Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.07.1983, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983 Kaupmannahafnarpistill eftir Gunnar Stefánsson Völundarhús heimsins á Amager Hluti af „leiksviði“ sýningarinnar „Völundarhús heimsins og paradís hjart- ans“ í Valseværket á Amager. Ekki er hægt að senda svo heim nokkra pistla héðan frá Kaup- mannahöfn á þessu heita sumri við Eyrarsund að ekki sé minnst á helsta viðburð í listalífi borgar- innar að undanförnu. Hingað komu ekki færri en fimmtíu leik- hópar frá tuttugu löndum og báru fram list sína. Allt sýningar sem kenna má við framúrstefnu sem einu sinni var svo nefnd, — „det alternative teater", nefna Danir þá hreyfingu sem kom fram í dönsku leikhúsi fyrir um hálfum öðrum áratug. Heimamenn lögðu auðvitað sitt til þessarar leiklistarhátfðar sem nefndist Fools 4, en annars voru þátttakendur úr öllum heimshorn- um, og sameiginlegt sýningunum var einskonar látbragðsleikur sem nafnið bendir til. Leikið var vfðs- vegar um borgina og á götum úti, og hvert kvöld kabarett f Lorry við Allégötu. Það er veitingastaður innréttaður sem borgarstræti með ljós í gluggum báðum megin og tungl og stjörnur á himni. Þarna komu trúðar og töframenn og léku listir sínar. Sjónvarp og útvarp létu ekki sitt eftir liggja að kynna hátíðina. Menn virtust á einu máli um að mikill fengur væri að henni og sumar sýningarnar vöktu mikla hrifningu, svo sem nýstárleg upp- færsla tékknesks leikflokks á Commedia dell’arte. En það var ekki ætlunin hér að ræða vftt og breitt um hátfðina enda komst ég ekki til að sjá nema fáar sýningar. Ein skar sig úr. Þetta var raunar hápunktur há- tíðarinnar: Samvinnuverkefni fjögurra leikhópa, 80 leikara frá Wales, Danmörku, Tékkóslóvakíu og Póllandi, og bar nafnið Völund- arhús heimsins og paradís hjart- ans. Hún er byggð á skáldverki eftir tékkneskan höfund frá sautj- ándu öld, Johan Amos Komensky, — það er dæmisaga um vegferð manns gegnum tilveruna, villur hans og vafninga, eins og þá var algengt að setja saman. — Hvern- ig skyldi þessum leikhópum frá fjörrum löndum ganga að búa til nútímalega heilsteypta sýningu úr þessu? hugsar maður og einsetur sér að láta þetta ekki fram hjá sér fara. „Leikhúsið" heitir Valseværket og er úti á Amager. Þegar við komum þangað á hlýju júlfkvöldi blasti nafnið við stórum stöfum yfir hliði, og við komum inn á opið svæði þar sem fjöldi fólks bíður. Allt um kring blasa við húsa- skrokkar í niðurnfðslu, brotnar rúður sem bera vitni um að hér er ekki lengur gengið um dyr. Valse- værket er aflagðar verksmiðju- byggingar þar sem fyrrum hefur farið fram stórvirk starfsemi. Nú á senn að rífa þessi hús sem und- anfarin ár hafa staðið auð, nema börnin í hverfinu hafa gert þau að leikvangi, — alltaf sóttist maður forðum eftir að komast inn i slík yfirgefin hús sem vöktu með manni svo hrollkennda stemmn- ingu. Og nú á það að verða hinsta hlutverk þessara húsa að leggja til sviðsmynd stórrar leiksýningar, — hvernig gat nokkrum dottið slíkt í hug? Nú er merki gefið og áhorfendur ganga út um hliðið f þyrpingu. Okkur er beint að afhýsi sem gæti verið pakkhús, upp lasinn tréstiga og inn í sal sem er fullur af sagga- lykt. Þar er maður látinn standa upp við vegg og finnur kuldann í bakið. Á miðju gólfi taka leikar- arnir sér stöðu og sýningin hefst. Þessari sýningu