Morgunblaðið - 29.07.1983, Síða 23

Morgunblaðið - 29.07.1983, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLl 1983 23 Vextir og veðbólga — eftir Egil Sigurðsson Undanfarið hefir mikið verið rætt um ástand efnahagsmála á íslandi, og sumir nefna, að það hafi ekki verið verra frá upphafi íslandsbyggðar, ef undan eru skil- in áföll af náttúruhamförum (t.d. móðuharðindunum o.fl.). Þó er vart hægt að nota þá samlíkingu í dag, þar sem talið er að velmegun á Islandi hafi sjaldan verið meiri en nú. Það þýðir því, að hið slæma efnahagsástand sé fyrst og fremst af mannavöldum. Vandræðin stafa alls ekki af aflabresti eða lækkun útflutnings- tekna, sem oft áður hefur verið meiri. Fyrir nokkru var haldinn aðalfundur Seðlabankans með venjulegum veislufagnaði og fréttatilkynningum. Þar var svo sannarlega „málaður skrattinn á alla veggi“. Eg vísa í grein Hauks Helgasonar í Morgunblaðinu fyrir nokkru, þar sem hann ræðir m.a. vaxtamálin, og er ég honum að ýmsu leyti sammála, en fjölyrði ekki hér um aðra þætti máls hans. Hinsvegar fannst mér fremur nöturlegt að heyra formann bankaráðsins lýsa því í ræðu sinni, að rekstrarafkoma bankans hafi orðið mun betri en árið áður, en ástæðan reyndar talin sú, að staða viðskiptabankanna gagn- vart Seðlabankanum væri svo miklu verri en árið 1981, að bank- inn fékk verulegar aukatekjur vegna sektarvaxta. Hvað táknar ^^8? Flestir vita að Seðlabanki lands hefir mörg undanfarin ár haft meiri áhrif á efnahagsmál þjóðarinnar en nokkur annar aðili (Seðlabankastjóri) og bendir margt til, að þau hafi reynst illa, eins og raun ber vitni. Stefnan hefir verið gengislækkun, vaxta- hækkun og launaskerðing. Hann virðist hafa verið ráðgjafi flestra ríkisstjórna um langt árabil með sína útreikninga í höndunum. öll þessi ráð virðast ekki hafa gefist vel, eins og áður er sagt. Afleiðingarnar hafa verið óða- verðbólga, erlend skuldasöfnun og vaxtaokur. Flest atvinnufyrirtæki eru á heljarþörm vegna vaxtaok- urs. Mörg dæmi eru um að vaxta- þátturinn er orðinn miklu stærri en heildarlaunagreiðslur. Það hlýtur að vera erfitt að reka fyrir- tæki á þeim forsendum. Mörg heimili eru nú þegar komin á von- arvöl vegna okurvaxta á íbúðalán- um, sem þau geta ekki staðið í skilum með. Það hefir mjög mikil áhrif á efnahagslíf vestrænna þjóða ef vextir breytast um 1 til 2% á ári, en í okkar þjóðfélagi virðist ekki Messur á landsbyggðinni Messur á sunnudaginn: EGILSSTADAKIRKJA: Almenn samkoma veröur á sunnu- dagskvöld kl. 21. „Ungt tólk meö hlutverk" leiöir. Sóknar- prestur. SKÁLHOLTSPREST AKALL: Söng- og tónastund i Skál- holtskirkju kl. 20.30 á sunnu- dagskvöldiö kemur í umsjá Sig- tryggs Kristjáns Sigtryggssonar organleikara og fleiri. Messa veröur kl. 21. Sumartónlelkar hefjast í kirkjunni á morgun, laugardag, kl. 15. Helga Ing- ólfsdóttir semballeikari flytur sembalverk. Þessir tónleikar veröa endurteknir á sunnudag og mánudag á sama tíma. Sóknarprestur. talið skipta verulegu máli þótt vextir hækki um 10 til 20%, jafn- vel á einu til tveimur árum. Er þá íslenskt efnahagskerfi frábrugðið öllum öðrum að þessu leyti? Rökin fyrir okurvaxtastefnunni (Seðlabankans) hafa yfirleitt ver- ið þau, að með henni væri verið að örva sparifjármyndun. Hver hefir árangurinn orðið? Ég ræði ekki Egill Sigurdsson. þann þátt hér, þar sem ég hefi ekki haldbærar tölur þar að lút- andi. Ýmsir hagfræðingar hafa bent á leiðir til að leysa þann vanda að mestu, sérstaklega með langtíma aðgerðir í huga. í því sambandi má benda á, að ríkis- valdið hefir undanfarin mörg ár haft forgöngu um að ná til sín fjármagni frá sparifjáreigendum (sem ella hefðu lagt fé sitt til ávöxtunar í bönkunum) með gylli- boðum, samanber verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs, og hefir Seðlabankinn verið einna dug- mestur við að auglýsa þau. Það er hinsvegar staðreynd að flestar, ef ekki allar ríkisstjórnir, sem starf- að hafa undanfarna áratugi, hafa aldrei beitt langtímaaðgerðum í efnahagsmálum, þar hefir yfir- leitt verið um að ræða bráða- birgðalausnir (að hvers ráðum?). Um lánskjaravístöluna ræði ég ekki að þessu sinni, þar sem Haukur Helgason og fleiri munu hafa gert því máli sæmileg skil. Af framansögðu tel ég, að sú ríkisstjórn, sem nú situr, megi ekki láta Seðlabanka íslands ráða áfram ferðinni í efnahagsmálum, nema þá mjög takmarkað, ella missi ég trú á henni (ríkisstjórn- inni). Þó finnst mér undarlegt, að ekkert hefir heyrst enn um okur- vaxtaþáttinn, né væntanlegar að- gerðir í því efni, þar sem þarna er um verulegan verðbólguvald að ræða. Við þurfum nýja stefnu í pen- ingamálum og nýja menn. Ella erg dagar efnahagslegs sjálfstæðis okkar senn liðnir. Egill Sigurdsson er endurskoðandi og starfar sjálfstætt sem slíkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.