Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 Fjárhagsvandi sláturhúsanna á Patreksfirði og Breiðdalsvík: Getur komið til lok- unar næsta haust — segir Jens Valdimarsson kaupfélagsstjóri á Patreksfirði „Ástandið er orðið mjög alvarlegt. Kaupfélagið hefur algerlega fjármagnað sláturhúsbygginguna af eigin fé og það fé sem átti að koma til byggingar þess samkvæmt loforðum hefur ekki skilað sér enn. Kaupfélagið getur ekki staðið undir þessu eitt, auk þess sem mikill fjár- magnskostnaður bætist ofan á og fækkun sauðfjár hefur átt sér stað á Barðaströnd vegna niðurskurðar af völd- um riðuveiki. Ekki er hægt að láta bændurna borga Sláturhúsin á Patreksfirði og Breiðdalsvík, sem bæði eru fremur lítil og nýlega byggð, eiga nú í miklum fjárhagserfiðleikum. Var vandi þeirra meðal annars ræddur á framleiðsluráðsfundi fyrir nokkru. Þar var samþykkt að leita aðstoðar vegna þessara tveggja sláturhúsa vegna alvarlegrar fjár- hagsstöðu þeirra. þetta, því það þýddi það mikla skerðingu innleggs að það ylli uppflosnun í sveitum. Ef það fjármagn sem okkur var lofað kemur ekki getur það leitt til stórvand- ræða í haust, jafnvel svo aö ekki verði hægt að hefja siátrun,“ sagði Jens Valdimarsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélgs Vestur-Baröstrendinga á Patreksfirði, í sam- tali við Mbl. „Vandinn hjá okkur liggur í því að ekki hefur verið hægt að láta bændurna greiða fjármagnskostn- aðinn, því það myndi leiða til upp- flosnunar á svæðinu," sagði Guð- mundur Gíslason, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Stöðfirðinga, en hann er jafnframt framkvæmda- stjóri Sláturfélags Suðurfjarðar í Breiðdalsvík. Guðmundur sagði að reynt yrði að slátra á Breiðdalsvík í haust með eðlilegum hætti, þó vandi sláturhússins yrði ekki að Gaf sig fram við lögreglu MAÐURINN SEM braust inn í hús í Garðabæ og varð viðskila við tann- góm aðfaranótt þriðjudagsins, þegar hann flúði þaðan eftir að vart varð við ferðir hans, gaf sig fram við Rannsóknarlögreglu ríkisins í gær og viðurkenndi að hafa verið þar á Úrskurður- inn sak- sóknara í vil SAKADÓMUR úrskurðaði í gær máli því sem forráðamenn tímaritsins Spegilsins höfðuðu vegna halds sem riíkissaksóknari lagði á 2. tbl. Spegils- ins og 1. tbl. Samvisku þjóðarinnar. Töldu forráðamenn Spegilsins að ekki væri um löggerning að ræða, án und- angengins úrskuröar þar að lútandi. Urskurður Sakadóms var á þá leið, að hald það sem ríkissaksókn- ari lagði á Spegilinn væri löglegt. Dóminn kvað upp Jón Abraham Ólafsson, sakadómari. Lögmenn forráðamanna Spegils- ins áfrýjuðu úrskurðinum til Hæstaréttar og er úrskurðar hans að vænta innan 2 vikna. ferðinni. Hann segist ekki hafa reynt að ráðast á húseigendur með hníf, eins og sagt var frá í fréttum, heldur hafi tilgangur hans verið að loka hurðinni að svefnherberginu og forða sér. Maðurinn, sem er um þrítugt og hefur áður komið við sögu lögregl- unnar, segist hafa verið að reika um Garðabæinn í þungu skapi, komið að þessari hurð ólæstri og flækst þar inn. Hann hafi ekki ætl- að að stela neinu, né meiða neinn. Þegar hans hafi orðið vart, hafi hann orðið hræddur og komið fát á hann. Hann hafi gripið hnífinn í einhverju ráðaleysi og rekið upp öskur til að reyna að hræða hús- ráðendur. Eftir að hurðin lokaðist forðaði hann sér. Hann viðurkenndi ekki önnur innbrot en þetta, en sömu nótt var framið annað innbrot í Garðabæn- um, þar sem peningum var stolið. Þá hefur nú einnig komið í ljós þriðja innbrotið í Garðabæ. Upp um það komst í fyrrakvöld, eftir að húsráðendur komu heim. Stolið var gjaldeyri, aðallega dönskum krón- um, en einnig pundum og dollurum. Þá var stolið skuldabréfum. Inn- brotið gæti hafa átt sér stað hve- nær sem var síðan um helgi. Viðkomandi var ennþá í vörslu lögreglunnar í gær. fullu leystur á haustdögum, en þó væri enn ekki útséð um það. Sagði hann að vandinn væri annarsveg- ar hinn mikli fjármagnskostnaður sem gerði sláturhúsum erfitt fyrir og hinsvegar sú fækkun fjár á svæðinu, sem orðið hefði meðal annars vegna niðurskurðar vegna riðuveiki. Sem dæmi um kostnað- inn nefndi Guðmundur að vegna slátrunar 1981 hefðu sláturleyfis- hafarnir fengið 86 aura á hvert kíló í vaxtakostnað í gegnum slát- urkostnað, sem sexmannanefnd reiknar út, en raunverulegur fjár- magnskostnaður hjá sláturhúsinu á Breiðdalsvík hefði reynst 13,27 krónur. Guðmundur Gíslason sagði að án utanaðkomandi aðstoðar yrði ekki hægt að halda sláturhúsinu gangandi til lengdar og kæmi þá að stöðvun fyrr en seinna og ef lánardrottnar gengju fram af