Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983 17 bæði ljóðasöng og óperusöng — og gefa einstökum nemendum kost á einkatímum auk hóptíma. Sumarvinnu eöa aukna sérhæfingu Og þá er það Zukovsky-nám- skeiðið framundan — að þessu sinni dagana 5,—20. ágúst. Það er haldið á vegum Tónlistarfélagsins og með stuðningi Flugleiða, en stjórnandi er bandaríski fiðluleik- arinn og hljómsveitarstjórinn Paul Zukovsky, sem hefur tekið miklu ástfóstri við ísland og ís- lenzkt menningarlíf. Námskeiðið verður að þessu sinni tvær vikur og að því loknu hljómleikar, þar sem viðfangsefni verða eftir Messiaen, sem er 75 ára í ár, Musorgsky og Richard Strauss. í fyrra stóð námskeiðið í heilan mánuð en okkur fannst það kannski full viðamikið. áðsókn útlendinga er nokkru minni í ár, enda dýrara að koma hingað fyrir hálfan mánuð en heil- an. Á móti kemur, að auðveldara verður að koma erlendu þátttak- endunum fyrir, en þeir hafa dval- izt í heimahúsum. Hér heima er mikill áhugi, einkum meðal yngri nemenda. Við missum marga hinna eldri, sumpart vegna hljómleikaferða strengjasveitar Tónlistarskólans til Skotlands á sama tíma, — sumpart vegna þess, að þeir eru bundnir í vinnu og kemur hvorttveggja til að þeir eiga ekki gott með að fá frí og mega nú enn síður en áður við að missa laun. Mér hefur fundizt þetta námskeið mikilvæg viðbót við kennsluárið hérna. Krakkarnir fá svo mikla og góða þjálfun þenn- an stutta tíma, sem kemur þeim til góða allt námsárið. Eg held það sé að mörgu leyti miður, að tónlistarnemar skuli þurfa að binda sig í vinnu svo langan tíma á sumrin. Tónlistar- nám er hér svo lengi fram eftir stundað ásamt öðru námi og starfi, að spurningin er, hvort við verðum ekki að fara að breyta þessu og stuðla að sérhæfingu fyrr til þess að nemendur okkar fái betri samkeppnisaðstöðu við framhaldsnám og störf erlendis, þar sem nemendur koma yngri frá námi — eða til að þeir skili sér fyrr heim til starfa. Út frá þessu spannst umræðan að röksemdum með og móti þeirri íslenzku hefð að halda skólanem- endum að sumarvinnu í ýmsum greinum atvinnulífsins og sam- anburði á tónlistarnámi hér heima og erlendis, þar sem það er samfelldara og skólaárið mun lengra. Munurinn er ekki sízt mik- ill í söngnámi, sem hér heima hef- ur til þessa eingöngu verið stund- að í tómstundum en miðast er- lendis við strangan undirbúning að söngstarfinu sem fullgildri at- vinnugrein. Rut er sjálf, eins og kunnugt er, frá Bretlandi komin og nam þar við einn kunnasta tónlistarskóla Lundúna, Guildhall School of Music — eftir að söngur- inn hafði borið sigurorð af lækn- isfræðinni, sem hún ætlaði upp- haflega að leggja fyrir sig. — Menntun mín stefndi frá ungl- ingsárum og fram undir tvítugt að raunvísindastarfi, sagði hún — og var lengi í - mér togstreita milli þess, sem ég ætlaði að verða og þess sem mig langaði að verða. Að leggja hönd á plóg ... Við ræddum vítt og breitt um líf hennar hér sem söngvara miðað við það, sem hún hefði getað vænzt, hefði hún orðið um kyrrt heima í Bretlandi. — Kannski, sagði hún, tapaði ég tækifæri til að verða sérhæfð á einhverju sviði söngsins, en fékk þann ávinning að verða betri al- hliða tónlistarmaður, fást við mun fjölbreyttari tónlistarstörf en ég hefði fengið erlendis. Auk þess að syngja mikið fyrstu árin og kenna, starfaði ég við kórþjálfun og kór- stjórn, og hér gafst mér tækifæri til að syngja nútímamúsík. Það hafði ég ekki gert fyrr. Að loknu náminu heima hafði ég sungið mikið á tónleikum og byggt upp verkefnaskrá eins og þar tíðkast, én hættan þar var að festast í fari. Verði söngvari þekktur að því að fara vel með tiltekna tegund tón- listar, er hann beðinn um æ meira og meira á því sviði og getur átt erfitt um vik að skipta um stefnu. Hér hef ég fengið að glíma við hin ólíkustu viðfangsefni. Ég hef haft afskaplega mikla ánægju af flutn- ingi nútímatóniistar. Það er stór- kostlegt að syngja tónlist sem er sprottin úr okkar eigin samtíð, skrifuð og flutt fyrir daginn í dag. í henni er textinn einatt mjög mikilvægur — og ég hef alltaf lagt mikið upp úr texta, — og svo hefur hún kennt mér, að röddin er ekki einungis fallegt