Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 21
Kaupmannahöfn: Hrím í Jónshúsi Jónshúsi, Kaupmannahörn, 24. júlí. Söngflokkurinn Hrím skemmti hér f félagsheimilinu nýverid við ágstar undirtektir um 50 íslend- inga. í söngflokknum eru þau Wilma Young, Matthías Kristian- sen, Hilmar Hauksson og Benedikt Torfason og hafa þau leikið saman á annað ár. Þau spila á ýmis hljóðfæri, svo sem fiðlu, gítara, flautu og gríska hljóðfærið bouzouki, og syngja öll meira og minna fjörug skosk og írsk lög auk skandin- avískra og íslenzkra, sem þeir Matthías og Hilmar hafa samið. Félagarnir í söngflokknum eru að koma af þjóðlagahátíð í Glas- gow og söngferð um Borgundar- hólm og eru nú á heimleið. Komu þau 8 sinnum fram á vikuhátíð f Glasgow og þótti þeim gott að syngja fyrir Skota, þá mest ís- lenzk lög. Á Borgundarhólmi léku þau í Hrím 4 sinnum opinberlega, líka undir berum himni, og höfð- aði tónlist þeirra vel til Borgund- arhólmsbúa og sumargesta þeirra, sem eru fjölmargir um þessar mundir, enda eyjan afar vinsæll ferðamannastaður. Þá var einstæð ferð þeirra fjórmenninganna til hinnar afskekktu smáeyjar Christianso norður af Bornholm, en á henni búa 120 manns og voru þeir þegnar Danaveldis til skamms tíma skattfríir til að eyj- an héldist fremur í byggð. Allir mættu þeir Christianseyingar til leiks, er Hrím skemmti þar, og komu að ferðamönnum meðtöld- um um 200 manns á hljómleikana, var þar feikna fjörugt og mikið dansað. Hafði útlend hljómsveit aldrei stigið þar fæti og kunnu eyjarskeggjar vel að meta þessa tilbreytni. Lék hljómsveit heima- manna á eftir, og er 76 ára gamall banjóleikari þreyttist að spila um miðja nótt, tók Matthfas við og var dansað fram undir morgun. Vel sé þeim, sem leggja lykkju á leið sína til að rjúfa hversdagslffið á hinum einangruðu fábýlisstöð- um. G.L.Ásg. Leiðrétting f FRÉTT Mbl. um hafnarfram- kvæmdir f Bolungarvík misritað- ist tilboðsupphæð Loftorku og Andrésar Árnasonar. Rétt upp- hæð er 3 milljónir og 47 þúsund, ekki þrjár milljónir og 447 þúsund. Leiðrétting MISTÖK urðu í frétt Mbl. í gær af sköttum í Vesturlandsumdæmi; hæstu einstaklinga og fyrirtækja. Hæsta álagningu einstaklinga fékk Zophanías Cecilsson, útgerð- armaður í Grundarfirði, röskar 702 þúsund krónur, á Stefan Sig- urkarlsson apótekara Akranesi voru lagðar 553 þúsund krónur, Guðrún Ásmundsdóttir kaupkona Akranesi fékk 505 þúsund krónur í skatta, Ása Björnsdóttir Hvítár- völlum tæpar 459 þúsund krónur og Bragi Níelsson læknir á Akra- nesi 351 þúsund krónur. Af fyrirtækjum var mest lagt á Kaupfélag Borgfirðinga, Borgar- nesi, 4,6 milljónir, Olíustöðin, Hvalfirði fékk 4,1 milljón, Harald- ur Böðvarsson og Co, Akranesi, tvær milljónir og Hvalur hf., Hvalfirði tæplega 1,9 milljónir króna. SHELL- þjónusta umalttland! Starfsfólk Skeljungs óskar öllum landsmönnum góðrar og ánægjulegrar verslunarmannahelgar. Við minnum á að Shell-stöðvarnar verða til þjónustu alla helgina um allt land. Auk bensíns og olíu höfum við á boðstólum fjölbreytt úrval af ferða- og bifreiðavörum og ýmislegt fleira. Lítið inn á næstu Shell-stöð. Góða ferð. Skeljungur h.f. Fjölmargt fleira en bensín! OOTT FÖLK raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar húsnæöi i boöi óskast keypt Miöbær Góö 2ja herb. 50 fm íbúö til leigu strax. Reglusemi áskilin. Tilboö merkt: „G — 4“ sendist augld. Mbl. Vil kaupa notaöa háþrýstivökva — togspil, 6—10 tonna, splitt eöa á einum ás. Þeir sem hafa áhuga leggi nöfn og símanúm- er inn á augld. Mbl. merkt: „V—8724“. MetsöluUad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.