Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakið. Veik staða ráðuneyta Undir lok sjöunda áratug- arins beitti þáverandi for- sætisráðherra, Bjarni Bene- diktsson, sér fyrir setningu laga um Stjórnarráð íslands og samhliða lagasmíðinni var samin ítarleg reglugerð um starfsskiptingu milli ráðu- neyta og þau mál sem undir hvert þeirra falla. Tóku lögin og reglugerðin gildi í árslok 1969. Síðan hefur hvorki verið hróflað við ákvæðum laganna né reglugerðarinnar þrátt fyrir síaukin umsvif stjórn- arráðsins og afskipti á flestum sviðum. Er ekki vafi á því að reglugerðinni ef ekki lögunum þarf að breyta nema stjórn- kerfið sé með öllu staðnað og menn vilji að það sé hið eina í landinu sem breytist ekki. Hvað svo sem hinum opinberu afskiptum líður og deilum um réttmæti þeirra er óhætt að slá því föstu að ráðuneytin eru veikar stofnanir. Þótt ráðuneytin séu veikar stofnanir er ekki þar með sagt að hið opinbera stjórnkerfi á íslandi sé veikt, þvert á móti hefur þróast hér opinbert og hálfopinbert stofnana- og kerfisveldi sem fyllsta ástæða er til að athuga með það í huga að láta ferska vinda blása helst í öll skúmaskot. Eitt af helstu einkennum þessa kerfis er hve e.-fitt er að finna þann sem ber endanlegu ábyrgðina. Þessi leit að ábyrgðarmanninum er í sjálfu sér ekki flókin þegar skoðuð eru skipurit eða gluggað í lög og reglur. En í raun hafa opinberir aðilar verið ótrúlega fundvísir á leiðir til að mynda einskonar tómarúm utan um margar umdeildar ákvarðanir og láta eins og þær séu ekki teknar af neinum. Blaðamenn eru líklega í bestri aðstöðu til að meta þá áráttu opinberra embættismanna að vísa hver á annan. Þessi árátta er til marks um veikleika sem leiðir að lokum til þess að kerfið tek- ur völdin af embættismönnun- um ef þannig má að orði kom- ast. Deilur um stöðu embætt- ismanna gagnvart alþingis- mönnum eiga ekkert skylt við veika stöðu ráðuneyta innan stjórnkerfisins. Hins vegar leiðir hin veika staða ráðu- neytanna til þess að áhrif stjórnmálamannanna verða minni en ætla mætti miðað við þá virðingu sem ráðherraemb- ætti hafa löngum notið á ís- landi. Það er til lítils fyrir ráð- herra að taka ákvörðun um eitthvert atriði á sínu sviði ef þessi ákvörðun breytist síðan í óskapnað á leið sinni um stjórnkerfið og kemst ekki framkvæmd fyrr en hún hefur velkst á milli nefnda og ráða. Hitt er ekki betra að ráðherr- ar velji þann kost að skjóta sér undan ábyrgð með því að mynda stuðpúða á milli sín og niðurstöðunnar í vandasömum málum. Skýrasta dæmið um það hvernig kerfið nær yfirhönd- inni er hve stjórnmála- mönnum gengur illa að hrinda þeim áformum sínum í fram- kvæmd að draga úr opinberum útgjöldum og lækka skatta. Með tilkomu nýrrar ríkis- stjórnar nú í vor glæðast vonir um að hróflað verði við kerf- inu, til dæmis með sölu ríkis- eigna og nýjum rekstrarhátt- um á sjúkrahúsum. Það er nokkur prófsteinn á stöðu ráðuneyta hvort þessi áform um breytingar ná fram að ganga. Vitnað fyrir Sovét Tíminn kallar á sjálfan for- mann Framsóknarflokks- ins, Steingrím Hermannsson, forsætisráðherra, í gær og lætur hann vitna um nauðsyn þess að talað sé um Sovétríkin af viðskiptalegri framsóknar- ástúð. Sýnist nú skammt í það að framsóknarmenn krefjist þess að viðskiptaráðuneytið ákveði hvað sagt er um Sov- étríkin í íslenskum fjölmiðl- um. Margsinnis hefur verið ítrekað