Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983 B]B]Ci|i3|l3U3|l3|ElElE]EH3ll3H3lbi]l3]EgBlBlEl[g] B1 B1 B1 Bl Bl B1 B1 Súftúyi Opiö í kvöld 10—3 Diskótek B1 B1 B1 ET Aögangs- B1 eyrir kr. 70.- B1 B1 E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E|E]E]51B] y*rí?ÍMlA! Sími 85000. vemMOAHOa HÚS GÖMLU DANSANNA. GÖMLU DANSARNIR í KVÖLD FRÁ KL. 9—2. Hljómsveitin Drekar, söngkona Hjördís Geirsd. Mætið tímanlega. Aðeins rúllugjald. -rvs/----\ ’ íSí Si] fií ífií ffií n ■; íí íí »i n íí ti íí _ , - _ —,— — :s - „ - íí íí V V. e', DISKOTEK! k Viö höldum éfram aö leika bastu lögin i kvöld. Plötusnúðurinn stjórnar fjörinu k trá kl. 21—03. Allir skemmta sér é diskótekinu > hjarta borgarinnar. Snyrtilegur klæönaöur. ^ Borgarbrunnur opinn frá kl. 18. JIÓTEL BORG. 114 40. Sumarlokun Lokaö vegna sumarleyfa frá 18. júlí til 5. ágúst. Uppl. um þjónustu í neyöartilfellum hjá Skrifstofu Rann- sóknastofnana atvinnuveganna, sími 26588. Iðntæknistofnun íslands. þ. t IW*' ^ Blaöburöarfd óskast! ilk Úthverfi Kópavog Flúðasel Skólagerði Sogavegur 101—212 iur Aus Lerk m % sturbær ihlíð jnsnn tíií»ííi» „Ég ætla að labba til Akureyrar“ Ljósm.: Rebecca Shuster. Þegar ég átti leið um Háskóla- svæðið um daginn kom ég auga á tjald fyrir utan Nýja-Garð. Skyldi hér vera um ferðamann að ræða sem vildi forðast tjaldstæðin í Laugardal? Við nánari athugun kom ( ljós að þetta var útlendingur, sem þó er varla hægt að kalla venjulegan ferðamann, eins og við munum sjá í eftirfarandi viðtali sem ég átti við manninn á staðnum. Hann var að hreinsa tjaldið, sem hann þurfti að pakka niður rennandi blautu síðastliðið haust, hafði svo gleymt því og nú var það orðið ögn myglað. „Hvert á svo að fara?“ „Ég ætla að Skógum undir Eyjafjöllum á morgun eða hinn og labba svo til Akureyrar." „Ha? en varla beint?" „Jújú, þvert yfir hálendið." Nú var ég orðinn dálítið hissa, en bað manninn að segja mér nánar frá sér og fyrirhuguðu ferðalagi. Hann kvaðst heita Ingo Wershofen og vera frá Berlin, en hafa komið til íslands fyrir þremur árum. Aðspurður um góða íslenskukunnáttu sína sagði hann: „Æ, varla er íslensk- an mín nú mjög góð en annars var ég að útskrifast úr Háskól- anum í gær, þar sem ég var í 3ja ára námi í íslensku fyrir erlenda stúdenta." Svo segir hann: „Þetta með ferðina finnst þér kannski skrýtið. Málið er það að ég var að verða þrítugur fyrir stuttu. Þegar ég var unglingur var mikið í tísku meðal ungs fólks að segja að lífið væri búið um leið og maður væri orðinn þrítugur. Nú er ég sjálfur orðinn svo eldgamall og þetta er svona eins konar tilraun til þess að sýna að kannski sé ekki allt búið þótt hárið á manni sé að hverfa." (Og svo bendir hann brosandi á hvirfillýjur sínar.) „Og svo eiga sér flestir menn einhvern draum, að klifra upp Mount Everest t.d. eða — sjá Rómaborg og deyja — áður en þeir deyja. Stuttu eftir að ég var kominn til íslands fékk ég þá dellu að ég vildi endilega labba einu sinni þvert yfir adt landið." „Er þetta þá eins konar ævin- týraþrá hjá þér?“ Nú fer hann að hlægja. „Þetta verður nú varia mikið ævintýri. Ég skal segja þér hvernig það verður. Fyrst kemur snjóbleyta og drulla og þegar komið er á hálendið tekur sandstormur við. Og svo verður að sjálfsögðu oftast mígandi rigning. Svo held ég að það að labba í marga daga yfir Sprengisand geti frekar kallast leiðinlegt heldur en ævintýralegt." „En samt ætlar þú að leggja í það?“ „Jæja, vonandi verður líka sól á milli. Nei, í alvöru, það þýðir ekkert að gera sér rangar hug- myndir, annars lendir maður í vandræðum eða verður að minnsta kosti fyrir vonbrigð- um.“ „Heldur þú að þú hafir undir- búið þig nógu vel undir ferðina? Ég meina — þú ert nú útlending- ur og kannski ekki kunnugur á þessum slóðum. Fara kannski einhverjir íslendingar með?