Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983 Eru að fara á bak við samninga — segir Halldór Ásgrímsson um vaxtaafslátt erlendra skipasmiðja „ÞAÐ kemur mér afskaplega mikið á óvart ef slíkir ríkisstyrkir samrým- ast þeim samningum, sem Norð- menn og við höfum gert í vettvangi EFTA. Þetta er aðeins sönnun þess, að þessar þjóðir eru að fara á bak við samningana á ýmsum sviðum iðnaðar," sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, er Morgun- blaðið innti hann álits á vaxtaaf- slætti erlendra skipasmiöja til handa ÚA. _Á sama tíma er heimtað af okkur að standa við alla þessa samninga og má ekki út af bregða í sambandi við tollamál, en síðan eru farnar aðrar leiðir í formi rík- isstyrkja til að komast framhjá þessu. Þetta er náttúrlega mjög alvarleg þróun fyrir frjáls við- skipti í heiminum að mínu mati. Við eigum fyrst og fremst þá vörn í þessum málum, að sækja okkar mál af mikilli hörku í þessum samtökum, sagði Halldór. KolmunnaveiÖar: Rússar og A-Þjóðverj- ar austur af Gerpi Þrátt fyrir kaldan Austur- íslandsstraum eru nú þrjú sovésk kolmunnaskip og tvö austur-þýsk að kolmunnaveiðum austur af Gerpi. Eru þau rétt utan íslensku lögsög- unnar en innan þeirrar færeysku. Kom þetta í Ijós í eftirlitsflugi starfsmanna Landhelgisgæslunnar í fyrradag. Ekki hefur sést til skipa á þessum slóðum fyrr í sumar. Kaldur Austur-íslandsstraumur nær mun lengra austur og suður i haf í átt til Færeyja og Noregs en venjulega segir meðal annars í fréttatilkynningu, sem Hafrann- sóknastofnun sendi frá sér fyrir nokkru. Ahrif þessa á kolmunnagöngur eru talin þau, að þær verði að Verkalýðsfélag Akraness: Segir upp kjara- samningum „UM leið og Verkalýðsfélag Akra- ness samþykkir að segja upp samn- ingum sínum við atvinnurekendur, þrátt fyrir afnám samningsréttar og ógildingu samninga með bráða- birgðalögum rfkisstjórnarinnar, vill fundurinn mótmæla harölega og af- dráttarlaust kjaraskerðingum sem í þeim felast og þeim félagslegu árás- um sem verkalýðshreyfingin verður fyrir með því að af henni er tekinn frjáls samningsréttur fyrir lífskjörum sínum," segir í ályktun sem sam- þykkt var á fundi í Verkalýðsfélagi Akraness nýlega og Mbl. hefur bor- ist. Skagafjörður: Framleiðsla að hefjast í Vallhólmi Varmahlíð, 28. júlí. HEYSKAPUR hjá bændum í Skaga- firði er alls staðar kominn vel af stað. Spretta er í meðallagi en þurrkar hafa nokkuð látið á sér standa það sem af er. Ovenjulega votviðrasamt hefur ver- ið hér í héraðinu frá því í júní. Framleiðsla er að hefjast í fóður- verksmiðjunni í Vallhólmi um þess- ar mundir, en framkvæmdir við ræktun og byggingar hafa staðið á annað ár. Vonast er til að náist að framleiða nokkurt magn af gras- kögglum strax á þessu hausti. Umferð ferðamanna um þjóðveg- ina hefur verið mikil í sumar. Lík- lega dregur sólskinið á norðaustur- landinu fólkið til sín úr rigningunni. Mér skilst á hótelstjóranum I Varmahlíð að nokkuð mikið hefði verið að gera þar í sumar. P.D. mestu leyti austan Færeyja og innan norskrar efnahagslögsögu. Þá mun sjávarkuldi ekki lofa góðu um afkomu nytjafiska á uppvaxt- ar- og ætissvæðum við norðan og austanvert landið. í fréttatilkynningunni segir ennfremur, að dagana 11. og 12. júlí hafi á stofnunni verið haldinn fundur sovéskra og íslenskra haf- og fiskifræðinga um ástand sjáv- ar, þörunga, átu og kolmunna í hafinu milli íslands og Noregs í vor og sumar. Sovétmenn hafi kannað hafið allt norðan frá Bar- entshafi og suður með Noregi, að Shetlandseyjum, Færeyjum og vestur að Islandi og Jan Mayen. íslendingar hafi kannað svæðið umhverfis {sland og milli Færeyja og íslands og hafi niðurstöður í aðalatriðum verið ofangreindar. Mælingar Sovétmanna hafi á hinn bóginn sýnt hlutfallslega mikil áhrif hlýs sjávar við Norður- Noreg og í Barentshafi, sem geti lofað góðu, bæði fyrir afkomu og útbreiðslu loðnu og þorsks á þeim slóðum. Fundinn sátu 5 Sovétmenn auk jafnmargra íslendinga og stjórn- aði Svend-Aage Malmberg, haf- fræðingur Hafrannsóknastofnun- ar, fundinum. Það eru víðar „bryggjupollar“ en á tslandi. Hér eru þrfr, dálítið misjafnir að stærð og lögun, að reyna við ufsann við bryggju Bacalao í Þórshöfn í Færeyjum. Morgunblaftið/ HG Greiðslufrestur fyrir skreið allt að 2 ár Háskaleg braut og slæmt fordæmi, segir Haraldur Sturlaugsson, Akranesi „VIÐ TELJUM okkur ekki geta sent frá okkur skreið eins og