hér á þessum stað að Morgunblaðið er ekki andvígt því að íslenskir aðilar selji Sovétmönnum allt sem þeir geta enda miðist verslunin við eðlilega viðskiptahætti. Morg- unblaðið vill jafnframt að opinberri yfirstjórn olíuinn- flutnings verði aflétt og olíufé- lögunum veitt frelsi til samn- inga. Kveinstafir framsóknar- manna og nú sjálfs forsætis- ráðherra vegna skrifa Morg- unblaðsins um Sovétviðskiptin eru skýrasta sönnun þess að jau eru pólitísk. Æskilegt væri því að framsóknarmenn vildu ræða þessi mál á póli- tískum grundvelli en ekki með cröfuna um ritskoðun á milli ínanna. Hvert er álit forsæt- isráðherra og málgagns Fram- sóknarflokksins á þeirri álykt- un um Sovétviðskiptin sem gerð var á landsfundi sjálf- stæðismanna 1981? Kjarvals- stöðum berst vegleg GUÐMUNDUR Jónsson, hæstaréttardómari, færði í gær Reykjavíkurborg að gjöf fjögur oh'umálverk og 22 mannamyndir fyrir hönd for- eldra sinna, Jóns Þorsteins- sonar, íþróttakennara, og Ey- rúnar Guðmundsdóttur. Af- hendingin fór fram að Kjar- valsstöðum og verða verkin varðveitt þar. Davíð Oddsson, borgarstjóri, veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði velgjörð og hlýhug Jóns Þorsteins- sonar og eiginkonu hans Eyrúnar Guðmundsdóttur í garð Reykja- víkurborgar. Meðal olíumálverkanna er myndin Skjaldbreiður, sem er ein af síðustu myndunum sem Kjarval málaði af Þingvöllum, en þá mynd málaði hann í húsi Jóns Þor- steinssonar við Lindargötu á ár- unum 1958 til 1962. Mannamynd- irnar 22 eru af ýmsum samtíðar- mönnum Kjarvals. Guðmundur Jónsson, hæstarétt- ardómari, Eyrún Guðmundsdótt- ir, eiginkona Jóns Þorsteinsson- ar, og Davíð Oddsson, borgar- stjóri, við verkið Skjaldbreiður við afhendinguna í gær. Ljósmynd Mbl. Guójón. Dagsferð Sunnuhlíð- arfólks í boði BSR Þessar myndir voru teknar fyrir utan Sunnuhlíðarheimilið í Kópavogi um hádegisbilið í gær, en þá héldu um 50 eldri borgarar í ferð til Hveragerðis. Var ferðin farin í boði leigubílstjóra BSR. í ferðinni óku 15 bílstjórar og buðu þeir ferðalöngum upp á veitingar í Hveragerði. Leigubflstjórar BSR hafa gert það að árlegum viðburði að bjóða einhverjum hópi fólks í dagsferð og buðu þeir á liðnu sumri dvalarfólki Grensásdeildar Borgarspítal- ans. Samgönguráðuneytið um Grænlandsflug: Þykir miður að Flugleiðir skuli leggja niður flugið „EINS og kunnugt er felldi SAS niður millilendingar á íslandi í áætl- unarflugi sínu milli Danmerkur og Grænlands síðastliðið haust. Sam- gönguráðuneytið var þeirrar skoðun- ar, að flugsamgöngur milli þessara tveggja grannlanda mættu ekki falla niður og tók því upp viðræður við grænlensk stjórnvöld í mars sl., um möguieika á því að halda þessum samgöngum áfram,“ segir í frétta- tilkynningu frá samgönguráuneyt- inu. Síðan segir: „Niðurstaða við- ræðna um þessi mál varð sú að leita bæri allra tiltækra leiða til að halda uppi áætlunarflugi milli íslands og Grænlands allt árið. Sú skoðun var ofarlega á baugi í þess- um viðræðum að slíku flugi yrði haganlegast komið fyrir með föst- um ferðum lítilla véla milli ís- lands og Kulusuk í Grænlandi, en grænlení-’.." flugfélagið Grön- landsfly flytti farþegana innan- lands á Grænlandi til og frá Kulu- suk. í framhaldi af þessum viðræð- um óskaði ráðuneytið eftir tillög- um fjögurra flugrekstraraðila um æskilega tilhögun slíks flugs. Þessir aðilar voru Flugleiðir hf., Arnarflug