Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JtJLÍ 1983 JkX > rw|«i Pétur sennllega áfram hjá Antwerpen: „Munnlegt samkomulag mín og forseta félagsins" „Ég talaöi viö forseta Antwerp- en í kvöld — og það má segja að munnlegt samkomulag sé komið á milli okkar um að ég verði hér áfram,“ sagöi Pétur Pétursson, knattspyrnukappi, er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi. „Ajax hefur ennþá áhuga á aö fá mig til sín, en ég fæ ekki endanlegt svar frá þeim fyrr en eftir u.þ.b. viku. Ég vil heldur skrifa undir eins árs samning viö Antwerpen þar sem ég kann mjög vel viö mig hér á jjessum staö — og ekki síöur vegna þess aö nú fékk ég vilyrði fyrir þeim kröfum, sem ég vildi fá inn í samninginn." Pétur sagöi aö þaö væru aöeins smáatriöi sem eftir væri aö ræöa þannig aö öllum líkindum myndi hann skrifa undir um eöa eftir helgi. „Þeir tóku þessar kröfur mínar ekki alvarlega fyrr en ég fór heim til íslands um daginn, og þá gerðu þeir sér Ijost aö mér var alvara um aö fara bara heim ef þeir létu ekki undan. Þeir vissu aö færi ég til (s- lands fengju þeir ekkert fyrir mig,“ sagði Pétur. Pétur sagði aö Antwerpen hefði sett upp sex milljón frönkum meira fyrir hann en Ajax heföi veriö til- búiö aö greiöa — og hollenska fé- lagið væri enn ekki reiöubúiö aö samþykkja þessa upphæö. Þrír útlendingar mega leika meö hverju félagi í Belgíu, en riú eru fimm slíkir á bókum Antwerpen, þar sem félagiö keypti nýveriö tvo. Pétur sagöist ekkert vera hræddur viö þessa nýju. „Þeir geta keypt eins marga útlendinga og þeir vilja. Þaö verður bara aö koma í Ijós hverjir komast í liöiö þegar þar aö kernur." — SH British Open í golfi: Craig Stadler með forystu eftir fyrsta dag • Pétur hefur hér hoppað á bak einum meöspilara cínum hjá Ant- werpen síöaatliöinn vetur er þeir fagna marki hans. Morgunblaöiö/ Ronny Moyort. Bandaríkjamaðurinn Craig Stadler var ánægöur með að- stæðurnar fyrsta daginn á British „Hóflega bjartsýnn“ „Ég er svona hóflega bjart- sýnn á leikinn," sagði Nói Björnsson, fyrirliöi Þórs á Akur- eyri, er Mbl. spjallaöi við hann í gær, en í kvöld mæta Þórearar KR-ingum í deildinni fyrir norð- an. Þórsarar fengu Ijótan skell gegn FH í bikarkeppninni i Hafn- arfiröi á dögunum en sigruöu síö- an Akurnesinga í næsta leik í deildinni á Skaganum síöasta laugardag. „Leikurinn viö FH er gleymdur og grafinn — viö gleymdum honum strax daginn eftir,“ sagði Nói. „En ég er aftur á móti mjög ánægöur meö sigurinn gegn Akurnesingum. Viö börö- umst af miklum krafti gegn þeim allan tímann og gáfum þeim aldr- ei friö. Þaö heppnaðist mjög vel, og viö uppskárum mjög ánægju- legan og dýrmætan sigur. En menn mega ekki ofmetnast þrátt fyrir þann sigur og ég held aö Irtil hætta sé á því. Ég býst viö aö viö getum stillt upp sama liöi og gegn Akurnesingum.” Fyrri leik Þórs og KR í deildinni í sumar lauk meö jafntefli í Laug- ardalnum, hvort liö gerði eitt mark, en síöast er liöin léku á Akureyri sigruðu Þórsarar 2:1. — Hvaö finnst þér um deild- ina í ár? „Þaö er mun minna um afger-. andi menn í liðunum nú en þegar viö lékum síöast í 1. deild. Þá voru þeir nokkrir sem alltaf þurfti aö taka sérstaklega, eins og t.d. Sigurlás, Lárus og Pétur Orm- slev. Liöin eru mun jafnari nú en þau voru á þessum tíma, en ég er ekki sammála því aö fótboltinn nú sé lakari en t.d. í fyrra. Menn hafa veriö aö tala um það, en ég get ekki fallist á slíkt tal,“ sagöi Nói. — SH. „Algjör úrslitaleikur fyrir okkur Víkinga“ „ÉG ER bjartsýnn á þennan leik í kvöld. Við gerum okkur fulla grein fyrir hversu mikilvægur hann er fyrir okkur, þaö dugar ekkert annað en sigur ef við ætlum að vera meö í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn. Það er alveg öruggt aö ef við fáum ekki stig úr þessum leik þé þurfum viö ekki að hugsa um sigur í mótinu. Þetta er algjðr vendipunktur fyrir okkur,“ sagði Ómar Torfason Víkingur þegar Mbl. hafði samband við hann vegna leiks Víkings og Skagamanna í 1. deildinni sem fram fer í kvöld á Laugardals- velli. Ómar sagöist ekki vera