Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 11 Viðskilnaður Al- þýðubandalagsins — eftir Birgi ísl. Gunnarsson Eftir því sem vikurnar líða frá stjórnarskiptum kemur æ betur í ljós, hve viðskilnaður ráðherra Al- þýðubandalagsins í síðustu ríkis- stjórn var slæmur. í þeirri 9tjórn bar Alþýðubandalagið ábyrgð á mjög mikilvægum málaflokkum. Ljótur slóöi Formaður Alþýðubandalagsins Svavar Gestsson fór með heil- brigðis- og tryggingarmál og auk þess félagsmál, en þeim mála- flokki tilheyra bæði húsnæðismál og sveitarstjórnamál. Fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, Ragnar Arnalds, fór með fjármál ríkisins og Hjörleifur Guttorms- son fór með iðnaðarmál, þ.m.t. undirbúning nýrra orkuvera og aðgerðir til nýtingar orkunnar. Auk þessara mikilvægu mála- flokka er ljóst, að Alþýðubanda- lagið hafði úrslitaáhrif á stjórn efnahagsmála og samningsbundið neitunarvald í mikilvægum þátt- um utanríkismála. Það er ljótur slóði, sem Alþýðubandalagið skil- ur eftir sig — sama hvert er litið. Húsnæöismálin Einn mikilvægasti málaflokkur Svavars Gestssonar var húsnæð- ismálin. Sá málaflokkur snertir nánast hvert mannsbarn í landinu og lánakerfið til íbúðarhúsabygg- ingar ræður úrslitum um það, hvort ungt fólk geti komið sér upp þaki yfir höfuðið. Alþýðubanda- lagið hafði ákveðna stefnu í þess- um málum. Reynt var að keyra allar húsbyggingar undir svokall- aðar „félagslegar framkvæmdir" og þær látnar hafa forgang að öllu fjármagni. Hinn almenni hús- byggjandi, sem vill eignast sitt húsnæði kvaðalaust, var látinn sitja á hakanum og reynt var að slæva allt frumkvæði einstaklinga Hákon Bjarnason húsin mynduðu, yrði einnig hlýtt afdrep fyrir þá, sem eru á ferð um miðborgina. Ég er ekki í neinum vafa um, að ef horfið væri að þessu ráði, yrði þetta ódýrasta leiðin til að leysa vandræðin í Grjótaþorpinu, og í framtíðinni mundu borgarbúar minnast þeirrar borgarstjórnar með þakklæti, sem lét hendur standa fram úr ermum og hjó þann hnút i sundur, sem óleystur var í sex tugi ára. Uákon Bjarnason er fyrrrerandi skógræktarstjóri ríkisins. í þessum efnum. Afleiðingin varð mikill samdráttur í íbúðarhúsa- byggingu og verðlag á íbúðum hef- ur rokið upp úr öllu valdi. Hið al- menna húsnæðislánakerfi er ein rjúkandi rúst og mikið verkefni er nú framundan við að reisa það við og gera ungu fólki kleift að byggja sitt eigið húsnæði. Afkoina ríkissjóös Nýlega hafa birst tölur um af- komu ríkissjóðs á þessu ári og er ljóst að hinn nýi fjármálaráðherra kemur þar ekki að glæsilegu borði. Nú er endalaust hægt að deila um einstakar tölur í þessu sambandi, en til að skynja hvað er að gerast í fjármálum ríkisins er nauðsynlegt að skyggnast nokkuð á bak við töl- urnar. Það eru einkum fjögur at- riði, sem hafa einkennt fjármála- stjórn Alþýðubandalagsins. Hið fyrsta er að æ fleiri þættir í starf- semi ríkisins hafa verið teknir út úr ríkissjóði sjálfum og fluttir í þann kafla fjárlaga, sem fjallar um sjálfstæðar ríkisstofnanir. Fjáröflun til þessarar starfsemi hefur síðan í auknum mæli verið í formi erlendra lána. í öðru lagi hefur lánsfjárþörf ríkisins vaxið stórlega og ríkið sjálft tekið æ hærri lán erlendis. í þriðja lagi hefur viðskiptahall- inn reynst ríkissjóði mikil