Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 48
BÍLLINN BlLASALA SlMI 79944 SMIÐJUVEGI4 KÓR4VOGI RAY CHARLES Á ÍSLANDI fimmtudaginn 7. júli kl. 20.00 og 23.00 á Broadway. LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 Vestmannaeyjar: Þrjú loönuskip auglýst til sölu erlendis Vestmannaeyjum, 1. júlí. UTGERÐIR loðnuskipa eiga vid mikla erfiðleika að etja því loðnuveiði hefur ekki verið leyfð í tvö ár. Þar sem þessi skip eru mjög sérhæfð henta þau illa til annarra veiða. Vitað er að margir útgerðamenn loðnuskipa vilja gjarnan losna við skip sín því þeir eru ekki bjartsýnir á framtíð þessarra veiða. Mbl. er kunnugt um að þrjú loðnuskip héðan úr Eyjum hafa verið auglýst til sölu hjá alþjóð- Iegu skipasölufyrirtæki í Noregi. Gáfu sig fram í Svíþjóð TVEIR fslendingar, sakaðir um ávís- anamisferli, gáfu sig fyrir nokkru fram við yrirvöld í Svíþjóð eftir að handtdku- skipun á þá hafði verið gefin út. Var | á orðið Ijóst, að þeir höfðu gefíð út inni- stæðulausar ávísanir að upphæð 240 til 250 þúsund íslenzkar krónur. Tildrög málsins eru þau, að í maí síðastliðnum opnaði annar þeirra ávísanareikning hér heima með litlu innleggi og náði hann síðan ásamt félaga sínum að gefa út allmargar innistæðulausar ávísanir og meðal annars að svíkja út bifreið af BMW- gerð, sem þeir seldu síðan þriðja manni, sem síðar reyndist í slagtogi með þeim félögum. A annan í hvíta- sunnu stungu þeir af til Danmerkur og var þá gefin út handtökuskipan á hendur þeim, en áður en til kom, að þeir yrðu gripnir, gáfu þeir sig fram. Yfirheyrslur yfir þeim hófust strax eftir heimkomuna og er málið nú upplýst og hefur bifreiðinni verið skilað til fyrri eigenda. Eru þetta Huginn VE 55, Gull- berg VE 292 og Sæbjörg VE 56. Magnús Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Bergs-Hugins sf., sagði í samtali við MBl., að ekk- ert hefði enn komið út úr þessum auglýsingum. í Vestmannaeyjum eru gerð út níu loðnuskip, en frá vertíðar- lokum, 15. maí, hafa 6 þessara skipa legið bundin við bryggju þar sem útgerðir þeirra hafa ekki séð sér fært að gera þau út til annarra veiða. Þrjú skipanna hafa reynt fyrir sér á togveiðum en gengið erfiðlega. Flest þess- ara skipa falla undir skrapdaga- kerfið. Skip þessi eru mjög sér- hæfð og búin dýrum búnaði og var áætlað á síðustu netavertíð að loðnubátar þyrftu að afla allt að þrefalt betur en venjulegur vertíðarbátur til að ná svipaðri útkomu. Gífurlegt fjármagn liggur í loðnunótum skipanna en venjuleg loðnunót mun í dag kosta um 2% millj. kr. Flest öll skip eiga tvær nætur og sum jafnvel þrjár. Flest skipanna hafa einnig fjárfest í búnaði til netaveiða og hreinlega ráða ekki við frekari fjárfestingar í veið- arfærum. hkj. Ný brú á Sogið MorKunblaðið/ÓI.K.M. Nú er í smíðum ný brú yfir Sogið og leysir hún af hólmi gamla brú, sem komin er til ára sinna og veldur ekki lengur umferðarþunganum. Að sögn Einars Hafliðasonar, verkfræðings Vegagerðarinnar, verður nýja brúin 74 metra löng og 10,1 metri á breidd. Brúin er í þremur höfum, 16 metra, 42, og 16 metra löngum og er gerð af eftirspenntri steinsteypu. Áætlaður kostnaður við brúarsmíðina er 13,5 milljónir króna og stefnt er að því að Ijúka henni í október eða nóveraber næstkomandi. Nýr togari Útgerðarfélags Akureyringa: Japanir með lægsta tilboðið, 126 millj. Slippstöðin á Akureyri næst lægst með 151 milljón ÚTGERÐARFÉLAGI Akureyringa hafa nú borizt tilboð í smíði nýs skuttogara af minni gerðinni eða 57 metra löngum. Tilboð bárust frá 20 skipasmíðastöðvum innlendum og erlendum og lægsta tilboðið upp á 126 milljónir króna barst frá Japan en næstlægsta tilboðið, upp á 151 milljón var frá Slippstöðinni á Akur- eyri. Útgerðarfélagið sendi útboðs- gögn til 20 skipasmíðastöðva í Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra um bókmenntaverðlaunin: Japan, Noregi, Danmörku, Irlandi, Bretlandi, Portúgal og Spáni auk Slippstöðvarinnar og Stálvíkur í Garðabæ. Tilboð bárust frá öllum aðiljunum og var tilboð Stálvíkur hið sjötta lægsta eða upp á 159 milljónir. Tilboðið frá Japan er í yenum en Slippstöðinni í vestur- þýzkum mörkum og miðast upp- hæðir í íslenzkum krónum við gengi hinn 30. júní. Sjóðurinn, stjórn og starf- semi eru löggjafaratriði „VISSIILEGA er hér um menningarmál að ræða sem heyrir undir