Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983 Hamrahlfðarkórinn f Pitei. Vel heppnuð tónleikaferð Hamrahlíðarkórsins Héldu 12 tónleika á 2 vik- um í Noregi og Svíþjóð Hamrahlíðarkórinn hefur nú ný- lega lokið miklu tónleikaferðalagi um Svíþjóð og Noreg, þar sem hann hélt 12 tónleika við góðar undirtekt- ir. Voru fyrstu tónleikarnir haldnir í Þrándheimi á leiðinni til Svfþjóðar, en hinir 11 handan landamæranna. Ferðalag þetta var strangt, sem sést best á því að tónleikarnir voru haldnir á aðeins tveimur vikum. Það kom þó ekki í veg fyrir góða frammi- stöðu, en gagnrýni í blöðum ber henni best vitni. Fær kórinn víða frábæra dóma, en þó hvergi eins og í Piteá-Tidningen, þar sem Dan-Olov Stenlund, annar tveggja mestu kórstjóra Svía, á vart orð til að lýsa hrifningu sinni. Hann var fyrir tilviljun staddur í bænum daginn sem tónleikarnir voru haldn- ir. Varð hann svo hrifinn, að hann fann sig knúinn til að skrifa gagn- rýni, sem hann fékk svo birta í Pit- eá-Tidningen. Sannkölluð rós í hnappagat Þorgerðar og Hamrahlíð- arkórsins. FRÁBÆRIR DÓMAR í niðurlagi greinar sinnar segir Dan-Olov Stenlund: „Það er aðeins hægt að kvarta yfir einu, því, að ekki skyldu vera fleiri áheyrendur í kirkj- unni til þess að upplifa þessa tón- leika. Hamrahlíöarkórinn og stjórn- andi hans, Þorgerður Ingólfsdóttir, sköpuðu stemningu, sem hefði átt skilið troðfullt hús áheyrenda." Framar í greininni hafði Stenlund hælt kórnum fyrir mikla ögun og hvernig hver og einn kórhluti skilaði sínum hluta erfiðra radda með óvenjulega góðri stjórn. Kórinn kom heim nú fyrr í vik- unni, en Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi hans, er enn erlendis. Morgunblaðið náði tali af henni í Noregi og innti hana eftir fréttum af ferðalaginu. KREFJANDI „Þetta var mjög krefjandi ferð og erfið, en hún heppnaðist að mínu mati afskaplega vel,“ sagði Þorgerð- ur. „í öllum tilvikum var um að ræða heila tveggja tíma kvöldtónleika, en ekki bara hluta í einhverri dagskrá. Þetta er tíunda ferð mín erlendis með Hamrahlíðarkórnum og ég held að hún sé sú strembnasta til þessa, ekki hvað síst vegna hinna miklu ferðalaga á milli staða, sem stundum voru ærið löng og þreytandi. Það má eiginlega segja, að við höfum búið í langferðabíl þessar tvær vikur. Samt er ég á því, að ferðaþreytan hafi aldrei náð að hafa áhrif á frammi- stöðu kórsins. Ég var með úrvalshóp, frábæran er mér nær að segja, alls 46 söngvara, og þetta gekk betur og betur á hverjum tónleikum. Breytti engu þótt skipt væri um dagskrá að mestu eða nær öllu leyti." -Hvernig kom þetta ferðalag til á sínum tíma? „Aðdragandinn að þessu öllu sam- an er sá, að í Östersund hefur verið haldin árleg tónlistarhátíð um nokk- urra ára skeið. Á þessari hátíð hefur alltaf verið visst þjóðlegt „tema“ og að þessu sinni var ákveðið að það skyldi vera ísland. Haft var sam- band við Sveriges Rikskonserter og þar varð fyrir Gören Bergendal, sem hefur haft talsverð kynni af ís- lenskri tónlist og m.a. skrifað mikið um hana. Gengið var frá þessu síð- astliðið haust og við urðum fyrir val- inu, sem einn af fulltrúum íslands á þessari tónlistarviku. Hins vegar þótti ekki verjandi að senda 50 manna kór til þess að halda aðeins tvenna tónleika og það varð úr fyrir orð Bergendal, að við vorum ráðin á vegum Sveriges Rikskonserter til þess að halda 11 tónleika, auk þriggja mismunandi prógramma fyrir sjálfa mig, sem voru kynning á Þorgerftur Iugólfsdóttir, stjórnandi kórsins. íslenskri tónlist. Auk þessa sungum við í Þrándheimi í Noregi." UPPLIFUN Sem fyrr segir hófst ferðalagið í Þrándheimi. Voru tónleikarnir haldnir þar, m.a. vegna þess að það- an er stutt ferð til Östersund, þar sem tónleikaferðin um Svíþjóð átti upphaflegá að hefjast. Dagskránni var hins vegar breytt og hófst ferðin í Laisvall í Norður-Svíþjóð og var löng ferð þangað frá Þrándheimi. Sagði Þorgerður það hafa verið stórkostlega upplifun að fá að syngja í dómkirkjunni þar, slík væri byggingin og hljómburður hennar. Frá Þrándheimi var ekið til Lais- vall snemma næsta morgun og komu fram á tónlistarhátíð þar, sem nefnd er Spelmanns-stemma og er eins- konar Jónsmessuhátíð. Voru þetta einu útitónleikar kórsins í ferðinni. Var stemningin afar sérstök og allir með Jónsmessublómsveiga á höfði. Þessi tónlistarhátíð í Laisvall var jafnframt liður í enn stærri hátíð, sem nefnd er „Musik í Pitealfdalen". Næstu þrennir tónleikar, í Arvissj- aur, Piteá og Álvsbyn, voru einnig liður í