Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 15 Dauðadómurinn f Bretlandi: Víða vonbrigði með Á hvolfí samþykkt þingsins Lundúnir, 14. júlí. AP. LÖGGÆSLUMENN á Bretlandseyj- um lýstu yfir miklum vonbrigðum í gær er breska þingið hafði fellt til- lögu um að taka upp dauðarefsingu til handa morðingjum á ný. Kannan- ir höfðu bent til þess að meirihluti Breta væri hlynntur því að aftökur á morðingjum yrðu teknar upp á ný og samstaða var með löggæslumönnum að leggja sérstaka áherslu á það. Lögfræðingurinn og íhalds- flokksmaðurinn Ted Taylor sagði að þingið og fólkið fjarlægðust hvort annað jafnt og þétt, „ég hvet til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla verði um málið, stjórnmálamenn- irnir eiga ekki Bretland," sagði Taylor. Kosningin fór ekki fram á flokkslínum og þingmenn greiddu frekar atkvæði samkvæmt eigin sannfæringu en eftir því i hvaða flokki þeir eru. 368 greiddu at- kvæði gegn tillögunni, en 233 voru með henni. Ríkisstjórn Margretar Thatcher klofnaði í afstöðu sinni til máls- ins. Sjálf var hún hlynnt dauða- refsingunni ásamt átta af með- ráðherrum sínum. En átta ráð- herrar aðrir, þ.á m. James Pryor, ráðherra um málefni Norður- írlands, og Michel Hesseltine, varnarmálaráðherra, voru tillög- unni andvígir. David Evans, formaður sam- taka fangavarða, var óánægður með úrslitin og sagði þingmenn hafa tapað öllu sambandi við fólk- ið sem kaus þá til embætta sinna. Þá sendu samtök lögregluþjóna í Bretlandi frá sér harðorða yfirlýs- ingu vegna úrslitanna þar sem þingmönnum var brigslað um skilningsleysi á vandamálum þeirra og að þingmenn hefðu með kosningunni neitað að styðja við bakið á þeim. „Þeir kæra sig koll- ótta um þær hættur sem eru sam- fara starfi okkar," sagði í yfirlýs- ingunni. Þá var á það bent að úr- slit kosninganna komu aðeins fá- einum klukkustundum eftir að jarðsprengja írska lýðveldishers- ins hafði orðið fjórum öryggis- gæslumönnum að bana á Norður- Irlandi. Robert Rauncie, erkibiskupinn af Kanterbury, lýsti sig ánægðan Bandaríkjaþing: Washington, 14. júlí. AP. GEORGE BUSH, varaforseti Bandaríkjanna, greiddi í dag atkvæði með því, að framleiðsla á taugagasi yrði hafin á ný og kom þannig í veg fyrir það, að tillagan yrði felld á jöfnu í öldungadeild bandaríska þingsins. Ráðgert var, að umræðum um varnarmálafrumvarp stjórnarinnar færi senn að Ijúka, en ýmsir andstæðingar MX-eldflauganna svonefndu hafa lýst því yflr, að þeir muni tefja fyrir afgreiðslu frumvarpsins eftir mætti. í dag átti enn eftir að afgreiða ýmsar breytingartillögur varðandi framlög til varnarmála, áður en umræðan um MX-eldflaugarnar skyldi byrja. Howard Baker, leiðtogi republ- ikana í öldungadeildinni, en þeir eru þar í meiri hluta, hafði lýst yfir þeirri von sinni, að umræðum um frumvarpið lyki í dag, fimmtu- dag, en hefur nú fengið leyfi til þes að halda þingfund á laugar- daginn, ef með þarf, til þess að Ijúka meðferð frumvarpsins. Demókr"tinn Gary Hart, sem á sæti í öldungadeildinni fyrir Col- orado og er einn helzti andstæð- ingur MX-eldflauganna skýrði fréttamönnum frá því í dag, að hann væri „reiðubúinn til þess að dveljast lengi enn í Washington, því að þetta