hf., Flugfélag Norður- lands hf. og Flugskóli Helga Jónssonar. Svör bárust frá þessum aðilum í apríl og maí sl. vor. Ráðu- neytið taldi þó svar Flugleiða hf. ekki fullnægjandi og óskaði því eftir frekari tillögum frá félaginu sem bárust með bréfi 21. júní sl. Við mat á þeim hugmyndum sem ofangreindir flugrekstrarað- ilar settu fram í bréfum sínum taldi ráðuneytið að tilboð Flug- skóla Helga Jónssonar um áætlun- arflug milli íslands og Grænlands kæmist næst þeim hugmyndum sem komið höfðu fram í áður- nefndum viðræðum við grænlensk stjórnvöld. í framhaldi af því sendi ráðuneytið beiðni um það til danskra flugmálayfirvalda 29. júní sl. að þau fyrir sitt leyti sam- þykktu fyrirtækið sem flugrekstr- araðila í áætlunarflugi milli þess- ara tveggja landa. Svar hefur ekki enn borist frá dönskum flugmála- yfirvöldum við þessari beiðni. Flugskóla Helga Jónssonar hefur því ekki verið veitt leyfi til ofan- greinds áætlunarflugs, en ljóst er að ráðuneytið mun veita fyrirtæk- inu þetta leyfi að uppfylltu sam- þykki danskra stjórnvalda, svo og að uppfylltum öðrum skilyrðum samkvæmt íslenskum loftferða- lögum. Það er því ekki rétt, sem Flugleiðir hf. héldu fram í frétta- tilkynningu, að leyfi til Flugskóla Helga Jónssonar hafi þegar verið veitt af íslenskum stjórnvöldum. í febrúar á þessu ári gáfu Flug- leiðir út sumaráætlun um flug milli Reykjavíkur og Narssarssu- aq með fyrirvara um samþykki stjórnvalda. Samgönguráðuneytið samþykkti fyrir sitt leyti þessa flugáætlun og hlutaðist til um að fá samþykki danskra stjórnvalda. Samkvæmt áætluninni halda Flugleiðir uppi áætlunarflugi tvisvar í viku milli íslands og Narssarssuaq á tímabilinu 29. júní til 7. ágúst. Það er algjörlega úr lausu lofti gripið í fréttatilkynn- ingu Flugleiða, að þetta leyfi hafi verið tekið af fyrirtækinu, enda í beinni þversögn við þá áherslu sem ráðuneytið leggur á traustar samgöngur milli íslands og Græn- lands. Ráðuneytinu þykir miður að Flugleiðir skuli hafa gripið til þess nú að leggja niður áætlunarflug sitt til Grænlands, verulegan hluta þess stutta tíma sem þeir höfðu sótt um leyfi fyrir. Hins vegar er ráðuneytið fullvisst um að Flugleiðir hf. munu eins og jafnan áður standa að fullu við þær skuldbindingar sem félagið kann að hafa gagnvart viðskipta- vinum sínum á þessari leið í sumar." Björn Theodórsson, framkvæmdastjóri markaössviðs Flugleiða: Grænlandsflug hefur ekki verid arðbært fyrir okkur „VIÐ GETUM ekkert annaó en staðfest þessar dagsetningar og við svörum því játandi að við svöruðum ráðuneytinu þá daga sem þeir gáfu upp. Við höfum verið mjög hikandi við það hvort grundvöllur væri fyrir flugi á milli íslands og Grænlands á veturna, hvort flutningarnir væru arðbærir og hvort þeir gætu staðið undir sér. Við vorum mjög hikandi við það og þess vegna komu svör frá okkur svona seint," sagði Björn Theodórsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða, í samtali við Mbl. í gær, þegar hann var spurður af hverju fyrirtækið hefði sent svör sín síðar en aðrir til sam- gönguráðuneytisins, þegar l'st var eftir þeim sem áhuga hefðu á Græn- landsflugi. „Við getum staðfest að það er rétt að Grænlandsflugið hefur ekki verið arðbært fyrir okkur og við sáum fram á það strax í upp- hafi og töldum okkur þá vera að fjárfesta til framtíðarinnar með það að fljúga þangað i sumar, þó flugið skilaði