Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 47 Stórkostleg spenna — er Lewis tryggði sér sigur á Curren SÍDARI úrslitaleikurínn í einliða- leik karla á Wimbledon í gær- kvöldi var stórkostlega spenn- andi. Hinn lítt þekkti Chris Lewis frá Nýja Sjálandi sigraöi þá Kevin Curren frá Suöur-Afríku 6:7, 6:4, 7Æ, 6:7, 8:6. Heitar fimm lotur takk fyrir, og leikurinn stóö yfir í þrjár klukku- stundir og 46 mínútur — lengsti leikurinn í allri keppninni. Staðan í 2. deild STAÐAN f 2. deild fyrir leiki helg- arinnar er þannig: Völsungur 7 5 11 9—3 11 Njarövík 7 4 12 10—5 9 Víöir 7 4 1 2 7—5 9 i KA 6 3 2 1 12—6 8 Fram 5 3 11 6—3 7 KS 7 1 4 2 6—7 6 FH 6 1 2 3 5—9 4 Reynir 7 1 2 4 4—11 4 Eínherji 4 112 1—4 3 Fylkir 8 116 8—15 3 Falcao með Roma ROBERTO Falcao skifaöi í fyrra- dag undir eins árs samning viö Roma en eins og viö höfum skýrt frá hafa staöið yfir samningaviö- ræöur milli Roma og hans. Lengi vel var útlit fyrir aö hann færi frá liöinu vegna þess aö þeir voru ekki reiðubúnir aö greiða þaö verö sem hann setti upp, en nú er búiö aö leysa þaö vandamál og mun hann því leika í eitt ár til viðbótar meö liöinu. Lewis, sem er 26 ára gamall, er númer 91 á lista tennisleikara í heiminum — og hefur því komiö mjög á óvart í þessari frægu keppni. Eins og áður sagöi var leikur þeirra í gær geysilega spennandi — og áhorfendur voru nær trylltir af spenningi. Eins og nærri má geta er gríöarlega erfitt aö leika svo lengi — en þrátt fyrir þaö hlupu kapparnir eins og vit- lausir væru allan tímann — og gáfu allt sem þeir áttu í leikinn, enda ekki lítiö í húfi. Kevin Curren er númer 12 á tennislistanum en þaö dugöi ekki í gær — hann sem haföi náö þeim frábæra árangri aö slá út sjálfan meistarann Jimmy Connors þurfti aö lúta í lægra haldi nú. Lewis er fyrsti Nýsjálendingurinn sem kemst í úrslit á Wimbledon síöan Tony Wilding tókst þaö 1914. Belginn byrjar BELGINN Eric Vanderaerden fókk bestan tíma í forkeppni frönsku hjólreiðakeppninnar, Tour de France, í gær, og hreppti því „gulu treyjuna" — sá sem hefur keppnina kiæðist henni. Keppnin hefst um helgina og er þetta í 70. skiptiö sem hún fer fram. Punktakeppni Á MORGUN, sunnudag, veröur keppni á Hvaleyrinni hjá Keili og hefst hún kl. 13:00. Veröur þetta 18 holu punktakeppni meö 7/8 for- gjöf. Gestir eru velkomnir í mótiö. I IIIMIImr • John McEnroe (t.v.) og Martina Navartilova eru nú talin sigurstranglegust ( einliðaleik ( Wimble- don-keppninni. Navratilova á góöa möguleika á tvöföldum sigrí; hún er einnig komin í úrslit í tvfliöa- leik. McEnroe í úrslit fjórða árið í rðð: Enginn „stríðsleikur“ JOHN McEnroe tryggöi sér ( gær rétt til að leika til úrslita í einliöaleik karla á Wimbledon- keppninni fjóröa áriö er hann sigraöi erkióvin sinn, Tékkann Ivan Lendl, 7—6, 6—4, 6—4. Sigurinn í gær var þriöji sigur McEnroe í röö á Lendl, en sá síö- arnefndi haföi sigrað í sjö viður- eignum þeirra í röö þar áöur. McEnrore sigraöi í Wimble- don-keppninni 1981, en tapaöi í úrslitum fyrir Björn Borg áriö eftir og síöan fyrir Jimmy Connors í fyrra. McEnroe þótti leika frábær- lega vel í gær og var sigurinn öruggur, þótt þrjár lotur þyrfti til aö fá fram úrslit. „Ég ætlaöi ekki aö meiöa hann,“ sagöi McEnroe eftir leik- inn um atvik sem geröist í fyrstu lotu. Þá skaut hann bylmings- smassi beint í Lendl. „Skotiö var svo fast aö þaö heföi örugglega getaö tekiö af honum höfuðiö/ sögöu fréttaskýrendur. „Ég meinti ekkert meö þessu. Ég haföi leikiö mjög varlega fram aö þessu og ákvaö aö veröa ákveö- nari.“ „Ég heföi gert þaö sama í hans sporum,“ sagöi Lendl, „heföi ég fengið svona gott tækifæri til að smassa.