Morgunblaðið - 09.07.1983, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.07.1983, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983 STEFÁN FRIÐBJARNARSON AFINNLENDUM VETTVANGI Verður Blönduorku breytt í út- flutningsverðmæti — nyrðra? Vant er 3000 til 4000 nýrra starfa á Norðurlandi 1980—1990 Fjórðungsþing Norðlendinga 1982, sem fjallaði einkum um atvinnu- og búsetuþróun í landsfjórðungnum, taldi þörf á 4000 nýjum ársstörfum á Norðurlandi á þessum áratug: 3000 störf þurfa að koma til vegna eðlilegrar aukn- ingar á vinnumarkaði, 1000 störf til viðbótar þurfa að verða til í úrvinnslu- og þjónustugreinum vegna fyrir- sjáanlegrar fækkunar í frumvinnslu (landbúnaði og fisk- veiðum). Efst á meðfylgjandi skýringarmynd er sýnd spá FSN um þróun heildar- ársverka á Norðurlandi fram til 1990. Síðan er sýnd þróun, samkvsmt sömu spá, í frumvinnslu-, úrvinnslu- og þjónustugreinum. Loks er sýnt hlutfall einstakra atvinnugreina í heildarársverkum (mannafla) á Norður- landi, annarsvegar 1980 og hinsvegar samkvsmt spá 1990. Skýringarmynd þessi er byggð á tölulegum upplýsingum í „Fréttabréfi Fjórðungssambands Norðlendinga“ (3. tbl. 1983). Spáin fram til 1985 er byggð á þeirri þróun sem orðið hefur 1970—1975 og 1975—1980 og síðara tímabilið látið vega helmingi þyngra en hið fyrra. Á sama hátt er spáð fyrir um þróunina frá 1985 til 1990, þ.e. tímabilið 1980—1985 er látið vega helmingi þyngra en 1975—1980. Það sem vekur einkum athygli er að spáð er fskkun í frumvinnslu- greinum sem svarar 1023 ársstörfum á líðandi áratug, þ.e. fskkun um rúmlega 100 störf að meðaltali á ári; sem og að þörf er fyrir 4000 ný ársstörf á Norðurlandi 1980—1990. Bakslag í búsetu- þróun Norðurlands Enginn vafi leikur á því að samhengi er á milli atvinnu- framboðs og búsetuþróunar í einstökum landshlutum. Árið 1981 kom bakslag í búsetuþróun Norðurlands. Það ár var íbúa- fjölgun Norðurlands helmingi minni en meðaltalsfjölgun í landinu. Viðbrögð Fjórðungssam- bands Norðlendinga vóru tvenns konar: ^ • Það ákvað að Fjórðungs- þing 1982 fjallaði að meginefni um atvinnuþróun á Norður- landi; hvern veg snúa mætti vörn í sókn þann veg að fjórð- ungurinn héldi í við aðra lands- hluta um vinnuframboð, at- vinnutekjur og íbúafjölgun. • Sett var á fót sérstök nefnd, skipuð stjórn FSN og fulltrúum vinnumarkaðar, til úttektar og tillögugerðar. Athugun leiddi í ljós, sem raunar var fyrir vitað, að fram- boð atvinnu í fjórðugnum er einhæft. Þar reyndist, svo af- gerandi dæmi sé tekið, aðeins eitt og hálft starf í þjónustu á móti hverju einu í frumvinnslu, en sambærilegt hlutfall á höf- uðborgarsvæðinu er tuttugu og þrjú störf í þjónustu á móti hverju einu í frumvinnslu. Tækniþróun hafði, þar sem annarsstaðar, leitt til vaxandi framleiðni í búvöru og fisk- iðnaði með minnkandi mann- afla. Samdráttur í fiskveiðum og mettaður búvörumarkaður þrengdu enn svigrúmið. •Þessi nefnd sveitarstjórn- armanna og fulltrúa úr atvinnugreinum nyrðra lagði stefnumótandi ályktun fyrir fjórðungsþingið, sem samþykkt var, og nánar verður vikið að síðar í þessari grein. Staðreyndir sem taka verður tillit til 1 úttekt FSN, sem að mestu leyti var unnin af Halldóri Helgasyni og byggð