Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLl 1983 7 Nú bjóða Flugleiðir 2ja nátta Suðurreisur á sérstöku verði írá öllum áfangastöðum innanlands Hvernig litist þér á að skreppa „suður" og hafa það huggulegt í nokkra daga? Ekkert mál! Flugleiðir bjóða einmitt sérstakar Suðurreisur fyrir íólk eins og þig Dœmi um verð: Frá Akureyri Tveggja nátta poki á 2.750,- krónur. Inniíalið er flug og svo tvœr nœtur og notalegheit á Hótel Esju eða á Hótel Loftleiðum. Miðað er við tvo í herbergi, auðvitað! í pokahorninu geymum við sérstaka samninga við Kynnisíerðir sf. um góðan afslátt á verði ákveðinna útsýnisferða, t.d. til Gullfoss og Geysis. Fjögurra nátta pokinn er alveg eins, nema bara lengri og skemmtilegri. Hann kostar aðeins 3.450 - krónur. Láttu nú ekki þurfa að ganga á eítir þér. Smelltu þér í Suðurreisu með Flugleiðum og slakaðu a streitunni fyrir sunnan. Nánari upplýsingar fást hjá söluskrifstofum okkar, umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi SÝNINGARSVÆDI ÚTI OG INNI BMW 318 L 1962 Svartur ekinn 19 þíw. km. Sport- felgur. Litaö gler. Rafm.speglar o.fl. Verö 380 þús. (Sktptl * ödýrari). VW Qolf L 1981 Grænsans ekinn 22 þús. km. Ut- varp. Segulband. Ýmsir aukahiutir. Verö 200 þús. Einn af betri „Antik“ bilum landsins M. Benz 190 árg 1957. Svartur, ný- upptekin vél. Gott útlit. Nýleg sumardekk + snjódekk á felgum. Mikiö af varahlutum fylgja. Ný- skoöaöur. Verö tilboð. (Skipti möguleg á góöum jeppa.) A.M.C. Pacer Hatschaback D/L 1978 Ljósbrúnn 6 cyl. Sjálfsk. m/öllu. Út- varp, segulband. Sportfelgur. Ek- inn aöeins 38. þús. km Algjör dekurbíll. Verö 160 þús. Toyota Tercel 980 Grásans ekinn 55 þús. km. BHI í sérflokki. Verö 160 þús. A.M.C. Concord 1981 Brúnsans, eklnn 42. þús. km. 6 cyl. meö ÖUu. Verö 280 þús. Vinsæll framdrifsbíll Datzun Cherry G.L. 1981. Brún- sanseraöur. Ekinn 33 þús. km. Fal- legur, sparneytinn bíll. Verö kr. 165 Ford Fairmount 1978 Grásans, 6 cyl. Sjálfskiptur, meö öllu. Ekinn aöeins 25 þús. km. Verö 150 þús. VandaAur framdrifsbíll. Subaru 1800 GLF 1981. Sjálfskipt- ur með powerstýri. Vínrauöur, ek- inn 33 þús. km. 2 dekkjagangar. Verö 265 þús. ATH: Skipti á ódýr- ari. Forsetaritari um frið Halldór Reynisson, ritari forseta íslands, skrifar grein í síöasta hefti Kirkju- ritsins, sem heitin „Er béiö aö „salta“ friöarum- ræöuna?" í upphafi grein- arinnar lætur forsetaritari f Ijos vonbirgði yfir því að „sú líflega umræöa sem spunnist hefur í kringum hættuna af kjarnorkuvopn- um viröist hafa dofnað og dvínað, a.ni.k. hér á landi." Telur Halldór Reynisson, aö ekki þurfi aö undra aö svo fari því aö „öll umræða i hraöstígum fjölmiðla- þjóðfélögum Vesturlanda" gangi skjótt yfir. Þá segir: „Friðarmálin rak á fjör- ur okkar Ísiendinga fyrir tæpum tveimur árum og var þeirri bylgju fagnaö af ýmsum en hafnað af öðr- um. Aldrei hefur umræöan um kjarnorkuvopnin þó orðið almenningseign hér á landi í sama mæii og gerst hefur beggja megin Atl- antsála. Hérlendis hafa það helst verið atvinnu- menn í þrætubókarlist sem fjallaö hafa um jiessi mál. Þó hefur svo bnigðið við að afmarkaöir hópar utan hins hefðbundna farvegar þjóð- félagsumræðunnar, hafa blandaö sér í friðarmálin." Vantar örfá megatonn“ Einn kaflinn í grein for- setaritara í Kirkjuritinu ber þá yfirskrift sem hér er notuð sem millifyrirsögn. Þar segir „Sennilega verður ár- angur íslensku kirkjunnar í friðarumræðunni að telj- ast þokkalegur, a.m.k. á ís- lcnskan mælikvarða. Samt getur maður ekki varist þeirri hugsun að krafturinn hefði mátt vera nokkrum megatonnum meiri, svo notuö sé alþekkt mæliein- ing. llmfjöllunin um frið- armálin hefur vægast sagt verið bragðlaus upp á síð- kastið og ekki mikil brögð að faglegri umræðu meðal guðfræðinga. Sumir hafa nefnt að ástæðan fyrir hinu