Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 21 Afmæliskveðja: Sr. Jón Einarsson prófastur f Saurbæ Ágætur vinur minn og sam- ferðamaður, sr. Jón Einarsson, prófastur að Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd er fimmtugur í dag. Sr. Jón Einarsson er fæddur 15. júlí 1933 að Langholti í Bæjar- sveit, Borgarfjarðarsýslu. For- eldrar hans eru hjónin Einar Sig- mundsson, þá bóndi í Langholti og síðar að Kletti og Gróf í Reyk- holtsdal, og Jóney Sigríður Jóns- dóttir. Eru þau hjón bæði Reyk- dælingar að ætt og uppruna, Ein- ar af Hurðarbaksætt, en Jóney af Deildartunguætt. Sr. Jón stundaði nám í Hér- aðsskólanum í Reykholti og lauk þaðan landsprófi og gagnfræða- prófi vorið 1953. Stundaði ýmsa algenga vinnu næstu árin, en hug- ur hans stóð til framhaldsnáms. Hann settist því í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stú- dentsprófi vorið 1959. Hóf síðan nám í guðfræði við Háskóla ís- lands og lauk því árið 1966. Á há- skólaárunum stundaði sr. Jón talsvert kennslustörf. Var m.a. eitt ár kennari við miðskólann í Stykkishólmi og í tvo vetur stundakennari við Hagaskóla í Reykjavík. Frá árinu 1966 hefur sr. Jón verið sóknarprestur að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann var sett- ur prófastur í Borgarfjarðarpró- fastsdæmi frá 1. ágúst 1977 tií 30. júní 1978 og aítur frá 1. október 1980. skipaður prófastur frá 1. mars 1982. Sr. Jón er mikilsvirtur kenni- maður, vinsæll meðal sóknar- barna sinna og er einn af forystu- mönnum í málefnum kirkjunnar, hann er skörulegur ræðumaður sem eftir er tekið, hefur afburða- tök á íslenskri tungu í ræðu og riti. Öll hans embættisverk bera vott um vandvirkni og öryggi í starfi. Hallgrímskirkja að Saurbæ er honum sérstaklega kær. Hann hefur lifandi áhuga á að halda á lofti minningu og virðingu sr. Hallgríms Péturssonar. Sr. Jón átti sæti í Hallgrímsdeild Presta- félags íslands í 12 ár, þar af 10 ár sem formaður. Hann hefur ávallt starfað mikið að máiefnum kirkj- unnar og félagsmálum presta. í stórn Prestafélags íslands var hann 1974—78 og sat einnig í kjaranefnd félagsins. Átti einnig sæti í ritnefnd Kirkjuritsins í fjögur ár og hafði með höndum framkvæmdastórn fyrir ritið. Hann á nú sæti í stjórn Prófasta- félags íslands. Sr. Jón var for- maður Starfsháttanefndar kirkj- unnar 1974—78. Nefndin samdi og gaf út í fjölrituðu bókarformi ítar- legar tillögur um skipan kirkju- mála í landinu, nauðsynlegar lagabreytingar í þeim efnum o.fl. Sr. Jón hefur átt sæti á kirkju- þingi frá 1976 og er varamaður í kirkjuráði. Hann á sæti í fjár- málanefnd kirkjunnar og Lúthers- ársnefnd, sem gerir tillögur um, hvernig minnast skuli 500 ára af- mælis Marteins Lúthers á þessu ari. Sr. Jón er mikill og einlægur fé- lagshyggjumaður, það er hans lífsform. Hann hefur frá æskuár- um tekið mikinn og virkan þátt i félagsmálum, lifandi áhugi og kraftur hefur einkennt þátttöku hans í félagsstörfum Hann hefur komið víða við á þeim vettvangi. Átti sæti í stjórn Ungmennafélags Reykdæla 1954—56. 