Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 3 Dansgagnrýnandi New York Times: Ballett Helga meðal þeirra bestu á árinu EINS OG fram hefur komiö í Mbl. hlaut baliett Helga Tómassonar, Ballett d’Isoline, sem frumfluttur var á vegum New York City Ballet ekki alls fyrir löngu, frábæra dóma gagnrýnenda. I sunnudags- blaói hins virta stórblaðs New York Times 3. júlí sl. tekur dans- gagnrýnandinn, Anna Kisselgoff, upp þráöinn aö nýju í ballettum- sögn og segir aö ballett Helga hafi verið meðal bestu nýju balletta sem sýndir voru á árinu. „Ekki er unnt að sniðganga hinn fallega og frumlega Ballet d’Isoline, en sá ballett er geysi- lega mikilvægur bæði fyrir New York City Ballett og amerískan ballettdans almennt. í þessu verki sýnir Helgi að hann er kominn í fremstu röð balletthöf- unda,“ segir Kisselgoff m.a. í grein sinni. Hún segir ennfrem- ur að með ballett sínum leiti Helgi á náðir „klassíska balletts- ins“, sem því miður hefði oft og tíðum lotið í lægra haldi fyrir öðrum dansstefnum. Eftir greininni að dæma var það hinn kunni balletthöfundur George Balanchine sem hvatti Helga til að semja ballett af „klassíska skólanum". „Þú hefur nægan tíma síðar til að fást við aðra hluti í ballettgerð," á Bal- anchine að hafa sagt við Helga. Síðan segir Kisselgoff: „Það er engum vafa undirorpið að sá tími, sem Helgi Tómasson hefur verið höfuðdansari við New York City Ballet, hefur haft áhrif á ballettsmíðar hans. Þó er sjald- Helgi Tómasson gæft að tengja ballettgerð við ballettstíl höfundar sé hann dansari sjálfur. En staðreyndin er sú að Ballet d’Isoline endur- speglar hinn fagurmeitlaða og eðalhreina klassíska dansstíl Helga Tómassonar." Greinarhöfundur fjallar einn- ig mikið um dirfsku Helga í tón- listarvali við Ballet d’Isoline. Segir Kisselgoff að Balanchine hafi sýnt tónlistinni, sem er eftir Frakkann André Messager, mik- inn áhuga. Því næst er ballett- nám og -ferill Helga rakinn og telur Kisselgoff að Helgi hafi orðið fyrir meiri áhrifum af stefnum og straumum í ballett en flestir samdansarar hans við New York City Ballett. „Ef til vill er það ástæðan fyrir ævin- týramennsku Helga þegar um balletttónlist er að ræða.“ Loks klykkir Kisselgoff út með því að segja að „nýr og mikilvægur balletthöfundur sé kominn til sögunnar hjá New York City Ballett". Norðurárdals- vegur lokaður: Mikil slysa- gildra lagfærð ÞJÓÐVEGURINN um Norðurárdal Borgarfiröi hefur verið lokaöur vegn vegaframkvæmda síöan á mánudag o verður lokaður eitthvað fram eftir vik- unni. Aö sögn Birgis Guðmundssonar, umdæmisverkfræöings Vegagerðar ríkisins á Vesturlandi, þá er verið aö laga veginn á milii Brekku og Dals- mynnis en bundið slitlag sem þar var lagt fyrir nokkrum árum er orðið skemmt. Er nú verið að setja nýtt burðarlag á veginn og síðan verður lagt nýtt slitlag. Þá verður tíminn á meðan þjóð- vegurinn er lokaður einnig notaður til að laga veginn um Hvammsleiti. Þar er mjög blint horn, sem hefur verið einn af tíu mestu slysastöðum á þjóðvegum landsins. Að sögn Birg- is þá er reynt að breikka hann með því að grafa úr hlíðinni ofan við veg- inn og setja utan á veginn. Því verki verður ekki lokið í þessum áfanga en í haust er áformað að sprengja það sem ekki næst að laga með gröfu núna. Á meðan á þessum framkvæmd- um stendur er vegfarendum á leið á milli Norður- og Vesturlands bent á að fara syðri leiðina í Norðurárdal og þeim sem ætla úr eða í Dalasýslu er bent á að fara Heydalsveg. Auk þessara framkvæmda verður í vik- unni lagt bundið slitlag á veginn i Grábrókarhrauni, frá Bifröst að Hrauná, sem er um 2,5 kílómetra langur vegarkafli. Patreksfjörður: Fjárskortur dregur úr framkvæmdum „ÖRÐUGT er að halda uppi fram- kvæmdum á vegum sveitarfélagsins vegna fjárhagserfiðleika,” sagði sveitarstjórinn á Patreksfirði, lllfar B. Thoroddsen. „Aðalorsökin er sú, að erfiðlega hefur gengið að inn- heimta tekjur sveitarfélagsins.“ „Hraðfrystihús Patreksfjarðar er stærsti atvinnurekandinn og umsvifamesta fyrirtækið hér um slóðir, og því fer ekki hjá því, að þegar frystihúsið á í fjárhagsörð- ugleikum, bitnar það á bæjarlífiinu öllu,“ sagði Úlfar í samtali við Mbl. Hann sagði að frystihúsið væri þó ekki eini aðilinn sem ekki greiddi skuldir sínar, heldur væru fleiri sem ekki stæðu í skilum. Úlfar B. Thoroddsen sagðist vona að þessi mál leystust öll hið fyrsta og þótt útlit væri dökkt um þessar mundir tryði hann því, að hægt væri að leysa vandann á far- sælan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.