mennta- málaráðuneytið. Samkvæmt stjórnarskrá okkar öðlast engin stjórnarathöfn forseta gildi nema ráðherra taki á henni ábyrgð. Starfsvenjur hafa verið þær og taldar sjálfsagðar að yfirlýsingar forseta um aðgerðir af hálfu ríkisins í tilteknum málaflokkum séu á ábyrgð og með vitund og vilja viðkomandi ráðherra. Ég heyrði fyrst um þetta efni þegar ég kom heim úr vinnu minni kvöldið sem frétt varðandi sjóðinn var lesin í útvarpinu og hafði þá unnið að því allan daginn og meirihluta sólarhrings næstu daga á undan að ráða fram úr vanda sem skapast hér í ráðuneytinu vegna mikils fjárskorts á ýmsum sviðum mennta- og menningarmála," sagði Ragnhildur Helgadóttir, mennta- málaráðherra, er Mbl. spurðist fyrir um afstöðu hennar til bókmenntaverð- launa forseta íslands og hvort hún muni flytja það inn á Alþingi. Ragnhildur var vegna máls þessa boðuð til fundar forseta Islands í gær. Ragnhildur sagði að fjárhags- staða ráðuneytisins hefði vægast sagt verið hörmuleg er hún tók við embætti, greiðslur vegna nokk- urra liða hefðu verið stöðvaðar og ekki hefði verið hægt að borga ýmsa reikninga frá í marzmánuði svo fátt eitt væri nefnt. Hún sagði síðan: „Við þessar aðstæður hlýtur hverjum manni að vera það skilj- anlegt að menntamálaráðherra bregður í brún að heyra það í út- varpsfréttum að verulegri fúlgu af ríkisfé muni varið til menningar- mála utan ráðuneytisins. Vissu- lega væri mikils virði að fá slíka fúlgu til þess að verja til ýmissa nauðsynlegra menningarmála sem ráðuneytinu ber að styðja. Ég mun láta vinna að því í ráðu- neytinu að undirbúa löggjöf um þetta atriði, því hér er ekki um sjóð að ræða sem nægir að hafa um skipulagsskrá eða reglugerð. Þetta er sjóður sem á alfarið að vera fólginn í fjárveitingum ríkis- ins sem ekki hafa ennþá verið samþykktar og eiga að vera til framtíðarinnar. Um sjóðinn, verk- efni hans og fyrirkomulag verður að vera löggjöf. 1 þriðja lagi þarf löggjöf um skattfrelsið og í fjórða iagi þarf samþykki Alþingis fyrir fjárveitingunni. Það sem ræður úrslitum um öll þessi atriði er vilji Alþingis. Túlkun fjölmiðla hefur að sögn forseta verið fulldjörf á þessu máli eins og komið hefur fram í fréttatilkynningu frá embætti for- seta. Þar kemur fram að þetta hafi fyrst og fremst verið ósk og viljayfirlýsing forseta, enda er forseta ljóst að það hefur ekki ennþá verið stofnaður neinn sjóð- ur eða stjórnarathöfn farið fram svo gild sé. Forseti ræddi við mig í dag m.a. um hvernig unnt yrði að standa að þessu máli þegar á þing kæmi. Að sjálfsögðu hlýt ég vegna embættis míns að athuga þetta mál en óneitanlega hlýtur það að taka mið af fjárhagsstöðu ráðu- neytisins og ýmissa mennta- og menningarmála á verksviði þess. Þá er því ekki að leyna að ég hef ekki athugað til fulls hvernig þetta mál, sem er ágætt á margan veg, kemur inn í röð ýmissa að- kallandi menningarmála. Það er heldur ekki þar með sagt að málið verði nákvæmlega í þvi formi sem forsetinn leggur til, þó vissulega yrði það byggt á tillögum hennar. Það er til dæmis ekki á verk- eða valdsviði forseta að ákveða hvern- ig stjórn slíks sjóðs yrði saman- sett. Það er löggjafaratriði. Ragnhildur sagði í lokin: „Ég hef haft hljótt um þetta mál fram að þessu, en ég sá á því ýmsa formgalla sem ég tel að skipti miklu vegna þess að þær reglur og lög sem hér um gilda skipta miklu fyrir allt öryggi í stjórn landsins. Hins vegar efast ég ekki um góðan og jákvæðan hug forseta Islands. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu stjórnarmenn Út- gerðarfélagsins vera mjög ánægð- ir með tilboð Slippstöðvarinnar og telja þeir sig ekku mundu hafa náð jafnhagstæðu tilboði eftir öðrum leiðum. Með þessu er Út- gerðarfélagið að kanna möguleika á því að fá skip í stað Sólbaks, sem lagt hefur verið fyrir allnokkru. Telja þeir sig eiga á því fullan rétt, en enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um smíði, en hennar er að vænta um miðjan þennan mán- uð. Arnarflug á Sandskeiði Loka varð Reykjavíkurflug- velli í gærkvöldi og nótt vegna veikindaforfalla flugumferð- arstjóra, sem eiga í kjara- deilu, og af þeim sökum urðu flugvélar Flugleiða að snúa til Keflavíkurflugvallar og einnig flugvélar Arnarflugs en ein vél Arnarflugs lenti á flug- brautinni við Sandskeið. Sjá frétt á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.