Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 13 Vestmannaeyjar: 6 bátar sviptir humarveiðileyfi vegna of mikils fisks í aflanum Leyfið veitt að nýju fjórum dögum síðar VesCmannaeyjar, 12. júlí. Sjávarútvegsráöuneytid svipti 6 humarbáta frá Vestmannaeyjum leyfum til humarveiöa frá og með 8. júlí á þeim forsendum, að óeðlilega mikill fiskafli hefði verið um borð í bátunum að undanfornu. Þessi ákvörðun ráðuneytisins vakti mikla undrun og reiði meðal sjómanna humarbátana, en þeir vilja halda því fram að sennilega hafi aldrei verið jafn lítill fiskur með humrinum hér við Eyjar og einmitt nú í ár. Eftir að bæði sjómenn og forráðamenn fisk- vinnslustöðvana hér höfðu haft sam- band við ráðuneytið og skýrt sín sjónarmið, ákvað Sjávarútvegsráðu- neytið að afturkalla leyfissvipting- una og heimila bátunum 6 humar- veiðar að nýju frá og með 13. júlí. Þegar skeyti ráðuneytisins um leyfissviptinguna fóru að berast á heimili sjómannanna var haft samband við þá úr landi og þeir látnir vita að þeir væru orðnir leyfislausir. Þennan dag var mikill hiti í mönnum á miðunum við Vestmannaeyjar og ýmislegt látið fljúga á öldum ljósvakans. Mbl. ræddi við skipverja á humarbátn- um Ófeigi III, Lýð Ægisson, og var hann mjög ómyrkur í máli um þessar aðgerðir ráðuneytisins. „í einn og hálfan mánuð höfum við á Ófeigi III verið á humarveið- um og við erum komnir með rúm 30 tonn af bolfiski á þeim tíma og er það mun minna en í fyrra. Humaraflinn er um sex og hálft tonn af slitnum humri á sama tíma. Við vorum komnir austur í Skeiðarárdýpi þegar fréttin barst um leyfissviptinguna og hafði ég Kinnock var hætt kominn Newbury, Englandi, 13. júlí. AP. NEIL Kinnock, sá sem talinn var líklegastur til að hreppa for- mannssætið í breska Verka- mannaflokknum í haust, slapp með ótrúlegum hætti nær óskadd- aður, er hann missti stjórn á bif- reið sinni sem fór tvær veltur og hafnaði utan vegar. óhappið átti sér stað sammt frá smábænum Berkshire, 80 kílómetra fyrir vest- an Lundúnaborg. Mótmælt í Tblisi Moskva, 13. júlí. AP. UM 100 manns fóru í mótmæla- göngu um götur Tblisi í gær. Astæðan var sú, að tveir andófs- menn voru hnepptir skyndilega í varðhald. Lögreglan hafði afskipti af göngufólkinu, handtók 20 þeirra og færði til yfirheyrslu. Var þeim öllum sleppt að vörmu spori eftir því sem fregnir herma. þá samband við framkvæmda- stjóra Fiskiðjunnar sem lofaði að kanna málið sem hann og gerði, en ekki náðist í einn ábyrgan aðila. Það hefur sennilega verið sólbaðs- veður í Reykjavík. Þennan dag fjölgaði skeytunum ört um leyfis- sviptingarnar og þegar Árntýr var búinn að missa leyfið fyrir of mik- inn fisk í aflanum vorum við sann- færðir um að topparnir í henni Reykjavík hefðu farið út af laginu. Vikan hjá Árntý hafði nefnilega verið heldur döpur hvað afla snertir, ég held að hann hafi verið með um eitt tonn á dag að jafnaði af fiski í aflanum og minnst af því var þorskur. Mönnum fannst m.a. skrítið að bátar frá Hornafirði gætu komið í land með 10 tonn af ýsu eftir tveggja daga túr án þess að það raskaði ró ráðuneytismanna. Ætli skýringin á því sé sú að sjávarút- vegsráðherrann