Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983 Heimsfrægir að- ilar virðast ekki alltaf duga til Rætt viö Sigurð Sverrisson um hljómleika bresku hljómsveitarinnar Echo and the Bunnymen SlGURÐUR Sverrisson er einn þeirra þriggja aðiia sem stóðu fyrir komu bresku hljómsveitarinnar Echo and the Bunnymen sem hélt tónleika 2. júli sl. í Laugardalshöll. Mbl. ræddi við Sigurð og spurði hann fyrst um útkomu tón- leikanna. „Þegar við ákváðum að fá þessa hljómsveit hingað vonuð- umst við auðvitað til að koma sem sléttast út fjárhagslega," sagði Sigurður. „Svo fór þó ekki og nemur tapið sem deilist á okkur þrjá, Pétur Kristjánsson, Ásgeir Tómasson og mig, um 130.000 krónum. Ástæðu þess að aðsókn var ekki eins og við höfð- um búist við hef ég náttúrulega ekki á reiðum höndum. Áheyr- endur voru 1720 á hljómleikun- um en við þurftum um 2200 manns til að láta enda ná saman. Ekki vil ég kenna um of háu miðaverði, miðinn var seldur á Sigurður Sverrisson kr. 390 en hefði þurft að vera kr.100 hærri til að greiða allan kostnað við hljómleikana. Varla er hægt að segja að þeir hafi ekki verið auglýstir nægjanlega, töluvert var fjallað um hljóm- sveitina í blöðum og mil. j aug- lýst í útvarpi. Ein skýringin má þó vera að fólk, annað en ungl- ingar, láti hreinlega ekki bjóða sér upp á stað sem Laugardals- höllina til að hlýða á góða tón- list. Hefði jafnvel verið eðlilegra að halda tónleikana í Háskólabíó til dæmis. Þar getur fólk setið í þægilegum sætum og lítil hætta er á drykkjuskap. Samt held ég að líklegasta skýringin sé sú, og miða ég þá ekki einungis við tónleika Echo and the Bunny- men heldur aðra sem haldnir hafa verið hér að undanförnu, að íslendingum þýði ekki að bjóða upp á erlenda lifandi tónlist nema um heimsfræga aðila sé að ræða. Þó virðist það ekki alltaf duga til, eins og reynslan sannar með tónleika Grace Jones og Ray Charles. í ljósi þessa buðum við upp á tvær vinsælustu íslensku hljómsveitirnar, Ego og Grýl- urnar á sömu tónleikum. Dæmið gekk samt ekki upp.“ „Nei, þetta er nokkuð sem ég ekki skil. Allir íslenskir tónlist- arunnendur ættu að hafa fundið eitthvað við sitt hæfi á þeim fimm tónleikum sem hér hafa verið haldnir að undanförnu, breiddin í þeirri tónlist sem við höfum átt kost á að heyra er svo gífurleg. Kannski hefur þetta verið of mikið á of stuttum tíma,“ sagði Sigurður Sverrisson að lokum. Samkeppni um jólamuni HeimilisiðnaÐarfélag fslands er 70 ára í ár. í tilefni afmælisins verö- ur efnt til samkeppni í gerö ís- lenskra jólamuna. Hugmyndin er að nota íslensku ullina á einhvern hátt, t.d. prjón- að, heklað, saumað eða ofið, svo eitthvað sé nefnt. Nota má ullina óunna. Einnig koma til greina munir úr tré t.d. renndir eða út- skornir. Þrenn verðlaun verða í boði. 1. verðlaun verða kr. 10.000. Félagið áskilur sér forgang að hugmyndunum hvort sem það verður til sölu, birtingar eða kennslu. Öllum er heimil þátttaka og segir félagið upplagt að nýta sumarið til íhugunar. Nánari upp- lýsingar verða veittar í verslun- inni íslenskur heimilisiðnaður. Skilafrestur er til 1. október 1983. Er grundvöllur fyrir komu er- lendra tónlistarmanna hingað? SÚ GRÓSKA sem verið hefur að undanförnu í tónleikahaldi er- lendra tónlistamanna hér á landi hefur víst farið framhjá fæstum — og þó. Hingað hafa komið í sl. mánuði tónlistarmennirnir, Lionel Hampton, Grace Jones