Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983 21 flfofgttlllllflfeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 18 kr. eintakiö. V ísir að annmörk um erlendra borgarsamfélaga Islenzkt samfélag hefur tekið miklum breytingum. Hið forna bændaþjóðfélag, sem hélt velli frá landnámi fram yfir síð- ustu aldamót, breyttist — á fyrstu tugum aldarinnar — í út- vegsþjóðfélag með tilheyrandi þéttbýli. Nú heldur breytingin áfram í átt til iðnaðarsamfélags. í upphafi aldarinnar bjuggu 80% þjóðarinnar í sveitum en nú búa 85% hennar í kaupstöðum og þorpum. Land okkar, sem lengst af var einangrað frá umheiminum, er komið í þjóðbraut þvera, mið- svegar milli hins gamla og nýja heims. Stökkbreyting í samgöng- um hefur stytt allar vegalengdir og fært þjóðir heims í nábýli, sem hefur bæði góðar og vafa- samari hliðar. Ör framvinda tækni, þekk- ingar og framtaks hefur fært okkur margt gott, sem gert hefur okkur kleift að byggja upp vel- ferð. íslendingar ná hærri með- alaldri en aðrar þjóðir og ung- barnadauði, sem áður var tíður, er nær úr sögu. Möguleikar til menntunar, sem er arðbær fjár- festing, eru með þeim betri í ver- öldinni. Húsnæði, aðstaða á vinnustað, heilsugæzla, trygg- ingar og viðlíka kjör eru með því bezta sem þekkist, þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar. Þjóðin vann fullveldi sitt, lýðveldi og loks landhelgi í krafti þessarar framvindu. Og tunga hennar, menning, listir og hefðir hafa sótt í sig veðrið í þessu umróti breytinganna. Aðeins að einu leyti — en máske þar sem sízt skyldi — hefur íslenzkt samfélag hrakizt af leið. Við höfum sótt þekkingu, tækni, framfarir, menningu og listir til annarra þjóða og lagað að íslenzkum aðstæðum. Aðrar þjóðir hafa einnig ýmislegt til okkar sótt. Nábýli nútíma sam- gangna hefur gert þessa miðlun sem og önnur sam- og viðskipti þjóða auðveldari. En það hefur jafnframt fært okkar margt, sem miður er; og ýmsir annmarkar þéttbýlis, sem víða hafa myndað eins konar botnfall mannlífsins, hafa látið á sér kræla. Á heildina litið sýnist halla á fornar dyggð- ir, sem fyrrum þóttu prýði í fari fólks og vegvísar til per- sónulegrar hamingju. Fyrr á tíð þótti óþarft að loka híbýlum, jafnvel um nætur, og enn í dag þykir vart taka því, víða um land, að læsa bifreiðum, sem standa ónotaðar. Víðast get- ur fólk og ferðast fótgangandi, hvort heldur er í dimmu eða björtu, án ótta við aðför óláns- eða ofbeldismanna. En þetta er ekki gefið mál lengur, a.m.k. ekki hér á höfuðborgarsvæðinu. Ör- yggi fólks er ekki óyggjandi. Ofbeldi, yfirgangur og virð- ingarleysi fyrir rétti og eignum annarra hafa haldið innreið sína. Hér er, því miður, vísir að verstu annmörkum erlendra borgar- samfélaga. Við þarf að bregðast með festu. Þrátt fyrir örar framfarir, sem flestu hafa breytt á hinn betri veg, skortir á, að hinar fornu dyggðir hafi haldið velli með þjóðinni. Sökin er okkar allra: heimila, skóla, kirkju, félaga- samtaka, fjölmiðla, margvíslegra vandamálastofnana og sérfræð- inga; allra sem hafa áhrif á sið- ferðilegt viðhorf, hugsun og hegðan fólks. Sjálfgefið er að veita öllum, sem villst hafa af vegi, leiðbein- andi