Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK
159. tbl. 70. árg.
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983
Prentsmidja Morgunblaðsins
Kafbáts leitað
við Grænland
Kaupmannahofn, 15. júlí. AP.
FLUGVÉL danska hersins leitaði ( dag að ókunnum kafbáti á Diskóflóa á
vesturströnd Grænlands, en kafbátsins varð þar vart á miðvikudag, skammt frá
danskri herstöð á vesturströndinni.
Haft var eftir P.B.Nilsen kapteini
hjá yfirstjórn danska heraflans að
hér væri hvorki um danskan kafbát
að ræða eða bát frá ríkjum Atlants-
hafsbandalagsins. „Og ég get aðeins
getið mér til um að þessi bátur hafi
verið í njósnaleiðangri," sagði Nilsen.
Það var grænlenzkur embættis-
maður, Bertel Sandgreen i Akunaaq,
sem varð kafbátsins var er hann
kom upp á yfirborðið aðeins 25
Skyndileg
hækkun
dollarans
London, 15. júlí. AP.
BANDARÍKJADALUR hækk-
aði verulega í verði á gjaldeyr-
ismörkuðum í dag þar sem bú-
ist var við tilkynningu um veru-
lega aukið peningamagn í um-
ferð í Bandaríkjunum með
kvöldinu.
Dollar hefur aldrei verið
verðmeiri gagnvart franska
frankanum og ítölsku lírunni.
Þá hefur hann eftir hækkun-
ina í dag ekki verið hærri
gagnvart þýzka markinu í sex
og hálft ár og í niu og hálft ár
gagnvart hollensku gyllini.
Vegna dollarahækkunar-
innar hrapaði gull í verði og
brezka pundið lækkaði og
hefur ekki staðið verr gagn-
vart dollaranum í þrjá mán-
uði. Kostaði gullúnsan 423,25
dollara við lok viðskipta í
London, en minna í París,
Frankfurt, Zúrich og Hong
Kong.
Skriðdrekum
beitt í Beirút
Beirút, 15. júlí. AP.
LÍBANSKI herinn beitti í dag
skriðdrekum í fyrstu götubardögum
í Beirút frá því í fyrrasumar. Bardag-
ar brutust út er vopnaðar sveitir
shíta hófu skothríð á hermenn, sem
komu lögreglu til hjálpar við að
brjóta upp mótmælafund shíta í
gamla gyðingahverfinu í Beirút.
Samkvæmt upplýsingum Rauða
krossins lét einn hermaður lífið í
átökunum og einn úr hópi shíta.
Þrír hermenn og sex óbreyttir
borgarar særðust. Tugir byssu-
manna shíta voru handteknir er
hermenn yfirbuguðu þá og hröktu
út úr hreiðri sínu.
Efnt var til mótmæla við skóla-
byggingu í Wadi Abu Jamil hverf-
inu til að mótmæla fyrirhuguðum
brottflutningi 40 fjölskyldna
flóttafólks úr röðum shíta, sem
þar hafast við. Skotið var á her-
menn, sem komu lögreglu til
hjálpar, og voru þá sendir skrið-
drekar og brynvarðir vagnar á
vettvang.
Jafnframt gerðu vopnaðar
sveitir drúsa árás á varðstöð líb-
anska hersins í fjallaborginni Al-
ey. Særðust 14 stjórnarhermenn
en tveir drúsar féllu í skot-
bardaga.
metra frá skektu hans. Báturinn
kafaði samstundis og virtist sigla
burt, en hann var langt innan græn-
lenzkrar landhelgi er hans varð vart.
Auk flugvélar hefur freigátunni
Ingólfi verið snúið til Diskóflóa, en
vegna vegalengda er hún ekki vænt-
anleg þangað fyrr en á mánudag.
Um borð í Ingólfi er Lynx-þyrla sem
notuð er við gæzlustörf. Leitarflug-
vélin hefur ekki orðið bátsins vör, að
sögn Nilsen.
Á sama tíma og danski herinn hóf
leit að ókunnum kafbáti við Græn-
landsstrendur hóf sænski herinn leit
að öðrum kafbáti við bæinn Sunds-
vall við Helsingjabotn. Mörg vitni
hafa gefið sig fram síðustu daga og
sagst hafa séð til ferða kafbáts í
grenndinni. Leit að ókunnum kafbát
á þessum slóðum í mai varð
árangurslaus.
Fimm farast
á Orly
París, 15. júlf. AP.