al- menna áhugaleysi hér á ís- landi sé sú að málið brenni ekki eins á okkur og ýms- um þjóðum í Evrópu og Ameríku. Þeir menn sem sjá matjurtagaröa sína og i Friöur í Kirkjuritinu í Staksteinum í dag er vakin athygli á grein um friöarmálin sem Halldór Reyn- isson, forsetaritari, skrifar í nýjasta hefti Kirkjuritsins. Almennt er taliö, að friö- arhreyfingarnar svonefndu hafi náö há- punkti sínum í Evrópu og Bandaríkjun- um, sé miöað viö fjöldafundi og aðrar uppákomur meö friðsamlegu sniöi. Á hinn bóginn sé framundan annars kon- ar andstaða gegn aögeröum Vestur- landa til aö svara eldflaugahættunni frá Sovétríkjunum, þaö er aö segja and- staöa sem byggist á því að valdi sé beitt á báöa bóga. Þar muni eigast viö lög- reglumenn og þjálfaðir hópar mótmæl- enda. blómabeð uppstungin til að planta þar niður hel- sprengjum, hljóti að spyrna fastar við fótum en við hér norður í hafi, sem aldrei höfum komið nálægt stríðstólum af neinu tagi. Kannski er þetta skýring á áhugaleysinu en engin af- sökun því sprengjurnar eru til staðar þótt úr sjónmáli séu. Þá afsakar þaö ekki guðfræðinga og aðra sem tolja málið sér viðkomandi, þótt almenningur sé áhugalítill hér á landi. Frammi fyrir legíónum af sprengjum eru aiíir á sama báti, sjómenn í Grímsey og smiðir í Ruhr. Ef einn ferst þá farast allir. Sprengjan hefur sameinaö alla menn á sinn öfugsnúna hátt.“ Vantar meiri „faglega umræðu“ Enn heldur Halldór Reynisson, forsetaritari, áfram og segir: „Á hvern hátt á kirkjan að fjalla um friðarmálin? Það hlýtur að vera í Ijósi fagnaðarerindisins að kristnir menn tala um frið- armál. Og guðfræðingar hljóta að nálgast kjarn- orkuvopnin út frá sjónar- homi sinna eigin fræða. Mál prestsins hlýtur að vera annað en mál hernað- arsérfræðingsins, enda þótt báðir verði að þekkja nógu mikið inn á svið MTlMr hvors annars til þess að geta ræðst við af viti. Um þetta sjónarmið era sennilcga ekki allir guð- fræðingar sammála og telja eflaust sumir að ganga beri út frá faglegri umræðu um sjálf vopnin og styrkleikahlutfoll stórveld- anna. Þótt menn kunni að hafa mismunandi sjónarmið á því hvar hefja beri umræð- una. geta þó sennilega flestir verið sammála um að fagleg umræða um frið- armálin er ákaflega skammt á veg komin hér á landi. Sömuleiðis geta fáir mótmælt því að fræöslu- efni fyrir hinn almenna safnaðarmeðlim er mjög af skornum skammti. Undan- tekning er efni það sem æskulýðsstarf þjóðkirkj- unnar lét útbúa fyrir sið- asta æskulýðsdag kirkj- unnar. Það er því mikil þörf að meiri gaumur væri gefinn því sem nefna mætti „guðfræði sprengj- unnar“.“ Aðferð en ekki efni Grein sinni í Kirkjurit- inu lýkur Halldór Reynis- son með því að segja, að hann hafi lítið fjallað um hina „efnislegu umræðu" heldur hvatt kirkjunnar menn til að gefa friðarmál- unum meiri gaum. Vissu- lega hefði verið forvitnilegt fyrir lesendur Kirkjuritsins að kynnast viðhorfum lialldórs til hinnar „efni- legu umræðu", sem hefur verið mikil í fjölmiðlum bæði hér á landi og annars staöar. Það er einmitt efn- ishlið þessa máls sem skiptir mestu og að menn komist að sameiginlegri niðurstöðu um hana. Tak- ist að ná slikri niðurstöðu til dæmis í viðræðunum um Evrópueldflaugarnar í Genf, niðurstöðu í sam- ræmi við stefnu Atlants- hafsbandalagsríkjanna, þá verða allar meðaldrægar kjarnorkueldflaugar fjar- lægðar, ekki aðeins frá Evrópu heldur þurrkaðar út af yfirborði jarðar. „Friöarumræða" án þess að tekin sé efnisleg afstaöa er auðvitað eins og hvert annað fjölmiölafár og það er rétt hjá Halldóri Reyn- issyni að sem betur fer gengur það yfirleitt fljótt yfir. Taylor Mjólkur- ísvélar og shake vélar Fyrirliggjandi greiðsluskilmálar. Heildverslun Eiríks Ketilssonar Vatnsstíg 3, sími 25234, 19155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.