aðstoð, bæði einstaklingum og samfélagi; sem og ný tæki- færi, innan þeirra marka sem al- mennt öryggi leyfir. En samfé- lagið verður fyrst og síðast að tryggja öryggi og eignir hins al- menna borgara. I því efni þjónar fyrirbyggjandi löggjöf og fyrir- byggjandi löggæzla mikilvægu og vaxandi hlutverki. Benzínverð og skattokur egar til lengri tíma er litið skipta traustir og vaxandi skattstofnar meira máli en skattstigar. Of háir skattstigar, þ.e. ofsköttun, hefur sömu áhrif og ofveiði, rýrir höfuðstólinn. Ofsköttun atvinnurekstrar hindrar vöxt hans. Ofsköttun einstaklinga dregur úr framtaki og vinnuframlagi. Rányrkja á skattavettvangi vinnur þannig gegn velferð í samfélaginu. Svo hátt má högg reiða í skött- um, sem bætast við kostnaðar- verð vöru, að sala dragizt saman. Sala á benzíni hefur dregizt nokkuð saman fimm fyrstu mán- uði þessa árs, miðað við sama tíma á liðnu ári, og reikna má með framhaldi sölusamdráttar. Vaxandi skattar í benzínverði valda þar mestu um. íslenzkur ferðamaður fær allt að fjórum sinnum meira benzín í Bandaríkjunum en hér fyrir sömu upphæð. Þetta er alltof mikill munur. Hér hafa offarar ráðið ferð í skattheimtu. Mál er að vinda ofan af skattokrinu! Þessi teikning er úr riti Öryggis- málanefndar, GIUK-hliðið, eftir Gunnar Gunnarsson og sýnir hluta DEW-línunnar svonefndu sem teygir sig þvert yfir Kanada til Hjaltlandseyja um Grænland, ís- land og Færeyjar. Myndin er ein- földuð og sýnir tvær af fjórum ratsjárstöðvum á Grænlandi. Eins og á myndinni sést ná ratsjárgeisl- arnir yfir 370 km, en þegar geisl- inn er sendur í norðurátt frá Reykjanesi eða Stokksnesi trufi- ast hann vegna fjalla. Flugvélar sovéska hersins, sem ratsjárnar eru notaðar til að finna, koma yfir- leitt að íslandi frá bækistöðvum á Kólaskaga sem teygir sig í austur nyrst á Skandinavíu-skaga, austur af landamærum Noregs. aukna þátttöku a í eftirlitinu Rætt um íslending Á fundi utanríkismálanefndar í byrjun viku lagði Ragnar Arnalds, for- maður þingflokks Alþýðubandalagsins, fram fimm spurningar til Geirs Hallgrímssonar, utanríkisráðherra, vegna umræðna um nýjar ratsjárstöðv- ar varnarliðsins á íslandi. Utanríkisráðherra svaraði þessum spurningum í gær og sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: „í tilefni af spurningum Ragnars Arnalds, alþingismanns, um rat- sjárstöðvar, tekur Geir Hallgríms- son, utanríkisráðherra, eftir- farandi fram: 1. Engar greinargerðir hafa verið lagðar fram af hálfu banda- rískra stjórnvalda um þessi mál, en eins og skýrt hefur verið frá hafa umræður um ratsjár- stöðvar varnarliðsins á íslandi farið fram milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda. Ég er að sjálfsögðu reiðubúinn til við- ræðna og upplýsinga í utanrík- ismálanefnd um öll utanríkis- og varnarmál eins og verið hef- ur. Mál þessi voru síðast rædd á fundi nefndarinnar 11. þ.m. og verða væntanlega einnig á dagskrá fundar 8. ágúst nk. 2. Ratsjárstöðvum er ætlað sama hlutverk hér og annars staðar, að fylgjst með umferð í ná- grenni landsins. Rætt hefur ver- ið um að reisa tvær ratsjár- stöðvar í stað þeirra, er lagðar voru niður á Vestfjörðum og Norð-Austurlandi og endurnýja tækjabúnað þeirra sem fyrir eru, þ.e. á Stokksnesi og Reykja- nesi. Þá opnast enn betri mögu- leikar en áður til að nýta rat- sjárstöðvar við stjórn á umferð almennra flugvéla á innanlands- leiðum og í millilandaflugi, sem og við öflun upplýsinga fyrir landhelgisgæsluna. 