Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983 11 Erlendar bækur Þorsteinn Marelsson Valur Gíslason Kall Þorsteins í kallasafn Vals Vandet steg over jorden IHI I Hi skáldsaga eftir Anne Strandvad. lltg. Gyldendal. Anne Strandvad er þrítug að aldri og I Hi er frumfraun henn- ar á sviði skáldsagnagerðar. Hér segir frá Inge sem með ærnum erfiðismunum hefur lokið prófi í lögfræði og býr með piltinum Carl. Inge fær enga vinnu að prófinu loknu og má nú sætta sig við þá auðmýkingu að vera á framfæri hins opinbera eftir að hafa lagt á sig langt og strangt nám til að sanna hvað hún geti. Hvert sem hún snýr sér eru henni lokaðar dyr. Carl snýr við henni baki og hún leitar á náðir vinkonunnar Kirsten sem er gift, skrifstofustúlka og húsmóðir, og eftir að hafa lifað hátt og óreglu- lega um hríð kynnist Inge mús- íkmanninum Agli og með honum flytur hún út í sveit. Þar líður Anne Strandvad tíminn við að rækta jörðina, baka fyrir Egil, þvo upp fyrir Egil og sofa hjá fyrir Egil. Það eru engin takmörk fyrir því hvað hún ge'rir fyrir Egil. Undir lokin er þetta líf ekki fullnægjandi öllu lengur, hún verður að leita fyrir sér — án þess þó að hún ætli að hætta að gera allt fyrir Egil — og finna dálítið af sjálfri sér aftur. I Hi ber ýmis merki viðvan- ingsháttar. Svo virðist sem höf- undur leggi upp með sögu sem lýsa eigi þeirri kreppu sem æska Danmerkur býr við og þá auð- mýkingu sem hún sætir með því að geta ekki unnið fyrir sér. Ein- angrunina og sjálfsfyrirlitning- una sem þetta elur óhjákvæmi- lega af sér. Að vísu tekst þetta misjafnlega en þó er allt með felldu uns höfundurinn sjálfur lætur heillast af hinu heilbrigða náttúrulífi, sem Inge og Egill lifa, og gleymir eða svona allt að því með hvaða veganesti var lagt af stað í upphafi bókar. Svo mik- il rómantík er í kringum sveita- lífið og allan baksturinn að úr hófi keyrir. Og þó svo að það sé gaman að lifa ofsaheilbrigðu lífi og snúast í kringum elskuna sína, er þetta allt á skjön við lýsinguna á nútímakonunni sem kynnt er. Það er kostur bókarinnar að hún er fljótlesin og þrátt fyrir allt bara læsileg. Jóhann Hjálmarsson Ríkisútvarpið hljóðvarp: HÚSNÆÐI í BOÐI eftir Þorstein Marelsson. Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Leikendur: Valur Gíslason, Sigrún Edda Björnsdóttir og Jóhann Sig- urðsson. Valur Gíslason bætti enn ein- um kalli við hið kynduga kalla- safn sitt með túlkuninni á gamla manninum í leikriti Þorsteins Marelssonar: Húsnæði í boði. Leikritið fjallar um gamlan mann sem auglýsir íbúð til leigu í því skyni að fá gesti í heimsókn og drepa með því tímann. Honum er ekki í mun að leigja, en ein- stæðingslegt líf hans öðlast gildi eða fær að minnsta kosti á sig nokkurn lit við það að blanda geði við fólk sem er á höttum eftir húsnæði. Ungt par rekur á fjörur gamla mannsins, konan innan- húsarkitekt, maðurinn þjóðfé- lagsfræðingur, bæði nýkomin frá námi erlendis. Þeim þykir gamli maðurinn í meira lagi skrýtinn og háll, láta hann þó teygja sig á asnaeyrunum yfir kaffisopa og spjalli um allt annað en íbúðina. En sá gamli er nú reyndar hætt kominn, það liggur við að hann láti íbúðina af hendi, en finnur skyndilega smugu til að losna við hjúin. Hann þykist ekki geta Hvöt fagnar stofnun frið- arhreyfingar ísl. kvenna Jóhanna Kristjónsdóttir Vandet steg over jorden eftir Bo Beskow Dönsk þýðing eftir Henning Ipsen Útg. Gyldendal. Sögusviðið er örkin hans Nóa. Um borð eru öll dýrin, Nói gamli, kona hans og synirnir Sem, Kam og Jafet með eigin- konum sínum og loks Jasub son- ur konu Nóa og fallins engils. í hundrað og fimmtíu daga hefur örkin nú verið á sigling- unni og það eru komnar upp við- sjár með mönnum um borð. Kvennamál þeirra bræðra eru öll í einni flækju og boðorðið um að girnast ekki konu náunga síns er heldur betur brotið