þessari miklu hátíð, enda allir bæirnir á svipuðu svæði. í Arvidsjaur voru haldnir síðdeg- istónleikar í stærstu kirkju bæjarins og mikið um dýrðir við móttökuna. Þaðan var haldið til Piteá og taldi Þorgerður tónleikana þar standa uppúr eftir á. Voru þeir haldnir í öjebyns kyrka, sem er mjög þekkt úr sögunni. „Kirkjan og öll stemningin í kringum tónleikana var svo „in- spírerandi", að þeir tókust frábær- lega,“ sagði Þorgerður. HÁTÍÐLEIKI Frá Piteá lá leiðin til Álvsbyn. Þar, eins og í Arvidsjaur, flutti sókn- arpresturinn stutta inngangsræðu og fór síðan með bæn. Sagði Þor- gerður þessar athafnir í báðum til- vikum hafa gefið tónleikahaldinu sérstaklega hátíðlegan blæ. Eftir tónleikana í Álvsbyn var haldið í austur áleiðis til Finnlands. Áfangastaðurinn var Kalix, þar sem komið var í glampandi sólskini. Tónleikarnir voru haldnir í gamalli kirkju um hádegisbil. Ríkti þar mið- aldastemning, þar sem kveikt var á kertum. Kórinn var svo uppstemmd- ur að tónleikunum loknum, að hann tók til við að syngja veraldleg lög fyrir utan kirkjuna fyrir alla þá, sem heyra vildu. Eftir tónleikana í Kalix var haldið rakleiðis til Haparanda, sem er svo að segja á landamærum Finnlands og Svíþjöðar, og voru þar haldnir tónleikar i nýlegri kirkju. Þótti hún svo nútímaleg, að kórinn taldi hana i fyrstunni vera stórt vöruhús. Að utan var byggingin lftt spennandi, en að innan gegndi öðru máli, auk þess sem hljómburðurinn var frá- bær. Kórinn brá sér siðan yfir landa- mærin, aðallega til þess að stíga á finnska grundu, áður en haldið var af stað á ný. ERFITT FERÐALAG Frá Haparanda tók við Iangt og strangt tveggja daga ferðalag til Östersund. Þar voru haldnir minn- isstæðir tónleikar í aðalkirkju bæj- arins. Hófust tónleikarnir á íslenska þjóðsöngnum. Voru móttökurnar stórkostlegar og kórnum óspart klappað lof í lófa. Lokaverkið á efn- isskránni var „Recessionale" eftir Þorkel Sigurbjörnsson og var flutn- ingur verksins m.a. fólginn í því, að kórinn gekk út syngjandi. Hann slapp þó ekki við svo búið því áheyr- endur vildu meira og klöppuðu kór- inn inn í kirkjuna aftur. í SJÓNVARP... Eftir Östersund-ævintýrið hélt ferðin áfram til Sveg. Þar hélt kór- inn veraldlega tónleika i samkomu- húsi í skemmtigarði og tók sænska sjónvarpið fyrri hluta tónleikanna upp. ... OG UTVARP Eftir tónleikana í Sveg tók við löng keyrsla til Karlstad og sagði Þorgerður, að það hefði verið á mörkunum að kórinn næði þangað í tíma. Ferðin var þó þess virði að leggja hana á sig því fyrri hluti tón- leikanna var sendur út í beinni út- sendingu í sænska útvarpinu. Síðari hlutinn verður fluttur seinna. Áður en þeir hófust var 10 mín. langt við- tal við Þorgerði og síðan kynnti hún öll lög kórsins jafnóðum. Tónleikar kórsins voru liður í tónlistarviku í Karlstad. Daginn eftir tók svo við önnur eins keyrsla frá Karlstad til Öxelösund, skammt frá Stokkhólmi. Þar hélt kórinn tónleika eftir að Þorgerður hafði flutt kynningarprógramm um íslenska þjóðlagatónlist. Síðustu tónleikarnir voru svo haldnir í Bisk- ops Arnö. Þessir tónleikar voru teknir upp fyrir Sveriges Rikskons- erter. Sagði Þorgerður tónleikana þar hafa verið um margt minnis- stæða, ekki kannski síst vegna þess að þeir voru lokatónleikar ferðarinn- ar og kórinn nánast kominn á vara- hjólið af þreytu, eins og hún orðaði það sjálf. Þeir heppnuðust hins veg- ar vonum framar, enda kórfélagar staðráðnir í því að láta Svíana ekki sjá á sér nein þreytumerki þrátt fyrir ferðalögin miklu, sem e.t.v. hefði mátt koma í veg fyrir að ein- hverju leyti með betra skipulagi. LOKAHNYKKURINN í Biskops Arnö var á ferðinni enn ein tónlistarhátíðin hjá Svíum, tveggja vikna löng. Á undan Hamra- hlíðarkórnum höfðu m.a. Manuela Wiesler, Paul Zukofski og Þorkell Sigurbjörnsson komið fram, svo nefndir séu einhverjir sem íslend- ingar kannast vel við. Þar með lauk tónleikaferðinni sjálfri, en kórfélagar tóku lífinu með ró síðustu tvo dagana áður en þeir héldu heim á ný eftir stranga en skemmtilega för. Sagði Þorgerður, að kórinn hefði átt einkar skemmti- lega stund á laugardagskvöldinu þegar efnt var til mikillar veislu úti við stórvatnið Málaren. - SSv. lánstidmiwgen MANDAGEM PEN 4 JUU 19A3 Disciplínérad kor i Stora kyrkanj “abm'Cands fchkblad ONSDAG 6 JUll 19*3 TrivsatnM^^É0"^^ , **— sjsre '*s I o« I»neh- r’nr* A -- HamraUdskóren SSÍSS Nokkur sýnishorn blaðaskrifa um kórinn. ___ a. ' _ ten körkonsert ....1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.