3. íslendingar gerðust stofnaðilar að Atlantshafsbandalaginu og Bandaríkin tóku að sér varnir landsins fyrir hönd Atlantshafs- bandalagsins með varnarsamn- ingnum milli landanna sbr. lög nr. 110/1951. Hlutverk ratsjár- stöðvanna er með vissum hætti að vera augu og eyru varnar- kerfis okkar og þeirra sem aðil- ar eru að Atlantshafsbanda- laginu. 4. Úrvinnsla upplýsinga og fram- kvæmd ratsjáreftirlits er í höndum varnarliðsins á íslandi, en ekkert er því til fyrirstöðu að íslendingar vinni við ratsjár- stöðvarnar og fylgist með úr- vinnslu upplýsinga. 5. Ég hef skýrt ríkisstjórninni frá viðræðum um þessi mál, en þau eru á undirbúningsstigi og ákvörðun um frekari meðferð málsins því ekki tímabær að svo stöddu. Verði tækjabúnaður núverandi ratsjárstöðvar á Stokksnesi endur- bættur og tvær nýjar stöðvar byggðar, er gert ráð fyrir, að mun færri geti rekið hverja stöð og að mestu eða öllu leyti íslendingar, ef því er að skipta, í stað rúmlega 100 manns, sem nú starfa á Stokksnesi og eru allt Bandaríkjamenn. Rekst- ur endurbættrar si.C'var á Reykja- nesi verður nokkuð mannfrekari en þó fækkar frá því sem nú er. Þar er gert ráð fyrir miðstöð, sem safni upplýsingum á einn stað frá hinum þrem stöðvunum." Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 15. júlí 1983.“ Spurningarnar sem Ragnar Arn- alds lagði fram voru þessar: 1. Hvenær lögðu stjórnvöld í Bandaríkjunum fram greinar- gerðir og skýrslur um eðli og til- gang þeirra ratsjárstöðva sem ætlunin er að reisa? Er ríkis- stjórnin reiðubúin að leggja þessar skýrslur fram í utanrík- ismálanefnd? 2. Hvers eðlis eru ratsjár- stöðvarnar, hve margar þeirra vilja Bandaríkjamenn reisa hér á næstu árum og hvar eiga þær að rísa? 3. Hvert er hlutverk hinna nýju ratsjárstöðva í a) hernaðarkerfi NATO, b) hernaðarkerfi Banda- ríkjanna? 4. Hvert skila ratsjárstöðvar þær sem Bandaríkjastjórn vill reisa á íslandi þeim upplýsingum sem þær safna? 5. Hvenær hyggst rlkisstjórnin af- greiða ósk Bandaríkjastjórnar um nýjar ratsjárstöðvar? Rútur ferðaskrifstofanna eru audþekkjanlegar, enda algeng sjón á vegum landsins. Hálendisferðirnar vinsælar meðal erlendra ferðamanna Njáll Símonarson hjá Ferftaskrifstofu Úlfars Jakobsen. Signý Guftmundsdóttir hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. Meftal ferðaskrifstofa, sem aftal- lega sérhæfa sig í ferðum fyrir er- lenda gesti um landift eru Ferfta- skrifstofa Úlfars Jakobsen og Ferfta- skrifstofa Guðmundar Jónassonar. Ferðaskrifstofa Olfars Jakob- sen var stofnuð árið 1950 og hefur hún lengi haft á boðstólum ferðir um hálendi íslands fyrir erlenda ferðamenn. Ferðir þeirra ganga nú undir nafninu „Iceland Safari" og sagði Njáll Símonarson hjá ferðaskrifstofunni að þær væru vinsælar og vel sóttar af útlend- ingum. Helst væru það Þjóðverjar, Hollendingar, Bretar og Sviss- lendingar sem keyptu slíkar ferð- ir, en Frökkum hefur farið fækk- andi. Kvað hann helstu orsökina fyrir því vera strangar gjaldeyr- ishömlur þar í landi. Njáll sagði sumaráætlun ferðaskrifstofunnar hafa komist í gagnið í lok júní, en nokkrar fjölfarnar leiðir hefðu verið ófærar lengur í ár en venju- lega, s.s. Sprengisandur og Kjal- vegur. Ferðaskrifstofa Úlfars Jak- obsen býður upp á 4 meginferðir, 6 daga ferðir, tvenns konar 12 daga ferðir og 19 daga ferðir. 