Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 26
 10 AR FRA GOSLOKUM 1 HEIMAEY 10 AR FRA GOSLOKUM 1 HEIMAEY 1 . dTWJJ' a -§ 24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 25 Það var góð tilbreyting að ösla snjóinn f stað þess að ösla öskuna. Biskupinn yfir íslandi, Herra Sigurbjörn Einarsson. Svipmyndir á 10 árum frá gosinu í Heimaey Yfir 5000 íbúar Vestmannaeyja urðu að flýja til fasta- landsins þegar eldgosið í Heimaey braust út 23. janúar 1973. í fjóra mánuði stóð gosið yfir og magnið sem kom úr gígum Eldfellsins voru 240 milljónir rúmmetra. Um 400 hús fóru undir hraunið, eða '/3 hluti bæjarins og það var sama hlutfall sem um var að ræða þegar Eyjarskeggjar gátu aftur snúið heim og farið að koma hjólunum af stað aftur. 1750 Eyjamenn af liðlega 5300 sneru ekki aftur vegna fjárhagstaps, húsnæðiserfiðleika og af ýmsum ástæðum, en þótt tjónið væri metið á 8 milljarða gamalla króna fóru aðeins liðlega 2000 milljónir gamalla króna út í Eyjar samkvæmt skýrslum og reikningum Viðlagasjóðs. Hægt og sígandi hefur Eyjabyggð verið að ná sér á ný, athafnalíf hefur haldið fullum dampi í afköstum, en margs konar erfiðleikum sem fylgdu í kjölfar eldgossins er ekki lokið ennþá. Mannlíf er hins vegar með miklum tilþrifum í stil Eyjamanna, enda eru þar yfir 50 félög sem halda uppi blómlegu félagslífi. Að undanförnu hefur tals- vert verið um fólksflutninga út í Eyjar, enda er þar að jafnaði trygg vinna. Mikil áhersla er nú lögð á að fegra og snyrta bæinn og hefur hann tekið stakkaskiptum í sumar og meginverkefni bæjarsjóðs á næstu árum er að malbika allar götur bæjarins. — á.j. Spúandi eldfjall í Eyjabyggð veturinn 1973 Hraunið bruddi húsin á fáum mínútum undir sig. Húseigandi stendur á m»ni húss sins í öskunni. Þriggja hæða verkamannabústaðir hrynja undan þunga hraunsins. Og svo var farið að snúa dæminu við og byggja hraunhitaveituna, sem markaði tímamót loks þegar hún var sett á Og þar sem hraunið bruddi ekki húsin, ferði askan allt á kaf. laggirnar. Dyttað að togara f nýju Skipalyftunni. Ásbyrgi 1974. Hraunmoli flaug inn um gluggann og þetta var afleiðingin. Allt sem brunnið gat brann til kaldra kola. Ólafur Jónsson í Laufási: Einhver titringur í miðstöðinni „Já, ég keypti húsið ónýtt árið 1972, gerði það upp og flutti inn í ágúst. Laugardaginn fyrir gosið hafði ég lokið endanlega við að innrétta. Á fímmtudeginum eftir gos fór glóandi hraunmoli inn um einn glugga hússins og það fuðraði upp á augabragði. Það var eins og sprenging hefði orðið f því. Þegar ég horfði á húsið brenna gerði ég mér grein fyrir því að ég myndi gera það upp aftur seinna. Annað kom ekki til mála. Konan var þá í landi og ég hringdi í hana og sagði henni hug minn. Hún hélt ég væri orðinn vitlaus, en ég stóð við það.“ Ólafur Jónsson í Laufási. Bor- inn og barnfæddur Vestmanney- ingur, en húsið sem honum er tíðrætt um er þó ekki Laufás, heldur Ásbyrgi, traust steinhús byggt árið 1911. „Eg man að ég fór snemma að sofa kvöldið fyrir gosið, en vakna upp um tíuleytið við ein- hvern titring. Ég ákveð með sjálfum mér að þetta hljóti að vera miðstöðin og sný mér út í horn. Skömmu seinna vakna ég aftur og fer þá niður í kjallara til að taka miðstöðina úr sam- bandi. Og sofna aftur. Konan var í saumaklúbb þetta kvöld og ég vakna í þriðja sinn við það að hún ýtir við mér og segir að það Ólafur Jónsson í Laufási. Ljósmynd: Sigurffeir. sé kviknað í austur á Oddsstöð- um. En það var nú eitthvað ann- að. Við fórum strax í land um nóttina, en ég var kominn aftur til Eyja kvöldið eftir. Það hvarfl- aði raunar aldrei að mér að hús- ið okkar væri í bráðri hættu. Það stendur nokkuð fjarri eldsupp- tökunum og ég átti ekki von á því að til tfðinda drægi á þessum stað nærri strax. Ég var miklu hræddari við kuldann. Þess vegna skrúfaði ég fyrir vatnið og hellti olíu á alla vatnslása til að koma í veg fyrir að frostspryngi. Þessar aðgerðir mínar hafa sennilega ekki staðið f veginum fyrir því að eldurinn breiddist út. Svona var maður blindur. Við misstum svo að segja allt innbúið í brunanum. En mér var hálfpartinn sama. Þetta stór- brotna gos hafði þau áhrif á mann að maður fór að skynja hlutina í öðru ljósi. Ég var far- inn að líta á eignir manna sem fánýt veraldargæði sem engu máli skiptu. Og ég hét því að lifa lífinu öðruvísi í framtíðinni. En svo breyttist það auðvitað þegar fram liðu stundir. Nú er maður kominn í sama gamla farið. Lífið hefur verið strembið hérna frá gosi. Og bærinn raun- ar lengi vel á mörkum þess að vera byggilegur. En þetta er allt að komast í gott lag núna.“ Ásbyrgi 1978. Endurbyggt í annað sinn af Ólafi Jónssyni. Ljósmynd: Sigurgeir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.