Morgunblaðið - 09.07.1983, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983
Minning:
Helgi Sigurðsson
frá Heggsstöðum
Faeddur 23. desember 1893
Dáinn 2. júlí 1983
Helgi Sigurðsson frá Heggs-
stöðum var fæddur 23. desember
1893 að Refsstöðum í Hálsasveit.
Foreldrar hans voru hjónin Guð-
rún Pálsdóttir og Sigurður Helga-
son, bóndi þar. Móðir Helga dó frá
þremur sonum sínum er hann var
þriggja ára. Innan fárra ára flutt-
ist hann með föður sínum, síðari
konu hans og bræðrum sínum að
Hömrum í Reykhotsdal og ólst þar
upp eftir það. Árið 1922 giftist
hann Ástríði Halldórsdóttur frá
Kjalvararstöðum. Bjuggu þau á
Hömrum til ársins 1926 er þau
fluttu að Kletti í Reykoltsdal og
þaðan að Heggsstöðum í Anda-
kílshreppi árið 1931, þar sem þau
bjuggu til ársins 1956. Eftir það
áttu þau heima í Kópavogi og
Reykjavík til ársins 1971 og dvöld-
ust síðan á Dvalarheimili aldraðra
í Borgarnesi til æviloka, en Helgi
andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 2.
júlí sl. eftir fárra daga legu.
Eftir að þau fluttu frá Heggs-
stöðum bjó sonur þeirra, Kristóf-
er, þar ásamt fjölskyldu sinni
meðan honum entist heilsa, en það
var sorglega stuttur tími, því að
hann andaðist löngu fyrir aldur
fram árið 1959. Má geta nærri
hvílikt áfall það hefur verið fyrir
fjölskyldu hans og foreldra að sjá
á bak svo efnilegum ungum
manni, þegar hann hafði svo að
segja nýtekið við jörðinni sem þau
höfðu lagt svo mikla rækt við.
Ástríður andaðist árið 1981 eftir
langa vanheilsu. f febrúar sl. varð
Helgi svo að sjá á bak elsta barni
sínu, Guðrúnu, eftir erfiða sjúk-
dómslegu. Guðrún var öllum
harmdauði er hana þekktu, en
eðlilega mestur eiginmanni, börn-
um og öldruðum föður. Þessi áföll
bar Helgi með sömu rósemýini og
sama jafnaðargeðinu og ávallt
hefur einkennt hann. Eftir lifa tvö
af börnum þeirra hjóna, Guðný,
kennari í Reykjavík og Sigurður,
deildarstjóri í menntamálaráðu-
neytinu.
Heimili Ástu og Helga á Heggs-
stöðum hafði orð á sér íyrir
snyrtimennsku og menningarbrag
og bar húsbændum sínum fagurt
vitni. Þar var ekki spurt: „Hvað
getur samfélagið gert fyrir mig?“
Hins vegar hygg ég að fjölskyldan
hafi oft spurt sjálfa sig: „Hvað get
ég gert fyrir samfélagið?" Sér-
staklega er mér kunnugt um þann
félagsanda sem Heggsstaðafjöl-
skyldan sýndi í störfum sínum
fyrir Ungmennafélagið íslending
og Kvenfélagið 19. júní.
Helgi var þakklátur fyrir hið
góða atlæti sem þau hjón nutu á
Dvalarheimili aldraðra í Borgar-
nesi, ekki síst fyrir þá aðstöðu sem
hann fékk til að stunda smíðar og
aðra handavinnu. Hann var hand-
laginn og smekkvís og gerði síð-
ustu árin marga fagra og þjóðlega
muni sem prýða fjölda heimila.
Hann var þakklátur fyrir að fá að
velja sér herbergi á hæðinni, sem
hefur nýlega verið tekin í notkun,
þaðan sem hann sá heim í sveitina
sína og sömu fjöllin og hann sá frá
Heggsstöðum.
Eg er þakklát fyrir að hafa
kynnst Helga, frænda mínum,
þótt ekki væri fyrr en á efri árum
hans. Ég mun geyma minninguna
um viðmót hans sem minnti mig
mjög á viðmót forfeðra minna er
honum voru náskyldir. Ég minnist
hógværðar hans, jafnaðargeðsins í
meðlæti og mótlæti, tillitsseminn-
ar við aðra en sjálfan sig, vinnu-
seminnar, áhuga hans á að hjálpa
öðrum og gleðja aðra, einkum þá
sem minna máttu sín, fegurðar-
innar í brosi hans, friðarins sem
fylgdi honum og ég efast ekki um
að fylgi honum út yfir gröf og
dauða.
Blessuð sé minning Helga frá
Heggsstöðum.
Gyda Bergþórsdóttir.
