Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI , . TIL FÖSTUDAGS « ÍW l/JSUTTíVi''aa'LIJL Kremlherrarnir hafa alltaf tekið vopna- framleiðslu fram yf- ir matvælaframleiðslu unarkostnaður o.þ.h. sem vlða virðist leka nokkuð í lóðið. Þarna virðast liggja fyrir kostnaðartölur nær 600 milljónum. Nú heldur yfirverkfræðingur Landsvirkjunar því fram að þessar framkvæmdir séu til þess að stýra því vatni, sem hvort sem er rennur allt á Þjórs- ársvæðið, m.ö.o. er innifalið í því vatnsmagni, sem Þjórsárvirkjanir byggjast á og hafa frá upphafi grundvallað alla hagkvæmn- isútreikninga. Þaggað er niður í öllum aukaröddum f orkumálum i krafti þess að hjá Landsvirkjun og Orkustofnun séu samansafnaðir vitsmunir, lærdómur, þekking og reynsla, sem fyrirbyggi öll mistök svo ekki sé talað um misráðnar ákvarðanir. En 600 millj. kr. er umtalsverð upphæð, ef aðeins er til að stýra því vatni, sem ávallt hefir verið fyrir hendi. Ég man vel eftir þegar verið var að ákveða Búr- fellsvirkjun. Án tvimæla hag kvæmasta virkjun, sem þá var hægt að fara i, hvar sem litið var á möguleika i landinu. Og f fram- haldi af því skilyrðin fyrir röð af virkjunum ofar við Þjórsá, sem tryggðu hagkvæmustu orkufram- leiðslu Islendinga. Og upp reis Landsvirkjun, með Sogsvirkj- anirnar í heimanmund, sem var þó nokkurs virði. Nú hefir Búrfells- virkjun þegar skilað miklum arði, þótt ýmsir mínusar hafi komið á fyrstu glæsimyndina. En þó svo sé, hefir hún skilað miklu. En nú standa landsmenn frammi fyrir því að raforkan frá Landsvirkjun er orðin svo dýr, að almenningur fær vart við búið — og þó er enn stórfelldur taprekstur að talið er og stórhækkana enn þörf. Það er mikill misskilr.ingur að hinu lága verði til Straumsvikur sé þar einu um að kenna. Ástæðan hlýtur að vera fyrst og fremst sú að önnur „Krafla" hefir verið að risa upp með Þjórsá og upp á Sprengisand. Munurinn er sá, já sá stóri munur, að náttúruöfl eins og eldgos hafa ekki verið þar að verki. Eitthvað af öllu því viti, þekkingu, lærdómi, reynslu, hefir ekki skilað þeim arði, sem trúað hefir verið að væri gulltryggður í öllum þessum hópi. Eða var e.t.v. vísvitandi verið að blekkja almenning í landinu, já og alþingismenn í hagkvæmnistölum þeim, er reiddar voru fram um virkjanakosti, sem miklir eru og ágætir víðsvegar um land?“ Húsmóðir skrifar: „Þá er nú marxisminn búinn að fá annað rothöggið. Fyrst var það, þeg- ar sannleikurinn um Stalín var opin- beraður, og núna 5. júlí sl., þegar Andropov sæmdi Jaruzelski æðsta heiðursmerki Sovétríkjanna fyrir „frábæra stjórn" í Póllandi. Verkamennirnir í Póllandi eiga að vera eins og þjáningarbræður þeirra í Rússlandi, klæðlitlir, hungraðir og kvaldir af veggjalús, og lifa við óttann við fangabúðirnar. í þeim herbúðum eru í dag fjórar milljónir manna. Og hvað halda menn að margir séu búnir að kveljast þar síð- an 1922? Stjórnandi Austur-Þýskalands sæmdi líka Jaruzelski heiðursmerki fyrir „hjartahlýja meðferð" á pólsku þjóðinni. Hungurhugmyndafræði Karl Marx verður alltaf eins í fram- kvæmd. Heimurinn á hugdjörfum verkamönnum Póllands það að þakka, að í dag vita allir, að rússn- esk alþýða er búin að lifa við pólskt ástand síðan 1922. Núna trúir enginn þessu fólki, sem á liðnum árum þáði boð kommisaranna bæði hér á landi og annars staðar, sem á launum hjá KGB bauð þeim tryggu í ferð til Rússlands. Og þeir tryggu komu aft- ur til þess að votta fíneríið hjá Kremlverjum. Þeir sáu eymdina, en sviku hina þjáðu. Hvernig skyldi heilsufari þessarar þjóðar vera háttað í dag. Maður þarf ekki að vera sænsklærður sálar-, uppeldis- eða félagsfræðingur til þess að vita, að það hlýtur að vera andleg raun að geta aldrei kvartað yfir neinu, því að engum er að treysta, alls staðar njósnarar stjórn- valda. Hvernig halda menn að sam- lífið við nágrannana sé við slík skil- yrði? Ef þessi jörð á að vera byggileg, þá verður að útrýma marxismanum, svo að enginn þurfi að búa við slíka þrælameðferð. Menn muna það, að Brezhnev lofaði Pólverjum allri að- stoð, svo að þeir