Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Um 5% markaðshlutdeild á Islandi 1982 heimsmet Umsjón: Sighvatur Blöndahl Pepsi-áskorun: Vildum reyna nýjar kynningaraðferðir — segir Ragnar Birgisson, forstjóri Sanitas „l*AÐ má segja, að svokölluð „Pepsi áskorun" hafl fyrst komið fram í Bandaríkj- unum árið 1976, en hún er í því fólgin, að við bjóðum fólki að bragða á okkar framleiðslu, þe. Pepsi Cola og síðan ('oka Cola, án þess að fólk viti fyrirfram hvort glasið er með hvorum drykk. Síðan er það spurt hvorn drykkinn það kann betur við,“ sagði Ragnar Birgisson, forstjóri Sanitas, í samtali viö Mbl., en fyrirtækið var með svokallaða „Pepsi-áskorun" í tveimur stórverzlunum í síðustu viku. „Pepsi-menn voru þeirrar skoðun- ar, að rétt væri að færa baráttuna um viðskiptin út úr hinum hefð- bundnu auglýsingum að einhverju marki og því var þessi leið valin. Hún hefur gefizt mjög vel, bæði í Bandaríkjunum og síðan í Evrópu nú í seinni tíð,“ sagði Ragnar ennfrem- ur. „Það sem af er hafa 322 aðilar tek- ið þátt í þessari keppni okkar og niðurstaðan úr henni er sú, að 182 sögðu Coka Cola vera betra, en 140 töldu Pepsi betra. 12 aðilar gerðu engan greinarmun á tegundum. Niðurstaðan úr þessu er því, að tæp- lega 44% völdu Pepsi, sem við erum mjög ánægðir með. Otkoman í Bandaríkjunum og Evrópu hefur verið sú, að í Bandaríkjunum völdu 58% Pepsi og 42% Coka Cola,“ sagði Ragnar. Ragnar Birgisson sagði að Sanitas myndi halda áfram með þessa keppni og væri stefnt að því, að fá a.m.k. 3000 þátttakendur. „Þannig fáum við mjög marktækar niður- stöður," sagði Ragnar Birgisson, for- stjóri Sanitas. Verðbólga vaxandi að nýju f Finnlandi VKRÐBÓLGA hefur á síðustu mánuð- um vaxið nokkuð í Finnlandi, eftir að hún hafði verið á undanhaldi um tals- vert langt skeið, samkvæmt upplýsing- um finnsku hagstofunnar. Verðbólguhraðinn í maímánuði síðastliðinn var um 8,3%, en hann hafði verið um 8% í apríl. Talsmaður finnsku hagstofunnar sagði verð- bólguhraðann vera töluvert fyrir ofan meðaltalið í ríkjum OECD. Hann sagði ennfremur, að Finnar væru farnir að nálgast nágranna- þjóðir sínar, Svía og Norðmenn, töluvert mikið, en verðbólguhraðinn var nánast sá sami í Finnlandi og Svíþjóð í maímánuði, en það hafði munað 0,3% Finnum í hag í apríl- mánuði. Þá er verðbólga enn meiri í Noregi, þótt verulega hafi dregið saman. Talsmaður finnska fjármálaráðu- neytisins sagði aðspurður um verð- bólguna, að væntanlega yrði hún komin í um 9% í iok ársins og bætt tíð væri ekki í augsýn. Það væri í fyrsta lagi undir lok ársins 1984, sem væntan mætti lækkunar á verðbólgu að einhverju marki. Verulega batnandi greiðslujöfnudur í Noregi janúar-marz Greiðslujöfnuður Norðmanna var jákvæður um 485 milljónir dollara á 1. ársfjórðungi ársins, en til samanburðar var hann jákvæður um 377 milljónir dollara á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum norsku hagstofunnar. Vöruskiptajöfnuður Norðmanna á 1. ársfjórðungi var jákvæður um 1.110 milljónir dollara, en var til samanburðar jákvæður um 895 milljónir dollara á sama tíma í fyrra. Talsmaður hagstofunnar sagði augljósa hreyfingu í betri átt í efna- hagslífi Norðmanna, sem síðan myndi væntanlega skila sér í minna atvinnuleysi, sem hefur verið tölu- vert síðustu misserin. — segir Horst Sellschopp, forstjóri Noröurlandadeildar BMW „VIÐ höfum átt mikilli velgengni að fagna á undanförnum árum og höfum alltaf verið með aukningu milli ára, þrátt fyrir tímabundinn samdrátt í bílaiðnaðinum," sagði Horst Sellschopp, forstjóri Norðurlandadeildar BMW-bílafyrirtækisins, í samtali við Mbl. „Sem dæmi um framleiðslu- aukninguna á liðnum árum get ég nefnt, að árið 1977 framleiddum við samtals 290.236 bíla, en fram- leiðsla þessa árs verður í námunda við 408.500. Hún hefur því aukizt um liðlega 40% á sjö ára tímabili, sem við erum mjög ánægðir með. Reyndar er staðan sú í dag, að BMW annar engan veginn eftir- spurn og möguleikar á fram- leiðsluaukningu eru ekki fyrir hendi, af tæknilegum ástæðum," sagði Sellschopp. Aðspurður um hvenær BMW kæmi til með að geta annað eftir- spurn sagði Sellschopp, að þess væri ekki að vænta fyrr enn eftir 2-3 ár, þegar ný verksmiðja verður komin í gagnið. „Þetta er kannski dálítið merkileg staða með hlið- sjón af því, að við erum nýbúnir að taka í notkun nýja verksmiðju, þar sem 3-línan er framleidd að mestu leyti. það er einhver full- komnasta bílaverksmiðja verald- ar.