Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983 27 Minning: Jón Einarsson bifreiðastjóri stað. Evert er nú kvæntur og býr á Húsavík. Hjördís og Marinó eign- uðust eina dóttur, Valgerði. Hún er gift og býr í Reykjavík. Hennar fyrsta barn var skírt 12. júní síð- astliðinn. Daginn eftir var Marinó lagður á sjúkrahús og þar lést hann 22. júlí, daginn fyrir sjötíu og sjö ára afmæli sitt. Ég kynntist Marinó skömmu eftir að fyrri kona hans lést. Það var sama hvenær maður kom til hans, alltaf var faðmurinn út- breiddur og brosið jafn blítt. Síðar varð ég tengdadóttir hans og deildi með honum sorgum og gleði, alltaf var hann sá, sem reyndi að bera smyrsl á sárin og benda á björtu hliðar lífsins. Marinó trúði á hið góða og honum hefur orðið að trú sinni. Hann hefur átt góða daga með Hjördísi sinni, sem var honum svo samhent í öllu, og sam- an gerðu þau heimili sitt að un- aðsreit þar sem gott var að koma. Nú er Marinós sárt saknað af öll- um, ekki síst afabörnunum, sem eru þrettán og langafabörnunum sjö. Það er mikil og góð lífsreynsla að hafa kynnst slíkum manni. Hann var sáttur við lífið og viss um framhaldið. Guð blessi minn- ingu hans. Á.K.S. Mikið var gott að eiga afa í næsta húsi og mikið munum við sakna hans. Alltaf tók hann glað- ur á móti okkur. Þegar við vorum lítil hjálpaði hann okkur að lita fallegar myndir, klippa út og kenndi okkur að lesa. Eða hann bara lék sér Við okkur. Við fórum oft í hárgreiðsluleik og máttum greiða honum þannig að ömmu fannst stundum nóg komið, en hann bara hló. Við fórum líka í dúkkuleik og hann klæddi dúkk- urnar okkar. Þegar við stækkuð- um hlustaði hann á okkur lesa, fór yfir reikningsdæmin og hjálpaði okkur í dönsku. Þegar okkur vantaði hjálp fór- um við fyrst til afa. Hann gat gert við hjól, jafnt og hjólaskauta, eða þurrkað tárin þegar eitthvað bját- aði á. Það var svo notalegt og glað- legt hjá honum, við gátum hvílt okkur eftir eril dagsins og spjallað við hann yfir mjólkurglasi og fór- um ætíð frá honum ánægð og glöð. Þó hann sé nú farinn frá okkur mun minningin um hann og þess- ar góðu stundir seint úr minni okkar fara og verða okkur dýrmæt eign á lífsbrautinni. Megi Guð taka vel á móti hon- um og hugga ömmu. Margrét, Ragnar, Jakobína og Jón Valur Ég þakka fyrir að hafa átt í Marinó eins góðan tengdapabba og ég gat hugsað mér, þennan indæla mann, sem var alltaf jafn hlýlegur, jákvæður og unglegur í anda. Hann, og öll fjölskylda hans, tóku svo vel á móti mér þegar ég, mállaus þá og frá öðru landi, gift- ist yngsta syni hans og hafa þau verið mér mjög góð síðan. Þó við vildum hafa haft hann Marinó miklu lengur á meðal okkar, var tími hans hér útrunn- inn og ég er viss um að það sé tekið vel á móti honum þar sem hann er núna þjáningalaus, eins hjartagóður og hann hefur verið á meðal okkar. Sabína Útfórin ídag BLAÐIÐ hefur verið beðið að geta þess að útför Elsu R. Sigurðar- dóttur á ísafirði, sem minningar- orð birtust um í blaðinu í gær, fer fram þar í bænum í dag, föstudag. Óvænt fráfall Jóns Einarssonar, húsvarðar í Fannborg 1, húsi ör- yrkjabandaiags íslands í Kópa- vogi, er okkur mikið hryggðarefni. Jón hafði verið húsvörður í Fannborg 1, frá upphafi starfsem- innar þar, og því átt sinn þátt í því, að móta þá aðstöðu og þann anda er í því húsi ríkir. I sínu