1 stjórn Fé- lags frjálslyndra stúdenta 1959—60. Formaður Bræðralags, kristilegs félags stúdenta 1961—62. í stjórn Félags guð- fræðinema 1961—63, þar af for- maður í eitt ár. í stúdentaráði Há- skóla fslands 1962—63. Sr. Jón var einn af stofnendum og hvatamönnum Félags ungra framsóknarmanna í Borgarfjarð- arsýslu 1969—74. Hefur átt sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1974, en hafði þá um skeið ver- ið varamaður. Hefur sótt flesta miðstjórnarfundi frá 1970 og ávallt tekið virkan þátt í að móta stefnu og störf Framsóknarflokks- ins. Sr. Jón hefur látið að sér kveða á vettvangi sveitarstjórnarmála m.a. í Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, sérstaklega að skóla- málum. Sr. Jón hefur átt sæti í hrepps- nefnd Hvalfjarðarstrandarhrepps frá 1974 og tók á síðasta ári við oddvitastörfum í hreppnum, sem hann gegnir nú. Mörg fleiri störf hefur hann unnið fyrir sveit sína, m.a. séð um byggingu hins nýja félagsheimilis sem formaður byggingarnefndar og rekstur bókasafns sveitarinnar, sem lengst af hefur verið á heimili hans. Sr. Jón átti um skeið sæti í skólanefnd Heiðaskóla og fræðslu- ráði Borgarfjarðarsýslu. Hann var formaður Fræðsluráðs Vestur- lands síðasta kjörtímabil og hefur átt sæti í skólanefnd Héraðsskól- ans í Reykholti frá 1967. Hann hefur unnið mikið að málefnum Sögufélags Borgarfjarðar, sem ma.a. gefur út Borgfirzkar ævi- skrár og Æviskrár Akurnesinga. Hefur hann haft með höndum framkvæmdastjórn fyrir félagið frá 1977. Persónuleg kynni okkar sr. Jóns hófust á sviði stjornmála. Á flokksþingum og miðstjórnar- fundum Framsóknarflokksins vakti sr. Jón almenna athygli fyrir kraftmiklar, opinskáar ræður, sem umbúðalaust hitta í mark. — Samskipti okkar á sviði stórnmála og sveitarstjórnarmála hafa ávallt verði traust og ánægjuleg. Lifandi áhugi hans að fylgja fram góðum málum og opinská skoðanaskipti eru sérkenni sr. Jóns Einarssonar, sem gerir eftirsóknarvert að eiga við hann samskipti og njóta vin- áttu hans. Eiginkona sr. Jóns er Hugrún Guðjónsdóttir frá Akranesi. Þau eiga fögur mannvænleg börn á aldrinum 12—17 ára. Heimili þeirra að Saurbæ er með myndarbrag, gestrisni er viðbrugðið. Þar er maður eins og heima hjá sér — hlýlegt og glað- legt viðmót er lífsform þeira hjóna beggja. Við hjónin óskum sr. Jóni inni- lega til hamingju með 50 ára af- mælið og þökkum hlýja vináttu og ánægjuleg samskipti á liðnum ár- um. Alexander Stefánsson Fimmtugur er í dag góður vinur , og stéttarbróðir, síra Jón Eyjólfur Einarsson, prófastur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Sr. Jón er af borgfirskum uppruna. Hann er fæddur að Langholti í Bæjarsveit. Foreldrar hans eru hjónin Einar Sigmundsson og Jóney Sigríður Jónsdóttir, lengst búendur að Gróf í Reykholtsdal. Sr. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum. Hann hóf nám í Reykholtsskóla. Þaðan lá svo leiðin í Menntaskólann á Ak- ureyri og lauk hann stúdentsprófi þaðan vorið 1959. Að því loknu gerðist hann kennari um nokkurt skeið, bæði í Reykjavík og í Stykk- ishólmi. En brátt hóf hann nám við guðfræðideild Háskólans og lauk embættisprófi þaðan 1966. Einhverja kennslu stundaði hann lengstaf ásamt náminu. í nóvember 1966 var sr. Jón vígður til Saurbæjarprestakalls og hefur hann þjónað þar síðan. Árið 1982 var hann skipaður prófastur í Borgarfj arðarpróf astsdæmi. Menn eru, eins og gengur, mis- jafnlega fallnir til þess að genga því æfistarfi sem þeir velja sér. Um sr. Jón má hiklaust segja, að hann sé fæddur prestur. Hann er snjall ræðumaður, áhrifaríkur predikari, sem flytur einarðlega og afdráttarlaust boðskapinn um Jesúm Krist krossfestan og upp- risinn. Og sóknarfólki sínu er hann einlægur bróðir og vinur, hjálpfús og hollráður, þegar vanda ber að höndum, huggari og vinur á harmastundum. Forystuhæfileikinn er sr. Jóni í blóð borinn, og því er það eðlilegt og sjálfsagt, að hann skuli til þess kjörinn að'gegna prófastsembætti í sínu prófastsdæmi. Það starf rækir hann af þeirri alúð og festu, sem honum er lagin, eins og raun- ar öll störf, sem hann tekur sér fyrir hendur. Sem félagsmálamað- ur er hann fágætum kostum búinn og komi hann nálægt stjórn á ein- hverju félagi, þá er það öruggt og víst, að þar er unnið, en ekki sætt sig við orðin ein. Það lætur því að líkum, að mikil og margþætt störf hafa hlaðist á hann, bæði á vegum kirkjunnar og heima í héraði. Ekki er það ætlun mín að tíunda hér í örstuttri afmæliskveðju öll þau afreksverk á vettvangi félags- mála, sem eftir sr. Jón liggja. En ef út í slíka upptalningu væri far- ið, yrði það langur listi. Aðeins skal á það minnst, að hann var formaður starfsháttanefndar þjóðkirkjunnar, sem vann mikið og tímamótamarkandi starf á ár- unum 1974—1978. Þá hefur hann verið kirkjuþingsmaður Vestur- landskjördæmis frá 1976. í stjórn Hallgrímsdeildar Prestafélags ís- lands var hann frá 1970—1982 og formaður frá 1972. í stjórn Prestafélags íslands átti hann sæti um nokkurt skeið og fram- kvæmdastjórn Kirkjuritsins hafði hann með höndum frá 1979 og fram á þetta ár. Miklu víðar hefur sr. Jón komið við sögu á vettvangi félagsmála þó að hér verði látið staðar numið í þeirri upptalningu. Og alls staðar ber að sama brunni. Hann hefir með störfum sínum markað heillarík spor, sem ekki mást út, — spor, sem í nútíð og framtíð bera þess vitni, að þar var að verki maður, sem allt vildi vel gera og í engu því bregðast, sem honum var til trúað. Hann hefir í lífi sínu „gengið heill að hollu verki". Þess vegna hafa svo margir fengið að njóta og hann sjálfur fengið að sjá mikla og margþætta blessunarávexti iðju sinnar. Sr. Jón er jafnan minnugur þess, að hann situr sögufrægan stað. Þeir eru orðnir margir, sem hafa hlýtt á mál hans í Hallgríms- kirkju í Saurbæ, er hann lýsir kirkjunni og segir gestum frá Hallgrími Péturssyni og Passíu- sálmum hans. Þetta mál flytur hann jafnan af þeirri þekkingu — og andagift, að áheyrendurnir hljóta bæði fræðslu og uppbygg- ingu. Hann hefir aflað sér mikillar þekkingar á Hallgrími og skáld- skap hans. Og lotning hans fyrir hinum ódauðlega „ljóðsvani trú- ar“, „er svo vel söng, að sólin skein í geng um dauðans göng“, lætur engan áheyrenda með opinn hug, ósnortinn. Sr. Jón er mikill hamingjumað- ur í einkalífi sínu. Hann er kvænt- ur