verður eigin- lega ekki með orðum lýst, svo sér- kennileg er hún. Hún er sett sam- an úr 4—5 stigum f jafnmörgum salarkynnum. Pílagrímurinn hef- ur nú ferð sína um völundarhúsið, leiddur af tveim fylgdarmönnum og hafður f bandi sem hundur væri, rekinn af stað til að leita hamingjunnar sem fylgdarmenn gylla fyrir honum sem mest. Nú er okkur beint út á gang, áfram und- ir skipunum og hrópum löggæslu- manna sem hrópa úr gjallar- hornum. Við erum komin inn í lög- regluríki og hér liggja ónýtir véla- hlutar um allt gólf, dauðir menn sem hermenn standa yfir, en komumönnum er sagt háum rómi að landið sé gott. Eftir að við höfum sloppið gegn- um þetta komum við aftur út und- ir bert loft og síðan inn í annað hús almyrkvað þar sem draugaleg tónlist hljómar úr öllum hornum. Skyndilega er brugðið upp ljósi úr kastara og við sjáum að salurinn er fullur af fólki, læstu inni í búr- um, einn í hverju. Þarna er kjól- klæddur maður með byrgt andlit, sem reynir án afláts að sjúga eitthvað upp af gólfinu gegnum pípu. Þá fellur ljósið á hofróðu sem rær í dyngju sinni, skraut- klædd og máluð afkáralega, — og þannig áfram, — hvarvetna fólk sem æ ofan f æ sýnir sömu mein- ingarlausu hreyfingarnar, lokað inni í viti firrtri tilveru sinni. Þar næst erum við leidd f heim fjölmiðlanna. Stór salur með sjón- varpstækjum meðfram öllum veggjum. Frá þeim heyrist ekkert hljóð, við sjáum aðeins fólk lfða áfram yfir skjáinn eða sitja við borð og bæra varirnar, og salurinn er fullur af ærandi hávaða. Loks sleppum við héðan og komum með pflagrímnum í sal þar sem fjötur- inn er leystur af honum, hann átt- ar sig að lokum, og þarna blasir við lífsins tré í miðjum garði: við erum komin í paradís hjartans. Að Virkis-menn á fundi í Alþjóðabankanum: Mjög ánægðir með árangurinn af þessari ferð — segir Andrés Svanbjörnsson, framkvæmdastjóri Virkis „VIÐ erum mjög ánægðir með árangurinn af þessari ferð. Teljum, að við höfum fengið betri hljómgrunn en við áttum von á,“ sagði Andrés Svanbjörnsson, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Virkis, í samtali við Morgunblaðið, er hann var inntur eftir því hvernig kynningarfundur fyrirtækisins hjá Alþjóðabankanum á dög- unum hefði gengið, en þar var starfsemi Virkis kynnt. Andrés Svanbjörnsson sagði, að fundir af þessu tagi væru stund- um haldnir af ráðgjöfum og fram- leiðendum, sem vildu koma sinni starfsemi á framfæri, auk þess að kynnast þeim verkefnum sem Al- þjóðabankinn hefur með að gera. „Okkur var sagt áður en við lögð- um upp, að við gætum átt von á 5—50 mönnum á fundinn. Raunin varð sú, að 45 manns sóttu hann, þannig að við erum mjög ánægðir með það.“ Aðspurður sagði Andrés, að þeir sem sótt hefðu fundinn, væru aðilar hjá Alþjóðabankanum, sem hefðu með að gera verkefni á því sviði sem Virkir hefur sérhæft sig í, þ.e. aðallega á sviði nýtingar jarðhita. „Við höfum farið á fundi hjá bankanum í tengslum við þau verkefni, sem við höfum verið að vinna að í gegnum tíðina, en þetta var í fyrsta sinn, sem við stöndum sjálfir fyrir beinni kynningu á starfsemi okkar. Við teljum það í raun mjög mikilvægt, að komast í beint sam- band við þá menn innan bankans, sem hafa með þessi verkefni að gera. Þeir hafa sín áhrif á það hvert viðkomandi verkefni fara og því er auðvitað nauðsynlegt að þeir viti af okkur. Þetta er því einn liður í viðleitni