrir bifreiðar. Og á lóðinni eru þvottastæði fyrir 5 bifreiðar. Rekstur hinnar nýju stöðvar verður í höndum Jóhannesar Hl. Snorrasonar sem annast hefur rekstur Fitjanestis fram að þessu en fyrirhugað er að loka því er nýja stöðin hefur verið opnuð. Bensínstöðin verður opin frá 8—22 alla virka daga og á sunnu- dögum kl. 10—22. Tomma-hamborgarar verða í öðrum helmingi Skeljungshússins og verður þar jafnt veitingastaður og sðluturn með sölulúgu. Veitingastaðurinn tekur 32 manns í sæti og er þar boðið upp á fjölbreyttan matseðil, s.s. nauta- steikur, lambasteik, fisk, heitar samlokur, kaffi og kleinuhringi og síðast en ekki síst Tomma-ham- borgara. Söluturninn býður upp á öl, gos tóbak og sælgæti og einnig er hægt að fá mat af veitingastaðnum seld- an í gegnum lúguna. Framkvæmdastjóri Tomma- hamborgara í Njarðvík er Jóhann- es B. Sigurðsson og verður opið alla daga frá kl. 8—23.30. Hitalögn er í malbikinu í kring- um bæði húsin til þess að auðveld- ara sé að komast að þeim á vet- urna. AIDS - úr heilbrigðis- bréfi Harvard-háskóla AIDK (Acquired Immunodeficiency syndrome, stundum nefnt áunnin ónæmisbæklun) er ónæmissjúkdómur, er veldur því, að ónæmiskerfí manns- ins verður óvirkt og varnir líkamans gegn bakteríum, veirum og öðrum framandi efnum verða að engu. í júníblaði „The Harvard Medical School Health Letter“ er fjallað að nokkru um sjúkdóminn. Greinin birtist hér þýdd og endursögð. Onæmissjúdómurinn AIDS hefur vakið mikla eftirtekt, svo mikla raunar, að fjöldi greindra sjúk- dómstilfella virðist ekki vera í neinu samhengi við hina miklu um- ræðu er fram fer um allan heim, því aðeins hafa verið greind með vissu tæplega 1500 tilfelli. Því miður virðist umfjöllun fjölmiðla eiga fullan rétt á sér, þar sem AIDS er að öllum líkindum alvarleg ógnun við heilsu manna. Hversu alvarleg ógnun sjúkdómurinn er, verður þó ekki vitað fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkur ár. Sjúklingar sem haldnir eru AIDS tapa mikilvægum hópi fruma, er verja líkamann gegn smitsjúkdóm- um — viðhalda ónæmi. Afleiðing þessa er sú, að sjúklingarnir þjást af alls kyns alvarlegum smitsjúk- dómum, sem venjulega skaðlausar bakteríur valda oft, er gætu hrein- lega ekki valdið usla í heilbrigðum líkama. Sumir sjúklingar AIDS- sjúkdómsins þjást einnig af óvenju- legu krabbameini, sarkmeini Kap- osis (Kaposiá sarcoma), sem er ill- kynjað bandvefsæxli í húð. Þessi tegund krabbameins virðist einnig sýna óreglu í ónæmiskerfi líkam- ans. Dánartíðni AIDS er afar há; 75% sjúklinga deyja úr sjúkdómn- um innan þriggja til fjögurra ára frá fyrstu greiningu. Dánarorsök er annað hvort áðurnefnt krabbamein, eða einhver smitsjúkdómanna. Það er ekkert sem sýnir enn, að ónæm- iskerfi þeirra, er standast smitsjúk- dómana, verði virkt að nýju. AIDS er nýr sjúkdómur. Ýtarleg rannókn hefur sýnt, að líklega hafi ekkert sjúkdómstilfelli AIDS verið greint fyrr en 1979. Sjúkdómsvald- urinn er óþekktur, en meirihluti sérfræðinga er nú þeirrar skoðunar, að AIDS orsakist af veiru, er ráðist á sérstakt afbrigði hvítra blóð- korna, er nefnast eitilfrumur (lymphocytes), er sérstaklega er ábyrgt fyrir ónæmisvörnum líkam- ans. Veiran er samkvæmt þessari kenningu „ný“, sennilega