þarna um borð. Sem og kona hans koma ekki við sögu, þau halda kyrru fyrir í klefa sínum allan tímann. Þess betri skil eru Jasub gerð og hinum sonunum. Og þennan dag þegar allir eru að gefast upp hátt og lágt að gamni sínu, hvar hann kemur að henni að snyrta sig, hann setur undarlegt krydd í súpuna sem kona Nóa er að elda og hann gerir að sárum Kams sem hafði fengið heldur ófélega útreið. Síðan setur hann tímann aftur á stað, gengur á fund Nóa sem er þá í miðjum bólförum með tengdadóttur sinni og þeir setjast að sumbli og ræða málin. Lífið á örkinni gengur sinn gang, eftir að Himnafaðirinn er farinn til síns heima aftur, en dagurinn sem hófst með argi og ágreiningi milli manna og dýra endar í gleði og ljúfri hvíld allra um borð. Svo að áhrif Himnaföð- urins hafa þá bersýnilega verið af hinu góða. Þetta er óvenjuleg bók, hún er hvort tveggja í senn kaldhæðin og þó mjög ljóðræn og í henni erótískur undirtónn. Bo Beskow er þekktur málari og auk þess hafa freskómyndir hans í byggingu Sameinuðu þjóðanna vakið athygli á honum. Hann hefur fengizt við bóka- skreytingar og grafik en hér er á ferðinni hans fyrsta skáldsaga. vegna þessa nána sambýlis, erf- iðleika með dýrin og matföng eru af skornum skammti ákveð- ur Himnafaðirinn að koma í heimsókn. Hann stígur niður af himninum, stöðvar tímann og skoðar ástandið um borð og sér að þar er sumt harla gott, en annað er heldur hæpið. Himna- faðirinn tekur upp á ýmsum til- tektum, hann málar konu Kams hugsað sér að þau taki víxillán til að borga honum sex mánaða fyrirframgreiðslu. Lán hefur hann aldrei tekið, sjálfur dæmi- gerður fyrir ráðvendni liðins tíma. Hann getur að lokum hald- ið áfram áhyggjulaus að tala við páfagaukinn sinn og óskapast yf- ir því hve lítið sé í blöðunum því að heimur vitanlega versnandi fer. Þorsteinn Marelsson hefur með Húsnæði í boði sannað að hann kann að semja útvarpsleikrit, enda er þetta fimmta leikrit hans af því tagi. Margt var laglega gert í flutningi verksins, en minnisstæðastur er Valur Gísla- son í hlutveki sem er eins og búið til fyrir hann. Sigrún Edda Björnsdóttir lýsti vel óþoli hinn- ar ungu konu sem er þrátt fyrir alla menntun og jafnréttiskenn- ingar fyrst og fremst kvenmaður. Lítið reyndi á Jóhann Sigurðsson, hlutverk hans smálegast, en hann gerði vel sem persóna á milli steins og sleggju, þ.e.a.s konunn- ar og gamla mannsins. Raunsæileg leikrit sem ætla sér ekki of stóran hlut komast einna best til skila hjá útvarpinu. En til þess að svo verði þarf ekki aðeins snjalla leikara, heldur lagna höfunda sem hafa eitthvað að segja og gera það innan list- rænna marka. Það gerði Þor- steinn Marelsson að þessu sinni. Nýr glæsilegur syningarsalur Opiö frá 9—18 daglega Vegna mikillar sölu undanfariö þá vantar i sal- inn og á söluskrá notaöa Daihatsu-bíla. Daihatsu-umbodið, Ármóla 23, símar 85*70 — 81733. „Stjóm Hvatar fagnar stofnun frið- arhreyfingar íslenskra kvenna, sem vettvangs samskipta kvenna í þágu frelsis og friðar. Stjórnin mun beita sér fyrir stofnun friðarhóps innan fé- lagsins, sem verði virkur þátttakandi í starfi hreyfingarinnar," segir í álykt- un Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna, um friðarmál og stofnun friðarhóps. Stjórnin hvetur sjálfstæðiskonur um allt land til að stofna friðar- hópa og auka þannig umfjöllun um friðar- og afvopnunarmál. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur einn ís- lenskra stjórnmálaflokka heil- steypta stefnu í utanríkismálum. Þessi stefna hefur átt sinn þátt í að auka ábyrgð íslendinga í því að tryggja varanlegan frið í heimin- um. Sjálfstæðiskonur vilja vera virkari en verið hefur í umræðu um utanríkismál og vinna að friði og frelsi." Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! Leiklist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.