okkar til að afla fyrirtækinu verkefna," sagði Andrés ennfremur. Andrés Svanbjörnsson sagði aðspurður, að þeir, sem sótt hefðu fundinn, hefðu verið mjög já- kvæðir og Virkis-menn gerðu sér vonir um að fundarhöldin myndu skila sér í framtíðinni, þótt erfitt væri að fullyrða um slíkt á þessu stigi málsins. „Við merkjum þessi jákvæðu viðbrögð m.a. á því, að 10 aðilar vildu hitta okkur aftur dag- inn eftir fundinn til að fræðast nánar um starfsemina og ýmis sératriði. Við vitum óneitanlega betur um ýmis tækifæri sem bjóðast og því verður unnið áfram að ýmsum verkefnum á næstunni. Enda er eitt hlutverk bankans að stofna til viðskipta milli landa sem ann- ars vegar koma með fé inn í hann og svo hinna, sem eru þiggjendur, þ.e. iðnaðarlandanna og þróunar- landanna. Bankinn er því í raun Frá virkjunarstað í Kenya, þar sem starfsmenn Virkis hafa starfað allt frá árinu 1976. IRKIfí ConsultingGroupLtd. hönnunhf m atrucMræ J T J W«;*rP,>«re> XMM*9D"W«Æ f TianMRMsioi' í joiis Æ Hannarr W l'KHwinai í-iKjrrvooff'o ^ ' i ™ VOK V iiUW fáJOÚNSSON JW HMfÍf.'AN fi.VGfc'N«tNf 9 D*:vii!oivTK"f*i i f Fijf* M V«mW A>r Us’Ó M | VERMIRi r DutWig Htvyn&fr-riq Ci*o*h*Kr»>ai O''v<*ioi>«><*^ J VIRKFMEBISTOf A INORIBAS0NAR MF f f Í4K.1-K.*1 Lrwwri, I JONB. ? HAFSTEINSSON i t VBL / EJALDUR LÍNDAL j >«."•> .toð f'WHl OovrtWMH'! f «>.is>tii!ir/ /JÚLÍUS Fsólnes m i':si'>íirw>:a:;.y' * AatomANnn *'hj f ContK* fAGNAR f NORIAN'D f Mwí t->Hiici“'f.rrg V\: T'arw»»s:»i0*: VSRG f SnamVir R. f GuAmuitdyson jm 0'f'f>*ca! grtQinaAmm “T Oaothwma: TirMvokxjy irkir er í raun samband 12 stofa og einstaklinga á sviði verkfræði og tðgjafar. miðlandi aðili í þessu máli, en maður kemur ekki til greina, nema hafa komið sér á framfæri, eins og við gerðum nú,“ sagði Andrés. Andrés sagði aðspurður, að Virkir hefði í gegnum tíðina stað- ið í ýmiss konar verkefnum víðs vegar um heiminn, en það væri aðallega á sviði jarðhitarann- sókna. „Um þessar mundir erum við aðeins með samning í Kenýa, en það er samningur sem við höf- um verið með í mörg ár. Við höf- um unnið þar að verkefni, sem hefur í raun spannað alla þætti jarðhitavinnslunnar, þ.e. allt frá rannsóknum í upphafi og upp í fullvinnslu. Það verkefni hefur gengið mjög vel, en íslenzkir verk- fræðingar og vísindamenn hafa unnið að því með hléum undan- farin ár.“ Andrés sagði ennfremur, að Virkir hefði tekið að sér ýmis verkefni innanlands, en það væru þó aðallega stofurnar sjálfar sem sæju um það, en Virkir er í raun samband 12 einstaklinga og stofa, sem hver um sig starfar að ýms- um sjálfstæðum verkefnum, en einstaklingarnir eru alls 25. „Við höfum aðallega komið inn í fjöl- þætt verkefni á vegum Lands- virkjunar, eins og virkjanaverk- efni, auk iðnaðarverkefna og ennfremur höfum við lítillega komið inn á verkefni í laxeldi. Annars er stofnun Virkis í upp- hafi fyrst og fremst hugsuð með það fyrir augum, að viðskipta- vinir, sem þyrftu að láta vinna fjölþætt verkefni, gætu átt við- skipti við einn ábyrgan aðila, sem hefði yfir að ráða allri nauðsyn- legri þekkingu," sagði Andrés. Að síðustu sagði Andrés Svanbjörnsson, framkvæmda- stjóri Virkis, að væntanlega yrði haldið áfram á þessari braut kynningarmála. Virkis-menn hefðu í raun stigið sín fyrstu skref í þessum efnum á dögunum hjá Alþjóðabankanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.