okkur ekki arði þá, en þar sem okkur skildist að við yrðum ekki með leyfið næsta ár, þá vildum við ekki að reka það með tapi. Við vildum jafnframt reyna að leysa vanda farþeganna á sem haganlegastan hátt með öðru móti. Ég held að okkur hafi tekist að leysa úr vanda farþeg- anna vegna þessarar ákvörðunar og munum við halda áfram að vinna að því með þá sem eiga eftir að fara eða koma,“ sagði Björn. Björn var spurður hvort við- brögð Flugleiða hefðu ekki verið harkaleg. „Við urðum reyndar að taka ákvörðun mjög fljótt því að það bætti ekki stöðuna að bíða með að taka ákvörðun. Við munum að sjálfsögðu sjá farþegum fyrir flutningi eða bjóða þeim upp á aðra möguleika. Við breyttum flugáætluninni vegna þess að við sáum fram á að við værum að tapa á fluginu og ef við ættum ekki að mega vinna það upp til komandi ára, þá vildum við eins hætta því strax," sagði Björn Theodórsson. Gjaldeyrisviðskipti í Búnaðarbankanum Búnaðarbankinn opnar í dag formlega nýja deild sem mun sjá um erlend viðskipti. Er óhætt að segja að opnun þessarar deildar marki tímamót í íslenskum bankamálum en fram að þessu hafa einungis tveir bankar, Landsbankinn og Útvegsbankinn, haft leyfi til gjaldeyris- viðskipta. Gengið í gegnum afgreiðslusal nýju deildarinnar. Talið frá vinstri: Sólon R. Sigurðsson, forstöðumaður deildarinnar, Magnús Jónsson, fyrrverandi ráð- herra, og Stefán Hilmarsson, bankastjóri. Til hægri við þá má sjá töflu sem er ómissandi í gjaldeyrisviðskiptadeildum, töflu um gengisskráningu. Það var í október sl. sem Seðla- banki íslands ákvað samkvæmt heimild í lögum og að fengnu sam- þykki viðskiptaráðherra að Bún- aðarbankinn skyldi fá fulla heim- ild til gjaldeyrisviðskipta. Stefán Hilmarsson, bankastjóri Búnað- arbankans, sagði á blaðamanna- fundi í gær að upphafleg röksemd Seðlabanka Islands fyrir því að veita Búnaðarbankanum ekki heimild til gjaldeyrisviðskipta væri ekki jafn haldgóð og fyrir rúmum hálfum fjórða áratug, þeg- ar Búnaðarbankinn sóttist fyrst eftir slíkri heimild. Meginrökin gegn leyfisveitingunni voru upp- haflega þau, að hinir ríkisbank- arnir, Landsbankinn og Útvegs- bankinn, lánuðu mest til útflutn- ingsatvinnuveganna. Stefán sagði að nú hefði margt breyst og Búnaðarbankinn hefði í auknum mæli farið að veita lán til sjávarútvegsins. Hann sagði að allt að 10% allra útlána bankans gengju til sjávarútvegsins auk þess sem hann lánaði til margra útflutningsaðila í öðrum atvinnu- greinum. Stefán sagði einnig, að góð dreifing útibúa bankans í öll- um landsfjórðungum hefði vegið sterklega sem rök fyrir því að bankanum yrði þetta leyfi. Hann tók sem dæmi að Skagfirðingar hefðu þurft að leita til Akureyrar eða Reykjavíkur til að geta fengið afgreiðslu á gjaldeyri, á meðan íbúar margra annarra byggðar- laga í landinu hefðu notið þessar- ar þjónustu. Stefán benti einnig á að Búnað- arbankinn væri orðinn annar stærsti viðskiptabanki landsins, með 23% allra innlendra innlána, og því teldi hann bankanum það skylt að veita viðskiptavinum hans gjaldeyrisþjónustu. Sú ákvörðun var tekin sl. vetur að deildin skyldi taka upp um sama leyti þjónustu í öllum grein- um erlendra viðskipta, en ekki í áföngum eins og áætlað var í fyrstu, og skyldi sú starfsemi ná til allra útibúa bankans bæði í og utan Reykjavíkur. Gjaldeyris- deildin mun veita alhliða þjónustu í erlendum viðskiptum