Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983
27
Miðvikudaginn 16. Julii 1783
Hrakningar flóttafólks úr Meðallandi:
„Sérhverjum heföi til hjarta
gengið ótti og ofboð fólksins“
Þannig hugsa ménn sér eldstöðvarnar á Siðumannaafrétti.
— segir síra Jón
Jónss^n að Mýr-
um í Álftaveri
Kirkjubæjarklaustri 15. Julii. Frá tíóinda-
manni Morgunblaósins.
Að menn viti hversu til gekk i
þeim hörmungardögum, er eldur-
inn lagðist yfir byggðir hér í vest-
araparti Skaftafellssýslu, skal nú
greint frá flótta þess æruverðuga
guðs kennimanns síra Björns
Jónssonar, áður í Hólmaseli, und-
an eldinum. Hann varö að flýja
austur að Langholti með sitt fólk,
14 manns og 3 kerlingar vanfaerar,
er ei kunnu sjálfar án stuðnings að
ríða eður ganga, og það hratt, er
hann í hasti og ofboði frelsa kunni
af gózi sínu.
Laugardagskvöldið fyrir þann
1. sunnudag eftir trinitatis, sem
var sá 21. Junii, laust fyrir sólar-
lag, kom Jón Gunnarsson, piltur
frá Eystri-Lyngum, til síra Jóns
Jónssonar að Mýrum í Álftaveri.
Hann var sendur af síra Birni, og
var einn af mönnum þeim, er
komnir voru í Hólmasel að bjarga
presti úr fári eldsins, er þá var
kominn norður undir bæinn.
Pilturinn bar hinum góða klerki
þau orð síra Björns að hann
beiddi hann að koma hið fljótasta
og hjálpa sér undan eldinum með
svo marga hesta sem hann gæti
og gera þvílík boð sínum sóknar-
mönnum. Síra Jón fór að þessu
heyrðu strax af stað, og hafði pilt-
inn með sér, fyrst heim að
klaustri til klausturhaldarans Mr.
Magnúsar Andréssonar og bar
honum þau tíðindi um Hólmasel,
ásamt prestsins bón til hans og
annarra. En svo sem regnhvolfur-
inn úr loftinu með stormi á aust-
an var þá svo mikill að ei var úr
húsum vel farandi, töldu menn
vandkvæði á að fara strax um
kvöldið, þar hestarnir væru óvísir
og dimman með óveðrinu í hendi.
Leið svo þessi nótt, þar til
sunnudagsmorguninn um miðs-
morgunsbil, að síra Jón kom aust-
ur að Langholti, að nokkrum úr
Álftaveri þangað á undan honum
komnum. Um nóttina hafði síra
Björn orðið að flýja í óveðrinu og
ósköpunum með allt sitt fólk.
Síra Jón Jónsson sagði svo við
Morgunblaðsins tíðindamann um
þennan samfund: „Sérhverjum
hefði af mannlegri viknan og
meðaumkun, svo vel sem mér, til
hjarta gengið, bæði prestsins
sjálfs sorglegur og óttafullur yfir-
litur og habitus, hans hræðslufult
tal, að eldurinn mundi fyrr yfir-
gína en fólkið kæmist yfir fljótið,
hans og annars fólks rölt og ról,
sem hvergi hafði þar rúm né ró-
legheit í hríðinni inn í kofunum
fyrir þrengslum og góz hans hrak-
ið og svívirt í svaðinu liggjandi.
Og svo einnin sá ótti og ofboð,
vitleysu og vandræðatal, sem þar
var þá á hverjum manni, ekki ein-
asta þeim, sem voru af uppbæjun-
um eður þeim, sem næstir voru
eldinum og svælunni, sem komnir
voru á flótta, heldur og þeim af
syðstu bæjunum við sjóinn, sem
voru að biðja hver annan að koma
sér til hjálpar með þann og þann
vanfæra mann út yfir fljótið."
— En tókst ekki að stilla eða
stöðva þennan ofboðsótta fólks-
ins, með nokkrum fortölum um
guðs vernd og almætti?
„Ég veit sérhvern geta vorkennt
þessu fólki, sem sér eitt fjall af
logandi eldgrjóti, renna fram og
að honum komið, að veltast yfir
hann og hans heimili með reyk og
svælu, er ei sæist í gegnum,
skruggum og eldingum úr hverri
átt, og gusum og strokum upp úr
jarðarinnar holum og gjám fram-
undan allt í kring, og þenkja hann
mundi sleppa öllum þönkum og
umsvifum öðrum, en forða lífi
sínu í bráð, magnlega hræddur,
hann gerði það ei svo fljótt sem
skyldi, einkum hafi hann haft
vorkunfullan dug til lengstra
laga, og beðið af sér hlé nokkurt,
þangað til eldrenslikastið kom svo
hast og ákaft, að enginn sá fyrir,
að nokkurn bæ myndi það fían
láta alt fram í reginhaf. Svo gekk
það hér til.“
— En voru ekki menn sendir
upp að Hólmaseli þennan sunnu-
dag, að vita hvað liði um bæinn og
kirkjuna og bjarga nokkru, ef þeir
gætu?
„Rétt ert það. Átta menn voru
sendir upp að Hólmaseli í þessum
erindagjörðum. Þeir komust ei
alla leið af, heldur sneru aftur og
sögðust hafa séð bæinn og kirkj-
una í báli og svælu. Um það skeið
kom klausturhaldarinn, Mr.