stökk- breytt afbrigði eldra lífefnis, eða kannski dýraveira, sem nýlega hef- ur tekið sér bólfestu í mannslíkam- anum. Sýkingarferli AIDS-sjúk- dómsvaldsins líkist ferli guluveir- unnar (hepatitis B), en veiran er ekki sú sama. Smitun einstaklings af sjúklingi með AIDS virðist t.d. þurfa að fara fram um blóð hins sýkta, þótt hugsanlegt sé, að aðrir líkamsvökvar s.s. munnvatn og sæði geti einnig borið sjúkdóms- valdinn milli einstaklinga. Fyrstu niðurstöður þykja benda til þess, að AIDS-sjúkdómurinn þróist á 9 mánuðum til tveggja ára frá smit- un. Einkenni AIDS eru bólgnir eitlar (lymph nodes), einkum þeir sem eru í hálsi, holhönd og nára; hröð, óútskýranleg megrun; hiti eða svitaköst að næturlagi; varandi niðurgangur; bláleitar kúlur eða flekkir á húð; óútskýranleg og var- andi þreyta; hósti og mæði í hvíld. Ekkert af þessu er öruggt einkenni AIDS-sjúkdómsins, en ef einstakl- ingur þjáist af einhverju þeirra þráfaldlega, er það ástæða til lækn- isskoðunar. Nú sem stendur eru það kynvillt- ir karlmenn, er eiga sér marga ástmenn, sem eru í mestri hættu hvað varðar smitun af sjúkdóms- valdi AIDS (75% fórnarlamba), en einnig eiturlyfjaneytendur þeir, er nota fíkniefni í sprautum, dreyra- sjúklingar og Haítíbúar. Það er sennilega þáttur blóðs (eða efna blóðs) sýktra einstaklinga sem sameiginlegur er fyrstu þremur hópunum. Sameiginleg notkun stungunála hjá eiturlyfjaneytend- um er augljós sýkingarleið. Dreyra- sjúklingar, er vantar mikilvægan storknunarþátt í blóð sitt, fá oft storknunarþáttinn unninn úr blóði margra blóðgjafa. Ein einasta gjöf þáttarins kann að vera unnin úr blóðvökva um þúsund einstaklinga. Sennilegasta smitunarleið hjá kynvilltum karlmönnum eru sam- farir þeirra, en þær geta valdið lít- ilsháttar blæðingu í slímhúð enda- þarms. Sannanlega nægir smávægi- legt magn blóðs til að flytja gulu- veiruna þessa leið og það kann einnig að reynast rétt um sjúk- dómsvald AIDS. Það eru þó Haítí- búar, sem passa ekki enn við þessa kenningu um blóðið. Þeir hafa ekki verið kynvilltir, ekki sprautað sig með eiturlyfjum og ekki verið hald- nir dreyrasýki. Langflestir hafa verið fæddir og uppaldir á Haítí og flestir verið á þrítugsaldri. Stór meirihluti sjúklinga á Haítí hefur verið karlkyns. Það virðist líklegt, að sjúkdóms- valdur AIDS hafi verið afar fágæt- ur fyrir fjórum árum. Fyrstu fórn- ariömb sjúkdómsins voru í sam- ræmi við það þeir, er hættast var við smitun. Hið mikla lauslæti, er einkenndi fyrstu kynvilltu fórnar- lömbin, setti þau því í meiri hættu en aðra einstaklinga, einfaldlega vegna þess, að meiri líkur voru á því, að þau hefðu samneyti við per- sónu, er væri haldin AIDS, eða gengi með sjúkdómsvaldinn. Eftir því sem sjúkdómurinn verður útbreiddari mun þetta breytast, því að þá mun smitun reynast auðveld- ari. Einkum mun hættan aukast fyrir þá kynvilltu karlmenn, sem ekki eru eins lauslátir og fyrstu fórnarlömb sjúkdómsins. Ónæmisvísindin þróast ört á okkar dögum - svo ört, að vænta má þess, að fljótlega muni vísindamenn öðlast skiíning á AIDS, eða jafnvel ná tökum á þessum banvæna sjúk- dómi. En hvað er nú unnt að gera til þess, að hefta útbreiðslu hans?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.