Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 Nafnið Jesús Sjö af áhöfninni á „Þyrli“. Bréfritari er fremstur fyrir miðju. Áttum við að éta ódagsetta víxla? Opið bréf til Ingólfs Stefáns sonar skrifstofustjóra FFSÍ — eftir Kára Valsson, Hrísey „íslenzk tunga á sér dýpri rætur og meiri ættgöfgi en margur hyggur, sem hefur drukkið hana fyrirhafn- arlítið með móðurmjólk- inni. En „vandmeðfarið er með vænan grip““. Hvernig á að fallbeygja nafnið Jesús? Á að beygja það eins og það hefur verið gert fram að þessu eða eftir nýrri formúlu, sem að dómi sumra lýtir nýjustu hjálpargögn kirkjunnar? Um það eru skoðanir skiptar. Ætla mætti, að unnt væri að út- kljá málfræðiatriði án illinda, en reyndin er önnur. í grein dr. Sig- urbjarnar Einarssonar biskups hér í blaðinu 30. júní sl. hefur um- ræðan dalað og nálgazt persónu- legan skæting. Nú hefur Gísli Jónsson menntaskólakennari hreinsað andrúmsloftið aftur með málefnalegri grein í Morgunblað- inu 8. þ.m. og hrakið nokkrar af fullyrðingum biskups. Ég tel þó, að ekki séu öll kurl komin til graf- ar. Ávarpsfall „Ávarpsfall er ekki til í ís- lenzku," segir biskupinn. Slík full- yrðing er einföldun, sem hæfir grunnskólastigi. Satt er það að vísu, að flestar germanskar forn- tungur hafa ekki sérstakt ávarps- fall. Það er þó til í gotnesku, sem er íslenzku skyldari en t.d. fornhá- þýzka eða engilsaxneska. Meðan mér voru germönsk fræði enn ofarlega í huga, þegar ég lærði íslenzku nokkru fyrir stríð, fékk ég sendibréf frá ólærð- um Skagfirðingi. Hann ávarpaði mig orðunum „Góði vin“. Ég féll í stafi. Þarna mætti mér íslenzkt ávarpsfall, að visu eins og þolfall á yfirborðinu. En viti menn! Gotn- eskt ávarpsfall er í mörgum beyg- ingarflokkum eins og þolfall, með- al annars í i-stofnum, en í þeim flokki er islenzka orðið vinur. Okkur, sem kennum islenzku, hef- ur verið akkur í að geta bent nem- endum á annað orð, sem fyrir löngu er orðið islenzkt og hefur ávarpsfall: Jesús (nf.), í ávarps- falli Jesú. íslenzk tunga á sér dýpri rætur og meiri ættgöfgi en margur hygg- ur, sem hefur drukkið hana fyrir- hafnarlítið með móðurmjólkinni. En „vandfarið er með vænan grip“. Eindæmin eru verst er haft eftir hinum unga Gretti. Maður skyldi ætla, að hann hafi haft reynslu af því, hve erfitt er að kenna beygingu orða, sem eiga sér enga hliðstæðu. Dr. Sigurbirni lá- ist í áðurnefndri grein að geta þess, eftir hvaða dæmi hann beyg- ir nafnið Jesús (i öllum aukaföll- um Jesú). Ég kenndi fáfræði minni um, að ég gat ekki fundið það. Eft- ir lestur greinar Gísla styrktist grunur minn, að nafnið verður eft- ir sem áður alger einstæðingur í íslenzku máli. Verður því ekki fullyrt, að íslendingar geti nú beygt nafnið Jesús frekar en áður „að lögum sins máls“. Drottinn Jesú, þú lífsins Ijós, lýstu valdstjórnarmönnum Fyrir nokkrum árum tók emb- ættismaður nokkur upp hjá sjálf- um sér að breyta islenzkri staf- setningu. Um ágæti breytingar- innar eru menn ekki á eitt sáttir. Manninum gekk gott eitt til. Hann þóttist vera að greiða veg náms- Kári Valsson manna inn i völundarhús réttrit- unar. Enginn dregur heldur í efa góðan vilja Sigurbjarnar. Hann ætlaði ekki að vinna skemmdar- verk á tungunni. Hugmyndin var að koma í veg fyrir, að menn tækju upp á því að beygja nafn Frelsarans eins og mannsnafnið Markús. En viðbrögð Andrésar Kristjánssonar í Deginum og veg- inum á mánudaginn var sýna, að hringl með hið helga nafn er ekki af hinu góða. Biskupinn vildi gera tilbiðjendum Jesú greiða