mjólk- urkýr. Hinn gegndarlausi inn- flutningur hefur fært ríkissjóði gífurlega miklar tekjur í formi tolla, vörugjalds og söluskatts. Þegar reynt er að draga úr þessum innflutningi þýðir það hrun í tekjukerfi ríkisins. I fjórða lagi hefur skattheimta ríkissjóðs Búist við innrás í Nicaragua Jinotega, Nicaragua, M.júlí. AP. STJÓRNARHERINN í Nicaragua segist viðbúinn nýrri innris frá Honduras fyrir næsta þriðjudag, en þá verða fjögur ár liðin frá því að stjórn Anastasio Somozas var steypt. Yfirforingi í hernum, Joaquin Cuardra Lacayo, sagði að upp- reisnarmenn, sem eitt sinn börð- ust fyrir Somoza, væru að safnast saman við landamæri Nicaragua og Honduras til að undirbúa nýja innrás. Sagði herforinginn að upp- reisnarmennirnir myndu að öllum líkindum reyna að ná til miðhluta landsins. 'esiö reglulega af ölmm fjöldanum! aldrei verið meiri en í þessari stjórnartið Alþýðubandalagsins. Viðskilnaður Alþýðubandalagsins á fjármálasviðinu er því ekki glæsilegur. Orkumálin Ekki er betra um að litast í iðn- aðarráðuneytinu. Ekki vantar að þar hafi hlaðist upp skýrslur og miklir fjármunir hafa streymt þaðan til ýmissa gæðinga Alþýðu- bandalagsins, sem hafa setið við skýrslugerðina. Sorglega lítið hef- ur þó komið út úr þessu öllu. Hægt hefur verið á öllum virkjunar- framkvæmdum og á þessu ári er mikill slaki á því sviði. Alvarleg- ast er þó, hve illa hefur verið hald- ið á málum, er varða nýtingu orkunnar. Þessa auðlind verðum við að nýta til uppbyggingar at- vinnulífi í framtíðinni. Ljóst er að það verður ekki gert undir kreddu- trú Alþýðubandalagsins. Birgir íslcifur Gunnarsson Bæði árin 1959 og 1974 fór Alþýðubandalagið úr stjórn, þegar svokallaö- ar „vinstri stjórnir“ fóru frá — og í bæöi skiptin blasti viö hrun í efnahagsmálum og afar erfið mál biöu úrlausnar í ráðuneytum Alþýðu- bandalagsráöherranna. Ekki samstarfs- hæfur flokkur Það sem að ofan hefur verið til- greint úr ráðuneytum Alþýðu- bandalagsins eru frekar dæmi en tæmandi upptalning. Að auki bæt- ist svo við, að öllum samstarfsað- ilum Alþýðubandalagsins úr síð- ustu ríkisstjórn ber saman um, að með öllu hafi verið ómögulegt að fá flokkinn til raunhæfra aðgerða í efnahagsmálum. Hann hafi vilj- að láta reka á reiðanum og þá sjaldan að eitthvað hafi fengist gert hafi það verið of lítið og of seint. Þessi viðskilnaður Alþýðu- bandalagsins er ekki nýr af nál- inni. Bæði árin 1959 og 1974 fór Alþýðubandalagið úr stjórn, þegar svokallaðar „vinstri stjórnir" fóru frá — og í bæði skiptin blasti við hrun í efnahagsmálum og afar erfið mál biðu úrlausnar í ráðu- neytum Alþýðubandalagsráðherr- anna. Þessi reynsla sýnir að samstarf við Alþýðubandalagið er mjög erf- itt og í raun virðist flokkurinn engan veginn samstarfshæfur til ábyrgrar stjórnar á þjóðfélaginu. Birgir ísl. Gunnarsson er alþingis- maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykja víkurkjördæmi. Sumir versla dýrt- aðrir versla hjá okkur Ný fersk Jarðarber »0.5° bakkinn Nv fersk Bláber ÖQ.5Ö bakkinn FULL borð af nýjum ferskum kjötvörum Nýr iax 185ÍS í i/i og Vi Tómatar AÐEINS .00 pr.kg. BESTU KAUPIN: AÐEINS kr. GriHkoí 3 kg. J48*00 Opið til kl.7 í kvöld.Lokaðá morgun AUSTURSTRÆTI 17 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.