Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 — eftir Gunnar Stefánsson 10 Kaupmannahafnarpistill „Koma þeir að sækja mig í nótt?“ Fyrir fáum dögum var haldin á Jótlandi ráðstefna guðfræðinga og kirkjuleiðtoga víðsvegar úr heim- inum. Þar var staddur forseti al- þjóðasambands kalvínskra mót- mæiendakirkna, blökkumaðurinn Allen Boesak frá Suður-Afríku. Á blaðamannafundi sem Kristeligt Dagblad greinir frá 6. júlí minnti hann heimamenn á danskan skáldprest sem féll fyrir morð- ingjahendi á hernámsárunum, Kaj Munk. „Ég lít á Kaj Munk sem and- legan föður andspyrnuhreyf- ingarinnar," sagði þessi fjar- komni kirkjuleiðtogi. „Ég dáist að stíl hans og því hve hann er samkvæmur sjálfum sér, dáist að því hvernig hann tengdi guð- fræðina hversdagslegum við- fangsefnum. Það hefur vakið hjá mér nýjar hugmyndir að lesa um hugrekíd hans, og ég vil líkja honum við Martin Luther King. Ég undrast að danska kirkjan skuli ekki halda nafni hans meira á loft, ég tel að minning hans geti haft veruleg áhrif, einnig i samstarfi kirkjudeilda. „En hann var ekki skilinn rétti- lega,“ sagði hinn afríski prestur og kvaðst mundu gera sitt besta til að kynna þennan löngu látna danska sóknarprest og skáld meðal guðfræðinga í Suður- Afríku. Sú var tíðin að Kaj Munk var sá norrænna andans frömuða sem mestur ljómi stóð af í vit- und manna. Að kvöldi 4. janúar 1944 sóttu sendimenn þýsku hernámsstjórnarinnar hann heim á prestssetrið í Vederso á Vestur-Jótlandi, óku með hann burt og létu eftir blóðugt lík hans í vegarskurði skammt frá Silkiborg. Fregnin um dauða Kaj Munks vakti harm og viðbjóð um öll Norðurlönd. Á íslandi minnt- ust hans fremstu skáld þjóðar- innar: Davíð Stefánsson hélt til- finningaþrungið útvarpsávarp (pr. í Mæltu máli) og Jóhannes úr Kötlum hyllti hann i kvæði (Presturinn á Viðarsæ í Sól tér sortna). í kjölfar þessa þýddi Sigurbjörn Einarsson, síðar biskup, tvö predikanasöfn Kaj Munks, Við Babýlons fljót og Með orðsins brandi. Kaj Munk er eitt af helstu leikritaskáldum Dana og á sinni tíð blés hann nýju dramatísku lífi í danskar leikbókmenntir. Af verkum hans er kraftaverkaleik- ritið Orðið líklega kunnast og var leikið á íslandi á sinni tíð. Hætt er við að nú sé tekið að fyrnast yfir verk hans flest. Hann tók afarmikinn þátt i opinberri umræðu samtíðar sinnar, skrifaði fjölda blaða- greina og hélt ræður víðsvegar um land. Hann varð ekki nema 46 ára, en það sem eftir hann liggur er geysimikið að vöxtum: heildarútgáfa verka hans er í níu stórum bindum. Sem greinahöfundur og mál- flytjandi var Kaj Munk ærið umdeildur, enda skóf hann hvergi utan af. Margir töldu hann afturhaldssegg og einræð- issinna, og víst er um það að löngum var hann aðdáandi „sterkra leiðtoga" og í þeim hópi voru lengi vel Hitler og Mussol- ini. Að sama skapi var hann vantrúaður á hið lýðræðislega stjórnarform. En eftir að ljóst var hvert stjórnarfar nasismans leiddi, snerist Kaj Munk til harðrar andspyrnu gegn kúgun- arvaldinu, þrumaði fordæm- ingar af predikunarstólnum, tal- aði kjark í þjóð sína í ræðu og riti, gerðist á samri stundu lýs- andi viti í sorta hernámsáranna. Dauði hans varð svo til að full- komna spámannsköllunina, hið Kaj Munk sögulega hlutverk hans á þreng- ingatímum þjóðarinnar. Allt er þetta komið í nokkurn fjarska. Énn er þó ljómi yfir nafni Kaj Munks og enn dregur hann að sér áhuga manna svo sem hinn afríski klerkur hefur nú borið vitni um. Hitt er annað mál hvernig meta skal hlutverk hans sem prests út frá nútíma- straumum í guðfræði eða mannréttindabaráttu. Kaj Munk hefði áreiðanlega haft sitthvað að athuga við baráttuaðferðir Martins Luthers King sem Suður-Afríkumaðurinn vildi líkja honum við. í þessum efnum verður að fara með allri gát, það er ætíð hæpið að draga