með ein- földun málfræðilegs vanda. Að mati þriggja manna „úr einangr- | uðu horni" reyndist greiðinn vera bjarnargreiði. Hvernig litist mönnum á, ef Ragnhildur Helgadóttir felldi úr gildi beygingu u-stofna I íslenzku annarra en karlkynsorða? Myndi það ekki aðvelda kennslu móður- málsins? Fyrir barðinu yrðu tvö orð, hönd og fé. Þessi orð eiga sér hvorki bróður né systur í íslenzku beygingakerfi. Væri það ekki mál- hreinsun að losa sig við orð, sem verða hart úti í meðferð almenn- ings? Athafnaglöðum ráðherra eða biskupi gæti svo virzt. En þá aðferð að beita hráu valdi ofan frá háum embættum tel ég forkast- anlega. Málfræði er meira en nokkurs konar tjáningartækni. Hún er far- vegur andlegra samskipta kyn- slóða. Vandaðir menn virða leifar göfugrar tungu. Enginn tilbúinn afkáraskapur kemur í þeirra stað. Kárí Valsson er fyrrverandi sókn- arprestur í Hrísey. — eftirSigurð Þórðarson Tilefni þessa bréfs eru vandræði þau er hlutust af því er Sigurður Markússon festi kaup á Þyrli og ákvað að gerast brautryðjandi ís- lenskra útgerðarmanna í leigu- flutningum með olíu í N-Evrópu. Þá kómísku sögu ætla ég ekki að rekja hér og mun það bíða betri tíma. Af ástæðum, sem ekki verða raktar hér, fór fljótlega að halla undan fæti hjá útgerðinni, til að mynda var skipið stöðvað sex sinnum á þremur mánuðum í ýms- um höfnum vegna vanbúnaðar á öryggistækjum. Við þetta má bæta að þau fátæklegu siglinga- tæki, sem til voru í skipinu, voru iðulega óstarfhæf vegna skorts á viðgerð eða varahlutum. Sjókort voru ýmist ekki til eða áratuga gömul á fjölförnum siglingaleið- um. Þrátt fyrir að ég gerði sam- viskusamlega viðgerðarlista á tækjum og pöntunarlista yfir sjó- kort, sem vantaði, var afrakstur- inn ekki meiri en svo að við urðum þráfaldlega að teikna umferða- brautir („trökkin") og stefnulínur í sjókortin samkvæmt upplýsing- um frá ratsjárstöðvum í landi. Auk þess sem okkur var fylgt af varðbátum. Rafmagnið fór ósjald- an af skipinu og varaljós voru ekki til auk þess sem sum siglingaljós vantaði alfarið. Og svona gæti ég lengi talið. Eg álít að við höfum ekki aðeins verið hættulegir sjálfum okkur heldur einnig öðrum sjófarendum. Það er skoðun mín, Ingólfur, að samtök sjómanna megi ekki að- eins hafa skoðun á öryggismálum, heldur einnig láta að sér kveða ef í hreint óefni er komið. Upp úr miðjum apríl vorum við orðnir mjög aðþrengdir með mat. Auk þess sem við höfðum ekki fengið gjaldeyri um nokkurt skeið og sumir áttu verulega mikið kaup inni. Þetta og ýmislegt fleira gerði okkur óhægt um vik að kaupa mat fyrir sjálfsaflafé okkar í landi, sem við þó gerðum í smáum stíl. Það var við þessar aðstæður, Ing- ólfur, sem við hröktumst til að leita á náðir ykkar hjá FFSÍ. Mik- ið vildi ég á þessu augnabliki að ég gæti með góðri samvisku skrifað þér þakkarbréf, því sannarlega ef- ast ég ekki um góðan vilja þinn og heiðarleika. Ég mun þó láta nægja að benda þér á örfá atriði sem fóru úrskeiðis og síðast en ekki síst langar mig að fá skýringar á meðhöndlun ykkar á málinu. Þegar við komum til Humble neituðu hafnarverkamenn að losa skipið eftir að við höfðum útskýrt fyrir þeim neyð okkar. Skömmu síðar kom fulltrúi frá NUS sem hvatti hafnarverkamennina til samstöðu með okkur en þeir þurftu ekki hvatningar við, slík var stéttvísi þeirra og drenglyndi. Miðstöðin í skipinu hafði verið óvirk um nokkurt skeið svo vart var líft um borð vegna kulda. Og daginn eftir komuna til Humble varð skipið algerlega matarlaust. Til að bæta gráu