er Hornfirðingur? Ég átti samtal við Þórð Eyþórsson ráðuneytisstjóra utan af sjó og spurði hann m.a. að því hvort það gæti verið eitthvað til í þessu. Sei, sei, nei, svaraði hann, ráðherrann bað sérstaklega um að vel yrði fylgst með veiðum Hornafjarðar- báta. Þá spurði ég hann hvort hann ætlaði að stöðva veiðarnar hjá okkur núna en skoða afla Hornfirðinganna eftir vertíð. Svarið var, að því miður hefði hann ekki meiri mannskap en þetta. Eitthvað hefur þetta þó kitlað þá í ráðuneytinu því eftir- litsmaðurinn kem hér var í Eyjum var sendur með hraði austur á Hornafjörð. Ég þekki þennan eft- irlitsmann persónulega og veit að hann er vandaður maður og sinnir sínu starfi vel. Hann stóð í þeirri meiningu að hann ætti að fylgjast með þorski og ýsu í afla humar- báta, en ekki skrapfiski eins og karfa og löngu, sem ávallt hefur tilheyrt þessu veiðarfæri." Lýður Ægisson vildi halda því fram að það hefðu átt sér stað mistök í ráðuneytinu og sagði það vera hart undir að búa, að með einu pennastriki geti menn svipt sjómenn lifibrauðinu. „Fram- kvæmdastjóra Fiskiðjunnar tókst á öðrum degi að ná tali af ráðu- neytisstjóranum og hafði þá með- ferðis öll gögn í sambandi við afla- samsetningu okkar í sumar. Eftir það ákvað ráðuneytið að skoða málið að nýju með velvilja og gefa út endanlegan úrskurð á föstudag. Einfaldast hefði verið að aftur- kalla leyfiaaviptingarnar strax, en í þess stað bætir ráðuneytið gráu ofan á svart, sendir okkur annað skeyti og heimilar okkur humar- veiðar að nýju frá og með 13. júlí. Fjórir dagar fara því í súginn. Samskonar skeyti fengu allir bát- arnir 6, en a.m.k. 4 humarbátar eru hættir veiðum, þeir segjast ekki taka þátt í svona vitleysu lengur. En látum það vera, hvað kostar svona ákvörðun í pening- um? Að stöðva 6 báta í fjóra daga þýðir 28 úthaldsdagar eða einn mánuður fyrir einn bát. Aflaverð- mæti hjá okkur á Ófeigi III var í síðasta mánuði um ein og hálf milljón króna, sem er verð á góðu einbýlishúsi hér í bæ. í landi eru margir sem vinna við aflann og - þeir missa sitt. Stöðvarnar missa sitt og að sjálfsögðu bæjarfélagið líka. En rúsínan í pylsuendanum er eftir,“ sagði Lýður Ægisson, skipverji á humarbátnum ófeigi III í samtalinu við Mbl., „ef hum- arbátur gerist sekur um það að vera með of mikinn fisk í aflanum, missir hann humarveiðileyfið og verður að fara á fiskitroll." — hkj. resiö reglulega af ölmm fjöldanum! Geturðu grillað tvívesis með sömu kolunum? Iðulega, notir þú PRESTFOSS PRESTFOSS viðarkolin eru sérstæð að mörgu leyti: PRESTFOSS eru hrein viðarkol - óblönduð steinkolum. í þeim er einungis skaðlaust bindiefni til að halda lögun þeirra. PRESTFOSS viðarkol brenna því án þess að gefa frá sér reyk, mengaðan hættulegum efnum. PRÉSTFÖSS viðarkol eru auðtendranleg. PRESTFOSS viðarkol brenna jafnt, lengi og vel og því er iðulega unnt að kæfa í þeim eldinn eftir notkun og kveikja í þeim aftur næst þegar á að grilla. SMÁSALA: Bensínstöðvar Shell Stórmarkaðir og matvöruverslanir víða um land Heildsölubirgðir: HALLDÓR JÓNSSON HE Dugguvogi 8 Sími 86066

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.