hræddur viö Skagamenn, hann heföi séö þá leika gegn Val um daginn og þaö væri engin ástæöa til aö óttast þá. Hann sagöi aö Víkingar ætluðu sér aö leika til sigurs og hann heföi trú á aö þaö myndi takast hjá þeim aö leggja Skagamenn, því í síöustu leikjum heföi spilið veriö aö koma og þaö væri greinilegt aö liöiö væri aö smella saman. „Ég hef trú á því aö þaö lið sem vinnur í næstu leikjum sín- um og fær 5—6 stig úr næstu þremur leikjum komi til meö aö fara langt í deildinni. Þessi leikur í.kvöld er aö mínu mati algjör úrslitaleikur fyrir okkur Víkinga. Ef viö sigrum eigum viö góöa möguleika á aö vinna mótiö, en ef viö hins vegar töpum, veröum viö líklega í botnbaráttunni því þetta er svo hnífjafnt allt saman aö þaö má ekkert útaf bera, þá er liö komiö í neösta sæti eins og skot,“ sagöi Ómar aö lokum. sus. Open golfmótinu í gær, og gekk vel á „góðum grínum í góðu veðri,“ eins og hann oröaði það. Hann lék mjög vel í gær — sér- staklega var hann frábær í pútt- unum, og lék hann á sjö höggum undir pari á 64 höggum, og hefur þriggja högga forystu. Þetta er í 112. skiptið sem opna breska meistaramótið í golfi er haldið. „Ég hef líklega aldrei leikið betur en hér i dag,“ sagöi Stadler í sam- tali viö AP. „Ég hef vissulega feng- iö betra skor, en aldrei í slíkri stórkeppni.” Stadler hefur enn ekki náö aö sigra í keppni á þessu ári en í fyrra sigraöi hann í Masters-keppninni og á þremur öörum stórmótum. Hann neitaöi því aö hann yröi óhemju bjartsýnn á sigur í þessari keppni þrátt fyrir svo frábæra byrj- un. „Þaö nægir ekki aö fara keppnina á sjö undir pari til aö sigra. Ekki ef veðriö helst svona gott,“ sagöi hann. „Ég er auövitað mjög ánægöur meö aö hafa forystuna, en ég fer ekki aö hugsa um þaö núna aö sigra í keppninni, og þaö geri ég ekki fyrr en ég sé hver staöa mín veröur á sunnudagskvöldiö. Þaö er löng leið eftir enn og margir snjallir golfleikarar á meöal þeirra efstu.“ Á meöal þeirra er Tom Watson, sem fjórum sinnum hefur sigraö í þessari keppni. Hann, Bill Rogers, sem sigraði á mótinu 1981, og Vestur-Þjóöverjinn Bernard Lang- er, voru jafnir í ööru sæti meö 67 högg. Langer, sem var einn í öðru sætinu þar til honum mistókst pútt á síöustu holunni, lék í holli meö Stadler. „Hann lék frábærlega,” sagöi Langer um kollega sinn. „Þaö var stórkostlegt aö sjá hve mikiö vald hann haföi yfir boltan- um.“ Aöstæöur voru hinar ákjósan- legustu er keppnin byrjaði í gær — léttur vindur og þægilegur hiti, og sjaldan hafa náöst betri skor í þessari keppni en í gær. Jack Nicklaus og Severiano Bellasteros náöu sér ekki vel á strik í gær (ef hægt er aö oröa þaö þannig) og léku þeir báöir á 71 höggi. Hópur kylfinga fór á 68 höggum, meðal þeirra voru Hai Sutton, Nick Faldo, Sam Torrence, Mick Ferguson og Vaugham Somers. Lee Trevino fór á 69 höggum og Larry Nelson og Bob Gilder voru meöal þeirra sem fóru á 70 höggum. íslandsmeistara- keppni í hjóireiðum HJÓLREIÐAFÉLAG Reykjavíkur heldur íslandsmeistarakeppni í hjólreiðum laugardaginn 16.07. Keppt veröur í tveim flokkum, 13—16 ára og 17 ára og eldri. Keppnin hefst við Kaplakrikavöil kl. 10 f.h. Keppendur mæti stundvíslega kl. 9.30 til skrán- ingar. Vegalengdin sem hjólað veröur er um það bil 100 km. Hjólað veröur frá Kaplakrikavelli um Keflavík, gegnum Sandgerði, um Garð, til Keflavíkur aftur og svo endaö viö Kaplakrikavöll. Þátttökugjöld fyrir félagsmenn 150 kr. og 200 kr. fyrir aðra. ttrn og Dooley Myndabrengl varö á síðunni hjá okkur í gær, að með leik Fylk- is og Fram kom mynd af Jim Oooley. Þar átti að birtast mynd af Erni Valdimarssyni, Fylkis- manni, en hann lék vel meö liöi sínu og skoraði tvö falleg mörk. Örn er fyrirliöi unglinga- landsliösins, meö marga landsleiki aö baki, en hann lék fyrst meö lið- inu 14 ára gamall. Örn, sem nú er oröinn 17 ára, hefur einnig leikiö í drengjalandsliöinu og er geysilega efnilegur knattspyrnumaöur. Viö birtum hér mynd af honum og biöj- umst velvirðingar á þessum mis- tökum. • örn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.