erfiða starfi sýndi Jón bæði samviskusemi og elju, hann var nærgætinn og tillitssamur við það aldraða fólk er í húsinu býr, og nótt sem dag reiðubúinn er hjálpar og leiðbeiningar þurfti við. Húsvarsla í íbúðum fyrir aldr- aða er ábyrgðarstarf, sem í raun- inni á lítið skylt við húsvörslu í öðrum fjölbýlishúsum. Þjónustan við íbúana er marg- breytilegri, og þarfir nokkuð aðr- ar, en þeirra, sem eru á léttasta skeiði. Ekki síst á þetta við varðandi mannleg samskipti, hlýhug og fé- lagslyndi, þessum eiginleikum voru húsvarðarhjónin í Fannborg- inni, þau Magnea og Jón, búin í ríkum mæli. Með þeim sköpuðu þau notalegt andrúmsloft í um- hverfi sínu. Öryrkjabandalag íslands og starfsfólk þess, þakkar mikið og óeigingjarnt starf. Samstarfið við Jón var alla tíð með ágætum. Ekkjunni og öðrum aðstandendum vottum við innilega samúð. Oddur Ólafsson Hann Nonni bróðir er dáinn. Það er leiðin okkar allra, og við vitum það, en samt erum við alltaf óviðbúin þegar nánustu ástvinir eiga í hlut. Nonni var elstur okkar systkina. en hans létta skapgerð og ástúðlega viðmót, máði út öll aldursmörk. t okkar mannmörgu Fæddur 25. desember 1897 Dáinn 21. júlí 1983 Þeim fækkar óðum, sem fædd- ust á öldinni, sem leið. Það er lífs- ins gangur. í dag er til moldar borinn einn af þeim, Bjarni Sig- valdason. Hann fæddist á jóladag árið 1897 á bænum Gautsdal í Geiradalshreppi í Austur-Barða- strandarsýslu. Þangað hafði móð- ir hans, Ragnheiður Rögnvalds- dóttir, flutt fyrr á sama ári eftir lát eiginmanns síns og föður Bjarna, Sigvalda Snæbjörnssonar, sem drukknaði á Breiðafirði á leið út í eyjar. Bjarni ólst upp með móður sinni á því mikla myndar- heimili í Gautsdal hjá föðursystur sinni, Ingibjörgu, og manni henn- ar, Jóni Sveinbirni Jónssyni, og dætrum þeirra, uppeldisbörnum og öðru heimilisfólki, en heimilið var mjög mannmargt. Minntist Bjarni jafnan þessa æskuheimilis síns með mikilli hlýju og þótti vænt þau Gautsdalshjón, enda tóku þau hann sem sinn eigin son. Er Bjarni var aðeins 9 ára veiktist móðir hans og átti við þau veik- indi að stríða næstu árin og dvald- ist þá ýmist í Gautsdal eða í Reykjavík hjá frændfólki sinu. Árið 1909 lést Ingibjörg í Gauts- dal, fóstra Bjarna, en Kolfinna, eldri dóttir hennar, tók þá við búsforráðum um skeið. Um ferm- ingaraldur flutti Bjarni til frænd- fólks síns í Reykjavík, en þá hafði fóstri hans Iátið af búskap, en móðir hans lést árið 1915. Á fjölskyldu gáfust oft tækifæri til mannfagnaðar og þá var gjarnan tekið lagið og þá naut Nonni sín vel. Með sinni góðu söngrödd og óþrjótandi textakunnáttu leiddi hann sönginn af lífi og sál. En nú er skarð fyrir skildi. Dagurinn er orðinn langur og samferðafólkið kveður með æ styttra millibili og nú kveður okkar elsku bróðir. Með þessum fátæklegu orðum sendum við ástarþakkir fyrir trausta og fölskvalausa samleið og kveðjum þig hinstu kveðju með þessari kvöldbæn. