Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 27
10 ÁR FRÁ G0SL0KUM í HEIMAEY MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 Sigmund Johansson uppfyndingamaður og teiknari: „Við eigum að kanna alla möguleika“ Sigmund Johannsson teiknari og uppfyndingamaður í Vestmannaeyj- um er löngu landskunnur af teikning- um sínura í Morgunblaðið, öryggis- búnaði fyrir sjómenn og vélum sem hann hefur hannað, en í tilefni gos- lokaafmælisins er sýning á teikning- um hans sem eru nú orðnar um 4000 talsins í Morgunblaðinu. Við röbbuð- um stundarkorn við Sigmund um álit hans á nýtingu tækifæra eftir gosið, bæði til uppbyggingar og lagfæringar. „Ég vildi setja upp orkuver og hefja rafmagnsframleiðslu, vera seljandi á þeirri orku í stað þess að þurfa að kaupa hana til Eyja, en með því að nýta hitann úr hraun- inu taldi ég þetta framkvæmanlegt. Þess vegna vildi ég að hingað fengjust peningar í að kanna þenn- an möguleika, bora niður í nýja hraunið tilraunaholu, setja þar niður fóðringu, rör niður í botn og með því að skammta vatn niður í botn var unnt að fá gufu og heitt vatn. Vatnið kælir, en um leið dregst það saman og þannig opnuð- ust möguleikar til þess að afla gufu frá enn stærra svæði. Með þrýst- ingi hefði síðan átt að vera unnt að ná upp heitu vatni eða gufu og allt- jent hefði holan getað komið að Sigmund Johannsson notum fyrir hitaveituna. Annars er hægt að tala um margs konar möguleika og af hverju ekki að stofna til ylræktar? Það vandamál sem ekki hefur enn verið hægt að yfirstíga í fram- kvæmd er vikurfokið úr hrauninu og yfir bæinn þegar verst lætur, en ég tel nauðsynlegt að leggja kapp á það að taka efni á ákveðnum stöð- um og hefta afmörkuð svæði í nýja hrauninu, sem enn eru rík af jarð- vegi sem fýkur yfir holt og hæðir. Ég kannaði um tíma fjúkleiðina úr hrauninu og þegar að var gáð var þetta afmörkuð slóð eins og vegur. Þetta fjúk þarf að bremsa af, bæði með jarðbindingu á hrauninu og einnig í skarðinu milli fellanna. Þar má hugsanlega setja þéttar trönur í skarðið til þess að brjóta vindinn niður og fjúkið. Annars er það svolítið slæmt þegar svona kemur upp við bæjar- dyrnar, að ekki sé mörkuð stefna til þess að kanna alla orkumögu- leika. Örkuöflunin í dag er í jörð- inni, í náttúru íslands, og ef við getum haft stjórn á slíku eigum við að kanna alla möguleika á því. Það þarf einnig að marka stefnu í efn- istöku, hnika til jarðvegi fyrir framtíðina, skipuleggja hraun- kantinn og næsta svæði sem kemur til með að byggjast fyrst, en fyrst þarf að loka fjúksvæðunum með grófara efni eða á annan hátt.“ — íj- Á sýningu verka Sigmunds er m.a. sýnt hvernig myndir hans verða til, kveikjan, skissan, teikningin og myndin komin i þrykk í Mogganum. Þessi skýrir sig sjálf. Kirkjukór Landakirkju ásamt Guðmundi Guðjónssyni organista, lengst til hægri, og Má Magnússyni söngvara og söngkennara, fremst á miðri mynd. Nelsonmessan eftir 9 mánaða törn Vestmannaeyjum 27. júní. SUNNUDAGINN 3. júlí nk. mun Kirkjukór Landakirkju flytja eitt af merkari söngverkum tónskálds- ins Joseph Haydn, Nelsonmess- una, í Samkomuhúsi Vestmanna- eyja. Þetta verður frumflutningur verksins hér á landi og verða tón- leikarnir einn helsti liður veglegra hátíðahalda Vestmanneyinga þeg- ar minnst verður þess að þann 3. júlí verða liðin 10 ár frá lokum eldgossins á Heimaey 1973. Æfiugar hafa staðið yfir allt frá því í október undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar organista og stjórnanda Kirkju- kórs Landakirkju. Kórinn skipa rúmlega 40 söngvarar og auk þeirra taka þátt í flutningi verksins einsöngvararnir Sig- urður Björnsson tenór, Sigríður