“ Sellschopp sagði aðspurður að viðtökur hinnar nýju 3-línu, sem kynnt var sl. vetur, hefðu verið framar öllum vonum, enda væri nú svo komið, að eftirspurn í hinni nýju verksmiðju væri ekki annað. „Afgreiðslufrestur á 3-línunni er almennt um 6 mánuðir, þegar eðli- legt væri að hann væri 2-3 mánuð- ir í venjulegu árferði. Hvað aðra bíla eins og 5-línuna, 6-línuna og 7-línuna áhrærir, þá er eftirspurn eftir þeim mikil, sérstaklega 5-lín- unni, sem var breytt fyrir tveimur árum. Við önnum þó þokkalega eftirspurn eftir henni.“ Sellschopp sagði aðspurður, að BMW hefði verið í 16. sæti yfir stærstu bílaframleiðendur heims á síðasta ári, en hins vegar hefði fyrirtækið verið í 5. sæti, þegar afkoman var skoðuð. „Afkoma er auðvitað það sem skiptir máli fyrir okkur." Þá kom það fram hjá Sellsch- opp, að starfsemi BMW er víða í Vestur-Þýzkalandi og Austurríki, en höfuðstöðvarnar eru í Miinch- en. „Eins og er eru verksmiðjurn- ar sex, en til stendur að reisa tvær til viðbótar á næstu árum. Eins og ég sagði áður höfum við verið með góða aukningu síðustu árin, en ef litið er lengra aftur í tímann kem- ur í ljós, að meðaltalsaukning BMW á ári síðustu 20 árin er um 7,7%, en hins vegar er meðaltals- aukningin í iðnaðinum innan við 6%.“ Aðspurður um stöðuna hér á ís- landi, sagði Sellschopp að mjög vel hefði gengið hér á síðustu tveimur árum. Markaðshlutdeild BMW hefði verið yfir 5% á síðasta ári, 1982, sem væri heimsmet. „Við höfum því ekki getað verið annað en ánægðir með stöðuna hér. Hins vegar lítur ver út með sölu hér á landi á yfirstandandi ári og á það ekki bara við um BMW heldur alla framleiðendur, eins og þarf víst ekki að skýra út fyrir íslending- um. Við munum halda áfram sömu markaðssókn hér á landi eins og undanfarin ár og gerum okkur vonir um að halda okkar hlut, þegar efnahagsástandið kemst aftur í eðlilegt horf.“ Loks var Sellschopp inntur eftir útflutningsstarfsemi BMW al- mennt. „Utflutningur hefur und- anfarin ár orðið stærri og stærri hluti í starfsemi BMW. Á síðasta ári fluttum við út 246.887 bíla, sem var um 17,2% aukning frá árinu á undan, og sem hlutfall af heildar- framleiðslunni var það um 65,4%. Útflutningur, sem hlutfall af heildarframleiðslu, var á árinu 1977 um 50,4%, þannig að við höf- um stöðugt verið að auka hlut út- flutningsins og stefnum reyndar að því að auka hann enn frekar í framtíðinni," sagði Horst Sellsch- opp að síðustu. Ljósmynd Mbl. Emilía. Horst Sellschopp, forstjóri Norðurlandadeildar BMW, til hægri ásamt Ólafi Kristinssyni, framkvæmdastjóra Kristins Guðnasonar hf., umboðsaðila BMW hér á landi. Vélin hefur umtalsverða yfirburði yfir þá eldri — segir Fróði Björnsson um hina nýju Apple Ile-tölvu „NÝJA vélin hefur umtalsverða yfirburði fram yfir þá gömlu, sem koma m.a. fram í auknum möguleikum og meiri tækni,“ sagði Fróði Björnsson, deildar- stjóri tölvudeildar Radíóbúðarinnar, í samtali við Mbl., Þegar hann var spurður um hina nýju Apple Ile-tölvu, sem kom hér á markaðinn fyrr á árinu. „Vélin kemur með nýtt lykla- borð, sem er fyllilega samkvæmt íslenzkum staðli og er þar í raun- inni um algera byltingu að ræða, ekki sízt í sambandi við alla rit- vinnslu, sem hefur farið mjög vax- andi hér á landi síðustu misserin. Lyklaborðið gerir vélina mjög heppilega fyrir kennslu í skólum, en tölvukennsla þar hefur auðvit- að farið gífurlega vaxandi í seinni tíð,“ sagði Fróði. . Þá kom fram hjá Fróða, að Apple Ile er með innbyggðum lit, sem myndi koma sér vel fyrir marga aðila, sérstaklega þá sem vinna mikið með línurit. „Þá kem- ur liturinn sér vel fyrir þá sem skrifa kennsluforrit í forritun- armálinu Pilot, eins og t.d. þegar verið er að draga upp landakort, eða útbúa jarðlagakort og margt fleira í þeim dúr, auk þess sem við höfum fengið tvo nýja viðskipta- mannahópa í seinni tíð með til- komu vélarinnar, en það eru lækn- ar og verkfræðingar," sagði Fróði. Apple Ile er 64 K að stærð og stækkanleg upp í 128 K, en eldri Apple II vélin var 48 K og stækk- anleg upp í 64 K. Fróði sagði að til væru um 16.000 forrit fyrir vélina, þ.e. öll eldri forrit, en um þessar mundir væri verið að skrifa sér- stök forrit fyrir nýju vélina, sem nýta sér þessa minnisaukningu. „Þetta gerir mönnum kleift að vera með mun stærri forrit en áð- ur og því gætu stofnanir og fyrir- tæki, sem áður gerðu áætlanir í Visicalk notað mun stærri módel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.