mættu helst ekki þiggja neitt frá hinum frjálsa heimi. Reyndin hefur orðið sú, að fóstrurn- ar á ríkisreknu barnaheimilinum hafa orðið að sækja matinn til Al- þjóða rauða krossins. Aftur á móti eiga þeir svo mikið fjármagn, að þeir hóta að eyða í vopn miklu meira en allur hinn frjálsi heimur til samans. Kremlherrarnir hafa alltaf tekið vopnaframleiðslu framyfir matvæla- framleiðslu, og sulturinn í Austur- Evrópu sannar það. Hefur ekki bók Tryggva Emilssonar um verkalýðs- baráttuna verið gefin út í Póllandi og fleiri járntjaldslöndum?" Þessir hringdu . . . Hverjir græða á vígbúnaðar- kapphlaupinu? Dr. Jakob Jónsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég vil vekja sérstaka athygli á grein eftir litla stúlku frá Þingvöllum um kjarnorkumál, sem birtist í Velvakanda á miðvikudag. Ég vil jafnframt þakka fyrir greinina. Við lestur hennar vaknaði hjá mér spurning, sem mig langaði til að fjallað yrði um í grein, t.d í Morg- unblaðinu eða einhverju öðru blaði: Hverjir græða peninga á vigbúnaðarkapphlaupinu í dag? Hins vegar finnst mér þessi litla stúlka gera það skilmerkilegt í grein sinni, að þessir svokölluðu leiðtogar stórþjóðanna eru hreint og beint að hafa mannkynið að fífli. Hvort þeir eru það sjálfir skal ósagt látið, en þeir koma þannig fram. Eftir að búið er að drepa allt mannkyn með aðeins þriðjungi þess vígbúnaðar sem til staðar er: Hvað á þá að gera við það sem eftir er, tvo þriðju? Fyrirspurn til Hagstofu íslands Borgari hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Eg hef oftar en einu sinni rekið mig á það í starfi mínu, að menn, sem álíta sig hafa tilefni til að skipta um nafn, hafa gert það og fengið fullgilda papp- íra þar að lútandi hjá Hagstofu Is- lands, þ.e. nafnskírteini. Þetta er alveg ótrúlega einfalt fyrir menn sem heita tveimur nöfnum. Þeir bara labba sig inn á Hagstofu og fá sér tvö nafnskírteini, hvort með sínu nafninu og nafnnúmerinu. Ótrúlegt en satt. Og ekki er öll sag- an sögð: Ef faðir viðkomandi heitir einnig tveimur nöfnum, skapast sá möguleiki að menn geti útvegað sér fjögur skírteini, hvert með sínu nafnnúmeri. Síðan nota þessir menn nafnskírteinin „efter behag", eftir því sem vindurinn blæs, bæði til þess að fela sig fyrir innheimtu- mönnum og lögreglgæslunni og til að pretta samborgara sína. Ég veit að vísu ekki til þess, að neinn hafi gengið svo langt að verða sér úti um fjögur skírteini, en fræðilegi möguleikinn er svo sannarlega fyrir hendi og engin fyrirstaða af hálfu Hagstofunnar. Þess vegna langar mig til þess að beina þeirri fyrirspurn til Hagstofu íslands, hvort þetta sé eðlilegt ástand. Og samrýmist þetta íslenskum lögum? Ég man ekki betur en í manna- nafnalögunum standi, að maður skuli heita sama nafni alla ævi, og nota það á sama hátt. Fyrirspurn til gatnamálastjóra Friðrik Eiríksson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma smá- fyrirspurn á framfæri við gatna- málastjóra: Er ekki hægt að lækka graseyjarnar á milli akreina, t.d. við Miklubraut á móts við Mikla- tún og á Kringlumýrarbraut við Nesti, og víðar? Þarna myndast oft á vetrum hinar verstu snjógildrur fyrir foksnjó, sem gerir það að verkum, að þar verður ófært löngu áður en yrði, ef eyjarnar væru lægri. Þegar hlánar myndast þarna tjarnir og bílarnir drepa á sér í austrinum. Eyjarnar eru jafn- vel feti hærri en gatan og það þarf ekki neinn sérfræðing til að sjá, hvað þær eru ákjósanlegir snjó- fangarar. Síðan er snjónum ýtt í háa hrauka meðfram götunum og þeir safna í sig enn meiri snjó. Þannig er þetta keðjuverkandi. OG EFNISMEIRA BLAÐ! Það lifir enginn á svartsýni — Rætt við Þorstein Jóhannesson útvegsbónda í Garöi Art Buchwald Einkaviðtal Morgunblaösins við þennan heimsfræga blaöamanr. Kúvending í Kerlingarfjöllum Dótturmissir — Grein eftir kunnan blaðamann, Victor Zorza og konu hans Jane Heimsókn í Vinnuskól- ann í Hafnarfirði Hjá kínverskum nálastungumanni — frásögn Aðalheiðar Karlsdóttur Á fjölunum — Helga Bachman Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.