Hugrúnu Valnýju Guðjónsdótt- ur frá Akranesi, hinni ágætustu konu, sem hefir staðið við hlið manns síns og stutt hann á allan hátt í starfi hans. Þau eiga 4 börn, góð og mannvænleg. Þau heita Sigríður Munda, Guðjón ólafur, Jóney og Einar Kristján. Ég óska vini mínum og prófasti, sr. Jóni Einarssyni, af alhug heilla og blessunar á hinum merku tíma- mótum ævi hans, svo og Hugrúnu konu hans, sem einnig átti afmæli fyrir fáum dögum. Guð blessi ykkur, vinir, og gefi ykkur í ríkum mæli giftu og bless- un á þeim áfanga, sem framundan er. Þess skal að lokum getið, að prófastshjónin í Saurbæ hafa opið hús og taka á móti gestum í fé- lagsheimilinu að Hlöðum eftir kl. 20 í kvöld. Björn Jónsson „Gott er að greina satt / og gefa þjáðum heil ráð“, kvað séra Hall- grímur Pétursson. Þær ljóðlínur koma mér í hug nú, þegar prófast- urinn í Saurbæ, séra Jón Einars- son, er allt í einu orðinn fimmtug- ur. Það sýnist mér langt frá því að vera tímabært, og hirði þó ekki að rökstyðja það. Með sæmd og reisn hefur hann gegnt embætti sókn- arprests í Saurbæjarprestakalli frá árinu 1966 og jafnan gætt þess að greina satt og ráða öllum heilt. Seint mun hann skirrast við það, að brjóta í bága við ríkjandi ald- arhátt, ef „mannkosta lægðir, / en lastanna nægðir / í landinu spretta." Opinskár heiðarleiki og réttlætiskennd eru honum svo í blóð borin, að oft þykir mönnum nóg um. Sýnist þeim þá gjarna, að betra sé að leiða margvísleg görótt málefni hjá sér, til þess að komast hjá óþægindum ýmiskonar og þeim dómi, að þá skorti skopskyn eða „diplomati". Slík viðhorf eiga ekki upp á pallborðið hjá séra Jóni. Afstaða hans er ávallt hrein, en aldrei loðin, og þó er farvegur gamansemi hans síst þrengri, en annarra. Mörgum beinskeyttum og gamansömum stökum hefur hann varpað fram á góðri stund og lifandi frásagnargáfu er hann gæddur. Það er raunar sérstök ánægja, að mega hlaða slíkum manni lofköst og engin þörf á yfir- drepi eða smjaðri. Kynni okkar séra Jóns hófust á sjötta áratugn- um, er við námum við Mennta- skólann á Akureyri. Þá þegar voru hugsjónir hans mótaðar. Þær horfðu eindregið til kristinnar trúrækni, mannbóta og þjóðholl- ustu. Og framtíðarstarf hans var þegar ráðið. Raunar var hann þá þegar prestur samkvæmt lýðræð- islegri hugmynd Marteins Lúters um almennan prestdóm; öll fram- ganga hans bar vott um kristna ábyrgð. Síðan hafa einurð hans, drenglyndi, góð greind og dugur leitt til þess, að honum hafa verið falin ýmis mikilvæg verkefni í kirkjunni, í félagsstarfi presta og í félagsmálum heimasveitar hans. Með alúð og árvekni hefur hann unnið þau störf. Og tilfinning hans fyrir þeim helga stað, sem hann situr, er ósvikin; minning séra Hallgríms aldrei vanrækt. Heimili þeirra séra Jóns og konu hans, frú Hugrúnar Guðjónsdótt- ur, er sannkallaður rausnargarð- ur, þar sem gestum er tekið með alúð og hjartahlýju. Fjögur mannvænleg börn þeirra bera góð- um foreldrum fagurt vitni. Á þessum merku tímamótum er mér ljúft að senda vini mínum og starfsbróður, séra Jóni í Saurbæ, konu hans og börnum árnaðarósk- ir okkar í Laufási við Eyjafjörð. Við biðjum þeim blessunar Guðs. Bolli Gústavsson í Laufási. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar SÍMAR 11798 og 19533. Helgarferöir 15.—17. júlí: 1. Tindafjallajökult — Gist i tjöldum. 2. Þórsmörk: Gist i sæluhúsi. Gönguferöir um Mörkina. 3. Landmannalaugar. Gist i sæluhusi. Gönguferöir um ná- grenniö. 4. Hveravellir. Gist i sæluhúsi. Gönguferöir um nágrenniö. Brottför í allar feröirnar kl. 20 föstudagskvöld. Farmiöasala og allar upplysingsr á skrifstofunni, Öldugötu 3. Feröafélag islands. Helgarferöir 15.—17. júlí 1. Landmannalaugar og nágr. Gönguferöir fyrir alla. Tjaldgist- ing. 2. Kjölur — Kerlingarfjöll. Snækollur — Hveradalir o.fl. 3. Þórsmörk. Tjaldaö i Básum. Gönguferöir. Góö aöstaöa Úti- vistarskálinn er upptekinn. 4. Fímmvöröuháls — Mýrdals- jökull. Frábær gönguskiöaferö. Gist i skála. Sumarleyfisferöir: 1. Þórsmörk. Vikudvöl í góöum skála i Básum. Ódýrt. 5. Hornstrandir — Hornvík — Reykjafjöröur. 22. júlí — 1. ág- úst. 10 dagar Bakpokaferö og tjaldbækistöö i Reykjafiröi. 6. Hornstrandir — Reykjafjörö- ur. 22. júlí — 1. ágúst. Tjald- bækistöö meö gönguferöum i allar áttir. 7. Eldgjá — Strútslaug (bað) — Þórsmörk. 25. júlí — 1. ágúst. Góö bakpokaferö. 8. Borgarfjöröur eystri — Loömundarfjörður. 2 —10. ág- úst. 9 dagar. 9. Hálendiehringur 4.—10. ág- úst. 11 dagar. Ódýrt. 10. Lakagígar 5.—7. ágúst. 3 dagar. 11. Arnarvatnsheiði — Hesta- ferðir — Veiöi. Upplýsingar og farmiðar á skrifst. Lækjarg. 6a, S: 14606 (símsvari). SJÁUMST I UTIVIST! FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11796 og 19533. 1. 19.—25. júli (7 dagar): Barðastrandarsýsla. Gist i hús- um. Skoöunarferöir frá gististaö. 2. 20.—24. júli (5 dagar): Tungnahryggur — Hólamanna- leiö. Gönguferö meö viðleguút- búnaö. 3. 22.—26. júlí (5 dagar): Skaft- áreldahraun. Gist á Kirkjubæj- arklaustri. Skoöunarferöir i byggö og óbyggö. 4. 22.—27. júlí (6 dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. UPPSELT. 5. 3.—12. ágúst (10 dagar): Nýi- dalur — Heröubreiöarlindir — Mývatn — Egilsstaöir. Gist i húsum. 6. 5.—10. ágúst (6 dagar): Landmannalaugar — Þórsmörk Gönguferö milli sæluhúsa. 7. 6.—12. ágúst (7 dagar); Fjöröur — Flateyjardalur. Gist i tjöldum. Ökuferð/gönguferö. 8. 6.—13. ágúst (8 dagar): Hornvik — Hornstrandir. Tjald- aö i Hornvik og farnar dagsferöir frá tjaldstaö. 9. 12.—17. ágúst (6 dagar): Landmannalaugar — Þórsmörk. Gönguferö milli sæluhúsa 10. 13.—21. ágúst (9 dagar): Egilsstaöir — Snæfell — Kverk- fjöll — Jökulsárgljúfur — Sprengisandur. Gist í tjöldum/- húsum. 11. 18.—21. ágúst (4 dagar): Núpsstaöaskógur — Grænalón Gist í tjöldum. 12. 18.—22. ágúst (5 dagar): Höröudalur — Hitardalur — Þórarinsdalur. Gönguferö meö viöleguútbúnað. 13. 27.—30. ágúst (4 dagar): Norður fyrir Hofsjökul. Gist i husum. Pantiö tímanlega i sumarleyfis- feröirnar. Upplýsingar og far- miöasala á skrifstofunni Öldu- götu 3. Simar: 19533 og 11796 Ferðafélag islands. Trú og líf Almenn samkoma veröur i Fella- skóla i kvöld kl. 20.30. Ræöu- maöur: Tony Fitzgerald Beöiö fyrir sjukum. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.