Morgunblaðið - 29.07.1983, Síða 19

Morgunblaðið - 29.07.1983, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983 19 Bókmenntaverð- laun Vigdísar Ástaeða er til að þakka dr. Jón- asi Kristjánssyni grein hans í Mbl. á dögunum: „Eru skáldin launa verð?“ Það er heiðríkja og hóg- værð sem svífur yfir vötnunum í máli dr. Jónasar og gæti hin góða grein hans verið útgönguversið í skrifunum um bókmenntaverð- laun forsetans, enda vandséð hvort frekari umræður um hug- mynd frú Vigdísar Finnbogadótt- Kynning Húsasmiðjunnar: Hlaut góðar undirtektir „FÓLK VAR hrifnast af því að í boði væru lítil hús,“ sagði Jón Snorrason, framkvæmdastjóri Húsasmiðjunnar, þegar hann var inntur eftir þvf hverj- ar undirtektirnar hefðu verið á kynningu á Snorrahúsum sem fram fór um helgina. Fólk var einnig sammála um að það vanti lítil hús. Það er dýrt að reka stór hús og það er margt fleira sem gerir það að verkum að það er sóst eftir minni einbýlis- húsum. Þegar fólk er farið að eld- ast og börnin farin að heiman vill það gjarnan minnka við sig og hins vegar hefur yngra fólk ekki ráð á því að byggja mjög stórt. Það er líka þörf fyrir stærri hús en það þarf jafnframt að auka framboð lítilla húsa,“ sagði Jón. Kynnt voru bæði parhús og ein- býlishús á vegum Húsasmiðjunn- ar og sagði Jón að hátt í þúsund manns hefðu komið á kynninguna. Hann sagði að mestur hefði áhug- inn verið fyrir minni einbýlishús- unum og að nú væru þeir hjá Húsasmiðjunni jafnvel að ihuga framleiðslu einbýlishúsa sem væru um 80 m2 að stærð. ur þjóna nokkrum tilgangi nú um sinn, nema þá helst að ala á sund- urlyndi. Einmitt þess vegna mun ekki rétt að svara athugasemdum rit- stjóra Mbl. við grein undirritaðs í blaðinu, 9. júlí síðastliðinn. Auð- velt væri að henda þar ýmislegt á lofti, en verður látið ógert með til- vísun til ofanritaðs. Þess i stað skal hér með skorað á Morgunblaðið að láta nú gott heita, en bíða og sjá hverjar lyktir verða á verðlaunamáli þessu hjá löggjafarsamkundu þjóðarinnar, ef á annað borð frú Vigdís Finn- bogadóttir sér ástæðu til að fylgja málinu eftir, sem hún vonandi gerir. Tekið skal undir orð ritstjóra Mbl. og þau látin hljóma hér vestra, að hollast væri að hug- mynd forsetans verði til samein- ingar og gleði, en ekki til að magna pólitískar deilur eða flokkadrætti. Hrafnseyri, 23. júlí 1983. Hallgrímur Sveinsson. Hestamót Skagfirðinga Varmahlíó, 28. júlí. HESTAMÓT Skagfirðinga fer fram á Vindheimamelum um verslunar- mannahelginga. Á annað hundrað hross eru skráö til leiks og í þeim hópi eru öll fljótustu kappreiðahross landsins. Mótið hefst klukkan 10 árdegis á laugardag með dómum á góð- hestum. Undanrásir kappreiða hefjast klukkan 3 og á laugardags- kvöldið verður uppboð á rúmum 20 hrossum frá öllum þekktustu hrossaræktarmönnum héraðsins. Mótinu verður framhaldið klukk- an 2 á sunnudag p p Athugasemd — eftir Þóru Kristjánsdóttur í umsögn Valtýs Péturssonar listmálara í Morgunblaðinu i dag um sýningu þá sem nú stendur yf- ir á Kjarvalsstöðum á listaverkum í eigu Reykjavíkurborgar og keypt eru á síðustu þremur árum, segir Valtýr: „Svo komu stjórnir Kjar- valsstaða til skjalanna, og þá fór nú að færast líf í