Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983 3 Ms. Esja, hið nýja strandfer&arskip Skipaútgerðar rfkisins, ber »14 fjallið sem skipið dregur nafn sitt af, á leið til heimahafnar í fyrsta skipti. Morgunblaðii/ EBB Hreyfingar skips- ins traustvekjandi f GÆR kom nýtt skip Skipaútgerð- ar ríkisins, ms. Esja, í fyrsta skipti til heimahafnar, Reykjavíkur. Skipið lagðist að Grófarbryggju klukkan 14 þar sem forráðamenn Skipaútgerðarinnar og hópur fólks tók á móti skipinu og áhöfn þess. Bogi Einarsson er skipstjóri á ms. Esju og sagði hann i samtali við Mbl., að ferðin frá Lowestoft á Englandi, þar sem skipið var smíðað, hefði tekið 4 sólar- hringa, en leiðin er 1.130 sjó- mílna löng. Sagði Bogi að sér fyndust hreyfingar skipsins traustvekjandi og lofa góðu um að skipið væri gott sjóskip. Sagði hann að blindaþoka hefði verið megnið af leiðinni og einnig hefði verið bræla hluta hennar sem tafði þá um hálfan sólar- hring. Þetta nýja skip er fjórða skip Skipaútgerðarinnar sem ber Esjunafnið og hefur Bogi verið skipstjóri eða stýrimaður á öll- um þeirra nema því fyrsta, en það var smíðað 1923 og keypt til landsins 1930. Undirbúningur að smíði ms. Esju hófst árið 1978, en 1979 hófst smíði skipsins hjá Rich- ards-skipasmíðastöðinni í Low- estoft, en það var afhent þann 8. júlí síðastliðinn. Skipið er 70 metrar að lengd, 13 metrar á breidd og það ristir að meðaltali 3,55 metra. Það er 495 tonn að brúttóstærð og burðargeta þess er rúm 1000 tonn. Esjan er svo- kallað fjölhæfnisskip og hannað fyrir flutninga á gámum, brett- um og hverskonar stykkjavöru. Það er útbúið með 35 tonna þilf- arskrana og er með skutop og hliðarop. Það kostaði 3,4 millj- Ma. Eflja (1923) 1930, 749 brt, 118 farþegar, vörum. 200. Áhöfn um 28 rnanns. Seld 1938. Yfirmenn hins nýja skips: Bogi Einarsson skipstjóri er lengst til hægri á myndinni, Unnsteinn Þorsteinsson yfirvélstjóri er lengst til vinstri og á milli þeirra stendur Atli Michaelsen, sem var fyrsti stýrimaður í ferðinni frá LowestofL Morgunblaftii/ KÖE ónir sterlingspunda frá skipa- smíðastöðinni, sem samsvarar 143,8 milljónum íslenskra króna. Hjörtur Emilsson fram- - kvæmdastjóri annaðist hönnun og eftirlit með smíði skipsins, en aðalráðgjafi við hönnunina var Sigurður Ingvason. í áhöfn þess eru 10 menn, skipstjóri er, eins og áður sagði, Bogi Einarsson, yfirvélstjóri er Unnsteinn Þor- steinsson og 1. stýrimaður í þessari fyrstu ferð skipsins var Atli Michaelsen. Esjan kemur i stað eldra skips Skipaútgerðar- 40 mun Seld 1999. innar sem hét sama nafni. Það verður í flutningum á hafnir á Vestfjörðum og Norðurlandi. Ferðir þess hefjast og enda í Reykjavík, en það snýr við á ,flúsavík. Ms. Esja fer í sína fyrstu strandferð þann 23. júlí h'æst- komandi og verður það hring- ferð. Viðkoma verður í sem flest- um höfnum úti á landi og fólki gefinn kostur á að skoða skipið. í dag, laugardag, og á morgun verður skipið almenningi til sýn- is þar sem það liggur við Grófar- bryggju. Ma. Esjfl, 1971, 710 brt, 112 far þegar, 810 DWT. Áhöfn 18 manns. Hlustendakönnun Ríkisútvarpsins: Tommi og Jenni vinsælastir Tónleikar, tilkynningar og kammer- tónlist njóta minnstrar hylli MEÐAL UPPLÝSINGA sem fram komu í hlustendakönnun ríkisút- varpsins sem fram fór mánudaginn 2. maí til sunnudagsins 8. maí sl„ er að þátturinn Mér eru fornu minnin kær, er hvað vinsælastur útvarps- þátta, en einnig njóta Kvöldsgestir mikilla vinsælda. Hljóta þessir þættir meðaltalseinkunnina 4,56 og 4,49 af 5,0 mögulegum, en einkunnastiginn er frá 1 í 5. Tommi og Jenni eru hvað vinsælastir sjónvarpsefnis, með einkunnina 4,60. Af öðrum vinsælum útvarps- þáttum má nefna Gull í mund, sem er með einkunnina upp í 4,48, eftir því hvenær hlustun á þáttinn er mæld, þá njóta fréttatímar út- varpsins einnig vinsælda. Sama má segja um Daglegt mál og Syrp- urnar, þáttinn Ut og suður, Lög unga fólksins, Óskalög sjúklinga, þáttinn Á tali og Næturvaktina. Af vinsælu framhaldsefni sjón- varpsins má nefna þáttinn Þriggjamannavist og Derrik, sem reyndist vinsælli en Dallas. Frétt- ir og veður njóta vinsælda og einnig dýralífs- og fræðslumyndir sem sýndar voru í þessari viku. Um efni í útvarpi sem nýtur minnstrar hlustunar má segja að Tónleikar kl. 15.00 og tilkynn- ingalestur berjist um neðsta sæt- ið, en einnig nýtur Kammertónlist afar lítilla vinsælda, ef marka má könnunina. Nefnd endurskoðar stjórnarráðslögin — viðamikið starf segir forsætisráðherra „ÉG Á EFTIR að ræða þetta ítarlega við Eirík, en eins og fram kom í leiðara Morgunblaðsins í gær þá er þetta viðamikið starf og ég er sammála því sem þar kemur fram,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, er hann var spurður, hvernig störfum nefndar sem hann hefur ákveðið að skipa til endurskoðunar á stjórnarráðslögunum verður háttað. Steingrímur sagðist hafa ákveð- ið að skipa Eirík Tómasson lög- fræðing formann nefndarinnar og hefur Framsóknarflokkurinn til- nefnt Helgu Jónsdóttur aðstoð- armann forsætisráðherra og Bjarna Einarsson deildarstjóra í nefndina. Sjálfstæðisflokkurinn mun samkvæmt heimildum Mbl. taka ákvörðun um hvaða tvo menn hann skipar í hana árdegis. SAAB 900 Turbo 1982 5 dyra, grmnn, okinn 7 9AAS 900 OL11902 4ra dyra, avartur, bain- þúa. Bfll aam nýr. Skipti mögulag é fljélfakiptum akiptur, S gira, vökvaatýri og aportfatgur. Okipti SAAB 900 GLE. é ódýrari mögulog. OpiÖ ídqgtil kl 3 SAAB-eigendur athugið, tökum þann gamla upp í nýjan — eða seljum hann fyrir þig ef þú vilt heldur. Mikil eftirspurn tryggir hagstæð skipti. TÖGGURHR SAAB UMBOÐIÐ BÍLDSHOFÐA 16, SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.