en auk þess mun bankinn einnig bjóða VISA- greiðslukort, sem afgreidd verða til ferðamanna eftir reglum gjald- eyriseftirlits Seðlabankans. Aðal- stöðvar erlendra viðskipta verða í húsnæði bankans í Aðalstræti 7, en það hefur nú verið tengt húsi bankans í Aðalstræti 5. Forstöðu- maður deildar erlendra viðskipta er Sóion R. Sigurðsson, aðstoðar- bankastjóri, en hann var áður starfsmaður Landsbanka íslands. Gefa hálfa milljón til heiibrigðismála í TILEFNI þess að Búnaðarbank- inn hefur fengið leyfi fyrir erlend- um viðskiptum ákváðu forráða- menn hans að gefa hálfa milljón króna til heilbrigðismála. Stefán Hilmarsson, banka- stjóri, sagði á blaðamannafundi í gær að opnun gjaldeyrisdeild- arinnar væru ein hin mestu tímamót í starfssögu Búnaðar- bankans og því hefði verið ákveðið að fagna með þessu móti. Gert er ráð fyrir að fjárupp- hæð þessi verið stofn að sérstök- um Tækjasjóði Landspítalans, er hefði það hlutverk að veita að- stoð við kaup á mikilvægum lækningatækjum til spítalans. * Utflutningur hrossakjöts hefur mistekist: Norðmönnum þótti það of feitt og kvörtuðu undan þráabragði ÓVENJU miklar birgðir eru nú til af hrossakjöti í landinu og gæti hluti þeirra legið undir skemmdum ef ekki tekst að koma þeim í verð í haust, að sögn Gunnars Guðbjartssonar, fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs land- búnaðarins. Gunnar sagði að þann 1. júní síð- astliðinn hefðu verið 366 tonn af hrossakjöti í birgðum sem er tals- vert meira magn en venjulega og meira en áætluð sala innaníands fram á haustið. Útflutningur hefur gengið stirðlega, að sögn Gunnars, og hefur útflutningurinn til Frakk- lands algerlega mistekist, því þang- að fór ekki nema hluti umsamins magns og kaupandinn hefur enn ekki staðið að fullu við greiðslur á því kjöti sem hann þó fékk sent. Út- flutningur til Noregs var einnig reyndur en kaupandinn þar gerði at- hugasemdir við kjötið, þótti það of feitt og sagði þráabragð af því, þannig að líklegt er að sú tilraun komi fyrir ekki, að sögn Gunnars. Gunnar sagði að innlendum sér- fræðingum sem rannsökuðu kjötið bæri ekki saman við Norðmennina, en þetta væri þeirra smekkur og við því væri ekkert að segja. í byrjun júní síðastliðinn var óvenju lítið til af nautakjöti í land- inu, þannig að illa horfði með að nægjanlegt magn yrði til sölu í sumar, en úr því rættist með óvenju mikilli nautgripaslátrun í júní þannig að ferðafólkið ætti að geta fengið nautakjöt að vild í sumar. Heldur meiri birgðir voru af svína- kjöti þann 1. júní en venjulega er, eða sem svarar 10—12 daga sölu, en venjulega eru ekki til nema nokk- urra daga birgðir af svínakjöti, enda svínakjöt fremur viðkvæmt í geymsíu. A móti kemur það hins- vegar að salan yfir aðalferðamanna- tímann er meiri en á öðrum tímum ársins, þannig að þetta gæti jafnast í haust að sögn Gunnars Guð- bjartssonar. Gunnar Thoroddsen: Viðauki við 8 punkta um efnahagsmál ERLENDAR skuldir Islands . munu þær hækka um 6% eins og taldar í SDR dráttareiningum fyrrverandi stjórn og Alþingi Alþjóða-gjaldeyrissjóðsins, hafa gengu frá málum. hækkað á síðasta.áratug að með- Á síðustu þremur árum, altali um 19% frá ári til árs, 1981—’83 hefur aukning verið mest 1974 um 40% og 1975 um 15% að meðaltali og því undir 28%, en minnst nú í ár, en þá meðallagi áratugarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.