vopn hefur í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir ör- yggi þjóðarinnar og verðskuldar því ítarlegar umræður". Myrtur um há- bjartan dag Brussel, 14. júlí AP. TYRKNESKUR sendiráðsmaður var skotinn til bana í Brussel í dag. Gerðist þetta á fjölfarinni götu og beitti morðinginn Iftilli skammbyssu, sem leit út eins og leikfang að sögn sjónarvotta. Morðinginn komst undan. Hreyfing, sem berst fyrir frelsun Armeníu, hefur lýst ábyrgð á hendur sér vegna morðsins. Hinn myrti var sendiráðsritari í tyrkneska sendiráðinu í Belgíu. Hét hann Durson Aksoy og var 39 ára gamall. Aksoy var í þann veg- inn að setja bifreið sína í gang, er maður vopnaður byssu gekk að honum, skaut hann bæði i hnakk- ann og í brjóstið og forðaði sér síðan. Gerðist þetta kl. rúmlega 10 fyrir hádegi að staðartíma, á einni af breiðgötum Brussel, Avenue Franklin Roosevelt, sem margar sendiráðsbyggingar standa við. Maður, sem ekki vildi segja til nafns, hringdi í AP-fréttastofuna í París í dag og sagði, að Aksoy hefði verið myrtur af „Leynihern- um fyrir felsun Armeníu", en það er hreyfing, sem áður hefur lýst sig ábyrga fyrir árásum á Tyrki erlendis. með úrslit kjörsins, en sagði jafn- framt að umræða yrði að fara fram um hvernig taka ætti á svæsnustu glæpunum, svo sem hryðjuverkum, barnamorðum o.fl. Sagði erkibiskupinn það mikið vandamál sem yrði að leysa, en ekki með því að innleiða dauða- refsingu. „Þá erum við komnir inn á verksvið Guðs,“ sagði Raunice. Þessum togbát hvolfdi í höfninni í Portland í Bandaríkjunum, þar sem hann dró flutningabát hlaðinn bensíni. Fimm af áhöfn togbátsins björg- uðust en einn fórst. Geislavirkt efni finnst í hafinu við A-Grænland Komið frá brezka kjarnorkuverinu Sellarfield VÍSINDAMENN við tilraunastöðina í Riso í Danmörku og háskólann í Lundi í Svíþjóð hafa fundið leifar af geislavirku „caesium“-úrgangsefni í haflnu við Austur-Grænland. Hefur efni þetta borizt frá brezka raforku- verinu Sellafíeld, sem knúið er kjarn- orku. Dr. Asker Arkrog frá Riso, einn af höfundunum að grein um þetta efni, sem birtist í brezka tímaritinu Nature, hefur lagt á það áherzlu, að gefur mjög góða vísbendingu um, hve mikið af menguninni frá iðn- ríkjum Evrópu hafnar að lokum í norðurhöfum og rannsóknir okkar sýna, að caesium-magnið í Pól- straumnum við austurströnd Grænlands samsvarar 1% af því magni, sem fyrir hendi er í Norður- sjónum." Með tilliti til þessa er það álit vísindamannanna, að það magn af caesium, sem fundist hefur og upp- runnið er frá Sellafield, gefi einnig miklar upplýsingar um útbreiðslu annarrar mengunar, sem berst með sjávarstraumum til hafsins við Grænland og hvernig hún þynnist og dreifist. Hafa þessar rannsóknir leitt í ljós, að það líða 6—8 ár milli þess, að hinu geislavirka caesium frá Sellafield er varpað í sjóinn, þangað til þess verður vart við Grænland. Lokaumræða um varnarmál fundur þessa geislavirka efnis á þess- um stað feli ekki í sér neina hættu fyrir lífríki Pólstraumsins svonefnda, sem gengur suður með austurströnd Grænlands. „Hið geislavirka efni hefur að- eins fundizt í mjög litlu rnagni," er haft eftir dr. Árkrog. „Aftur á móti höfum við fundið það