Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983
0ý HÚZ'A HÆT^lMNi.'ATTU NOKKKAI? PRAM-
lenoimgarsnúruk, seM Þú ertekki ae> nota ?'
ásí er...
.. að hætta öllu hennar
vegna.
TM R«g U.S Pat Ott -all rtgtits resarved
«19831-05 Angeies Times Syndicate
Hún er vön að sitja alltaf á þess-
um stól og engum öórum!
Nei, það er bara tilkynning til
bókavina!
HÖGNI HREKKVISI
r- í © 1983
McNaught Synd.. Inc.
HANN HLyTOK. Af>\JEty\ AÐTALA
\j\V sousu."
„En nú standa landsmenn frammi fyrir þv( að raforkan frá Landsvirkjun er orðin svo dýr, að almenningur fær vart
við búið — og þó er enn stórfelldur taprekstur að Ulið er og stórhekkana enn þörf. Það er mikill misskilningur að
hinu lága verði til Straumsvíkur sé þar einu um að kenna. Ástæðan hlýtur að vera fyrst og fremst sú að önnur
„Krafla" hefir verið að rísa upp með Þjórsá og upp á Sprengisand. Munurinn er sá, já sá stóri munur, að náttúruöfl
eins og eldgos hafa ekki verið þar að verki."
Orkumálaumræða:
Kvíslarveita og fleira
Jónas Pétursson skrifar 10. júlí:
„Velvakandi birti í byrjun apríl
stutta ádrepu frá mér sem hét: Út-
boð Landsvirkjunar. Fylgdi þar ljós-
rit úr blaði af útboðinu, sem var um
stíflugerðir á Sprengisandssvæðinu.
Sýndist mér þar augljóst að fram-
kvæma ætti vatnaflutninga frá
Norðurlandi til Suðurlands, sem ég
taldi rán. Litlu síðar, 2—3 dögum,
kom athugasemd og yfirlýsing frá
Jóhanni Má, yfirverkfræðingi
Landsvirkjunar, um að þetta væri
misskilningur og óþarfa gustur, en
vatnaflutningar væru í þessu fólgn-
ir. Komið var rétt að kosningum er
þetta skeði og mat ég að ekki væri
líklegt að eftir yrði tekið þótt ég
sendi kvittun þá. Þess vegna hefi ég
ekki hreyft orði — að vísu óþarflega
langt liðið. Ekki rengi ég vottorð yf-
irverkfræðingsins um þessar fram-
kvæmdir. En er þá kvíslarveitan (
engu norðlenzk? Hversvegna sendi
Landsvirkjun 90 þús. kr. til félags-
skapar veiðiréttareigenda í Skjálf-
andafljóti til að kaupa laxaseiði
fyrir? Grunur er á að átt hafi að
vera einskonar bætur fyrir kvíslveit-
ur frá Skjálfandafljóti til Suður-
lands. Og skurðurinn mikli, sem ég
sá úr háa lofti meðfram norðvest-
urrönd Vatnajökuls. Var ekki eðli-
legt að hann vekti grunsemdir?
Hvað skal segja um eftirfarandi at-
vik, sem fullyrt er við mig að skeð
hafi: Nokkrir áhugamenn beittu sér
fyrir að fá flugvél til að svífa yfir
kvíslarveitusvæðið og jafnvel niður
um Sultartanga og taka myndir úr
lofti til að sýna í Sjónvarpi. Sá ágæti
fréttamaður, Ómar Ragnarsson, ætl-
aði í þetta flug á heiðríkjudegi. Er sú
stund rann upp hafði verið lagt bann
við að þessi ferð yrði farin. Ómar
fékk ekki að fljúga sem fréttamaður.
Kvfslarveita
Ýmsar hugleiðingar vekur hún,
eftir það sem fram er komið. Upp-
lýsingar hafa komið fram um það
að sl. áramót hafi það fyrirtæki
kostað Landsvirkjun um 400 millj.
kr. eða verið metið það í reikningi
fyrirtækisins. Eftir það kemur út-
boðið frá vorinu, sem mun gilda
úm 200 millj. kr. Eitthvað lægra
samkvæmt tilboðum 1 stíflur og
vatnsvegi, en þar fyrir utan er
undirbúningur pappíra, stjórn-
Er ekki hægt að sýna
frá tónleikum Bowies?
G. Björnsdóttir skrifar:
„Velvakandí.
Ég ætla aðeins að spyrja
sömu spurningar og Erlingur
Erlingsson spurði hér í dálkun-
um: Er ekki hægt að sýna í sjón-
varpinu frá tónleikum Bowie?
Ég hefði haldið að það væri
hægt, eins og sýnt var frá tón-
leikum Rolling Stones.
Ég bíð spennt eftir að heyra
hvort sjónvarpið vilji gera mér
og öðrum aðdáendum Bowie
þann greiða að sýna tónleik-
ana.“
Fyrirspurn
til forseta
Hæstaréttar
Á tónleikunum í Gautaborg.
Ljósm. Jón Valur Guöm.
Leifur Sveinsson skrifar:
„Hvorum megin aldamótanna
má búast við því, að út komi
efnisyfirlit yfir XLII. bindi
Hæstaréttardóma, er fjalla um
dóma ársins 1971?
Virðingarfyllst."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sést hefur: Hann gat sér góðan orðstý.
Rétt væri: Hann gat sér góðan orðstír.
(Ath.: tír merkir frægð).