12 daga ferðirnar eru ýmist austur í land og suður Sprengisand, eða norður Sprengisand og suður Kjöl. I lengstu ferðunum er farið á Snæ- fellsnes og svo austur til Horna- fjarðar og suður Sprengisand. Ferðaskrifstofan bókar einnig aðrar sérferðir, s.s. ferðir á Vatna- jökul með Jöklaferðum hf. Njáll sagði að bókanir í ár hefðu verið mjög góðar og yfirleitt væri fullt í allar ferðir. Hóparnir eru yfirleitt þetta 40—50 manns og er þá farið á tveimur rútum auk eld- húsbíls, sem sér um alla matar- gerð, en innifalið í ferðunum er allur matur og tjöld. Að sögn Njáls, er ekki mikið um að íslend- ingar fari í ferðir með þeim, en sagði það vera að aukast. Sumar- ferðir á vegum Úlfars standa allt fram í lok ágústmánaðar, en þá hefst strax undirbúningur ferða fyrir næsta sumar. Njáll sagði að þeir væru búnir að bóka um 1.400 manns í ferðirnar í sumar og væri það svipað og í fyrra. Á veturna stendur ferðaskrifstofan fyrir akstri í skíðalöndin og akstri fyrir ýmis félög. önnur ferðaskrifstofa sem einn- ig gengst fyrir ferðum fyrir er- lenda gesti, er Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar, en Guð- mundur hóf akstur bifreiða fyrir rúmum 50 árum, og fékk snemma áhuga á ferðum um öræfi og óbyggðir íslands. Signý Guð- mundsdóttir hjá ferðaskrifstof- unni hafði svipaða sögu að segja og Njáll um innanlandsferðir hjá þeim, nema hvað þau bjóða aðeins upp á tvenns konar tólf daga ferð- ir, annars vegar er farið norður til Akureyrar og til Mývatns og svo suður að Öskju, Landmannalaug- um og Þjórsárdal svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar er farið í Þórsmörk og þaðan austur á land, í Kverkfjöll og norður á Mývatn og ekið suður um Bárðardal, Sprengisand og í Landmannalaug- ar. Hjá Guðmundi er einnig inni- falinn allur matur og tjöld, en gist er í tveggja til þriggja manna tjöldum. Hóparnir hjá Guðmundi eru milli 20—50 manns og var Signý sammála Njáli að mest væri um Þjóðverja í ferðunum, en Bret- ar og Skandinavar einnig í auk- num mæli. „íslendingum er að fjölga," sagði Signý, en hún sagði að þeirra markmið væri að fá fleiri Islendinga til að ferðast um landið á þennan máta, sem bæði væri þægilegur og auk þess ekki mjög kostnaðarsamur, en 12 daga ferðirnar hjá bæði Guðmundi og Úlf ari eru seldar á 9.600 krónur, nema Kverkfjallaferðir Guðmund- ar sem kosta 9.900 krónur vegna þess að akstur er meiri. Ferðirnar hjá Guðmundi standa fram í ág- ústlok, en þá tekur við skipulagn- ing næsta sumars, en einnig bjóða þau upp á ferðir allt árið um kring til Hólmavíkur og Keflavíkur. Um páskana eru svo farnar skíðaferðir til Sviss auk ferða í skíðalönd Reykvíkinga. Báðar ferðaskrifstofurnar bjóða