og Ray Charles og hljómsveitirnar Class- ix Nouveaux og Echo and the Bunnymen. Hafa tónleikar þess- ara listamanna komið út með fjár- hagslegu tapi, að undanskildum tónleikum Hamptons. Mbl. hafði samband við þá aðila sem staðið hafa að komu erlendu tónlistar- mannanna og virðist sem litlu máli skipti hvers kyns tónlistin er, aðsókn er sjaldnast nægjanleg. Er því eins víst að menn skoði hug sinn í framtíðinni áður en samn- ingur er undirritaður við erlenda hljómsveit eða tónlistarmenn um tónleikahald á fslandi. Jassvakning stóð fyrir komu jassistans Lionel Hampton, sem lék í fjórar klukkustundir fyrir fullu húsi í Háskólabíó 1. júní sl. Að sögn Vernharðs Linnet, for- manns Jassvakningar, var fjár- hagsleg útkoma tónleikanna á núllpunkti og sagði hann því einu að þakka að Flugleiðir hf. hefðu flutt allan tækjabúnað hingað og út aftur endurgjaldslaust. Þannig mætti segja að Flugleiðir hefðu niðurgreitt hvern miða svo um munaði. Miðaverð var kr. 380 og sagði Vernharður að þeir Jass- vakningarmenn væru mjög ánægðir með það verð. Það hefði engum átt að vera ofviða, enda væri listamaður sem Hampton ekki fenginn til fslands í gróða- skyni, slíkt væri ógerlegt. Að lok- um sagði Vernharður: „Við í Jass- vakningu höfum haft það fyrir reglu að bjóða upp á jasstónleika fjórum sinnum á ári og reynt þá að hafa tvo stóra listamenn og tvær lítt þekktari hljómsveitir. Ef við reyndum að halda tónleika með gróða í huga þá væri hér ekk- ert gert, en þetta er framkvæm- anlegt ef menn vinna af eigin áhuga á tónlist og fá hljómsveitir hingað til að hlusta á sjálfir." Ekki voru þeir aðilar aðrir sem stóðu fyrir tónleikahaldi eins lánsamir og Jassvakningarmenn með fjárhagslega útkomu og má þar nefna tónleika blökkukonunn- ar Grace Jones, en hún kom hingað á vegum Leopolds Sveins- sonar. Ekki reyndist unnt að ná sambandi við Leopold, þar sem hann er nú staddur erlendis, en að sögn heimildarmanns Mbl. í máli þessu voru á sjötta hundrað áheyrendur á tónleikum þeim sem haldnir voru í Safari en á tólfta hundrað manns í Sigtúni. Er tap á hljómleikum Jones hátt í annað hundruð þúsund krónum. Þegar Mbl. ræddi við Ámunda Ámundason kvað hann heildar- uppgjör af tónleikum Ray Charles ekki liggja fyrir, en ljóst væri að fyrirtækið kæmi út með tapi sem yrði eitthvað yfir 100 þúsundum. Ekki var Ámundi með öllu óánægður með aðsóknina, en sagð- ist vissulega hafa vænst fleiri gesta en þeirra 1100 sem komu. Sagði hann það mögulegt að miða- verði mætti kenna um, en miðinn á tónleika Ray Charles var seldur á kr. 690. Kvað Ámundi ógerlegt að hafa miðaverð lægra, slíkur væri kostnaður við komu Charles og fylgdarliðs svo og flutnings- kostnaður á hljóðfærum og tækjaútbúnaði. Sagðist hann ekki geta útskýrt þá dræmu aðsókn sem væri á hljómleika erlendra tónlistarmanna hér á landi og kvaðst viss um að fólk gerði sér ekki ljósan þann mun sem væri á skemmtikröftum í meðalflokki og svokölluðum stórstjörnum. „Auð- vitað verður þetta nokkurt tap sem ég þarf að axla,“ sagði Ámundi að lokum, „en ég vil að- eins þakka þeim sem komu og þó landinn bregðist með aðsókn þá er ég ekki af baki dottinn." Geri endanlega tilraun til tónleikahalds í ágúst Spjallað við Hallvarð E. Þórsson um tónleika Classix Nouveaux „ ÞEGAR ég ákvað að fá bresku hljómsveitina Classix Nouveaux til íslands, 30. júní s.l., bjóst ég ekki við öðru en að