“ Þessir tveir hafa lengi veriö miklir óvinir og bjuggust ensku blööin viö „stríðsleik" aö þessu sinni. Varla er þó hægt aö segja aö svo hafi verið, og eftir leikinn gengu þeir saman af velli, án þess aö mæla orö af vörum. „Þaö var ekki létt aö leika gegn Lendl á grasvellinum,“ sagöi McEnroe, en Lendl hefur oft lýst því yfir aö honum þyki vont aö ieika á grasi. Þaö er auö- vitaö auöveldara aö leika eftir aö maöur hefur unniö fyrstu hrin- una, en ég held samt sem áður aö hann sé erfiöur á grasvelll eins og annars staöar,“ sagöi McEnroe. „Getiö þiö einhvern tíma oröiö vinir?“ spuröi fróttamaöur Lendl á eftir. „Ég veit það ekki. Hvaö heldur þú?“ var svarið. Þetta var í fyrsta skipti sem þeir félagar mætast á grasvelli. Lendl keppti ekki á Wimbledon í fyrra, en hann sagöist örugglega koma aftur næsta ár. „Ég er ánægöur meö árangurinn í keppninni i heild.“ Ekki hægt að gera við völlinn meðan undirlagið er ónýtt — segir Adolf Bjarnason, innflytjandi Rubtan-efnisins • Hér sést vel hvernig komiö er fyrlr hlaupabrautinni ( Laugardal. Rubtan-efniö helur rifnaö og er mishæöótt — en þaö er vegna þess hve undirlagið er lélegt, segir Adólf Bjarnason. Morgunbuðið/skapti „Nú hefur tekist sátt í þessu máli. Borgin tær fría 500 fer- metra af hráefninu til aö leggja á brautirnar — en aö mínu mati er ekki hægt aö gera viö völlinn þar sem undirlagiö er ónýtt,“ sagöi Adolf Bjarnason, um- boösmaöur sænska fyrirtækis- ins sem framleiðir Rubtan-efniö sem er á hlaupabrautinni í Laugardal, í samtali viö Mbl. ( gær. Eins og Morgunblaöið skýröi frá í síöustu viku eru hlaupa- brautirnar mjög illa farnar og Ijóst aö stórtjón hefur oröiö á þeim. „Meginástæöan fyrir skemmd brautanna er sú aö undirlagiö er ónýtt og eru kaupendurnir sam- mála því. Undirlagiö var ekki unniö rétt í upphafi: fariö var fram á þaö viö Asfaltstööina aö hún blandaöi undirlagið grófara en venjulega, en þeir töldu sig ekki geta þaö. Ég tel þaö aðeins hafa veriö óliölegheit í þeim — en engu aö síöur var samþykkt aö leggja Rubtan-efniö á völlinn meö því skilyröi aö undirlagiö yröi ekki valtaö mikiö. Ég viöur- kenni aö Svíarnir heföu ekki átt aö samþykkja aö leggja efniö viö þessar aöstæöur, en þaö var nú engu aö síöur gert,“ sagöi Adolf. Hann bætti viö aö þegar und- irlagiö væri ekki valtaö mikiö yröi þaö ekki verulega slétt, og þaö væri nauösynlegt viö lagningu slíkrar brautar. „Síöan hefur völl- urinn alltaf veriö aö síga og brautin sums staöar veriö völtuð talsvert og viö þaö orðið egg- slétt. Annars staðar hefur hún lít- iö veriö völtuö og þar er allt t lagi meö hana.“ Adolf sagöi aö í Kópavogi væri samskonar efni á atrennubraut- um fyrir stökk og köst, og hefðu þær verið geröar úr afgöngum frá verkinu í Laugardalnum. Þær væru nú orönar fjögurra ára gamlar — undirlagiö heföi kannski ekki veriö alveg eins og þaö ætti aö vera, en engu aö síöur sæist ekki á þeim í dag. „Annað veigamikiö atriöi varð- andi brautirnar í Laugardal er, aö þetta eru keppnisbrautir, en á þeim er alltaf æft. Þaö hefur ekki veriö fariö eftir ábendingum okkar um aö jafna æfingum niöur á brautirnar, og loka t.d. fyrstu tveimur brautunum annaö slagiö. Viö getum auövitaö ekki skyldaö menn til aö hlýöa okkur — get- um aöeins gefiö þeim góö ráö.“ Adolf benti á aö síöan Rubt- an-efnið heföi upphaflega veriö lagt á brautirnar í Laugardalnum heföu veriö lagöir á um 1500 fer- metrar til viögeröar — þaö hafi ætíö veriö álitamál hvor aðilinn heföi átt aö borga þaö en það heföu Svíarnir alltaf gert. „Þaö er ekki fyrr en nú aö þaö er augljóst að mikil hreyfing er í veliinum — vegna þess hvernig undirlagiö er — kantsteinninn viö hliö brautar- innar lyftist, en brautin sjálf síg- ur, þannig aö vatn kemst ekki út af henni. Eins og ég sagöi áöur er þaö mín skoöun aö ekki sé hægt aö gera við völlinn meðan þetta undirlag er á honum — þannig aö skipta þarf um undirlag. Reykjavíkurborg veröur auövitað aö gera þaö sjálf og bera af því allan kostnaö." __ SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.