í dag verður lagður til hinstu
hvíldar í Borgarnesi Helgi Sig-
urðsson frá Heggsstöðum sem
andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 2.
júlí sl.
Helgi fæddist á Refsstöðum í
Hálsasveit, sonur Sigurðar Helga-
sonar bónda þar og konu hans
Guðrúnar Pálsdóttur frá Fljóts-
tungu. Helgi fluttist með foreldr-
um sínum að Hömrum í Reyk-
holtsdal og þar hóf hann búskap á
hálfri jörðinni 1921 ásamt systur
minni, Ástríði Guðrúnu Hall-
dórsdóttur frá Kjalvararstöðum,
en þau giftust 13. maí 1922. Á
Hömrum bjuggu þau Ástríður og
Helgi í fimm ár og önnur fimm á
Kletti í Reykholtsdal, en 1931
keyptu þau Heggsstaði í Andakíl
og bjuggu þar snotru og góðu búi
til 1956. Þá brugðu þau búi, aðal-
lega af heilsufarsástæðum og
búskaparþreytu, en þau voru alla
tíð harðdugleg og ósérhlífin. Þá
fluttu þau í Kópavog þar sem þau
áttu heima til 1962. Þar vann
Helgi almenna verkamannavinnu.
Eftir það fluttu þau til Reykjavík-
ur þar sem Helgi vann hjá Jöklum
hf.
Árið 1971 fluttust þau Ástríður
og Helgi á Dvalarheimili aldraðra
i Borgarnesi þar sem þau áttu
heimili til dauðadags, en Ástríður
andaðist 30. maí 1981.
Ástríður og Helgi eignuðust
fjögur börn. Þau voru þessi: Guð-
rún, f. 14. september 1922, gift Sig-
urði Tómassyni bifreiðarstjóra í
Kópavogi. Hún andaðist 25. febrú-
ar sl. rúmlega sextug. Guðný, f. 16.
ágúst 1924, gift Gunnari Gissur-
arsyni prentara og verkstjóra hjá
Kassagerð Reykjavíkur. Kristófer,
f. 18. janúar 1926, giftur Ásdísi
Guðlaugsdóttur. Þau bjuggu í
Fossatúni í Bæjarsveit og síðar á
Heggsstöðum. Kristófer andaðist
4. apríl 1959, tæplega 34 ára að
aldri. Þannig hefur dauðinn sótt
fast að þessari fjölskyldu þar sem
helmingur systkinanna er fallinn
frá fyrir aldur fram. Yngstur
barna þeirra Ástríðar og Helga er
Sigurður Helgason, f. 2. mars
1930, deildarstjóri í menntamála-
ráðuneytinu en áður kennari og
skólastjóri í Stykkishólmi og
Laugagerðisskóla í Hnappadals-
svslu. Kona hans var Ólöf Lára
Ágústsdóttir. Þau skildu.
Ég á margar góðar minningar
frá samvistum mínum við Helga
og Ástríði og fjölskyldu þeirra
sem ég hef alla tíð haft náið sam-
band við. Ég var ekki nema 6 ára
þegar þau hófu búskap á Hömrum
og þangað þótti mér gott að koma
Runólfur Runólfsson fyrrver-
andi vélstjóri og skipstjóri í Vest-
mannaeyjum, lengstaf búsettur í
Bræðratungu, og síðustu árin á
Dverghamri 1 þar í bænum, and-
aðist 4. júní sl. á 84. aldursári, og
var jarðaður frá Landakirkju 11.
sama mánaðar.
Runólfur var fæddur á Haust-
húsum á Stokkseyri 12. desember
1899. Foreldrar hans voru hjónin
Runólfur Jónasson frá Magnús-
fjósum í Kaldaðarneshverfi í
Sandvíkurhreppi, Hannessonar
bónda í Ranakoti efra í Stokkseyr-
arhverfi, Runólfssonar bónda í
Bitru, Þorsteinssonar, og Sólrún
Guðmundsdóttir, Árnasonar á
Þinghól í Hvolhreppi.
Árið 1920 fluttist Runólfur frá
Stokkseyri með foreldrum sínum
til Vestmannaeyja, en áður hafði
hann verið sjómaður vertíðirnar
1918 og 1919 á vélbátnum Krist-
björgu með mági sínum Þórarni
Guðmundssyni formanni á Jaðri
og var vélstjóri á bátnum seinni
vertíðina. 1921 var Runólfur á
vélbátnum Njáli, en honum stýrði
þá Bryngeir Torfason frá Stokks-
eyri. En 1923 hóf hann sjó-
mennsku á happaskipinu Halkíon.