tuskurnar. Um tíma var enginn leikur að átta sig á þeim forsendum sem eftir var unnið, og nú upp á síðkastið hafa vísir listamenn og listráðunautur staðið að innkaupum." Hér gætir misskilnings. í sýn- ingarskrá kemur skýrt fram, að frá 1980 hefur sá háttur verið á innkaupum, að þeir aðilar, sem kosnir eru af borgarstjórn Reykjavíkur til að sitja í stjórn Kjarvalsstaða, standa fyrir val- inu. Fram á mitt ár 1982 sátu í stjórn Kjarvalsstaða kosin af borgarstjórn Sjöfn Sigurbjörns- dóttir, Guðrún Helgadóttir og Davíð Oddsson og er um það bil helmingur listaverkanna keyptur að þeirra frumkvæði; nú sitja i stjórn Einar Hákonarson, Hulda Valtýsdóttir og Guðrún Erla Geirsdóttir og hafa þau valið hinn helming verkanna. Jafnframt þessari nýskipan 1980 lagði Reykjavíkurborg fram sérstaka fjárveitingu til listaverkakaupa; þessi sýning nú er afrakstur hins nýja fyrirkomulags og er það for- senda hennar. Á hinn bóginn eiga hvorki listráðunautur né fulltrúar listamannasamtaka í stjórn Kjar- valsstaða hlut að vali. Hins vegar vekja orð Valtýs spurninguna um það t.d. hvort ekki sé eðlilegt, að listráðunautur hafi annan hlut að þessu máli en þann að skrásetja verkin. Undirrituð er að minnsta kosti þeirrar skoðunar, og bendir til samanburðar á innkaup til Listasafns íslands, en atkvæði forstöðumanns þar hefur fjórfalt vægi á við atkvæði safnráðs- manna. Óheppilegt var að birta með annars vinsamlegri umsögn Val- týs mynd af listaverki, sem ekki var búið að hengja upp á sinn stað og kalla yfirlit yfir salinn. Myndin var tekið þegar unnið var að und- irbúningi sýningarinnar en lista- konan á það skilið, að mynd sé birt af verki hennar svo sem það lítur út er gengið hefur verið frá þvi á sýningunni. Kjarvalsstöðum, 28. júll ’83, Þóra Kristjánsdóttir. Aths.: Valtýr Pétursson á engan hlut að myndbirtingu með grein- inni. Mistök i þeim efnum eru blaðsins. Laugahátíð hefst í dag HIN ÁRLEGA Laugahátíð hefst að Laugum í Reykjadal í dag og stend- ur fram i mánudag. Er það Héraðs- samband Suður-Þingeyinga sem sér um samkomuna. Helstu skemmtikraftar á Laugahátið verða hljómsveitin Ego, sem leikur fyrir dansi öll kvöldin og heldur tónleika á laug- ardag ásamt Sumargleðinni sem er með fjölskylduskemmtun á sunnudag. 011 skemmtiatriði fara fram innanhúss. Ekki er seldur aðgangur að svæðinu, en borga þarf kr. 100 fyrir hvert tjald. Selt er inn á skemmtiatriðin hvert fyrir sig, kostar kr. 300 á dansleikina og kr. 200 fyrir fullorðna á tónleikana og fjölskylduskemmtunina. Ókeypis er á Sumargleðina fyrir börn yngri en átta ára, en þau sem eldri eru greiða kr. 100. Einnig verða þrjár kvikmyndasýningar á degi hverjum. Tvenn tjaldstæði verða á Laug- um, annars vegar fjölskyldubúðir og unglingabúðir hins vegar. Sjúkrahjálp verður á svæðinu all- an tímann og er snyrtiaðstaða og matsala í hótelinu sem verður opið allan tímann. þúdrekkur sykurlaust Soda Stream Nú fást fjórar tegundir: Appelsín, Cola, Límonaði og Ginger Ale. Þér er óhætt að drekka sykurlaust Soda Stream eftir æfingar því það er minna en ein kaloría í glasi. Sól hf. ÞVERHOLTI 19 SÍMI 26300 REYKJAVIK 5S Vörumarkaðurinn hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.