hljóðfæri til að flytja fallega músík, hún er tæki til tjáningar alls þess, sem lífið hefur í för með sér, alls sem fyrir okkur getur komið, allra hræringa manneskjunnar, jafnt hinna hörðu og sáru tilfinninga, sem sprottnar eru af beiskju, sársauka, ofsa og hatri, sem hinna bjartari og fallegri. Meö starfi mínu síðari árin, sagði Rut að lokum, hef ég líka fengið tækifæri til að leggja hönd á plóginn við uppbyggingu tónlist- arlífsins hér, sem er svo óbundið af gömlum hefðum og opið fyrir straumum og áhrifum hvaðanæva að. Mér finnst eitthvað sérkennilegt og stórkostlegt vera að gerast í íslenzku tónlistarlífi um þessar mundir, ég get ekki útskýrt hvað það er, en við erum að lifa sérstakt gróskustig, sem kannski getur markað þáttaskil — og ég held að miklu skipti hvaða stefnu við tök- um í nánustu framtíð. Félagsfundur Einingar: Samþykkt að segja upp kjarasamningum ALMENNUR félagsfundur verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri var haldinn 11. júlí sl., og í fréttatilkynningu frá félag- inu segir m.a. að þar hafi verið samþykktar tvær tillögur; önn- ur sem varðar uppsögn kjara- samninga, en hin um þróun at- vinnumála á Eyjafjarðarsvæð- inu. í fyrri tillögunni sem sam- þykkt var á félagsfundinum, seg- ir að fundurinn samþykki að segja upp aðalkjarasamningi fé- lagsins þannig að hann falli úr gildi í samræmi við uppsagnar- ákvæði hans, eða 31. ágúst, og einnig öllum sérkjarasamning- um strax og uppsagnarákvæði leyfa. Fundurinn felur stjórn fé- lagsins að tilkynna vinnuveit- endum uppsögnina og jafnframt umboð til viðræðna um nýja samninga. Hin tillagan fjallar um þróun atvinnumála á Eyjafjarðarsvæð- inu og varar fundurinn við þeirri þróun og skorar jafnframt á sveitarstjórnir og ríkisstjórn að vinna að því að þessari þróun verði breytt með uppbyggingu atvinnufyrirtækja á staðnum. Leiðrétting Frétt í Morgunblaðinu fimmtu- daginn 14. þ.m. um að prestvígsla fari fram í Kristskirkju í dag, laugardag, var byggð á misskiln- ingi. Síðar verður tilkynnt í blað- inu hvenær hún fer fram. AF ERLENDUM VETTVANGI JOHN C. AUSLAND í OSLÓ V/-"' SW; 6f. / :*+■« «. wf&a Bandarískir landgönguliðar á æflngu í Noregi. Kostnaður við birgða- stöðvar vegna þeirra er eitt af því sem vefst fyrir Norðmönnum við gerð nýrrar fimm ára áætlunar um varnarmál. Gro Harlem Brundtland, for- manni Verkamannaflokksins. Hefði hún ekki látið undan í eldflaugamálinu gat flokkurinn klofnað og andstæðingar NATO-ákvörðunarinnar frá 1979 haft tögl og hagldir. Hún og ráðgjafar hennar ákváðu því að taka stefnuna til vinstri. Árlegur landsfundur Verka- mannaflokksins var haldinn í apríl og þar var samþykkt álykt- un sem túlka verður sem and- mæli gegn ákvörðuninni frá 1979 og hliðholla afstöðu Sovétmanna um þessar mundir. Stuðnings- menn NATO-ákvörðunarinnar geta þó fest hönd á þvi, að flokk- urinn muni þrátt fyrir allt styðja samkomulag milli Bandaríkjamanna og Sovét- manna, jafnvel þótt það hafi í för með sér að bandarískum eld- flaugum verði komið fyrir í Vestur-Evrópu. Kæmi til þess yrðu þó á ný illdeilur innan flokksins. Á meðan athygli stjórnmála- manna og fjölmiðla beinist að Ný stjórn og fimm ára áætlun um varnir Áður en norskir þingmenn tóku sér sumarfrí lengdist seta þeirra í stórþinginu um eina viku þar sem ganga þurfti frá formsatriðum vegna breytinga á ríkisstjórn Káre Willochs. Nauðsynlegt er að hverfa aftur til kosninganna í september 1981 til að átta sig á breytingunum. Úrskurður kjósenda féll á þann veg að borgara- flokkarnir fengu meirihluta á þingi í stað sósíalísku flokkanna. Þótt borgaraflokkarnir þrír hefðu lýst vilja sínum til stjórnar- samstarfs fyrir kosningarnar varð ekki af því að þeim loknum. Hægri flokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn voru ósammála um fóstureyðingar. Þess vegna myndaði Hægri flokkurinn minnihlutastjórn undir forsæti Káre Willochs. Stjórnin hefur getað setið í tæp tvö ár vegna þess að á úrslita- stundu naut hún jafnan stuðn- ings meirihluta þingmanna venjulega með liðsinni kristi- legra og miðflokksmanna. Þegar dró að þinglokum í vor lá hins vegar fyrir, að þessi tilhögun væri að renna