fullri hörku við að innheimta van- skilaskuldir sem hlaðist hefðu upp gæti komið til lokunar sláturhúss- ins í haust. Jens Valdimarsson á Patreks- firði sagði að ef ekki rættist úr með fjárhaginn og það fjármagn sem lofað hefði verið til að standa undir byggingu sláturhússins, meðal annars úr Stofnlánadeild, Framleiðnisjóði og Byggðasjóði, skilaði sér ekki væri ekkert annað að gera en að taka húsnæðið til annars rekstrar. Olil Amble á Blika í fjórgangskeppninni á Hellu. Morf»,bl*4i4/v*i'ii'n*r Kristínsson. EM-úrtakan á Hellu: Línur að skýrast í spennandi keppni Ilellu, 14. júlí, frá Valdimar Kristinssyni, frétUmanni Mbl. ÞAÐ MÁ segja að loft sé lævi blandið hér á Hellu, þar sem úrtaka fyrir Evrópumót íslenskra hesta fer fram. Eigi að síður virðast nokkrir af keppendum líklegir og næstum öruggir með að tryggja sér sæti þegar keppnin er hálfnuð, svo fremi sem ekkert óvænt komi fyrir seinni daginn, slys eða þvíumlíkt. Aðalsteinn Aðalsteinsson, sem keppir á Baldri, þykir líklegur til að hljóta sæti og þá fyrir fimm- gang; skeið, en Baldur skeiðaði 250 metrana í gær á 22 sek. sem gaf honum 116 stig. Reynir Aðal- steinsson er svo gott sem búinn að tryggja sér sæti í skeiði og þarf hestur hans aðeins að liggja einn skeiðsprett af tveimur. Af hestum sem keppa um samanlagðan sigur- vegara eru efstir Tómas Ragn- arsson á Fjölni með 336,82 stig og gerir árangur þeirra í 250 metra skeiði stórt strik í stigasöfnun þeirra, en Fjölnir skeiðaði á 22,6 sek. í gær og gaf það honum 108 stig. Olil Amle er efst á Blika af fjórgangshestum með 210,51 stig. Á morgun, föstudag, heldur keppnin áfram og verða allar keppnisgreinar endurteknar. Segja má að spennan sé í hámarki hér á Hellu þó línur séu nokkuð farnar að skýrast. Helgi Laxdal, varaformaður Vélstjórafélags Islands: Undanþágur ráðuneyt- inu of lausar í hendi „ÉG GET ekki sagt annað, en mér finnst undaþáguveitingar, eins og þessar, samgönguráðuneytinu held- ur lausar í hendi. Reglan er sú, að undanþága til skipstjórnar eða vél- stjórnar um borð í skipum er ekki gefin nema að staðan hafí verið auglýst áður og enginn réttindamað- ur hafí sótt um. Svo var ekki gert í þessu tilfelli og við erum óánægðir með það,“ sagði Helgi Laxdal, var- formaður Vélstjórafélags íslands, í samtali við Morgunblaðið. Tilefni þessa er það, að sam- Ekið á gangandi vegfaranda EKIÐ VAR á gangandi vegfaranda á horni Síðumúla og Ármúla um miðjan dag í gær. Slysið vildi þannig til að kona um sjötugt gekk út á götuna (Ármúlann) rétt austan við hornið viö Síðumúlann. Bíll sem kemur austur Ármúlann reynir að sveigja frá og lendir hægri hlið bflsins á konunni, sem ka.sta.st í götuna. Bfllinn lenti síðan framan á skurðgröfu sem á móti kom. Konan slasaðist hættulega, einkum á höfði. LjÓMmynd Jón Svavaramn. Morgunbl./ JúIíun Klemmdist inni í bifreiðinni ALLHARÐUR árekstur varð á Kleppsveginum á móts við Kambsveg um kvöld- matarleytið í gær. Frambyggður sendiferðabfll ók þá aftan á kyrrstæðan bfl sem hafði verið stöðvaður, en verið var að malbika aðra akreinina þarna þegar atburðurinn varð. Ökumaður sendiferðabflsins klemmdist f bifreiðinni og þurfti að toga bflinn í sundur áður en hægt var að ná honum út. Hann var fluttur á slysadeild, en meiðsl hans reyndust ekki eins mikil og óttast var í fyrstu. gönguráðuneytið veitti fyrir skömmu tveimur vélstjórum með ófullnægjandi réttindi leyfi til vél- stjórnar á flutningaskipinu ís- bergi eftir að Vélstjórafélagið og undanþágunefnd höfðu synjað beiðni um þessar undanþágur vegna þess, að stöðurnar voru ekki auglýstar. Hlutverk undanþágu- nefndar er að gera tillögur um undþágur sem þessar sé þeirra óskað og ennfremur að tryggja það, að menn sem hafi réttindi sitji fyrir um þessi störf. Helgi sagði ennfremur, að sér hefði verið kunnugt um að menn með réttindi hefðu haft áhuga á plássi um borð í þessu skipi, en þrátt fyrir ítrekaðar óskir um að auglýst yrði eftir mönnum, hefði það ekki verið gert. Undanþágurn- ar væru mikið vandamál og erfitt að stemma stigu við þeim, þar sem það væri ákaflega létt verk að fá undanþágu hjá samgönguráðu- neytinu. Vegna þessa virtist sem menn hefðu ekki lengur áhuga á því að fara í skóla og afla sér rétt- inda, þar sem svo auðvelt væri að fá undanþágu. Ekki væri hægt að hafna undanþáguveitingum alfar- ið, en nauðsynlegt væri að reyna fyrst að fá réttindamenn til skips- og vélstjórnar, það væri mikið ör- yggisatriði. Skip með öllum stjórnendum án réttinda ættu ekkert erindi á sjó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.