Var formaður Stefán Guðlaugsson
í Gerði, kunnur og farsæll Eyja-
sjómaður. Gerðist Runólfur strax
meðeigandi í Halkíon og var alltaf
vélstjóri á honum og skipstjóri um
skeið í forföllum Stefáns, sem var
í nokkur ár heilsubilaður. Á sumr-
in var hann alllengi vélstjóri á
dýpkunarskipi í Vestmannaeyja-
höfn. Sjómennskunni hætti Run-
ólfur eftir 32 ára veru á Halkíon
1955 og gerðist vélstjóri í Vinnslu-
stöð Vestmannaeyja, og hélt því
starfi fram yfir áttrætt.
Fljótlega eftir komuna til Vest-
mannaeyja reisti Runólfur í félagi
við föður sinn og Sigmund bróður
sinn húsið Bræðratungu við
Heimagötu, og við þann stað var
hann jafnan kenndur, enda bjó
hann þar þangað til eldgosið 1973
spjó hraunflóði yfir það.
Hinn 11. október 1924 kvæntist
Runólfur glæsilegri stúlku, Unni
Þorsteinsdóttur frá Laufási í Eyj-
og vildi vera sem lengst. Sem
dæmi um það minnist ég þess að
eitt sinn faldi ég húfuna mína svo
að brottför minni yrði frestað. Það
bragð mistókst nú reyndar því að
húfuskömmin fannst og ég hélt
heim samkvæmt áætlun. Síðar fór
ég oft í heimsókn að Kletti og
Heggsstöðum. Á Heggsstöðum var
ég og eitt sinn kaupamaður í mán-
uð þegar ég var um tvítugt og lenti
þá í því ævintýri að heyja á flæði-
engjum, en Heggsstaðir áttu þá
um 100 hesta flæðiengjastykki
skammt frá Bárustöðum. Þar var
legið við í tjaldi meðan heyjað var.
Síðan var heyið flutt heim á
baggahestum á einum degi. Hver
ferð tók þrjár klukkustundir og
voru nær 20 hestar í lestinni og
hafði Helgi að nokkru safnað þeim
saman hjá nágrönnunum. Helgi
fór á milli en við Ásta bundum.
um. Voru foreldrar hennar hinn
kunni formaður, útgerðarmaður
og rithöfundur Þorsteinn Jónsson
í Laufási og kona hans Elínborg
Gísladóttir verslunarstjóra Eng-
ilbertssonar. Þóttu þessi ungu
hjón vel samvalin sakir glæsi-
mennsku og myndarskapar. Var
heimili þeirra jafnan í fremstu
röð. Eftir 23 ára sambúð við konu
sína varð Runólfur að þola þá
þungu raun að missa hana frá
hinu stóra heimili, en þeim hjón-
um varð sjö barna auðið. Voru
þrjú eða fjögur ófermd þegar móð-
ir þeirra dó 16. mars 1947. Eftir
lát konu sinnar hélt Runólfur um
nokkurra ára skeið heimili með
börnum sínum og hafði ráðskonu,
en þegar þau voru farin úr föður-
húsum varð hann einbúi og hafði
þá nokkurn stuðning frá Jóni syni
sínum og konu hans, sem bjuggu í
næsta nágrenni.
Þegar húsið Bræðratunga var
horfið undir hraun og hið mynd-
arlega og gamalgróna heimili þar
með þá sýndi Runólfur slíkt ein-
dæma þrek og kjark kominn á átt-
ræðisaldur, að hann réðst í að
byggja nýtt hús og endurreisa
heimili sitt. Kom hann upp vönd-
uðu einbýlishúsi að Dverghamri 1,
og þar bjó hann einn síðasta ára-
tug ævinnar. Heilsa Runólfs var
góð alla tíð, að öðru leyti en því, að
nokkur seinustu árin bjó hann við
mjög skerta sjón, en hann lét það
ekki á sig fá. Hélt hann glaðri
lund og fullum kjarki, og var að
mestu sjálfum sér nógur til hinstu
stundar.
Eins og áður er getið voru börn
þeirra hjóna sjö. Eru þau öll á lífi
og hið mesta manndómsfólk. Öll
eru þau systkin gift, hafa eignast
börn og stofnað góð heimili.
Systkinin eru þessi í réttri ald-
ursröð: Jón vélsmiður, starfar við
Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi,
kvæntur Ágústu Björnsdóttur frá
Pétursborg í Vestmannaeyjum.
Sigrún húsfrú á Selfossi, gift
Ágústi Jóhannssyni frá Teigi í
Fljótshlíð. Þorsteinn trésmiður í
Hafnarfirði, kvæntur Dóru Ing-
ólfsdóttur úr Kópavogi. Ragnar
+
Þökkum innilega samúö og hlýhug vlö andlát og útför fööur okkar
og tengdafööur,
BJÖRNS J. ANDRÉSSONAR.