látna menn sem störfuðu við ólíkar að- stæður þeim sem nú ríkja í dilka samtíðarinnar. Hitt er undarlegt ef satt reynist að danska kirkjan haldi ekki nafni Kaj Munks á loft, svo áhrifaríkur kennimaður sem hann var í lífi og dauða. Manninum Kaj Munk má best kynnast í endurminningum sem hann ritaði árið 1942 og heita Foráret sá sagte kommer. Þessi bók er nokkuð margorð og laus í reipum en frásögnin tíðum bráð- skemmtileg og lifandi. Munk segir frá æsku sinni og uppvexti á Lálandi, skólaárum, háskóla- námi og skáldskaparhneigð. Þá segir hér frá upphafi prestskap- ar á Vederse þar sem hann þjón- aði alla tíð og frásögninni lýkur þar sem höfundur er tuttugu og átta ára og hefur í fyrsta sinn fengið leikrit tekið til sýningar. Við sjáum að Munk er afar hrifnæmur. Hann er eldhugi, sí- fellt gagntekinn af viðfangsefn- um sínum, og efirminnilegt er hvernig hann lýsir því sem sinni stærstu stund þegar hann sá Föðurinn eftir Strindberg tví- tugur: „Þetta er guðdómlegt, guðdómlegt og skelfilegt. Þetta ástríðufulla, mannfjandsamlega, kvenhatursmagnaða strind- bergska æði. Hafðir þú þá, Strindberg, djöfullinn þinn, hrapað ofan úr hinu guðdómlega ríki snillinganna?" Kaj Munk vildi færa dönsku leikhúsi hið mikla drama af því að hið mikla drama lifði í honum sjálfum. Þetta segir bókmennta- fræðingurinn Jens Kistrup og er sannmæli. Það var auðvitað drama kristindómsins sem lifði í skáldprestinum og er meginfor- senda lífsskilnings hans. I þeim efnum sætti hann sig ekki við neinn undanslátt. Hann segir frá því í endurminningunum er hann sótti fundi í Kristilegu stúdentafélagi og kynntist þar ýmsum upprennandi skáldum og andans frömuðum. „Þarna var Gunnar Gunnarsson með sinn rauðglóandi makka,“ segir hann. „Gunnar fékk mann til að meta ævilangt andheita heiðni langt- um meira en hálfvolgan krist- indóm." Það er gaman að sjá þennan vitnisburð. Þessi tvö ólíku skáld áttu það sameigin- legt að hafna hálfvelgjunni, glíma án undanbragða við örðug viðfangsefni. Kaj Munk dýrkaði stórmenni eins og margir andans menn af hans kynslóð. Hann vildi í lengstu lög trúa að Hitler og Mussolini væru stórmenni og þjóðskörungar. Það er átakan- legt að sjá í greinum hans hvernig hann lofsyngur Hitler, skilur ekki stefnu hans, og þegar ógnarverk nasista verða opinber ásakar hann foringjann fyrir að hafa svikið hinar háleitu hug- sjónir sínar! En þegar Þjóðverj- ar hernema Danmörku snýst Munk til baráttu opinskátt og af mikilli djörfung. Leikritið Niels Ebbesen sem sækir efnivið í löngu liðna tíð bönnuðu nasistar og það var ekki sýnt fyrr en að stríðinu loknu og varð þá fyrsta verkefni Konung- lega leikhússins. Á nýársdag 1944 hélt Kaj Munk messu í sóknarkirkjunni á Vederse. Eftir að sálmur hafði verið sunginn slökkti hann á alt- ariskertunum, staðnæmdist fyrir neðan predikunarstólinn, frakkaklæddur með rauðan háls- klút. Hann sagðist ekki geta stigið í stólinn eða farið fyrir altari, svo harmþrunginn væri hann af því að nokkrir menn í sókninni hefðu gengið ótilneydd- ir í þjónustu Þjóðverja. Síðan minnti hann á að í liðssveitum Þjóðverja væru margir góðir drengir. „En það eru hin hörðu kjör stríðsins að á meðan það stendur eigum við ekki í höggi við manneskjur heldur einkenn- isbúninga." Um ungu mennina í andspyrnuhreyfingunni sagði hann: „Þeir hafa tekið að sér að sýna andlit Danmerkur." Og svo vék hann að sjálfum sér: „Mán- uðum saman hef ég ekki lagst til hvíldar nokkurt kvöld án þess að hugsa: Koma þeir að sækja þig í nótt? Og það er ekki viðfelldin hugsun fyrir þann sem ann líf- inu, hefur nóg að starfa og gleðst með konu og börnum. Og þó get ég ekki hatað. Því manneskjurn- ar eru með ýmsu móti og haldn- ar margvíslegum öndum, og frelsarinn hefur kennt okkur bænina: Fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gera.