“ „Nei, ég verð aleinn, enda finnst mér best að geta fylgt mínum eigin rythma. Að rata ætti ekki að verða að stóru vandamáli. Ég hef tvisvar labb- að „Laugaveginn" milli Þórs- merkur og Landmannalauga og svo hef ég farið yfir Sprengisand bæði með Útivist og Ferðafélag- inu. Það er bara síðasti spölur- inn í Eyjafjarðadölum sem ég hef aldrei farið." „Þú virðist þá vera búinn að skoða þig um hér á landinu. Hvað finnst þér svo um ísland og íslendinga?" „Landið er ágætt, þ.e.a.s. landslagið. Ég er minna hrifinn af loftslaginu. Hvað viðkemur Islendingum, já, hvað á að segja? Eins og hjá öllum þjóðum eru til góðir menn og ekki alveg eins góðir. Ég held að allir út- lendingar hérlendis taki eftir því hvað sumir íslendingar drekka mikið. Og því meira sem þeir drekka því minna skemmtilegir verða þeir. Ég hugsa að það sé kannski mest áberandi. Annars eru sem sagt íslendingar mis- jafnir. Yfirleitt finnst mér að þeir hafi nú á dögum tapað sam- bandinu við eigið land ef maður getur orðað það þannig. Ég meina þeir skemma svo mikið hér. Ef ég má nota þetta tækifæri, þá langar mig til að tala aðeins um nokkuð sem mér líst alls ekki nógu vel á. Það er að núna í vet- ur hefur verið svo mikið talað um útlendinga sem koma hingað án þess að kunna að ferðast og fremja skemmdarverk á náttúr- unni, á meðan íslendingar séu mestu snillingar í að ganga al- mennilega um. Það er alltaf sama saga, útlendingar voru aul- ar sem þurfti að bjarga en aldrei kom neitt óhapp fyrir „heima- menn“. Sérstaklega varð allt brjálað þegar Frakkinn fór yfir Vatnajökul. Sumir segja nú að það hafi gengið svo langt að jafnvel væri um útlendingahatur að ræða. Ég veit ekki hvort hat- ur var með í spilinu. Hins vegar var þetta algjört bull. Flestir þeirra sem skrifuðu höfðu greinilega aldrei séð hálendið nema kannski á myndum. Mig langaði allan tímann að skrifa lesendabréf, en ég vonaði að ein- hver íslendingur mundi mót- mæla þessari vitleysu. Það var því miður ekki fyrr en nú fyrir nokkrum dögum að hinir „ekta“ fjallamenn létu í sér heyra. Það virðist eins og við göngugarpar séum frekar latir á veturna heima í bænum en með vorinu vaknar löngunin til þess að vera þarna úti aftur og þá fer fólk líka að segja frá því hvernig ástandið er í náttúrunni. Ég er hissa á að svo margir fengu tækifæri til þess að blaðra um eitthvað sem þeir höfðu ekki hundsvit á, en ekki var leitað fyrr til manna sem þekktu sannleikann, eins og Úlfar Jac- obsen, Guðmundur Jónasson eða Einar Guðjohnsson. Sjálfur var ég t.d. í Þórsmörk á hvítasunnu 1981. Þegar ég hjálpaði land- vörðunum að taka til eftir 2.000 íslendinga sem höfðu lagt allt í rúst var Smyrill ekki enn byrj- aður að flytja inn hina hættu- legu útlendinga um þetta leyti árs. Annars finnst mér mjög ljótt hvað er að gerast núna, ég meina þetta með fálka- og anda- hreiðrin. Óneitanlega verður að koma í veg fyrir aðgerðir þess- ara glæpamanna, en það verður að gera án þess að hindra hina mörgu ungu útlendinga sem ferðast með bakpoka á eigin veg- um um landið. Þeir kunna að meta þetta fallega land og eru miklu betri ferðamenn en ramm- íslensku fyllibytturnar, sem festa jeppana í hverri jökulánni eftir aðra af því að þeir vildu „reyna hann“ um helgina. „Svo við snúum okkur nú aftur að ferðinni, hvað heldur þú að hún taki langan tírna?" „Ég labba nú alltaf frekar hægt svo að ég ætla að gefa mér nægan tíma. Ég ætla sem sagt ekki að skokka á aðeins tíu dög- um eins og hinir sem ætla yfir Kjöl. Svo þarf ég að hafa það sérstaklega rólegt núna í sumar þar sem hnén á mér eru mjög slæm. í fyrrasumar fór ég yfir Vatnajökul með tveimur Norð- mönnum en í þeirri ferð eyði- lagði ég hnén. 35 km á bakinu, auk þessarar sérstöku hreyf- ingar á gönguskíðum var of mik- ið álag. I vetur varð ég því að fara í sjúkraþjálfun. Eiginlega ætti ég ekki að vera að bera bakpoka yfir fjöll núna En það kemur í ljós hvort ég kemst eða ekki, a.m.k. ætla ég ekki að gef- ast upp án þess að hafa reynt. Til þess að ég þurfi ekki að bera mat fyrir allan tímann ætla ég að senda nokkra matarkassa með áætlunarbílum á ýmsa staði á leiðinni. Ég byrja í lok júní frá suðurströndinni og reikna með því að ég verði kominn að Sig- öldu milli 10. og 15. júlí. Ef þá verður orðið fært yfir hálendið vona ég að ég verði kominn að sjónum við Akureyri í lok júlí. 1. ágúst ætla ég nefnilega að hitta vin og fara með honum í skoðun- arferð til Vestfjarða." Hér lýkur viðtali við þennan göngugarp. Þegar ég bið konu með myndavél að taka mynd af honum fyrir mig nær hann í bakpokann og fer í bol sem hann ætlar að hafa með á ferðinni. Aftan á honum stendur: Frá Skógum til Akureyrar ’83 en fyrir framan „The Walking Dis- aster Jubilee Tour“. Nafnið seg- ist hann hafa fengið frá vinum af því hann hefði lent svo oft í „stórslysum" á sínum mörgu ferðum, eins og að missa bak- poka ofan í á eða að tjaldið fauk o.s.frv. Vonum við að slíkt komi ekki fyrir í þessari ferð og óskum honum góðs gengis. Niels Hermannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.