FIMM MENN létu lífið og að
minnsta kosti 63 slösuðust, sumir al-
varlega, í sprengingu í suðurbygg-
ingu farþegaafgreiðslunnar á Orly-
flugvelli í París um hádegisbilið í
dag. Óttast er að fjöldi látinna eigi
eftir að aukast. Sprengjan sprakk í
afgreiðslu tyrknesks flugfélags.
Samtök, sem nefna sig frelsisher
Armeníu, hafa lýst ábyrgð á
verknaðinum, sem átti sér stað að-
eins sólarhring eftir að hryðju-
verkamenn úr sömu samtökum
myrtu tyrkneskan diplómata í
Brússel.
Mikið fjölmenni var í flugstöð-
inni á Orly er sprengjan sprakk.
Greip um sig mikil hræðsla og fólk
þusti út úr byggingunni. Margir
hinna slösuðu eru alvarlega særð-
ir, flestir illa brenndir, sem talið er
stafa af því að sprengjan var fest
við gashylki, sem einnig sprakk og
olli talsverðum eldi.
Samkomulag um bandarískar bækistöðvar í Grikklandi:
Grundvöllur að varnar-
samstarfi til lengri tíma
Aþenu, 15. júlf. AP.
„Bæði ríkin hafa gagn af þessu
samkomulagi, og einnig AtlanLs-
hafsbandalagið, sem bæði löndin
tilheyra,“ sagði John Hughes aðal-
talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins um samkomulag um
bandarískar herstöðvar í Grikk-
landi næstu fimm árin.
Andreas Papandreou forsæt-
isráðherra sagði fréttamönnum
að í samkomulaginu væri ráð
fyrir því gert að Bandaríkja-
menn leggi herstöðvarnar niður
á 17 mánuðum eftir að fimm ára
samningstímanum lýkur, en
samningurinn tekur gildi 31.
desember næstkomandi.
Aðili, sem vegna stöðu sinnar
þekkir einstök atriði samkomu-
lagsins en vildi ekki láta nafns
síns getið, sagði að engin ákvæði
væru í samkomulaginu er gerðu
ráð fyrir því að stöðvarnar yrðu
lagðar niður.
í tilkynningu bandaríska
sendiráðsins í Aþenu var sagt að
samkomulagið væri grundvöllur
að varnarsamstarfi til lengri
tíma, er bæði fælist í afnotum af
stöðvum og ýmissri aðstoð er
varðaði öryggi Grikklands.
Papandreou lýsti samkomu-
laginu sem „sögulegu" og að það
mundi viðhalda því jafnvægi,
sem ríkti á þessum slóðum. Sam-
kvæmt samkomulaginu hljóta
Grikkir 500 milljónir dollara í
hernaðaraðstoð frá Bandaríkja-
mönnum á næsta ári, sem svarar
til um 70% þeirrar aðstoðar sem
Tyrkir fá frá Bandaríkjunum á
sama tíma.
Samkomuiagið, sem undirrit-
að var í Aþenu í morgun, kemur
í stað varnarsamnings Grikkja
og Bandaríkjamanna frá 1953.
Stjórn sósíalista hafði lýst því
samkomulagi sem úreltu og hétu
sósíalistar í kosningabaráttunni
að sjá til þess að herstöðvum
Bandaríkjamanna yrði lokað ef
þeir kæmust til áhrifa.
Ekki verður
Walesa rekinn
Virajá, 15. júlf. AP.
LECH WALESA, leiðtogi Samstöðu, sem tók sér sumarfrí í leyfisleysi,
verður ekki rekinn úr vinnu sinni í skipasmíðastöðinni í Gdansk, sam-
kvæmt upplýsingum starfsmanna pólsku upplýsingaþjónustunnar Inter-
press, sem segjast hafa „áreiðanlegar heimildir" fyrir þessum upplýsing-
um.
Starfsmannastjóri
skipasmíðastöðvarinnar sagði
hins vegar að engin ákvörðun
hefði verið tekin um framtíð
Walesa hjá fyrirtækinu, leið-
togar þess myndu fyrst taka
ákvörðun er þeir hefðu rætt við
Walesa. Búist er við Walesa
heim úr fríinu á sunnudag og að
hann mæti til vinnu sinnar árla
á mánudag.
Hafnir eru nefndafundir í
pólska þinginu til undirbúnings
tilslökunar á herlögum í tilefni
þjóðhátíðardags Pólverja 22. júlí
næstkomandi.