út, að frum- efnið caesium í geislavirku formi Brundtland bjargaði eiginmanni sínum Leiðtoga sleppt í Chile Santiago, Chile, 14. júli. AP. Áfrýjunardómstóll ákvað í gær að formanni Kristilega Demókrataflokksins í Chile skyldi sleppt úr fangelsi, en þar hefur hann setið um hríð, eftir að hafa ásamt fleirum staðið fyrir mótmælaaðgerðum gegn herstjórn Pinochets forseta. Leiðtoginn, Gabriel Valdes, 64 ára gamall, sagðist hafa átt illa vist í fangelsinu, en það hefði gert sér allt léttara að vita að hann væri að berjast fyrir lýð- ræði. Dómstóllinn sagði að frið- samleg mótmæli Valdes og stuðningsmanna hans hefðu ekki stefnt þjóðarörygginu í hættu og því væri ekki stætt á því að hann sæti í fangelsi. Augosto Piochet, forseti landsins, tjáði sig ekki um málið í gær, né heldur aðrir valdamiklir menn stjórnar- innar. Þá var ekki vitað hvort áfrýjunardómnum yrði áfrýj- að. Fimm öðrum skoðana- bræðrum Valdesar var einngi sleppt, þar á meðal Jorge La- vandero, fyrrum þingmanni, og Joes De Gregorio, formanni þingflokks Kristilegra Demó- krata. Osló, 14. júlí. AP. GRO HARLEM Brundtland, fyrr- verandi forsætisráðherra Norð- manna, bjargaði á þriðjudag eigin- manni sínum frá drukknun undan suðurströnd Noregs eftir hetjulega baráttu við hávaðarok og illan sjó. Dagblöð í Óslóar-borg sögðu frá því í dag, að Brundtland-hjónin hefðu verið að njóta sumarleyfis um borð í seglskútu fjölskyldunn- ar undan Flekkefjord, sem er á suðurströnd Noregs, þegar þau hrepptu illan suðvestan vind. Þau voru á leið til Stavanger. í Aftenposten sagði, að Brundt- land-hjónin hefðu ákveðið að leita skjóls í höfninni í Rasvaag, nærri Flekkefjord, þegar sjór gekk yfir skútuna og skolaði fyrir borð Olav Arne Brundtland, eiginmanni fyrrverandi forsætisráðherra. Olav Arne hafði verið að vinna við seglabúnað skútunnar. Hann var klæddur björgunarvesti og líflína strengd milli hans og skipsins. Aftenposten sagði útbúnaðinn sennilega hafa bjargað lífi Olav Arne. Frú Brundtland tókst að sigla Gro Harlem skútunni inn á kyrrsævi, eftir að hafa barist í tvær klukkustundir við náttúruöflin. Þar komu norsk- ir sjómenn hjónunum til hjálpar, en eiginmaður frú Brundtland hafði dregist með skipinu á meðan barátta eiginkonu hans við veður- haminn stóð og hafði marist illa, enda slegist nokkrum sinnum utan í skútuna. Aftenposten sagði Brundtland- hjónin hafa hvílst í gær í landi og beðið skaplegra veðurs til sigling- arinnar vestur til Stavanger. íran: Velja eftirmann Nikósía, Kvpur, 14. júlí. AP. íranska fréttastofan IRNA greindi frá því í gær, að Ayatollah Meshkini hefði verið kosinn for- maður nefndar þeirrar sem mun velja eftirmann Áyatollah Ruholl- an Khomeini. Hashemi Rafshanj- ani, forseti íranska þingsins, fékk næst flest atkvæði og er vara- formaður nefndarinnar. Meshkini fékk 45 atkvæði og Rafshanjani 38 atkvæði. 64 trúarleiðtogar kusu í nefnd- ina, en fréttaskýrendur áttuðu sig ekki á því hvort að kjör Meshkini gerði hann að líklegasta eftir- manni Khomeini eða ekki. Einugis er vitað, að samkvæmt stjórn- arskrá írans á nefnd þessi að sjá um að velja eftirmann. Vömnarkaiurim hl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.