hljómleik- arnir myíidu standa undir sér,“ sagði Hallvarður E. Þórsson í samtali við Mbl. „Byggði ég áætlanir um gestafjölda á plötu- sölu, en síðasta plata Classix Nouveaux seldist hér, á liðnu ári, í yfir 2.000 eintökum. Einnig taldi ég að 16. júní væri nokkuð hentugur dagur fyrir alla að geta komist, frídagur á eftir og löng helgi. Semsagt, ég átti alls ekki von á eins slæmri útkomu og raun var á, en áheyrendur voru um 1000. Á hverjum degi sjást lesendabréf í blóðum þar sem fólk biður um hina og þessa, mögulega sem ómögulega lista- menn og auðvitað reyni ég að gera það sem flestum virðist falla í geð. Málið er ekki svo ein- falt, við búum á það litlu mark- aðssvæði að yfirleitt þarf um eitt prósent þjóðarinnar að sækja tónleika af þessu tagi til að þeir standi undir sér. Tapið á tónleikunum nemur um þrjú hundruð og fimmtíu þúsund krónum og er það á mínu nafni. Skýring þess að hljóm- leikarnir voru illa sóttir er vafa- lítið margþætt, má vera að þeir hafi ekki verið auglýstir nægj- anlega enda hafði ég aðeins sex- tán daga til stefnu. Einu vil ég þó ekki um kenna," sagði Hall- varður, „og er það miðaverð. Því var stillt í hóf sem mest mátti og þegar selt er hér inn á aðra tón- leika á tæpar 700 krónur þarf enginn að kvarta yfir kr.420. Eftir greiðslu gjalda, sem nemur 33% á aðgöngumiða, hef ég 281 krónu af miðaverði til ráðstöfun- ar. Meðal annars greiði ég af hverjum miða 10% í skemmt- anaskatt sem dreifist á ýmsa að- ila, svo sem félagsheimilasjóð og Sinfóníuhljómsveit íslands, sem er ríkisstyrkt fyrir." Aðspurður um tónleikahald í framtíðinni sagði Hallvarður, sem hefur staðið fyrir um 60 hljómleikum íslenskra og er- lendra hljómsveita hér á landi: „Ég stefni að tónleikum hér í ágúst og hef þá bresku hljóm- sveitina Siouxie And The Bansh- ees í huga. Það má segja að þeir hljómleikar ráði úrslitum um hvort ég stend í þessu lengur. Ef forsala aðgöngumiða lofar ekki góðu, mun ég aflýsa tónleikun- um. Vona ég þó að svo fari ekki.“ „Vissulega er hér margt sem þarf að bæta. Laugardalshöll er íþróttahöll og þar af leiðandi ekki heppileg til tónleikahalds, bæði hvað varðar hljómburð og ekki síst aðstöðu fyrir áheyrend- ur. Auk þess er húsið lokað fyrir annarri starfsemi en íþróttum í átta mánuði á ári hverju. Þetta stendur tónleikahaldi fyrir þrif- um. Til dæmis spila breskir tón- listarmenn minna yfir sumar- mánuðina en á öðrum árstímum, en sumarið er sá tími sem við eigum kost á húsnæði til tón- leikahalds. Þess má geta að leig- an á Laugardalshöll er 20% af miðaverði, veitingasala er alfar- ið á vegum hússins og rennur ágóðinn til íþróttahreyfingar- innar." „Fyrir tónleika Classix Nouve- aux sótti ég um niðurfellingu skemmtanaskatts til mennta- málaráðherra, frú Ragnhildar Helgadóttur," sagði Hallvarður ennfremur, „en allar líkur eru á að beiðninni verði synjað. Jass- vakningarmenn hafa fengið slíka niðurfellingu og reyndar fleiri aðilar, en svo virðist sem popptónlist eigi ekki upp á pall- borðið hjá kerfinu. Eftir þrjátíu ár verður sú tonlist sem við er- um núna að bjóða upp á búin að ná sömu virðingu og fyrir- llallvarður E. Þórsson greiðslu og til dæmis jasstónlist nýtur í dag, en unglingar þess tíma verða sjálfsagt að hlusta á tónlist sem litið verður á sömu augum og nú er litið á popp,“ sagði Hallvarður að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.