sitt skeið. Einkum gekk ríkisstjórninni illa að móta skynsamlega efnahagsstefnu sem byggist meðal annars á því að hætta fjárstuðningi við óarðbær fyrirtæki í fámennum byggðarlögum. Þá átti ríkis- stjórnin fullt í fangi með að fá stuðning þingsins við stefnu sína varðandi Evrópueldflaugarnar. Þingmenn smáflokkanna urðu hallari undir viðhorf Verka- mannaflokksins, sem nánar verður skýrt hér á eftir. Fyrsta skrefið til meirihluta- stjórnar var stigið fyrr á árinu, þegar landsfundur Kristilega þjóðarflokksins veitti forystu sinni rýmra umboð til að ræða slíka stjórn. Úrslitum réð þó ræða Johan Jacobsens, formanns Miðflokksins, fyrir nokkrum vik- um. Hann sagði, að það væri orð- ið tímabært fyrir borgaraflokk- ana að efna loforðið sem þeir gáfu kjósendum. Þar með var brautin greið til þriggja flokka stjórnar. Aldrei kom annað til álita en Káre Willoch héldi áfram sem forsætisráðherra. Meðal borg- araflokkanna ríkir einhugur um að hann hafi staðið sig vel. Um stjórnarsáttmálann voru ekki heldur miklar umræður, þar sem flokkarnir höfðu samræmt stefnu sína fyrir kosningarnar 1981. Reiptogið var um ráðherrastólana. Hægri flokkurinn fékk flest lykilráðuneytin: utanríkismál, fjármál, iðnaðarmál og varn- armál. Káre Christiansen, þing- flokksformaður Kristilega þjóð- arflokksins, hafði vonast eftir að fá utanríkismálin og til að blíðka hann fékk hann olíu- og orku- mál. Þá samþykkti Willoch að stofnað yrði ráðuneyti um þró- unaraðstoð og lenti það í hönd- um eins af leiðtogum kristilegra. Þótt stjórnarandstæðingar í Verkamannaflokknum hafi strítt smáflokkunum með því að þeir hafi látið of mikið undan kröfum hægri manna, eru verka- mannaflokksmenn yfirleitt ánægðir með breytinguna, þar sem hún skapar meiri stjórn- málafestu. Þeir fagna því einnig að athyglinni hefur um tíma að minnsta kosti verið beint að öðru en innbyrðis átökum í Verka- mannaflokknum. Ekki varð hjá því komist að innan Verkamannaflokksins hæfust deilur um öryggismál eftir að flokkurinn hvarf úr rík- isstjórn. Allt frá því tvíþætta ákvörðunin um Evrópueldflaug- arnar var tekin á utanríkisráð- herrafundi NATO í desember 1979 hefur vinstri armur Verka- mannaflokksins verið staðráðinn í að brjóta stuðning flokksfor- ystunnar við ákvörðunina á bak aftur. Gengið verður til sveitar- stjórnarkosninga í Noregi nú í september og þess vegna brenn- ur innanflokksvandinn heitt á þessum flokkadráttum undirbýr ríkisstjórn Willochs nýja fimm ára varnaráætlun. Þegar hún kemur til umræðu á þingi næsta haust verður nauðsynlegt að velja á milli nokkurra erfiðra kosta. 1 fyrsta lagi hafa norsk ‘stjórnvöld ekki hingað til gert hæfilegar ráðstafanir til að standa straum af þeim kostnaði sem fellur í hlut Norðmanna vegna þeirra ráðstafana sem gerðar hafa verið undanfarin ár til að auðvelda liðsflutninga til Noregs á hættustundu. Birgða- stöðvar fyrir bandariska land- gönguliða og 250 flugvélar koma meðal annars þar til álita. Þá er einnig ljóst að mikill hluti bún- aðar norska flotans og landhers- ins er að verða úreltur en hann var fenginn gefins frá banda- rísku ríkisstjórninni á sjötta áratugnum. Þótt auka eigi útgjöld Norð- manna til hermála um 3,5% að raunvirði ár hvert næstu fimm ár dugar það ekki til að endar nái saman. Þess vegna verður kostnaði við birgðastöðvarnar dreift yfir lengri tíma en áætlað var eða út þennan áratug. Endurnýjun á tækjakosti verður að verulegu leyti frestað fram á næsta áratug. Ekki er líklegt að stórþingið meti hernaðarlegar eða efna- hagslegar aðstæður á þann veg að unnt sé að verða við öllum brýnum óskum hersins. Um fimm ára varnaráætlunina sagði Sven Hauge, hershöfðingi, yfir- maður norska heraflans: „Miðað við það sem okkur er fært að gera á næsta áætlunartímabili ... munum við ekki geta við- haldið sama varnarstyrk og áður hvorki með hliðsjón af stöðu mála milli austurs og vesturs né í samanburði við fyrri varnar- mátt okkar eigin herafla." John C. Ausland heíur skriíad fyrir Morgunbladih fri Noregi þar sem hann stundar nú bladamennsku. Hann rar áður starfsmaður banda- rísku utanríkisþjónustunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.