viðskiptavinum sínum upp á aðra þjónustu yfir sumartímann, s.s. útsýnisflug, ferðir til Vestmanna- eyja og Grænlands. Ferðaskrif- stofa Guðmundar Jónassonar hef- ur einnig gistiheimili fyrir 34, en yfirleitt gista ferðamennirnir á hótelum eða á einkaheimilum. Ekki er óalgengt að ánægðir ferðamenn úr háfjallaferðum ferðaskrifstofanna hittist þegar heim er komið og haldi mynda- kvöld, eða aðrar veislur, og um það voru bæði Njáll og Signý sam- mála. Oft sjást líka sömu andlitin ár eftir ár í ferðum um fsland. Reykjavík: Framkvæmdir hafnar við nýtt dvalarheimili aldraðra JARÐVINNUFRAMKVÆMDIR eru nú hafnar við dvalarheimili fyrir 80 aldraða vistmenn vift Hjallasel í Seljahverfi og hefur heimilið hlotift nafnið Seljahlíð. Þeim framkvæmdum lýkur í næsta mánufti, en í lok þessa mánaftar verftur langstærsta útboft vegna þessarar byggingar auglýst og verða tilboft opnuft um mánaðamótin ágúst-september. f því verki verður uppsteypa húss- ins og allur frágangur að utan, einangrun, múrverk og milliveggir, auk allra lagna hússins. Gert er ráð fyrir að bygging að- albyggingar kosti 100—110 millj- ónir króna miðað við núverandi verðlag. Er þá allur búnaður húss- ins meðtalinn svo og gerð lóðar. Á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg- ar fyrir yfirstandandi ár er veitt 24 milljónum króna til verksins, en kostnaður er nú orðinn um 3 milljónir króna. Reykjavíkurborg hefur sótt um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra vegna þessa verkefnis, en áætlað er að húsið verði fullbúið fyrir árslok 1985. Þessar upplýs- ingar komu fram á blaðamanna- fundi í gær með Davið Oddssyni, borgarstjóra, og öðrum sem sjá um framkvæmdina. Lóð dvalarheimilisins er við Hjallasel, milli þess og Hálsasels og Hnjúkasels. Heimilið verður í næsta nágrenni við miðhverfi Seljahverfis, vestan við Selja- skóla, og verða bílastæði samnýtt fyrir heimilið og skólann. Á sömu lóð er fyrirhugað að reisa jafn- hliða nokkur minni íbúðarhús, með íbúðum sem verða boðnar ellilífeyrisþegum til kaups. Húsið verður þrjár hæðir auk kjallara og er heildarstærð þess 5618 fermetrar. íbúðir fyrir hjón verða 52 fermetrar að stærð, en íbúðir fyrir einstaklinga 28 fer- metrar hver, en heimilið er ætlað fyrir 80 íbúa í 60 íbúðum fyrir ein- staklinga og 10 íbúðum fyrir hjón. Séð verður fyrir öllum máltíðum og um öll þrif hússins, þvotta, um- önnun, lyf, læknishjálp, hjúkrun, endurhæfingu og félagsstarf. Höfundar eru arkitektarnir Hróbjartur Hróbjartsson og Geirharður Þorsteinsson, en Seljahlíð verður stærsta dvalar- og vistheimili sem Reykjavíkur- borg hefur byggt. Ljósmynd Mbl. Emilía. Frá fundinum í Hðffta í gær, talift frá vinstri: Stefán Hermannsson, forstöftumaður byggingaseildar Reykjavíkurborgar, Páll Gíslason, formaður framkvæmdanefndar vegna stofnana í þágu aldraðra, Davíft t)ddsson borgarstjóri og Þórftur Þorbjarnarson, borgarverkfræftingur. Ljósm. Mbl. Emilfa. Hróbjartur Hróbjartsson, arkitekt, útskýrir teikningar af húsinu. Til vinstri er líkan af svæftinu í heild, en á innfelldu myndinni t.h. er líkan af húsinu eins og þaft mun líta út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.