greiðslumál- um í Nígeríu er nú hattað. Héðan fór smá-sending í apríl í fyrra og er hún enn ógreidd. Af þeim sökum liggjum við með skreið að verðmæti um 20 til 25 milljónir, sem við teljum öruggara að láta ekki fara. Greiðslufresturinn er orðinn upp í eitt til tvö ár. Ég skil ekki að hægt skuli vera að senda þetta úr landi á hæpnum ábyrgðum. Hver á að bera skaðann ef greiðslur bregðast algjörlega," sagði Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri Haralds Böðvarðssonar og co. á Akranesi, er Morgunblaðið innti hann eftir því hvort fyrirtækið ætti mikið af óseldri skreið. Haraldur sagði ennfremur, að Tryggingar fyrir greiðslu fengjust hann vissi ekki til þess, að stærri framleiðendur létu nokkuð af skreiðinni frá sér, þeir treystu sér ekki til þess. Hann skildi ekki hvers vegna menn fengju að senda skreiðina frá sér á þennan hátt, nánast beint út í loftið. Nú væru kosningar framundan í Nígeríu og margt gæti skeð í kringum þær. Skyggða svæðið á kortinu sýnir lokaða svæðið Togveiðibann SÍDUSTU vikurnar hafa skyndi- lokanir verið tíðar á Strandagrunni og hefur sjávarútvegsráðuneytið því ákveðið, að tillögu Hafrann- sóknastofnunar að banna allar veiðar með botn- og flotvörpu á svæði á Strandagrunni, sem mark- ast af línum, sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta: 1. G6°30’48 N 21°17’46 V 2. 67°02°09 N 21 °40’01 V 3. 67°05’12 N 20°39’59 V 4. 66°59’05 N 20°36’45 V Bann þetta tekur gildi föstudag- inn 29. júlí, en þangað til hefur stærstum hluta þessa svæðis verið lokað með skyndilokun frá 23. júlí sl„ og gildir um óákveðinn tíma, en Hafrannsóknastofnun mun fljótlega kanna ástandið á svæð- inu, og verður þá tekin afstaða til áframhaldandi lokunar þessa svæðis. aðeins í Nígeríu og væri varasamt að treysta þeim. „Við sendum því ekkert frá okkur fyrr en greiðsla frá Nígeríu er orðin örugg. Það er hún alls ekki nú. Það er hægt að geyma skreið í þartilgerðum húsum upp í þrjú til fimm ár. Það var gert áður fyrr þegar skreiðargeymslurnar svokölluðu voru byggðar. Nú virð- ist þetta bara renna út án þess að fullnægjandi tryggingar séu fyrir hendi. Hver á að borga ef illa fer? Útflytjendur geta ekki staðið und- ir því. Það hlýtur að vera betra að hafa skreiðina undir höndum. Undanfarin 10 til 15 ár hefur markaðurinn í Nígeríu alltaf verið að lokast og opnast. Þá hefur verið beðið með sölur þangað til opnað- ist að nýju. Þess vegna þyrfti að gera mönnum kleift að geyma þetta. Þessi braut er mjög háska- leg og gefur slæmt fordæmi. Nígeríumenn eru ábyggilega ánægðir með að fá skreiðina með svona löngum greiðslufresti og gerir það frekari sölusamninga erfiðari. Mér finnst þetta hrein- lega óðs manns æði,“ sagði Har- aldur Sturlaugsson. Fjölvi stefnir að útgáfu Bjólfskviðu STEFNT er að útgáfu Bjólfskviðu í þýðingu Halldóru B. Björnsson hjá Fjölvaútgáfunni síðar á þessu ári, að því er Sturla Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Fjölva, tjáði blaða- mönnum á fundi í gær. Alfreð Flóki myndskreytir bókina og ráð- gert er að gefa út 100 tölusett ein- tök í skrautbandi, árituð af lista- manninum. Sturla sagði, að enn lægi ekki ljóst fyrir með allar þær bækur sem gefnar yrðu út hjá Fjölvaút- gáfunni í haust og fyrir jólin, en gefin verður út ný bók um ís- lenska fiska sem Gunnar Jóns- son hefur unnið fyrir Fjölva. Líkamsrækt með Jane Fonda heitir bók sem kemur út í þýð- ingu Steinunnar Þorleifsdóttur í o INNLENT haust. Ragna Lára Ragnarsdótt- ir, leikfimikennari við Mennta- skólann i Reykjavík, yfirfór bók- ina og endurskoðaði. Myndabók Fjölva um rokk verður einnig gefin út í haust, en hún er eftir Robert Ellis, rokk- ljósmyndara og er Þorsteinn Thorarensen íslenskur höfundur hennar. Af barnabókum koma út bæk- ur eftir Hjalta Bjarnason og Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur og verða þær prentaðar í lit. Tvær ljóðabækur koma út í haust. Önnur þeirra er eftir Þóru Jónsdóttur, en hin er eftir Jónas Friðgeir Elíasson og ber nafnið Ekki er jakki frakki nema síður sé. Fimmta bókin í flokknum Stóra náttúrufræðisafnið er væntanleg hjá Fjölvaútgáfunni síðar á þessu ári og er það Stóra fiskabókin. Tvær bækur úr þess- um bókaflokki hafa einnig verið endurútgefnar. Það eru bækurn- ar Stóra fuglabókin og Stóra blómabókin, sem hafa verið ófáanlegar um nokkurt skeið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.