á margvís- legum fyrirliggjandi gögnum og framreikningi, koma m.a. fram eftirtalin efnisatriði: A) Mannfjölgun á Norður- landi frá desemberbyrjun 1980 til jafnlengdar 1981 var aðeins 0,77%, en 1,21% á landinu í heild og 1,54% á höfuðborgar- svæðinu. B) Gert er ráð fyrir að mannfjölgun á Norðurlandi 1980—1990 verði hlutfallslega undir meðaltali. Spáð er fjölgun úr 36.330 manns 1980 í 39.440 1990. Hinsvegar virðist fjölgun fólks á starfsaldri ætla að verða hlutfallslega meiri en á höfuð- borgarsvæðinu. C) Fyrirsjáanlegur er sam- dráttur í frumvinnslugreinum, landbúnaði og fiskveiðum, sem eru komnar að mörkum fram- leiðslugetunnar; auk þess sem framleiðniaukning vegna tækniþróunar mun skila sér í færra starfsfólki. Spá, sem taka verður með varúð, nefnir fækk- un um rúmlega þúsund ársstörf. D) f úrvinnslugreinum (fisk- iðnaður, úrvinnsla búvöru, al- mennur iðnaður og byggingar- starfsemi) er gert ráð fyrir 1320 nýjum ársstörfum á tímabilinu. E) Spáð er hækkuðu hlutfalli þjónustustarfa (úr 36,8% í 45,1%), þar af 1100 nýjum störfum í verzlun og viðskiptum en 1400 í annarri þjónustu, en þar er opinber þjónusta fyrir- ferðarmest. (Hlutdeild þjónustu í heildarstörfum á höfuðborg- arsvæðinu var 66,5% 1980.) F) Á heildina litið er þörf fyrir rúmlega 4000 ný störf norðanlands 1980—1990, rúm- lega 1300 í úrvinnslu og tæplega 2700 í þjónustu. Norðurland eystra mun þurfa að mæta 75% þessarar aukningar, Norður- land vestra 25%. Hafa verður í huga að störf í þjónustu koma í kjölfar annarr- ar atvinnustarfsemi og ráðast af henni, sem og að verðmæta- sköpun framleiðslugreina ber uppi lífskjör í landinu, hvort heldur er á vettvangi einka- neyzlu eða samneyzlu; hvort heldur sem lífskjörin eru greidd af ráðstöfunarfé fólks og fyrir- tækja eða skattgreiðslum sömu aðila. Ályktun Fjórð- ungssambands Norðlendinga Ályktun þings FSN, sem fyrr er vikið að, vitnar til þess „að röskun hefur orðið í búsetu- og atvinnuþróun... og leggur áherzlu á eftirfarandi atriði: 1) Atvinnurekstrinum verði tryggður starfsgrundvöllur til arðbærs rekstrar og til að tryggja viðunandi launakjör. 2) Þingið leggur áherzlu á, að orkuiðnaður og annar stærri iðnaður verði einn af undir- stöðuatvinnuvegum og þeir möguleikar sem fyrir hendi eru verði nýttir eftir því sem kostur er. 3) í ljósi þess að framleiðslu- og þjónustuiðnaður verður að taka við meira vinnuafli nú á næstu árum en gerst hefur und- anfarin ár, bendir þingið á nauðsyn þess að iðnaði verði sköpuð sambærileg starfsskil- yrði við aðra atvinnuvegi, svo sem landbúnað og sjávarútveg. 4) Þjónustustarfsemi á Norð- urlandi verði efld sérstaklega þannig að þau margfeldniáhrif, sem undirstöðuatvinnuvegirnir hafa, komi fram í fjórðungnum. 5) Sérstök áherzla verði lögð á að efla byggingarstarfsemi og verktakastarfsemi með það fyrir augum að norðlenzkir verktakar verði færir um að sinna stórum verkefnum og fyrir hendi verði nægilegt fram- boð húsnæðis. 