Gröndal sópran, Anna Júlíana Sveinsdóttir alt, og Geir Jón Þórisson bariton. Undirleik munu annast 21 félagi úr Sin- fóníuhljómsveit íslands. Óhætt er að segja, að hér sé um meiriháttar tónlistarviðburð að ræða og er þess að vænta að Vestmanneyingar fjölmenni á tónleika Kirkjukórsins. Kórinn hefur áður flutt álíka stórt og erfitt verkefni eftir sama tón- skáld, á 200 ára afmæli Landa- kirkju 1980, og vakti sá flutning- ur mikla athygli og hrifningu hjá þeim er á hlýddu. Fréttamenn Mbl. litu inn á æf- ingu hjá kórnum fyrir helgina og tóku tali stjórnandann Guð- mund H. Guðjónsson, og Jóhann Friðfinnsson, formann sóknar- nefndar Landakirkju og einn kórfélaga. Guðmundur H. Guðjónsson er organisti í Landakirkju og stjórnandi Kirkjukórs Landa- kirkju. Við ræddum stuttlega við Guðmund á dögunum og spurð- um hvort ekki væri í mikið ráð- ist með flutningi þessa erfiða verks tónskáldsins Haydn. „Jú, ég held að svo megi segja þar sem allir kórfélagar eru áhugafólk á þessu sviði en ekki tónmenntað fólk, því byggist þetta allt á utanbókarlærdómi. Þó töldum við þetta hægt og vegna mikils áhuga og góðrar samstöðu allra sem hlut eiga að máli var ákveðið að takast á við svona viðamikið verkefni. Ég vil taka það fram að þetta væri ekki mögulegt nema vegna skilnings og samsvarandi áhuga maka kórfélaga, þeir leggja sitt af mörkum því undirbúningurinn hefur verið mikill." — Er þetta ekki meiriháttar tónlistarviðburður hér? „Þetta er frumflutningur verksins á íslandi og Nelson- messan telst vera eitt meirihátt- ar söngverka Haydn. Við höfum áður flutt annað álíka stykki, Mariazáller-messu, eftir sama tónskáld. Það var á 200 ára af- mæli Landakirkju 1980“. — Hvað hefur undirbúningur- inn staðið lengi yfir? „Við höfum æft verkið tvisvar í viku, um tvo tíma í- senn, allt frá því í október sl. að undan- Geir Jón Þórisson. teknum stórhátíðum. Árangur af mikilli vinnu skilar sér yfirleitt, við höfum gert okkar besta og síðan er það áheyrenda að dæma um árangurinn. Við vonum að fólk virði þetta framtak okkar og mæti vel á tónleikana 3. júlí“. Formaður sóknarnefndar Landakirkju er Jóhann Frið- finnsson og svo vill til að hann hefur lengst allra kórfélaga sungið í Kirkjukór Landakirkju. „Það má segja að ég sé búinn að syngja í kórnum frá barnsaldri, byrjaði 1950 og er síður en svo nokkuð farinn að hugsa um að hætta í kórnum," sagði Jóhann Friðfinnsson í samtali við Mbl. „Ég tel það hafa verið mitt mesta gæfuspor í lífinu þegar ég hóf að starfa fyrir Landakirkju. Ég hefi víða starfað að félags- málum gegnum árin en notið þess mest og best að starfa í kirkjunni með öllu því góða fólki sem lagt hefur hönd á plóginn á þessum árum. Á fyrstu árum mínum í kirkjukórnum voru kór- félagar yfirleitt þetta 10—20 en nú síðustu árin, undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar, hefur kórinn mjög eflst og má segja að 20—25 manns syngi í kórnum við flestar athafnir í Landakirkju. Svo fáum við liðs- auka þegar undirbúið er svona stórverk eins og við höfum verið að æfa undanfarið." — Þetta hafa verið langar og strangar æfingar? „Það fer að nálgast venjulegan meðgöngutíma, 9 mánuði, æft tvisvar í viku og oftar nú þegar nálgast frumflutninginn. Það er stórkostlegt hvað þessi áhuga- hópur er tilbúinn að leggja mikið á sig, en flutningur verksins tek- ur svo aðeins um þrjá stundar- fjórðunga. Kirkjusókn hefur ver- ið góð hér í Eyjum og ég treysti því að bæjarbúar fjölmenni á tónleikana og hlýði á þetta merka verk, sem flutt er í tilefni þeirra tímamóta að liðin eru 10 ár frá goslokum". — hkj. Guðmundur Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.