Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983 13 SOLURIT nr. II. DAGAFJÖLDI Meöal&esluvarÖhaldstúni á túnabilinu 197/ - 1982 þ.e. vegna alina töluliöa 1. - 6. 1. mgr. 67. gr. laga 74, 1974 un meðferÖ opinberr\a mála. • . Fyrra tínwbil 33,91 dagai' aö moöir.tal 1. 43,34 SíÖara tímabil 2o,52 dapar aö meöaltali. 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1977 1978 1979 198o 1981 1982 f.hl. s.hl. RANNSÖKNARLÖGRÐGLAN í REYKJAVÍK RANNSÖKNARLÖGREGLA RÍKISINS. Mcdalgæzluvardhaldstími á tímabilinu 1972—1982. Að meðaltali voru menn úrskurðaðir í 33,91 dag í gæsluvarðhald að meðaltali fyrra tímabilið en 20.52 daga að meðaltali síðara tímabilið. Meðalgæzluvarðhaldstími vegna rannsóknarnauðsynjar. Fyrra tímabilið voru menn úrskurðaðir í 21.81 dags gæzlu- varðhald að meðaltali en 11,86 daga að meðaltali síðara tímabilið. Bönuðu þremur minkahvolpum ÓLAFUR Ingólfsson bóndi í Hlíð í Kinn og tveir ungir piltar bönuðu þremur minkahvolpum í Fagraskógi á dögunum, en minkalæðan ásamt fjórða hvolpinum slapp eftir tals- verðan eltingaleik, að því er fram kemur í Akureyrarblaðinu Degi. t blaðinu segir, að Ólafur Ing- ólfsson bóndi og tveir strákar sem hjá honum eru í sveit, hafi rekist á minkalæðu með fjóra hvolpa, er þeir voru á leið um Fagraskóg. Voru þeir að fara með kind í skóg- inn og þegar þangað var komið sáu þeir „allt í einu eitthvað lítið og svart hlaupa eftir veginum". Stukku þeir á eftir dýrum þessum og tókst að aflífa einn hvolpinn með lurki, en hinum tveimur tókst þeim að ná lifandi. Voru hvolpun- um tveimur gefin nöfnin Jónas og Júlíus og höfðu strákarnir tveir hug á að taka hvolpana með sér og hafa þá sem gæludýr. Segir síðan í blaðinu: „En það þykir víst ekki við hæfi að hafa minkahvolpa sem gæludýr og óskir þeirra máttu sín lítils gagnvart vilja hinna full- orðnu. Og nú eru þeir Jónas og Júlíus ekki lengur í tölu lifenda." Áhugaleikfélög efli leikstarf fatl- aðra og aldraðra NORRÆNA áhugaleiklistarráðið, NAR, hélt aðalfund sinn á Húsavík dagana 4.—5. júní sl. í boði Banda- lags íslenskra leikfélaga. Voru helstu mál fundarins leiklistarstarf eldri borgara og fatlaðra, menntun- armál og samstarf við alþjóða áhuga- leiklistarsambandið, IATA. Á fundinum samþykkti NAR ályktun sem meðal annars fól í sér áskorun til allra leikfélaga innan samtakanna um að auka þátt eldri borgara og fatlaðra í leiklistarlífi og lagt var til að leikfélög leituðu samstarfs við samtök þau sem sinna málefnum þessa fólks. Þá voru ríkisstjórnir Norður- landanna hvattar til að tryggja áframhaldandi rekstur skrifstofu samtakanna. Björgunarsveitir Hvolsvelli: Verða í Þórsmörk næstu þrjár helgar BJÖRGUNARSVEIT frá Hvolsvelli verður til aðstoðar og hjálpar ferða- mönnum við Krossá í Þórsmörk næstu þrjár helgar. Björgunarsveitarmenn taka á móti ferðamönnum er þeir koma í Þórsmörk og leiðbeina þeim hvar best er að fara yfir Krossá, einnig verða þeir með minniháttar sjúkrahjálp. Fyrsta helgin er sú næsta, þ.e. 15.—17. júlí, og sú þriðja og síðasta verzlunarmanna- helgin um mánaðamótin. milljóna. Þetta er búskaparlag sem ekki er til að hæla sér af. Stórfelldur vandi í stjórn ríkisfjármála Núverandi ríkisstjórn stendur frammi fyrir stórfelldum vanda í ríkisfjármálunum. Hún hefur lýst því yfir að hætt verði erlend- um lántökum til eyðslu og jafna þurfi viðskiptin við útlönd. Þetta markmið næst ekki nema með verulegum samdrætti innflutn- ings um sinn. Það minnkar veltu í þjóðfélaginu og hefur því keðju- verkandi áhrif til lækkunar tekna ríkissjóðs. Þetta hefur gerst í ár og mun halda áfram á næsta ári, ef þetta markmið — lífsnauðsynlega markmið — á að nást. Vonandi er sem flestum það ljóst að minnka þarf skattheimtu við þær aðstæður sem nú eru til þess að létta heimilunum átökin við verðbólguna. Ríkið verður þannig að ganga á undan og koma til móts við almenning. Mikilvægur þáttur í baráttunni við verðbólguna er á hinn bóginn að sem mestur jöfnuður náist í ríkisbúskapnum. Framangreind markmið verða ekki samræmd nema með miklum sparnaði, að- haldi og niðurfærslu ríkis- út.gjalda. Þetta er vandasamt verkefni sem viðskilnaðurinn í ríkisfjármálum auðveldar ekki. Lárus Jónsson er þingmaður íyrir Sjálfstæðisflokkinn, kjörinn í Norðurlandskjördæmi eystra. Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: Fataþrengsli og heilastarfsemi Ég kemst næstum alltaf í grútfúlt skap, þegar ég þarf að fara í búð til að kaupa mér föt. Veit ég fátt ömurlegra en að standa í því að máta buxur í paravís. Fyrst þarf að fara úr skónum, svo úr gömlu, góðu bux- unum og bregða sér í ókunnu buxurnar, bretta upp skálmarn- ar, því það er ekki búið að setja þær upp, og svo að troða sér aft- ur í skóna. Þetta þarf að endurtaka mörg- um sinnum, og von bráðar er maður orðinn kófsveittur því þetta er stífasta púl. Karlpen- ingurinn var ekki byggður fyrir að hátta sig og klæða svona oft á einum degi, heldur reiknað með að hann myndi klæða sig á morgnana og hátta sig á kvöldin. Jæja, þegar búið er að finna bux- ur, sem hægt er að sætta sig og konuna við, þarf að ganga fyrir skraddarann sem stillir fórnar- lambi sínu upp á skemil fyrir framan þrjá stóra spegla, sem sýna það í öllu sínu varnarleysi í framandi buxum. Skraddarinn fer faglegum höndum um klæðin, krítar á skálmarnar og togar í rasssaum- inn. Þessir meistarar nálarinnar eru oft áfjáðir í að dýpka hann. því þeir vilja hafa buxurnar sem allra þrengstar. Þær verða að falla eins og flís við rass, en ég þakka oft mínum sæla fyrir það, að máltækið skuli ekki vera til í enskri tungu; skraddararnir myndu ábyggilega ganga því til húðar. Þarna sem hinn þjáði stendur uppi á stól fyrir framan skraddarann og til sýningar fyrir aðra viðskiptavini, reynir hann að draga inn magann og þenja út kassann. Þegar við bæt- ist, að skraddarinn mælir ein- dregið með dýpkun rasssaums- ins, endar hann oft sem eigandi of þröngra buxna, sem honum kemur aldrei til með að líða vel í. Og hér er ég loks kominn að merg málsins. Þröngur klæðnað- ur er eitt mesta mein mannkyns. Ekki einasta er óþægilegt og óbærilegt að þurfa að klæðast hinum þröngu fötum, sem nú- tíminn virðist útheimta, heldur hefta þrengslin eðlilega blóðrás, m.a. til höfuðsins og þar af leiðir brenglaða hugsun. Og þröngur klæðnaður virðist líka framkalla ofbeldishneigð Mótorhjólabísar í Ameríku klæ^ast níðþröngum skinnfötum og eru þeir taldir með kaldrifjuðustu glæponum hér. Svo má glugga í mannkyns- söguna og við munum öll eftir myndum af nasistunum, sem klæddust aðskornum, þröngum jökkum og reiðbuxum. Til að vera vissir um að sem allra minnst blóð kæmist upp í haus- inn, var járnkrossinn hengdur um hálsinn í sverum borða og svo þrengt að. Þetta voru menn- irnir, sem steyptu mannkyninu út í heimsstyrjöld. En góðu gæj- arnir, Bretar, voru í einkennis- búningum, sem saman stóðu af víðri blússu og pokabuxum. Ef þið hafið ekki sannfærst, þá má benda á Indland og löndin þar í kring, þar sem fólk sveipar sig slæðum og dúkum. Þessar þjóðir eru með þeim friðsamari á jarðkringlunni og þaðan koma líka margir spekingar og spá- menn. Þar er mikið blóðstreymi til heilans. Kíkið þið svo á Kína, en þar hafa leiðtogarnir allt frá Chiang-Kai-Shek, klæðst í að- skorna herforingjajakka og þar hefir líka allt logað í ófriði. Ekki batnaði það við tilkomu komm- únistanna, því þeirra Maó- jakkar eru hnepptir upp í háls með eins konar kverkataki, og vitum við, hvaða afleiðingar það hefir haft í för með sér. Aumingja Rómanska Ameríka hefir heldur en ekki fengið að kenna á fataþrengslunum. Flest löndin þar eru undir herfor- ingjastjórn: níðþröngar reiðbux- ur, herforingjajakkar ásamt feikilega stórum og þvingandi generálshúfum. Við höfum svo glöggt séð, hvaða áhrif þetta hefir haft á framgang þessara þjóða. Fataþrengslin virðast hafa sérstaklega slæm áhrif á minnið. Flestir herforingjarnir lofuðu því, þegar þeir hrifsuðu völd, að láta halda frjálsar kosn- ingar hið allra fyrsta. Þessu hafa þeir gleymt upp til hópa. Ekki hefi ég stórar áhyggjur af íslenskum leiðtogum og klæðaburði þeirra. Samt get ég ekki hjá því komist að minnast á, að nokkrir af yngri ráðherrum seinni ára hafa verið í all að- skornum klæðnaði, og sumir hafa meira að segja verið með flibbanál undir bindishnútnum, sem virkar næstum eins og járn- kross um hálsinn. Líka hefi ég séð í blöðunum, að einmitt einn af þessum ráðherrum átti við vandræði að stríða í sambandi við að muna, hvort hann hefði pantað einhverja togara frá Póllandi. Það er því svo sannarlega ekki úr vegi að við höfum auga með klæðnaði leiðtoga landsins. Ég er ekki að segja að þeir þurfi að sveipa sig slæðum, en alla vega ættum við að gæta að því, að hvorki sé þrengt að hálsi þeirra eða neðri parti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.