Magnús Andrésson, utan yfir
fljótið, tók af plöggum síra Björns
upp á hesta sína, fór af stað aftur
og stóð ei víðar við. Þetta var, að
menn ágizkuðu, eitthvað laust
fyrir hádegisbil. Síðan fórum við
að lesa húslesturinn, og eftir hann
var þar nýfætt barn komið með til
skírnar, hverju síra Björn beiddi
mig að gegna fyrir sig og ég
gerði."
— Hvað gerðist þar eftir?
„Þegar á leið daginn, bjó prest-
urinn síra Björn sig með sitt fólk
út yfir fljótið með mér, og voru þá
margir í þeirri aumkvunarlegu
ferð, bæði gangandi menn og kon-
ur með börnin og aldraða, rekandi
kýr og ær á undan sér, út yfir
fljótið í hrakveðri og kuldaregni.
Var svo presturinn hjá mér um
nóttina. En á mánudaginn fór
hann vestur yfir Mýrdalssand
sjálfur að útvega sér og sínum
hæli.“
Frekari ótíðindi ór eldsveitunum:
Eldglossið leikur um
menn utan húsa og innan
Þrír bæir eyðast — Kirkjubæjarklaustur í hættu
Kirkjuha jarklaustri 15. Julii. Frá tídindamanni MorgunblaAsins.
í MORGUN, um dagmálabil, kom
eitt hræðilegt eldkast úr eldgjánni
á afréttinum, með suðu og braki og
brestum og þvílíkum undirgangi,
að allt ætlaði um koll, sem jók hér
og svo mikil eldslög og skruggur,
að varla varð andartak á milli.
Eldgosið leikur um menn utan
húsa og innan; þó hefur engin þar
af fengið bráðan dauða. Hvorki sér
til lofts né sólar það minnsta af
þeirri þykku reykjareldgufu og
svælu, er hér liggur yfir.
Klausturhaldari Sigurður
ólafsson flutti allt lauslegt úr
kirkjunni og klaustrinu í óhultari
staði, því nú sér ei annað fyrir, en
eldflóðið mundi því granda, svo
nærri sem það er komið. Ætla ég
að engin manneskja hafi hér á
Síðu getað sofnað væran eður
óhultan dúr hinar síðustu vikur.
Skal nú greina frá eldsins fram-
kasti hina síðustu daga.
Um helgina hélzt sama öskufall
við og í fyrri viku. Þann 11. og 12.
kom stórregn og vindur, sem
barði niður og feykti af þeirri
ösku, að aftur sá til jarðar. Þann
13. júlí, sem var 4. sunnudagur
eftir trinitatis, færðist elriurinn
að vestan eftir Skaftárfarvegi í
þrengslin fyrir ofan svo kallaðan
Stapafoss.
í morgun fór eldurinn ofan
fyrir greindan Stapafoss, hélt svo
farveginn áleiðis í Töluhvamm,
sem er lítinn spöl fyrir ofan
Systrastapa, sem er hér um fjórða
part úr mílu fyrir ofan. í þennan
djúpa farveg hrúgast nú svo
eldhraunið, að sól sér ei upp fyrir
það í hádegisstað frá Hunkubökk-
um; kúfurinn nemur og svo af því
við neðri ferðamannagötur á
klöppinni, er þeir síra Jón
Steingrímsson á Prestsbakka og
klausturhaldari Sigurður grant
skoðuðu í dag.
Er nú byggð hér á Kirkjubæj-
arklaustri vart óhætt lengur.
Eldflóðið sem féll í dag féll yfir
hús í Dalbæ, eigi alllangt hér
fyrir vestan, og upp brenndi þau
og mikið af túni. Líklegt ætla
menn, að sú 6. hdr. jörð byggist
aldrei framar. En þó eldurinn af-
brenndi ei Hunkubakka, sem stóð
á bakkanum fyrir ofan ána,
skemmdi þó svo vatnið, er féll
norður af hrauninu þar eftir, með
sínum undirgreftri, að þau tún,
sem þar eru, munu mestan part
Skepnurnar hlaupa nú saman ( hnappa af ógnum þeim, sem á dynja.
Enginn fær með orðum lýst þeirri eymd og volæði sem bæði menn og
málleysingjar veróa aó þola hér um slóðir.
aftakast, og húsin flytjast í óhult-
ara pláss.
Hólmur í Landbroti, sem var
kirkjujörð frá Skál, fékk hér af
stóran skaða, að lækir þeir, sem
þar voru beggja megin bæjar,
stífluðust upp með öðru vatni,
sem að ofan kemur, svo að ei verð-
ur nema einn veg að bænum kom-
izt, þó ei þá vatnavextir eru. Þar
fyrir ofan ána var ein hjáleiga frá
klaustrinu, sem kallaðist Laxár-
nes; hafði stundum en ei stundum
byggt verið; það pláss umflaut svo
af vatni, að ei mun framar byggj-
ast.
Skepnurnar, sem eftir eru orðn-
ar hér í eldsveitunum, hlaupa nú
saman í hnappa af ógnum þeim,
sem á dynja, eða eru á rás með
veinan eftir sínum róm, sumar
lognast út af þar sem þær standa.