“ En þeir vissu hvað þeir gerðu. Fáum dögum seinna komu þeir og hrifu Kaj Munk frá konu sinni og börnum. Hann varð nú píslarvottur, andans maður sem galt með lífi sínu fyrir hugrekkið í baráttu við það ógnarvald sem hann fyrrum hafði bundið vonir við. Þannig varð dramatískt hlutverk hans í lífi og dauða. Og enn í dag vekur þessi danski skáldprestur aðdáun og dæmi hans örvar til íhugunar um sam- tvinnun kenningar, lífs og listar og áhrifamátt hvers um sig. Grjótaþorpið og framtíð þess — eftir Hákon Bjarnason Ráðamenn Reykjavíkur hafa verið í stökustu vandræðum með Grjóta- þorpið og eru það jafnvel enn. í sex- tíu ár hafa verið uppi margskonar bollaleggingar og skipulagstillögur, sem aldrei hafa komist lengra en á pappír. Frá 1924 til 1980 komu fram einar sex tillögur eða jafnvel sjó, og 1980 kom sú síðasta fram. Hún er gerð á allt annan hátt en hinar fyrri og miðar m.a. að því að vernda nokkur gömul hús, en byggja síðan önnur, sem ekki skæru í augu við þau, sem eftir stæðu. Grjótaþorpið allt er ekki nema um 2 hektarar að flatarmáli eða um 6 dagsláttur, og þætti ekki stór túnbleðill nú á dögum. Þar af er nokkur hluti kominn undir stórar steinbyggingar, sem ekki verður raskað. Borgin mun eiga um þriðj- ung lóöanna en einstaklingar hitt. Eg ætla mér ekki að lýsa ástandi eða útliti Grjótaþorpsins eins og það er. Borgarbúar ættu að leggja leið sína þangað, og þeir munu sjá í hvílíku ófremdar- ástandi þorpið er. Flest húsin eru illa á sig komin, sem varla er að furða, þar sem eigendur þeirra hafa aldrei vitað hve lengi húsin Þorpinu á að breyta í fallegan garð, einskonar vin í steinsteypu mið- borgarinnar. Ekkert væri því til fyrirstöðu að leyfa örfáum húsum að standa eftir í slíkum garði, t.d. Vinaminni og tveim eða þrem öðrum. fengju að standa. Mörg eru komin til ára sinna, og eru til einskis nýt- ileg og hafa ekkert gildi þótt upp á þau væri hresst. Matjurtagarðar og tré og runnar hafa verið á lóð- um margra húsanna, en nú eru komin bílastæði í flest húsasund og garða, og á daginn verður varla þverfótað á mjóum götum fyrir bílum manna, sem sækja vinnu í miðborgina. Við fáein hús stendur enn nokkur þyrping trjáa, einkum reyniviður, en hirðu trjánna er yf- irleitt áfátt og þau bera nær öll vott um næringarskort. Þó er eng- in regla án undantekninga. Við eitt húsið er mjög vel hirtur trjá- garður og við annað allsæmilegur garður. En þegar á allt er litið er Grjótaþorpið borginni og borgar- búum til vansæmdar. Fyrir því má ekki draga á langinn að bæta úr þessu. Um síðustu skipulagstillöguna má ýmislegt gott segja, en mér segir svo hugur um, að hún muni ekki hljóta staðfestingu frekar en hinar fyrri. Hún er býsna viða- mikil og verður dýrt að fylgja henni eftir. Deildar meiningar hljóta að verða þegar ákveða skal hver hús skuli varðveita og hver skuli rífa. En verra verður þó, þeg- ar að því kemur að koma upp nýj- um byggingum í stíl við hinar fyrri og er hætt við að ýmislegt fari þá úr reipunum. Grjótaþorpsmálið þolir ekki langa bið úr þessu. Það er komið í einhverskonar gordiskan hnút, sem ómögulegt virðist að leysa. Því verður að hafa sama hátt á og Alexander mikli, og höggva á hnútinn. Þá virðist lausnin ein- föld. Þorpinu á að breyta í fallegan garð, einskonar vin í steinsteypu miðborgarinnar. Ekkert væri því til fyrirstöðu að leyfa örfáum hús- um að standa eftir í slíkum garði, t.d. Vinaminni og tveim eða þrem öðrum. Meðfram Garðastræti að norðan, Vesturgötu og Aðalstræti að Morgunblaðshúsinu, mætti reisa háhýsi sem skýldi þorpinu fyrir hörðum vindum norðanátt- anna og bæta gróðurskilyrði svæð- isins, þannig að falleg tré kæmust fjótt á legg. í þeirri skeifu, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.