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma, öll börnin þín svo blundi rótt. (M.J.) unglingsárunum dvaldist Bjarni um hríð á Kiðabergi í Grímsnesi hjá sæmdarhjónunum Gunnlaugi Þorsteinssyni, hreppstjóra, og Soffíu Skúladóttur, konu hans. Minntist hann veru sinnar þar ætíð með óblandinni ánægju. Rúmlega tvítugur fór Bjarni í bændaskólann á Hvanneyri og út- skrifaðist þaðan sem búfræðingur. Er Páll Zóphóníasson fluttist frá Hvanneyri að Hólum og tók þar við skólastjórn árið 1920 varð Bjarni vinnumaður hjá honum. Tók hann miklu ástfóstri við fjöl- skyldu Páls, og sýndu börn hans Bjarna ávallt mikla ræktarsemi. Er vistinni á Hólum lauk, tóku við hjá Bjarna ýmis störf til sjós og lands næstu áratugina og stundaði hann vinnu víða um land. Var hann tíðum við vertíðarvinnu í Vestmannaeyjum á vetrum, en á sumrin oft í Steingrímsfirði, Hólmavík og Drangsnesi, við störf í sjávarútvegi, og kom þá jafnan á heimili fóstursystur sinnar, Kol- finnu, á Hólmavík. Á stríðsárun- um bjó Bjarni í Reykjavík og stundaði almenna verkamanna- vinnu. Um hríð var hann við bú- skap í Saurbæ í Dölum, vann um tíma á pósthúsinu í Reykjavík og um skeið gerðist hann landpóstur og annaðist póstflutninga á hest- um í nokkra vetur á leiðinni milli Króksfjarðarness og Patreks- fjarðar. Á sjöunda áratug ævinnar dvaldi Bjarni langdvölum á Leys- ingastöðum í Dölum og Tindum í Eiginkonu hans, Magneu Ágústsdóttur, börnum þeirra og fjölskyldúm, sendum við hugheil- ar samúðarkveðjur. Svsturnar Fæddur 18. september 1906 Dáinn 21. júlí 1983 Jón Einarsson fæddist á Kald- árhöfða í Grímsnesi 18. september 1906 og var elstur af ellefu börn- um hjónanna Einars Jónssonar og Sigurlaugar Þorkelsdóttur, sem þar bjuggu. Meðan Jón var barn að aldri fluttist fjölskyldan suður með sjó og síðan til Reykjavíkur, þar sem hann bjó öll sín mann- dómsár. Jón var kvæntur Magneu G. Ágústsdóttur og áttu þau þrjár dætur. Framan af ævinni vann Jón ým- is störf, en mestan hluta starfs- ævinnar var hann leigubílstjóri. Hann var einn af stofnendum bif- reiðastöðvarinnar Hreyfils. Sein- ustu árin var hann húsvörður að Fannborg 1 í Kópavogi og óþreyt- andi hjálparhella íbúunum þar. Ég kynntist Jóni fyrst rosknum manni, þegar kunningjar hans og samstarfsmenn hjá BSAB tóku hann með sér hálfnauðugan á söngæfingu hjá Samkór trésmiða. Þessi æfing var sú eina sem Jón mætti á hikandi, eftir það gekk hann til þessa nýja viðfangsefnis af heilum hug og rækti kórstarfið af sömu alúð og kostgæfni sem allt annað er hann tók sér fyrir hendur um dagana. Það gilti einu hvort voru söng- æfingar, kökubasarar, söfnun styrktarfélaga, ferðalög, tónleikar eða kórböll, Jón stóð ætíð fyrir sínu, þéttur á velli og léttur í lund. Hann söng að vísu aldrei mjög hátt, ekki í neinni merkingu, en hann söng ekki heldur falskt. Og nú, þegar söngurinn er þagn- aður og Jón Einarsson er lagður í hinstu hvílu, er mér efst í huga samúð með eiginkonu hans og öðr- um ástvinum og þakklæti fyrir vináttu hans og náið samstarf undanfarin ár. Blessuð sé minningin um góðan félaga. Örn Erlendsson Geiradalshreppi og vann að bú- störfum. Batt hann mikla tryggð við bæði þessi heimili. Síðustu tæp 13 árin var Bjarni vistmaður á Hrafnistu í Reykjavík og naut þar prýðilegrar umönnunar starfs- fólks, enda undi hann hag sínum þar vel. Um miðjan júnímánuði sl. veiktist Bjarni alvarlega. Hann andaðist í sjúkradeild Hrafnistu 21. þ.m. og hafði þá verið lamaður um hríð. Hér að framan hef ég rakið í mjög stórum dráttum lífshlaup frænda míns, Bjarna Sigvaldason- ar. Bjarni giftist aldrei og átti ekki afkomendur. Hann eignaðist því ekki fjöiskyldu eða heimili á lífsleiðinni. Hann var einbirni og missti móður sína ungur