6) Staðið sé á verði um upp- byggingu og eflingu fram- leiðslugreina í sjávarútvegi og landbúnaði og gerðar ráðstaf- anir til að bregðast við sam- drætti vegna aflaröskunar og takmarkana í búvörufram- leiðslu." Byggðajafnvægi — atvinnuöryggi — lífskjör Það kemur ekki á óvart, enda rökrétt mat á viðblasandi stað- reyndum, hver vóru meginatriði í stefnumótandi ályktun norð- lenzkra sveitarstjórnarmanna (þings FSN), þegar þeir horfa til framtíðar: 1) „að tryggja starfsgrundvöll til arðbærs rekstrar", 2) að „orkuiðnaður og annar stærri iðnaður verði einn af undirstöðuatvinnuvegum". Þetta eru kjarnaatriði þess að tryggja framtíðaratvinnuör- yggi, viðunandi lífskjör og efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Engu að síður er rangt að loka augum fyrir þeim hættum, sem verða á vegi í orkuiðnaði. Framsýni og fyrirhyggja eiga að vera vegvísar okkar á þeirri braut. Við þurfum á þessum vettvangi sem öðrum að lifa í sátt við land okkar og umhverfiv Við megum ekki stuðla að meiriháttar byggðaröskun. Við eigum jafnframt að treysta hefðbundna atvinnuvegi. Og við skulum huga að öðrum glæstum möguleikum, sem fyrir hendi eru, s.s. í fiskeldi. En við eigum hvorki að hræðast nýjungar né framvindu í þjóðlífi okkar. Á morgni þessarar aldar bjuggu 80% þjóðarinnar í sveit- um, 20% í þéttbýli. Nú búa 85% landsmanna í kaupstöðum og þorpum. Þetta er gífurleg breyting, sem kom í kjölfar byltingar í atvinnuháttum. ís- lenzk arfleifð, tunga, menning og þjóðarvitund stóðu þessa breytingu af sér. Standa jafnvel sterkari eftir en áður. Fullveldi, lýðveldi og landhelgi vóru hlut- ar af þessari framvindu. Og ekki þarf að eyða orðum að bættum aðbúnaði: menntun- arskilyrðum, vinnuaðstöðu, húsakosti, fæði, heilsugæzlu o.s.frv., sem allt byggir kostnað- arlega á verðmætasköpun er breytingarnar og tæknin færðu með sér. Gunnar Ragnars, forstjóri og bæjarfulltrúi á Akureyri, flutti erindi á fjórðungsþingi um orkuiðnað. Hann lagði áherzlu á nokkur atriði, efnislega á þessa leið: • Tæknin hefur leitt til meiri framleiðni með minni mannafla í hefðbundnum atvinnuvegum okkar. Við erum þegar komin að nýtingarmörkum þeirra. • Þjóðin þarf að stórauka ið- naðarframleiðslu sína til að mæta atvinnuþörfum og lífs- kjarakröfum vaxandi þjóðar. • Við eigum hiklaust að nýta vatns- og hitaorku í verulega ríkari mæli en nú er gert og breyta henni í iðnaðar- og út- flutningsvöru. Álitlegast er að flytja orkuna út í formi áls. „Mín skoðun er sú, að við eig- um fyrst og fremst að einbeita okkur að því að byggja upp orkuverin og eiga þau að öllu leyti." Gunnar lagði minna upp úr eignar- og áhættuaðild að orkuiðnaðarfyrirtækjum, sem meta yrði í hverju tilfelli. • Við skulum heldur ekki hika við að leita samvinnu við erlenda aðila, sem ráða fjár- magni, þekkingu, tækni og mörkuðum. Minnumst þess að íslenzkur nútíma sjávarútvegur var í upphafi byggður upp með erlendu lánsfé. óþarfi er að tína til fleiri efn- ispunkta úr máli Gunnars Ragnars, bæjarfulltrúa á Akur- eyri. Boðskapur hans var rétt- vísandi. Ályktun FSN, sem fyrr er vitnað til, sýnir og, að norð- lenzkir sveitarstjórnarmenn hafa ekki tapað áttum þegar horft er til framtíðar. Þeir gera sér ljóst, að Blönduvirkjun hef- ur ekki aðeins þýðingu fyrir landshlutann meðan reist er, heldur einnig til frambúðar, ef Norðlendingar bera gæfu til að breyta orku frá henni í útflutn- ingsvöru — á heimavettvangi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.