Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 17 hinnar ungu og viðkvæmu list- greinar og komist að þeirri niður- stöðu að hann sé fyrst og fremst sá að menn geri sér ekki enn fulla grein fyrir hversu fjárfrek hún er. Að menn átti sig ekki á því að styrkja ber fyrst og fremst þær myndir sem fyrirsjáanlegt er að muni falla að þörfum markaðar- ins; án þess þó að gefið sé um of eftir hvað varðar listrænan metn- að. Þá hef ég bent á að menn bíði átekta með tilraunastarfsemi uns íslenskur kvikmyndaiðnaður er traustari í sessi og íslenskar kvikmyndir hafa unnið sér sess á heimsmarkaði. Hér er ekki farið með fleipur. Sá markaður er nefnilega innan seilingar, því með tilkomu fjarskiptatungla er unnt að senda íslenskt kvikmyndaefni hvert á land sem er. Ef við viljum hafa aðgang að því samskiptakerfi sem mun tengja þjóðir heims í framtíðinni verðum við að efla íslenska kvikmynda- framleiðslu og laga hana að þörf- um markaðarins. Annars sitjum við uppi með myndir sem flakka milli kvikmyndahátíða og enda loks á kvikmyndasöfnum — eng- um til gagns og gamans nema kvikmyndafræðingum. Ég veit að margt af því sem sýnt er í mynd- bandakerfum höfuðborgarinnar er ekki upp á marga fiska; en þar er þó reynt að skemmta mönnum á líðandi stund og það er gleðilegt að nú skuli sitja í lykilstöðu á ís- landi maður sem viðurkenndi þessa skemmtiþörf en lét ekki blekkjast af „menningarsnobbinu" sem flestu hefir ráðið hingað til í ríkiskerfinu. í næstu grein mun ég víkja að hvernig mögulegt er að byggja upp íslenskan kvikmynda- iðnað í anda þeirrar ríkisstjórnar er nú situr og þar með hvernig hægt er að frelsa kvikmyndalist- ina á íslandi undan menningar- snobbinu — ormunum sem legið hafa á gullinu. Bókaormur í þysmælgi dagsins Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson BÓKAORMURINN Tímarit um bækur og samtímamál- efni — málgagn Páls Skúlasonar, sem er ritstjóri og ábyrgðarmaður. Bókaormurinn er með sér- stæðustu tímaritum sem hér hafa komið út lengi. Hann er kynntur sem málgagn Páls Skúlasonar og er hann einnig ritstjóri. í fyrstu hélt maður að ormurinn yrði ekki langlífur, en nú eru komin 7 tölublöð svo að búast má við að framhald verði á útgáfunni. Efni Bókaormsins er tíðum sérkennileg blanda bók- mennta og fræða og svo að vitn- að sé til ummæla þekkts manns kemur hann manni í gott skap. Það er ekki hægt að segja um öll tímarit. Hér er ekki ætlunin að gera neina úttekt á Bókaorminum, en ástæða er til að benda fólki á tilvist hans. 7. tbl. er dæmigert fyrir stefnu ritstjóra og áhugamál og verður vikið að því nokkrum orðum. f grein ritstjóra Til lesarans er skýrt frá því hvaða bók hafi ver- ið valin bók ársins 1982. Bóka- ormurinn velur að þessu sinni útgáfu Bjarna Guðnasonar pró- fessors á Danakonunga sögum, 35. bindi íslenskra fornrita. Því er lofað að verkinu verði gerð ítarleg skil í næsta hefti. Þátturinn Bókaormur mánað- arins er helgaður Jóni E. Ragn- arssyni hrl. Jón safnaði lengi bókum, eða frá fermingu, en á síðari árum einkum í fræðigrein sinni. Þekking Jóns á lögfræði- bókum var yfirgripsmikil og hef- ur spjallið við hann leikmanni töluvert að segja. í því koma til umræðu rit sem að minnsta kosti undirritaður hafði ekki hugmynd um að væru til. Um- fram fróðleik miðlar spjallið gleði safnarans. Niðurlag Frúarinnar með hundinn eftir Anton Tsékov, þýtt úr rússnesku af Sveini Pálssyni, birtist í Bókaorminum. í þessari sögu fæst Tsékov við leyndarmál ástarinnar og ber hún honum fagurt vitni. Ekki er kostur á samanburði við frum- texta, en þýðingin er hin smekk- legasta. Onnur þýðing sem líka er í tengslum við liðinn tíma er þýðing Magnúsar Péturssonar úr japönsku á sögunni Þorpið án klukku. Er greinilegt að Bóka- ormurinn leitast við að birta þýðingar úr frummáli og hefur á að skipa mönnum með tungu- málaþekkingu. Það er lofsvert. Stutt viðtal er við Jón Orm Halldórsson og nefnist það Hvað Páll Skúlason, riLstjóri Bókaorms- ins. gerist, ef maður breytir í sam- ræmi við samvisku sína? Að sögn Jóns Orms var það einmitt ætlun hans að svara þessari spurningu með skáldsögu sinni Spámaður í föðurlandi sem vakti töluverða athygli í fyrra, ekki síst vegna þess að hún var eftir stjórnmálafræðing, sem enginn vissi að hefði fengist við fagur- bókmenntir. Jón Ormur er ekki af baki dottinn í skáldsagna- gerðinni eftir viðtalinu að dæma. Lokaorð hans eru þessi: „Stjórnkerfi þjóðarinnar er úr sér gengið og þarf endurbóta við. Ef til vill er hægt að benda á ýmsar veilur í því með hjálp skáldskaparins." Bókaormurinn birtir alltaf töluvert af ljóðum. Að þessu sinni eru í honum ljóð eftir Sig- urð Skúlason magister og Pjetur Hafstein Lárusson. Ljóð Sigurð- ar er kjarnyrt og vel ort. Hugsað til ljóðskálda íslands nefnist það. „Öfund og rógur/ umluktu löngum/ íslensk stórskáld" yrkir Sigurður og hvetur til mál- vöndunar í anda skáldanna. „Sú rödd má ei þagna/ í þysmælgi dagsins" stendur í ljóðinu. Orðið þysmælgi þykir mér við hæfi í þessu sambandi. Pjetur Hafstein Lárusson er einn þeirra ungu höfunda sem mikið birta eftir sig á prenti og maður rekst oft á ljóð eftir í blöðum og tímaritum. Hann opinberar kynlega trúarjátningu í Bókaorminum: „Ég trúi á Mig,/ vegna þess að Ég/ þarf aðeins að klípa Mig í lærið/ til að finna að Ég er Ég.“ Auk ýmiskonar smálegs efnis er í Bókaorminum grein eftir Hannes Pétursson sem hann kallar Eitt orð. Greinina má kannski flokka undir þjóðlegan fróðleik. Hún er athugasemd við vísu eftir Jónas Hallgrímsson sem hann orti um skólabróður sinn Hjörleif Guttormsson, síðar prest. Hannes hefur fram að færa sína skýringu á vísunni sem veldur því að orðið Öxndæl- ingar breytist í Öxneyingar. Eft- ir lestur greinar Hannesar sem fjallar mest um bakkabræðra- sögur úr ýmsum landshlutum er lesandinn fróðari um þau efni. Þetta er skemmtilegt innlegg í Bókaorminn og á einstaklega vel heima þar með það í huga að ritstjórinn fer ekki alltaf troðn- ar slóðir, vill koma lesendum sínum á óvart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.