Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 13 dag vakna íbúar borgarinnar við angandi lykt af olíu, kökum og kleinum. Meðfram öllum fjöl- förnustu götum og strætum borgarinnar hefur verið komið fyrir söluvögnum með kleinur og heitt súkkulaði á boðstólum. Um kvöldið flykkjast allir sem vettl- ingi geta valdið að einni af hin- um 600 risabrúðum sem verða brenndar á miðnætti og er breyta munu Valencia í einskon- ar logandi víti. Á Pais Valencia-torgi byrjar fólksfjöldinn að safnast saman kl. tíu til þess að missa ekki af neinu. Flugeldum er skotið á loft. Hér eru ekki á ferð fáein blys og stjörnuljós heldur heilir eldkastalar sem lýsa upp himin- inn. Enginn hefur augum litið neitt eins undursamlegt á himni. Öll Valencia brennur; logarnir teygja sig að fótum risabrúð- anna og eru fljótir að gleypa í sig pappahúð þeirra, þeir dansa í kringum 600 risavaxin listaverk sem brátt munu verða að ösku einni saman. Langt ský, rautt og appelsínugult, teygir sig að sjón- deildarhring borgarinnar; stræti og götur breytast í ofna þar sem fólk brennur smátt og smátt; slökkviliðsmennirnir hafa ekki við að sprauta á pálmatrén á torgunum, á göturnar, á fram- hliðar húsanna í nágrenninu ... Fjöldinn, stjarfur af hrifningu, hefur ekki augun af þessari stór- fenglegu sjón. Daginn eftir ríkir kyrrð og ró f borginni. Valenciabúar vakna með ösku á fótunum. Listaverkin góðu eru horfin af torgunum. Myndhöggvarar, listmálarar og trésmiðir eru þegar byrjaðir að gera áætlanir um næstu pappa- og trélistaverk fyrir komandi ár. Eftirfarandi ráðleggingar eru reist- ar á ályktunum, er enn eiga eftir að öðlast vísindalegt gildi. Þær eru hins vegar þær bestu, sem unnt er að gefa, miðað við þær upplýsingar, sem kunnar eru: (1) Einstaklingar, sem hætt er við smitun, eiga af sjálfsdáðum að forðast blóðgjöf. Heilbrigðisþjón- ustan (Public Health Service) telur eftirfarandi þjóðfélagshópa vera hættara við smitun af AIDS en aðra: þeir, sem sýna einhver ein- kenni, er gætu orsakast af sjúk- dómnum; þeir, er lifa kynlífi með AIDS-sjúklingi; þeir karlmenn, sem eru kynvilltir eða hneigjast að báð- um kynjum og lifa fjörugu kynlífi, þar sem margir koma við sögu; inn- fiytjendur frá Haítí; núverandi eit- urlyfjaneytendur, er nota sprautur - einnig þeir, er hafa notað slíkt; dreyrasjúklingar; og kynlífsnautar þeirra, sem hætt er við smitun af AIDS. (Sumir blóðbankar reyna nú að útiloka kynvillta blóðgjafa; enn er rætt um siðfræðilega hlið máls- ins, ásamt raunverulegum árangri þessa.) (2) Kynvilltir karlmenn ættu að gera sér grein fyrir því, að einn af aðaláhættuþáttum AIDS er kynlíf með mörgum ástmönnum. Fyrir- byggjandi aðgerðir eru augljósar: forðast ber að hafa samfarir með ókunnugum eða einstaklingum, sem sannanlega eru lauslátir. Ef það er rétt, að sýkingarferli AIDS-sjúk- dómsins er líkt ferli guluveirunnar, þá virðist sem endaþarmssamfarir og önnur snerting við munn eða endaþarm séu þeir þættir kynlífs- ins, sem líklegastir eru til að leiða til smitunar AIDS. Það er ekki enn vitað, hvort verjur gefi einhverja vernd gegn smitun. (3) Eiturlyfjaneytendur þeir, er sprauta sig, ættu að gera einfaldar varúðarráðstafanir sér til verndar. Ef þeim reynist ekki unnt að halda sig frá eiturlyfjunum, þá ætti aldrei að deila nálum, sprautum o.s.frv. með öðrum. Suða tryggir ekki sótt- hreinsun. (4) Starfsfólk heilbrigðisþjónust- unnar ætti vitaskuld að gera varúð- arráðstafanir til þess að tryggja það, að það komi ekki nærri blóði AIDS-sjúklinga. (Þegar þetta er ritað, þá hefur AIDS ekki enn verið greindur meðal þeirra, er komið hafa við sögu hjúkrunar sjúklinga sjúkdómsins.) Orlofshús tekið í notkun á Hólmavík FYRIR nokkru fór Atthagafélag Strandamanna í sína árlegu skemmtiferð. Að þessu sinni var farið norður til Hólmavíkur í tilefni þess að félagið er að taka þar í notkun orlofshús, sem verið hefur í hyggingu þar og er nú fullbúið. Laugardaginn, þann 25. þ.m., var félagsmönnum og ýmsum heima- mönnum boðið að skoða húsið og veitingar fram bornar. Mættu þar um 140 manns, og var húsinu gefið nafnið Strandasel. Hugmyndin er sú að brottfluttir Strandamenn, félagsmenn Átthaga- félagsins, geti fengið það leigt, ef þeir vilja heimsækja sína gömlu átt- haga, skyldmenni og vini, og dvalið þar í vikutíma eða svo, gegn vægu gjaldi. Um kvöldið hélt félagið skemmtun að Sævangi, þar sem m.a. kór Átt- hagafélagsins söng fyrir fullu húsi. Stjórnandi hans er Magnús Jónsson frá Kollaf.iarðarnesi. Formaður Átthagafélagsins nú er Gísli Ágústsson frá Hvalsá í Steingrímsfirði. Orlofshúsið Strandasel. Við opnum Shellstöð í Njarðvík Nýja Shellstöðin að Fitjum í Njarðvík hefur verið opnuð. Allt hefur verið snyrt og snurfusað og gljáfægðarbensíndælurnar bíða þess með óþreyju að fá að fylla hjá þértankinn. í tilefni opnunarinnar bjódum við meðan birgðir endast: Sætaáklæði með 40% afslætti. Sjúkrakassa með 40% afslætti. Pér gefst einstakt tækifæri til að spara verulegar upphæðir um leið og tankurinn er fylltur. Pað borgar sig að skreppa suðureftir! Verið velkomin að Fitjum, — frá okkur fer enginn með tóman tankinn. Shellstöðin Njarðvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.