ofan á svart hafði ég um tíma miklar áhyggjur af því að komast ekki til læknis vegna peningaleysis. íbúar staðar- ins voru okkur þó stoð og stytta allan tímann og þá sérstaklega hafnarverkamennirnir, sem gáfu okkur af nestispökkum sínum á morgnana. Meðan á þessu stóð vorum við að sjálfsögðu í daglegu sambandi við FFSÍ og skýrðum þeim frá stöðu mála. Þeim hefur örugglega verið farið að leiðast þófið og það hefur því líkiega þótt vel til fundið þegar hagfræðingi FFSÍ (minna mátti ekki gagn gera) datt það snjallræði í hug að „leysa" málið með því að taka víxla af útgerð- inni. Það sem gerir málið ennþá dul- arfyllra er, að þér og hagfræð- ingnum var þá þegar fullkunnugt um að Sjómannafélag Reykjavík- ur hafði þá þegar tekið við inni- stæðulausum tékkum upp í laun. Síðan gerir þú samning við út- gerðina að eigin sögn um að FFSÍ taki við ódagsettum víxlum í stað- inn fyrir laun sem áttu þá þegar að vera greidd, hvílík reyfarakaup! Síðan hringdir þú til okkar og skýrðir okkur frá „lausn" málsins. Allt var klappað og klárt, við gát- um farið að sigla. Mér datt sem snöggvast í hug að hagfræðingur- inn héldi að við gætum étið þessa ódagsettu víxla í gegnum sæsíma- strenginn. Þessi tillaga hagfræðings FFSÍ eru svo furðuleg að ég er sann- færður um að enginn hagfræðing- ur hjá VSÍ væri svo ósvífinn að gera slíka tillögu að sinni, síst af öllu eftír það sem á undan var gengið. Þegar ég spurði hvort veð fylgdi víxlunum var mér sagt að þetta væri þitt mál en ekki mitt. Málið væri einfaldlega frágengið. Ef við Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Blóm og graslendis- í Esjuhlíðum Eyþór Einarsson grasafræðingur gróður Leiðsögumaður í ÞRIÐJU ferð okkar á laugardag- inn kemur sýnum við blómlendi til kynningar á hluta grasafræðisalar fyrirhugaðs Náttúrugripasafns ís- lands. I þessari ferð fá allir tæki- færi til að skoða ákveðið gróður- lendi og kynnast nokkrum algeng- ustu blómplöntum okkar. Jafnhliða kynnum við þann stað í væntanlegu Náttúrugripa- safni fslands sem ætlaður er til sölu og dreifingar á ýmsu efni um náttúru íslands. Við höfum með okkur sýnishorn af fáanleg- um bókum til greiningar á blóm- plöntum, um lifnaðarhætti þeirra og samfélög. Þetta er ferð fyrir alla og þeir sem vilja geta lært að þekkja nokkrar algengar blómategundir og fræðst um þær. Farið verður í Esjuhlíðar fyrir ofan Kollafjörð. Leiðsögumaður verður Eyþór Einarsson grasafræðingur. Far- ið verður frá Norræna húsinu laugardaginn 16. júlí kl. 1,30. Grunnteikning af fyrirhuguðu Náttúrugripasafni íslands. Fargjald verður kr. 150, frítt fyrir börn á barnaskólaa'dri. Blóm- og gras- lendisgróður f giljum og á grónum geirum í neðanverðum fjallahlíðum, eink- um ef þær vita mót sól og sumri, er oft gróskumikill gróður. Um vaxtartímann er raki þar víðast nægilegur í jarðveginum, sem oftast er allþykkur og frjór, en vatn stendur þó hvergi upp vegna hallans. Snjór liggur oft alllangt fram á vor, einkum í giljum, og hlífir gróðrinum við frosti og vindi, en liggur þó ekki það lengi að vaxtartíminn stytt- ist að ráði. Þetta gróðurlendi er að jafn- aði samfellt og þar vex oft fjöldi tegunda, jafnvel á litlum svæð- um. Á stöku stað geta þó örfáar tegundir verið ríkjandi og er gróðurinn þá kenndur við þær. Þetta gróðurlendi er því oftast býsna fjölbreytilegt og myndað bæði af tvíkímblöðungum og ein- kímblöðungum, aðallega ýmsum blómfögrum jurtum og grasteg- undum. Þar sem blómskrúðið er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.