að árum, en faðir hans var látinn, er hann Hann lést þ. 21. júlí 1983 eftir skamma legu. Hann fæddist 16. september 1906 að Kaldárhöfða í Grímsnesi. Foreldrar hans voru hjónin Einar Jónsson og Sigurlaug Þorkelsdóttir, hann var elstur af 11 systkina hópi. Jón byrjaði snemma að vinna fyrir sér við ým- is störf, eins og títt var um ungl- inga á fyrri hluta tuttugustu ald- ar. Um tvítugt gerðist hann bif- reiðastjóri og varð það hans aðal- starf upp frá því. Hann var leigu- bifreiðastjóri á Hreyfli í áratugi. Hann giftist eftirlifandi konu sinni, Magneu Ágústsdóttur, 18.7. ’31. Þau eignuðust 3 dætur, Lilju, Magneu og Steinunni. Þau hafa átt heima í Reykjavík alla sína búskapartíð, búin að vera gift í 51 ár. Jón var mikill geðprýðismaður, hlýlegur í viðmóti og mikill heim- ilisfaðir allt fram á síðustu daga og mun fjölskylda hans hafa misst mikið og þó sérstaklega yngstu dótturbörnin. Hin síðustu ár var Jón húsvörður í Fannborg 1 og átti þar heima. Það er alltaf skarð fyrir skildi þegar í valinn fellur einstaklingur sem búinn er að vera samferðamaðúr í öll þessi ár. Við munum sakna hans á næstu fjölskylduhátíð en hana höfum við haldið í 20 ár, afkomendur for- eldra okkar ásamt tengdabörnum sem eru nú um 230 manns. Nonni var mjög ljóðelskur og söngelskur, hann var í Samkór Trésmiðafélagsins undanfarin ár og naut þess af alhug. Hann kvaddi þennan heim á táknrænan hátt, hann var nýkominn upp í Munaðarnes þegar hann fékk heilablóðfall og komst ekki til meðvitundar eftir það, því var það siðasta sem auga hans leit víð- feðmi Borgarfjarðar og hann fann angan döggvotrar náttúrunnar sem hann þráði alltaf. Ég veit að Jón fær góða heim- koma því sál hans var hrein og hann fórnaði sér til að leysa úr vanda og létta öðrum lífið. I Guðs friði. Fyrir hönd systkina, Þorkell Einarsson fæddist. Þessar aðstæður hafa því trúlega markað líf hans og m.a. valdið því, að Bjarni var sérlega frændrækinn og rækti frændsem- ina við skyldfólk sitt í báðar ættir, og ættfróður var hann með af- brigðum. Er það mikill skaði, að allur sá ættfræðifróðleikur skuli fylgja honum í gröfina. Bjarni var einstaklega vinfastur, og hann naut þess síðustu æviárin, að vinir og kunningjar litu inn til hans, ekki síst, eftir að hann var búinn að missa sjónina. Bjarni var ein- staklega barngóður og nutu frændbörn hans þess í ríkum mæli. Um það get ég borið af eigin raun. Minnist ég þess úr æsku, að Bjarni kom ávallt á heimili for- eldra minna á Hólmavík færandi hendi á vorin að aflokinni vertíð. Var það alltaf tilhlökkunarefni, þegar von var á Bjarna. Bjarni var mikill hestamaður. Átti oft, þegar færi gafst, afbragðs reiðhesta. Bjami hafði unun af ljóðum og kunni mikið af þeim. Sjálfur var hann hagmæltur vel og gerði margar snjallar ferskeytlur. Þess- um kveðskap hélt hann þó ekki saman fyrr en á síðustu árum. í safni hans er meðal annarra þessi staka, sem lýsir hug hans til æskustöðvanna við Breiðafjörð: „Fögur lit ég fjallaskörð, flýtur gnoð að landi. Beztan tel ég Breiðafjörð byggða á þessu landi." Lýk ég svo þessum minningar- orðum um Bjarna frænda með þakklæti til þeirra samferða- manna hans, sem auðsýndu hon- um vináttu og ræktarsemi til hinztu stundar. Magnús E. Guðjónsson. Bjarni Sigvaldason — Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.