Edda Björnsdóttir, Stefán Hallgrímaaon,
Bragi Björnsson, Soffia Anna Jónsdóttir.
Maöurinn minn,
GUÐMUNDUR JÓNSSON,
framkvasmdastjóri,
Svöluhrauni 3, Hafnarfiröi,
andaöist fimmtudaginn 7. júlf.
Guðfinna Jóhannesdóttir.
+
Útför bróöur míns,
LÁRUSARJÓNSSONAR,
fyrrverandi héraöalæknis,
fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 11. Júlí kl. 3 e.h.
Þeir sem vlldu mlnnast hlns látna látl Ifknarstofnanir njóta þess.
Fyrir hönd vandamanna,
Bjarni Jónsson, Haga,
Austur-Húnavatnssýslu.
Minning:
Runólfur Runólfs-
son Vestmannaeyjum
Búskapur á Heggsstöðum var
um margt erfiður en þar bjuggu
þau Ásta og Helgi góðu búi. Þau
voru mjög samhent og snyrti-
mennsku stafaði af öllum hlutum
bæði úti og inni.
Helgi var mjög farsæll í starfi
og vinsæll af vinnufélögum sínum.
Ég er ekki kunnugur æskuárum
Helga. En þegar ég var að skrifa
sögu Ungmennafélags Reykdæla
sá ég í fundargerðabókum félags-
ins að hann hafði tekið virkan þátt
í starfi félagsins á fyrstu árum
þess. Meðal annars tók hann þátt í
fyrstu leiksýningu félagsins 1915.
Eftir að Helgi sneri sér að búskap
1921 sinnti hann minna störfum í
ungmennafélaginu, en hálfbróðir
hans Jakob Sigurðsson, sem var
yngri, var hins vegar virkur í fé-
laginu í hálfa öld og frábær leik-
ari.
Helgi var einn af þeim sem
kunnu að eldast. Þegar hann var
sestur um kyrrt á Dvalarheimili
aldraðra í Borgarnesi var síður en
svo að hann léti alla starfsemi
niður falla. Þá sneri hann sér að
smíðum. Smíðaði hann þá ýmiss
konar minjagripi, amboð í smækk-
uðu formi: orf, hrífur, heymeisa,
klyfbera, torfljái, pála, rekur, lára
og kistur, svo og hin frægu króka-
refskefli sem eru hreinasta
galdrasmíð. Allt þetta smíðaði
hann að mestu leyti með vasa-
hnífnum sínum. Síðustu árin óf
hann einnig teppi.
Helgi var einn af þeim mönnum
sem auðga mannlífið og gott var
að kynnast, alltaf jafn ljúfur í við-
móti. Við hjónin vottum aðstand-
endum samúð við fráfall hans en
dýrmæt er okkur öllum minningin
um góðan dreng.
Helgi J. Halldórsson
trésmiður í Hafnarfirði, kvæntur
Gertrud Johannessen frá Faereyj-
um. Hörður vélstjóri í Fiskiðju
Vestmannaeyja, kvæntur Kristínu
Baldvinsdóttur úr Vestmannaeyj-
um. Ástþór byggingarmeistari í
Reykjavík, kvæntur Guðrúnu
Guðmundsdóttur frá Egilsstöðum
í Ölfusi. Runólfur verkstjóri í
Hafnarfirði, kvæntur Kristínu
Sigurðardóttur frá Vestmanna-
eyjum.
Runólfur var maður stór í snið-
um. Hann var í hærra lagi á vöxt
og vel limaður, fríður í andliti og
sviphreinn. Glaðsinna var hann og
hinn mesti garpur til starfa.
Rausnarlegur og gestrisinn, rækti
vel vináttubönd og var félagslynd-
ur. Hann var félagi í Oddfellow-
reglunni og mikill áhugamaður
um viðgang þess félagsskapar.
Fjölskyldufaðir var hann góður og
unni mjög börnum sínum og
barnabörnum. Naut hann ástríkis
og umhyggju þeirra í staðinn.
Runólfur var í fáum orðum sagt
drengur góður, trygglyndur og
vinfastur. Var sá er þetta ritar
einn þeirra mörgu er nutu vináttu
hans og gestrisni. Bauð hann mér
jafnan heim til sín þegar ég var á
ferð í Eyjum eftir að ég flutti það-
an og vildi, að ég gisti hjá sér. Var
þá glatt á hjalla í hans góða ranni.
Með þessum fáu orðum vil ég
fyrir mína hönd og konu minnar
— sem er systir Runólfs — þakka
þegar leiðir hefur skilið um sinn
fyrir langa og trygga vináttu.
Ragnar Þorvaldsson